Dagur - 16.02.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 16.02.1999, Blaðsíða 13
TJagwr. ÞRIÐJUVAGUR 16. FEBRÚAR 1999 - 13 IÞROTTIR Bergsveinn sá iiin FH-inga Bergsveinn Bergsveinsson, Bjarki Sigurðsson, Jón Andri Finnsson og Ásmundur Einarsson fagna sigri. Bergsveinn Berg- sveinsson, markvörð- ur Aftureldingar, átti stjömuleik þegar lið hans sigraði FH-inga 26-21 í úrslitaleik SS- bikarsins í handbolta, sem fram fór í Langar- dalshöHinni á laugar- daginn. FH-ingar mættu ákveðnir til leiks í bikarúrslitaleikinn gegn Aftur- eldingu á Iaugardaginn og sýndu glimrandi Ieik allan fyrri hálfleik- inn. Þeir léku mjög agaðan sókn- arleik, og vörnin var geysisterk. Leikmenn Aftureldingar virtust nokkuð spenntir í byrjun og eftir að hafa náð tveggja marka for- skoti 5-3 í upphafi, hrundi Ieikur þeirra og FH-ingar skoruðu sex mörk í röð og komust í 5-9. Þá lifnaði aftur yfir Aftureldingu og þeir áttu næstu þrjú mörkin og staðan orðin 8-9. Það sem eftir var hálfleiksins var jafnræði með Iiðunum, en FH-ingum tókst þó að auka við forskotið og höfðu tveggja marka forystu í hálfleik 10-12. Mikil spenna í byrjun seinni háifleiks I byijun seinni hálfleiks Iá mikil spenna í loftinu og liðunum tókst ekki að skora fý'rr en f fimmtu sókn. Magnús markvörður FH- inga hafði þá varið tvö skot og Bergsveinn eitt, áður en FH-ingar misstu boltann útaf. Leikur þeirra virtist vera að brotna og um leið náðu Mosfellingar upp hörku vörn, sem FH-ingar áttu ekkert svar við. Magnús Már minnkaði muninn í 11-12, með sínu eina marki í leiknum og Bjarki jafnaði síðan í 12-12 með góðu skoti. FH-ingar voru þó ekki á því að gefast strax upp og reyndu hvað þeir gátu og voru þar „gömlu mennirnir“, Gunnar, Hálfdán, Guðjón og Magnús fremstir í flokki. Hálfdán kom sínum mönnum aftur yfir 12-13, en Gintas, sem átti mjög góðan leik, jafnaði leikinn aftur, áður en Gunnar Beinteinsson náði að koma FH yfir í síðasta skipti í leiknum. Mark Gunnars var mjög skrautlegt, en hann stökk inn í teiginn úr horninu og sló boltann í netið. Afturelding ft'kur völdin A þessum tímapunkti urðu straumhvörf í Ieiknum og Aftur- elding tók öll völd á vellinum á meðan ekkert gekk hjá FH-ing- um. Bergsveinn fór að veija eins og berserkur og eftir að Jón Andri hafði jafnað leikinn í 14 - 14 skor- aði Bergsveinn mark yfir þveran völlinn. Hann kom Mosfellingum þar með yfir í fyrsta skipti í leikn- um frá því í byrjun og gaf sínum mönnum tóninn. „Eg ætlaði að gefa boltann fram í hraðaupphlaup á Magnús Má, sem var kominn upp völlinn. Þá hleypur Magnús, markmaður FH- inga, út úr teignum, þannig að markið blasti við mér galopið. Það var því ekki um annað að ræða en Iáta vaða og það heppnaðist. Enda eins gott því ég hefði sjálf- sagt verið tekinn í karphúsið, ef þetta hefði klikkað. Þetta var mikið stemmnings- mark og virtist virka sem vítamín- sprauta á okkar menn og hleypti nýju blóði í okkar Ieik. Annars var mjög góður stígandi í þessu hjá okkur í seinni hálfleik og það kom mér mjög á óvart hvað FH-ingar brotnuðu fljótt eftir góðan fyrri hálfleik," sagði besti maður leiks- ins, Bergsveinn Bergsveinsson markvörður