Dagur - 16.02.1999, Blaðsíða 4
4- I’RIDJUD AGU R 16. FEBRÚAR 1999
FRÉTTIR
Ðggur
LOGREGLA
16 gnmaðir um ölvun
Um helgina, frá föstudagsmorgni til mánudagsmorguns, urðu 55
umferðaróhöpp þar sem eignatjón varð, 16 voru grunaðir um ölvun
við akstur, 33 um of hraðan akstur, 8 sinntu ekki stöðvunarskyldu og
jafnmargir óku gegn rauðu umferðarljósi, samkvæmt dagbók lögregl-
unnar í Reykjavík.
Þóttust í vinnuleit
Upp úr hádeginu Þá hafði piltur komið inn í fyrirtæki í austurborg-
inni til að sækja um vinnu og hafði fengið að fara inn á salerni. Þar
nálægt voru föt starfsmanna og hurfu úr þeim peningar, ávísanahefti
og greiðslukort. Um svipað leyti komu tveir piltar inn í annað fyrir-
tæki á sömu slóðum og þóttust vera að sækja um vinnu. Þeir fóru í
yfirhöfn starfsmanna og stálu Iyklakippu og síðan bifreið af bíla-
stæði. Það fréttist af piltunum á bifreiðinni í Hveragerði en á laug-
ardag voru tveir piltar handteknir í Rvík grunaðir um þessa þjófnaði
og bifreiðin fannst nokkru síðar.
GrímuMæddur með hníf
KI. rúmlega tíu á föstudagskvöld var tilkynnt að grímuklæddur mað-
ur með stóran hníf í hendi hafi komið inn í 11-11 verslunina við
Norðurbrún, ógnað starfsfólki og krafist peninga. Hann fékk um
100.000 kr í peningum og gekk á brott. Strax var hafin víðtæk leit
sem lauk með því að grunaður maður var handtekinn í íbúð í ná-
grenninu og þar fundust peningarnir og munir sem tengdu hann við
ránið.
Stal leigubíl
Um þrjúleytiö aðfaranótt sunnudags kom leigubifreiðarstjóri á lög-
reglustöðina og vildi Iosna við farþega úr bifreið sinni. A meðan stal
farþeginn bifreiðinni, ók á bifreið á Snorrabraut og síðan útaf á Rú-
staðvegi við Valsheimilið þar sem hann var handtekinn. Áður en
þetta gerðist hafði sami maður ráðist á annan mann á veitingastað.
Sá síðarnefndi fór úr axlarlið og var fluttur á slysadeild.
26 áu beltis
Lögreglan hefur undanfarna daga kannað sérstaklega hvort menn
notuðu öryggisbelti og annan slíkan búnað í bifreiðum. Um helgina
urðu lögreglumenn varir við 26 sem ekki fóru eftir þessum reglum.
Á sunnudag var var bifreið stöðvuð sem ekið var á 103 km hraða á
Suðurlandsvegi. I bifreiðinni var einum farþega of mikið og 11 ára
farþegi var ekki í belti. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hvað
slíkt háttalag er vítavert.
/ vikunni hefjast viðræður á miiii Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar þar sem kannaður verður möguleiki á
því að hvort sú rafmagnsframleiðsla sem hefur verið í Elliðaárvirkjun, geti farið fram á Nesjavöllum.
Niðurrif kostar
iiin SOmiUjóiiir
Ákvörðim uiii framtíð
raforkuvmnslu í
Elliðaárdal í sumar.
Skiptar skoðanir. Við-
ræður við Landsvirkj-
un eftir helgi.
Talið er það muni kosta um 25
milljónir króna að taka niður Ár-
bæjarstífluna og annað eins að
fjarlægja þrýstivatnsæðina í
Elliðaárvirkjun, eða samtals
rúmlega 50 milljónir króna. Al-
freð Þorsteinsson, stjórnarfor-
maður Orkuveitu Reykjavíkur,
segir að framtíð raforkuvinnslu í
Elliðaárvirkjun verði skoðuð
heildstætt þegar niðurstöður Iig-
gja fyrir í þeim rannsóknum sem
unnið hefur verið að á Iífríki EI-
Iiðaánna. Gert er ráð fyrir að þær
niðurstöður verði Ijósar í apríl
n.k.
Rætt við Landsvirkjun
I vikunni hefjast viðræður á
milli Orkuveitu Reykjavíkur og
Landsvirkjunar þar sem kannað-
ur verður möguleiki á því hvort
sú rafmagnsframleiðsla sem hef-
ur verið í Elliðaárvirkjun, geti
farið fram á Nesjavöllum. Stjórn-
arformaður Orkuveitunnar segir
að hægt sé að framleiða þessa
orku á Nesjavöllum fyrir utan
samninginn við Landsvirkjun.
Ekkert rafmagn hefur verið
framleitt í Elliðaárstöðinni um
skeið en töluverðar skemmdar
urðu á henni á sl. ári.
