Dagur - 16.02.1999, Page 7

Dagur - 16.02.1999, Page 7
-h ÞJÓÐMÁL ÞRIBJVn A G IIR 16. FEBRÚAR 1999 - 7 Öryggis- og vamarmál í breytilegum heimi Atlantshafstengslin eru hornsteinn bandalagsins. Segja má að þau birtist með áþreifaniegum hætti á ísiandi, hvort tveggja í landfræðilegri legu landsins og í varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli og öðrum tengdum mann- virkjum. Fyrri grein Flestir núlifandi Islendingar eru fæddir og uppaldir í skugga ógn- arjafnvægis kalda stríðsins. Það er eðlilegt að þeir sem aðrir fagni þeim breytingum sem orðið hafa í Evrópu á undanförnum áratug og horfi björtum augum til 21. aldarinnar. Um leið er mikilvægt að haft sé hugfast að Iiðin öld var tímabil meiri hörmunga af mannavöldum en dæmi eru um í skráðri sögu mannkyns og enn er langt frá að friður og öryggi sé sjálfgefið ástand í Evrópu. Það er því enn eitt af grund- vallarverkefnum sérhverrar ís- lenskrar ríkisstjómar að tryggja öryggi og varnir lands og þjóðar. Nýjar hættur Eftir Iok kalda stríðsins er skil- greining á öryggishugtakinu orð- in margþættari en áður. Það hef- ur krafist breytinga á ógnarmati og meiri sveigjanleika í öllum varnarviðbúnaði. Við núverandi aðstæður eru Iitlar líkur á að vél- væddar hefðbundnar hersveitir eða kjarnavopn leggi Evrópu í rúst. A hinn bóginn steðja að aðrar hættur sem erfiðara getur reynst að sjá fyrir og geta haft al- varlegar afleiðingar fyrir alla álf- una ef varnir bresta. Almenn þró- un í heiminum frá miðstýringu til markaðsbúskapar, opnun landamæra og vaxandi kröfur um lýðræðislega stjórnarhætti hafa víða hreyft við rótgrónum hags- munum og leitt til pólitískrar spennu. Ekki eru enn öll kurl komin til grafar í kjölfar falls kommúnismans í Evrópu. Stór- felld svæðisbundin átök eru ógn- un við öryggi nágrannaríkja og geta valdið óstöðugleika í álfunni allri. Því veldur ekki síst að óbreyttir borgarar eru yfirleitt leiksoppar í slíkum átökum og Ijöldi fólks hrekst frá heimkynn- um sínum. Reynslan frá fyrrver- andi Júgóslavíu er víti til varnað- ar. Utbreiðsla gereyðingarvopna og eldflaugatækni til rfkja sem hafa að staðaldri virt alþjóðalög að vettugi veldur því að senn verður enginn heimshluti óhult- ur fyrir hugsanlega óvæntri árás með kjarnavopnum, efnavopnum eða sýklavopnum. Jafnvel tækni- legur möguleiki á beitingu slíkra vopna veldur óstöðugleika. Hryðjuverkastarfsemi og skipu- lögð glæpastarfsemi hafa í vax- andi mæli samtvinnast á undan- förnum árum, óháð landamær- um. Hvort tveggja grefur undan réttarsamfélaginu og getur orðið tilefni milliríkjadeilna. Umhverf- isspjöll ógna sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda og umhverfis- mál teljast því víðast hvar að hluta til öryggismála. Þrátt fyrir alþjóðlega viðleitni og stað- bundnar aðgerðir horfir almennt illa í umhverfismálum. Við það bætist ágreiningur um nýtingu takmarkaðra náttúruauðlinda. Ofangreind dæmi sýna að hættur 21. aldarinnar eru e.t.v. ekki jafn sýnilegar og járntjaldið sem skip- ti Evrópu, en þær geta engu að síður stefnt öryggi Islendinga og annarra Evrópubúa í voða. Ljóst er að fá ríki geta varist slíkum hættum af eigin rammleik og flest þurfa' að leita úrræða í al- þjóðlegu eða Ijölþjóðlegu sam- starfi. Meginstoðir ðryggis- og varn armála Það er viðvarandi verkefni ís- lenskra stjórnvalda að standa vörð um sjálfstæði og fullveldi Is- Iands. Það gera þau m.a. með því að stuðla að friði og stöðugleika í Evrópu og í því skiptir trúverðug- ur varnarviðbúnaður ekki minnstu. Hlutleysisstefnan beið skipbrot í upphafi síðari heims- styrjaldar, en saga og smæð ný- frjálsrar þjóðar ollu því að eigin fullnægjandi landvarnir voru ekki valkostur þegar kalda stríðið hófst. Þá voru stigin þau gæfu- spor að Island gekk í Atlantshafs- bandalagið og gerði tvíhliða varn- arsamning við Bandaríkin. Það er forsenda árangurs í alþjóðlegu og Ijölþjóðlegu samstarfi að það þjóni sértækum og almennum hagsmunum sem flestra þátttak- enda. Það er ekki hægt að njóta árangurs af slíku samstarfi án þess að axla einhverjar byrðar. Þannig hefur ísland í 50 ár notið sameiginlegra varnarskuldbind- inga Atlantshafsbandalagsins, en jafnframt Iéð bandalaginu nauð- synlega aðstöðu á landinu og lagt af mörkum til pólitískrar sam- Hvers konar dgnun við nýtingu þessara auðlinda, hvort held- ur