Dagur - 16.02.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 16.02.1999, Blaðsíða 6
6 - ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Símbréf auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 617HAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Óvænt niðurstaða í fyrsta lagi Niðurstöður í prófkjörum Samfylkingarinnar á Norðurlandi komu mjög á óvart og munu vafalítið valda hinu sameiginlega framboði nokkrum erfiðleikum. I Norðurlandskjördæmi eystra var Svanfríði Jónasdóttur, alþingismanni, hafnað - að vísu með afar litlum atkvæðamun. I vesturkjördæminu hirtu Siglfirðingar efsta sætið og ýttu um leið alþýðubandalagsmönnum út úr ör- uggu þingsæti. Fram hefur komið að um tólf hundruð siglfirsk- ir kjósendur hafi tekið þátt í prófkjörum Samfylkingar og Fram- sóknarflokks að undanförnu, en allir kjósendur í bæjarfélaginu eru um eitt hundrað færri. Slíkt framferði dæmir sig sjálft. í öðru lagi Hörmulegt er til þess að vita að kjósendur annarra flokka mis- noti opin prófkjör pólitískra andstæðinga með þeim hætti sem augljóslega hefur gerst á Siglufirði nú í vetur - í það minnsta af hálfu þeirra kjósenda sem tóku þátt í prófkjörum tveggja flokka með nokkurra vikna millibili. Það dregur óhjákvæmilega úr stuðningi innan flokkanna við almenn prófkjör - sem eru þrátt fyrir hættuna á misnotkun lýðræðislegasta aðferðin til að leyfa stuðningsmönnum flokka eða framboða að velja einstaklinga á lista. Margir virðast gleyma því að þátttaka í slíku prófkjöri felur í sér siðferðislegar skyldur. í þriðja lagi Með prófkjörum helgarinnar er að koma heildarmynd á fram- boðsmál Samfylkingarinnar. Niðurstaðan er vafalaust erfiðust fyrir Alþýðubandalagið. Fulltrúar þess leiða lista Samfylkingar- innar í aðeins tveimur kjördæmum af þeim sjö sem þegar hafa raðað í efstu sæti - á Suðurlandi og Austurlandi. I fjórum kjör- dæmum - Reykjanesi, Vestfjörðum og Norðurlandi öllu - eru oddasætin í höndum Alþýðuflokksmanna, en Þjóðvaka í Reykja- vík. Þetta getur að sjálfsögðu orðið vatn á milli Vinstrihreyfing- ar Steingríms J. Sigfússonar, sem eðlilega höfðar mjög til fyrrum félaga sinna í Alþýðubandalaginu. Elías Snæland Jónsson. Nýir talsmenn Utanríkismálin eru gríðarlega þýðingarmikill málaflokkur í íslenska stjórnarráðinu. Aðild okkar að hinum ýmsu alþjóða- stofnunum getur skipt sköp- um fyrir þessa Iitlu þjóð, sem á allt sitt undir utnaríkisvið- skiptum og góðum tenglsum við útlönd. Þannig er Evrópu- samstarfið mikilvægt, Norður- landasamstarfið er mikilvægt og sam- starfið í NATO er einn af homstein- um íslenskrar ut- anríkisstefnu. Á seinni árum hefur þátttaka okkar í Vestur Evrópu- sambandinu hernaðarlegum armi Evrópusam- bandsins einnig vakið athygli en þar erum við með aukaaðild. Garri hefur oft hitt erlenda menn sem eru óþreytandi á að benda á hversu snjallir Islendingar eru að geta spilað á þetta al- þjóðasamstarf og þannig náð að tryggja hagsmuni sína á sem víðustum grundvelli. NATO - það er ég Allir þessir erlendu menn hafa einmitt talað um það líka, að utanríkisþjónusta Islendinga sé kraftmikil og skilvirk. Þar komi menn ótrúlega miklu í