Skiptar skoðanir
Stjórnarformaður Orkuveitunnar
býst við að framtíð stöðvarinnar
muni skýrast í byrjun sumars.
Hann minnir hinsvegar á að
skiptar skoðanir séu um málið.
Annarsvegar séu þeir sem vilja
færa árnar í það horf sem var fyr-
ir virkjun og hinsvegar þeir sem
vilja að stöðin verði rekin áfram.
Hann bendir einnig á að stöðin
og jafnvel sjálf stíflan hafi menn-
ingarsögulegt gildi. Hinsvegar sé
Ijóst að það þurfi að ráðast í við-
gerð á æðinni sem fór í sundur í
fyrra, óháð ákvörðun um framtíð
raforkuvinnslunnar. Æðin sé úr
viði og því brýnt að gera við hana
svo hún fúni ekki og verði eyð-
ingu að bráð. -grh
Gekk berserksgang
Ölvaður maður ærðist í heimahúsi við Grensásveg á föstudagskvöld.
Hann réðist á vin sinn gestkomandi og eftir að Hnurinn fór gekk sá
ölvaði berserksgang og braut og bramlaði í íbúðinni. Hann réðist
einnig á lögreglumenn sem komu á staðinn og fékk eftir það gistingu
í fangageymslu.
Meig út um glugga
Sfðar um nóttina hafoi lögreglan afskipti af farþegum í bifreið á
Kringlumýrarbraut en einn þeirra var hálfur út um gluggann að kasta
af sér vatni. Farþegarnir tóku illa afskiptum lögreglu og var þeim öll-
um vísað út úr bifreiðinni að beiðni ökumanns.
Lögreglan þurfti að hafa afskipti af fleiri mönnum þessa nótt er
þeir köstuðu af sér vatni annarsstaðar en á salernum.
Miölungs ölvuu
Nokkuð var af fólki í miðborginni eftir að veitingastöðum var Iokað
á laugardagskvöldið og flest á aldrinum 18-25 ára. Ölvun var miðl-
ungi mikil en börn undir 16 ára ekki áberandi og þurfti ekki að hafa
afskipti af neinu þeirra. Handtaka þurfti 6 manns vegna ölvunar eða
óspekta og einn var fluttur á slysadeild.
Banaslys á Bústaðavegi
Um kl. eitt var bifreið ekið á Ijósastaur á Rústaðavegi/Sogavegi. Öku-
maður reyndist látinn við komu á slysadeild. Ymislegt bendir til að
skyndileg veikindi ökumanns hafi valdið árekstrinum. Farþegi fékk
skurð á hnakka og heilahristing og var einnig fluttur á slysaideild.
Samflot gegn borginni
í heitavatiisinálummi
Oftekin heitavatns-
gjöld og arðgreiðslnr í
borgarsjóð. Sameigin-
legt hagsmunamál ná-
grannasveitarfélaga.
„Eg held að menn hljóti að skoða
og reifa málið betur heima í hér-
aði áður en menn gefa út ein-
hverjar slíkar yfirlýsingar," segir
Magnús Gunnarsson, hæjarstjóri
í Hafnarfirði, aðspurður hvort
ætlunin sé að láta reyna á orku-
deiluna við Reykjavíkurborg fyrir
dómstólum.
Sömu hagsmunir
•Þessi deila um oftekin•* heita*.
vatnsgjöld, arðgreiðslur og samn-
ingstíma á milli Hafnarfjaðar og
Reykjavíkurborgar er ekki aðeins
bundin við þessi tvö sveitarfélög.
Magnús segir að nágrannasveit-
arfélögin fylgist vel með þróun
þessa máls, enda sé um sameig-
inlegt hagsmunamál þeirra að
ræða. Þessutan hafa forustu-
menn þessara sveitarfélaga rætt
málið sín í milli og m.a. að hafa
með sér eins mikið samflot og
hægt sé. Þarna sé um að ræða
Kópavog, Garðabæ og Ressa-
staðahrepp.
Óhófleg gjaldtáka
Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs
fyrir skömmu Iagði Flosi Eiríks-
son bæjarfulltrúi fram fyrir-
spurnir um að bæjarlögmaður at-
hugi hvort Kópavogsbúar eigi
kröfur á hendur borginni vegna
viðskipta við Hita- og Rafmagns-
veitu Reykjavíkur. Jafnframt yrði
Iagt mat á um hvæ miklar upp-
hæðir væri að tefla. I umræðum
um málið taldi Gunnar I. Birgis-
son, oddviti sjálfstæðismanna í
meirihluta bæjarstjórnar, að fyl-
gst yrði grannt með framvindu
þessa máls. Bæjarstjórinn var
einnig sömu skoðunar. Ármann
Kr. Ólafsson bæjarfulltrúi, sem
jafnframt er aðstoðarmaður sam-
gönguráðherra, taldi háar arð-
greiðslur í borgarsjóð endur-
spegla óhóflega gjaldtöku Hita-
veitunnar. -GRH