af völdum meng- unar, aðgerða um- hoðslausra félaga- samtaka eða hótana sjálfsskipaðra gæslu- ríkja, væri ógnun við líf í þessu landi. stöðu bandalagsríkjanna, sem réði úrslitum í kalda stríðinu. A sama hátt þjónar varnarsamning- ur íslands og Bandaríkjanna hagsmunum beggja ríkja og Atl- antshafsbandalagsins sem heild- ar. Atlantshafstengslin eru horn- steinn bandalagsins. Segja má að þau birtist með áþreifanlegum hætti á Islandi, hvort tveggja í landfræðilegri legu landsins og í varnarstöðinni á Keflavíkurflug- velli og öðrum tengdum mann- virkjum. Um leið og íslendingar taka þátt í að fagna því í apríl að 50 ár verða liðin frá undirritun Norður-Atlantshafssamningsins, munu íslensk stjórnvöld stað- festa að bandalagið verður áfram önnur meginstoð íslenskrar ör- yggis- og varnarmálastefnu, með því að taka þátt í aðlögun þess að breyttum aðstæðum og marg- þættari verkefnum, án þess að það dragi úr vægi sameiginlegu varnarskuldbindinganna. Varnar- samningurinn er hin meginstoð- in og áframhaldandi gildi varnar- samstarfsins verður staðfest í endurskoðun bókunar við samn- inginn, sem gert er ráð fyrir að verði lokið í mars árið 2001, þeg- ar 50 ár verða liðin frá undirrit- un. Aukaaðild Islands að Vestur- Evrópusambandinu styður þróun Evrópusamstarfs á sviði öryggis- og varnarmála (ESDI) innan Atl- antshafsbandalagsins og mun gefa íslenskum stjórnvöldum kost á að fylgjast náið með efl- ingu þessa þáttar innan Evrópu- sambandsins. Stefna ríkisstjórna íslands í öryggis- og varnarmál- um á undanförnum áratugum hefur tryggt þjóðinni frið og stöð- ugleika, án eftirgjafar sjálfstæðis og fullveldis. I reynd hefur aðild- in að Atlantshafsbandalaginu og tvíhliða varnarsamstarfið sýnt að ísland er ábyrgur þátttakandi í samfélagi þjóðanna. Um leið hef- ur rödd Islands heyrst betur en ella hefði orðið. Fyrir vikið er þorri þjóðarinnar sáttur við óbreytta stefnu. Samspil stofnana Margþættari skilgreining á ör- yggishugtakinu og umfang þeirra vandamála sem steðja að Evr- ópubúum og jafnvel mannkyni öllu veldur því að samráð og sam- ræming á milli alþjóðlegra og svæðisbundinna stofnana er ekki einungis óhjákvæmileg heldur beinlínis æskileg. Það felur ekki í sér að komið verði á eins konar virðingarröð stofnana, þar sem samþykktir á einum vettvangi setja öðrum skorður, heldur að sérstaða og sérþekking hverrar stofnunar verði nýtt í sókn að viðurkenndum markmiðum sam- félags þjóðanna. Sameinu þjóðirnar hafa á undanförnum 50 árum verið burðarás í ís- lenskri utanríkisstefnu. Að kalda stríðinu loknu hefur öryggisráðið nálgast tilætlað hlutverk sitt meir en nokkru sinni áður. Með hlið- sjón af þessu hyggjast íslensk stjórnvöld bjóða fram til sætis í ráðinu. Oryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu (ÖSE) nær til allra ríkja álfunnar og Norður- Ameríku og vinnur mikilvægt starf á sviði átakavarna og hættu- ástandsstjórnunar. Fastanefnd Islands gagnvart stofnuninni verður opnuð á næstunni. Evrópuráðið stuðlar að eflingu réttarsamfélagsins, þ.m.t. mann- réttinda, og leggur þannig af mörkum til stöðugleika í Evrópu. ísland tekur við formennsku í ráðinu á komandi vori. Margvís- legt svæðisbundið samstarf í Evr- ópu er einnig til þess fallið að efla traust og sameiginlega hags- muni. Af íslands hálfu er m.a. lögð áhersla á störf innan Norð- urlandaráðs, Eystrasaltsráðs, Barentsráðs og Norður-heim- skautsráðs. Varanlegir hagsmimir Öryggi Islands er margslungið. Það er til lítils að verja íslenska landhelgi og lofthelgi ef vegið er að efnahagsgrundvelli þjóðarinn- ar úr fjarska. Aðstæður á Islandi ráða því að íslendingar verða að geta nýtt Iifandi auðlindir sjávar við landið og á alþjóðlegum haf- svæðum, með sjálfbærum hætti. Hvers konar ógnun við nýtingu þessara auðlinda, hvort heldur af völdum mengunar, aðgerða um- boðslausra félagasamtaka eða hótana sjálfsskipaðra gæsluríkja, væri ógnun við líf í þessu landi. Þetta eru varanlegir hagsmunir sem hafa forgang í íslenskri utan- ríkisstefnu. Islensk stjórnvöld munu eftir sem áður verjast ógn- unum af ofangreindu tagi með virkri þátttöku í alþjóðlegu og svæðisbundnu samstarfi. Islandi er styrkur af stuðningi annarra ríkja sem hafa svipaða hagsmuni og sömu áherslur í þjóðarrétti, einkum hafrétti.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.