verk með Iitlum mannafla og tilkostnaði. Galdurinn liggur í mannskapnum, sem tekur af alefli þátt í störfum þessara al- þjóðlegu stofnana, eru hvort tveggja í senn talsmenn síns lands og viðkomandi stofnana. Þetta eru menn og konur sem trúa á gildi þessara aljijóða- stofnana og eru tilbúnir að verja þær af lífsins krafti ef svo ber undir. Starfsmenn utanrík- V öðrum þessa al- þjóðasamstarfs, þeir eru NATO, þeir eru Vestur Evr- ópusambandið, þeir eru EES, o.s. fr. Af vettvangi stjónunál- anna Því er það sérstakt gleðiefni þegar fréttist af þvf að utanríkisþjón- ustan fær til sín menn af vettvangi stjórnmálanna, sem áratugum saman hafa staðið vörð um utanríkis- stefnu stjórnvalda á hinum pólitíska vettvangi. Menn sem hafa verið hið póiitíska skjól embættismann- anna. Jón Baldvin Hannibalsson er slíkur maður - fyrrverandi ut- anríkisráðherra sjálfur og einn af arkitektunum að mikilvæg- um þáttum í utanríkisstefn- unni. Þorsteinn Pálsson er annað dæmi um stjórnmála- mann sem allan sinn feril hef- ur haldið hornsteinum hinnar íslensku utanríkisstefnu hátt á Iofti. Nú er þriðji stjórn- málaforinginn kominn í þenn- an fríða flokk. Svavar Gests- son er einmitt rétti maðurinn til að standa vörð um þessi grundvallargildi. Enginn getur með trúverðugri hætti túlkað sjónarmið NATO. Enginn er öflugri útskýrandi EES. Það er full ástæða til að óska ríkis- stjórninni og þjóðinni til ham- ingju með þennan nýja tals- mann utanríkisstefnu sinnar! GARRI isþjónustunnar eru fremur holdgerving r-w JÓHAJVNES SIGURJÓNS / SON skrifar Menn hafa nokkrar áhyggjur af vaxandi ofbeldi í íþróttum, ekki síst íþróttum ungmenna. Börn og ungiingar láta í síauknum mæli hendur og fætur skipta þegar dómgæsla er þeim ekki að skapi og brúka kjaft í tíma og ótíma. Þau kunna sem sé ekki að tapa og eru agalaus að auki. Iþróttaleiðtogar telja að þarna þurfi að taka á málum. Það þurfi að innprenta íþróttaæskunni það frá fyrstu tíð að í knattleikjum gilda ákveðnar reglur sem fara þarf eftir. Dómar dómara eru endanlegir og ekki þýðir að deila við dómarann. Og í knattleikjum er það yfirleitt svo að einhver verður að tapa og menn verða að taka tapi með jafnarðgeði og reisn á hvaða aldri sem er. Þessu þarf að troða inn í haus- inn á æsku þessa lands. Bad loosers En það eru fleiri sem þurfa á svona meðferð að halda, það eru Hundshaus afrainbj ó ö endur fleiri en ungt knattleikjafólk sem þola ekki mótlæti og kunna ekki að taka tapi. Pólitík er keppni ekki síður en fótbolti. Þar er leik- ið eftir settum reglum sem þátt- takendur þekkja fyrirfram þegar gengið er til leiks. Þar vinna sumir og aðrir tapa. Það er reyndar ekki beinlínis hægt að tala um vaxandi ofbeldi í pólitíkinni en æ fleiri ganga þar frá keppni með hundshaus og hafa í hótunum. Þetta hefur glögglega komið í ljós í prófkjörum að undan- förnu. Viðbrögð þeirra sem fara halloka eða ná ekki þeim árangri sem að var stefnt, eru oftar en ekki heldur svona afundin. Menn kunna ekki skýringar á slæmu gengi, telja þó að hugsan- lega hafi verið um samsæri eða samblástur að ræða. Jú, vissu- lega sættu þeir sig við prófkjörs- reglurnar með semingi þó margt hefði verð athugavert við þær og þær augljóslega verið misnotaðar í prófkjörinu. En fyrst svona hefði farið þá væri sjálfsagt ekki annað að gera en að una úrslit- um óglaðir úr því sem komið væri. Tapsárin gróa Þessi viðbrögð bera ekki síður vott um vanþroska en sóðakjaft- ur og ofbeldi unglinga sem kunna ekki að tapa í boltaleikj- um. Þessvegna er orðið nauðsyn- legt að stofna þjálfunarbúðir fyr- ir stjórnmálamenn sem hyggjast taka þátt í prófkjörum. Þar verð- ur farið yfir prófkjörsreglur og nemendur fyrirfram upplýstir um alla samsæris- og misnotk- unarmöguleika í reglunum. Og síðan auðvitað lögð höfuðáhersla á þær grundvallarreglur í pólitík og íþróttum, að það þýðir ekki að kæra eftir á, eða setja upp hundshaus vegna reglna sem samþykktar eru áður en gengið er til leiks. Tapsárir frambjóðendur sem eiga bágt með að sætta sig við lýðræðislega niðurstöðu í próf- kjörum og kosningum eiga auð- vitað ekkert erindi í pólitík. Ekki frekar en ofbeldismenn í íþróttir. -Víupir snyrOhi svauraio Er skynsamlegt að stofn- anirfari í samningavið- ræðurvið álfa og huldu- fólk? (Sjúkrahús Suðurlands á Sel- fossi hefur leitað til álfasér- fræðings vegna samskiptaörð- ugleika á stofnuninni ogfyr- irhugaðrar nýbyggingar.) Guðmundur Kristinsson söguritari á Seifossi „Þegar ég skrif- aði Sögu Selfoss fór ég ítarlega í ömefnasögu á Selfossi. Þar komu í Ijós þrír huldufólksbæir á bökkum Ölfu- sár, fyrir norðan Selfossbæi og kirkjuna. Þórishólar, austast í Selfossbyggð, þar sem sjúkrahús- ið er, er ævafornt ömefni. í ör- nefnatali getur Símon Jónsson, bóndi á Selfossi, ekki um álfa eða huldufólk f Þórishólum, en segir munnmæli herma að Þórir Asson landnámsmaður hafi þar verið heigður. Margar frásagnir hef ég um að huldufólk hér um slóðir sé enn sprelllifandi. Margir sjáendur hafa lýst þeim rækilega. Sjálfur hef ég reynt að vissara er að fara varlega þar sem huldu- fólksbyggir eru.“ Ari Trausti Guðmundsson jarieðHsfræðingur. „Heilbrigt fólk kann muninn á Jjjóðtrú og raun- veruleika og það á enginn að taka þetta svo alvar- Iega að úr spinn- ist samningavið- ræður við álfa og huldufólk hvað þá blaðamatur. Eitt er það hvort menn halda við þessari þjóðtrú sem menningararfleifð, en að op- inber stofnun fari út í svonalagað er ósköp svipað og að stjörnuspá- maður yrði hafður með í ráðum á Alþingi.“ Inguttn Guðmundsdóttir forsetibæjarstjómar Árborgar. „Ef stjórnendur Sjúkrahúss Suð- urlands telja að- gerðir af þessu tagi vera þeirra áætlunargerð til framdráttar þá geri ég eklu at- hugasemdir ýið þetta. Sjálfri finnst mér sögur af álfum og huldufólki afar skemmtilegar og vil að þeim sé haldið við, en þeg- ar komið er út í raunveruleikann efast ég í trúnni.“ „Það er skyn- samlegt að leita allra Ieiða sem færar eru til að leysa vandamál sem upp koma. Þó heimildir greini ekld frá Jjví að álfar og huldufólk hafi búið þar sem sjúkrahúsið stendur nú bendi ég á að þessar vættir flytja búferlum um hver áramót og þar sem eitt sinn var ekkert líf getur verið fjör í hverjum kletti nú.“ Jón Jónsson jrjóðfræðingur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.