Aftureldingar. Blendnar tilfinningai - En hverju þakkar Bergsveinn sigurinnf „Við komum vel undirbúnir til leiks og höfum verið að æfa mjög vel í vetur. Bætt var við æfingarn- ar frá því í fyrra og við æfum nú tvo tíma í senn í staðinn fyrir einn og hálfan í fyrra. Það er að skila sér og allt liðið er í virkilega góðu formi. Þetta var þvf sigur liðs- heildarinnar og svo hafði góður stuðningur áhorfenda mjög mikið að segja. Þeir voru frábærir.11 - En hvernig var að leika gegn sínum gömlu félögum í FH? „Það var auðvitað svolítið sér- stakt fyTÍr mig að undirbúa mig fyrir þennan leik. I undirbúningn- um hugsar maður auðvitað mikið um fyrri úrslitaleiki og þá kom FH alltaf strax upp í hugann. Þetta var því frekar erfitt og tilfinning- arnar blendnar,“ sagði Berg- sveinn. Allt loft úr FH-íngiun Eftir mark Bergsveins var allt loft úr FH-ingum og þeir misstu bolt- ann útaf strax í næstu sókn. Fjög- ur mörk fylgdu svo í kjölfarið hjá Aftureldingu og þeir komust í 19 - 14. Eftirleikurinn varð Mosfell- ingum auðveldur og náðu þeir mest sjö marka forskoti, fyrir leikslok. Það segir sina sögu um frammi- stöðu FH-inga í seinni hálfleik að þeir skoruðu aðeins níu mörk á móti sextán mörkum Afturelding- ar. Þar munaði mestu um frábæra markvörslu Bergsveins Berg- sveinssonar, auk þess sem FH- ingar gerðu sig seka um allt of mörg mistök í sóknarleiknum. Auk Bergsveins áttu þeir Bjarki Sigurðsson og Litháarnir, Gintas og Gintaras, mjög góðan leik hjá Aftureldingu. Bergsveinn varði alls 18 skot í leiknum og Bjarki var markahæstur með 10/6 mörk. Gintas skoraði 7 mörk, en aðrir minna. Of mikið fyrir „gömlu meunina"? Hjá FH-ingum barðist allt liðið mjög vel í fyrri hálfleik, með þá Guðjón, Hálfdán, Gunnar og Magnús markvörð sem bestu menn. Einnig áttu Guðmundur Petersen og Knútur Sigurðsson ágætan leik, en minna bar á ungu mönnunum. Það er því spurning- in: Var það of mikið fyrir „gömlu mennina" hjá FH að leika heilan Ieik á fullu gegn geysisterku Iiði Aftureldingar, án þess að geta treyst þeim yngri fyrir ábyrgðinni. Þeir Gunnar Beinteinsson, Hálfdán Þórðarson og Knútur Sigurðsson voru markahæstir FH-inga með fjögur mörk hver og Magnús markvörður varði alls 14 skot. Bergsveinn Bergsveinsson, maður úrslitaleiksins, hafði ástæðu til að fagna í leikslok. Heidursmaðitr á Highbury Arsene Wenger sýndi óvenjulegt drenglyndi. Mandiester United slapp með skrekkinn. GlókoUur bjargaði Chealsea. Ungu menn- irnir góðir hjá Ev- erton. Liverpool eins og liðið lík á The VaUey. Sá óvænti en skemmtilegi atburð- ur átti sér stað á Highbury á laug- ardaginn að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sýndi af sér óvenjulegt drenglyndi er hann bauðst til að Ieika að nýju bikar- leikinn við Sheffield United, sem Arsenal hafði unnið. Leikmenn Arsenal gerðu sig seka um óvenju- lega óíþróttamannslega framkomu þegar þeir skoruð sigurmarkið, 2 - 1, gegn fyrstudeildar liðinu frá Sheffield. Markmaður Sheffield United, Alan Kelly, hafði sparkað boltanum útaf meðan hugað var að meiðslum eins samherja hans. Er Ray Parlour ætlaði að kasta boltanum aftur til Kelly, hljóp Nigeríumaðurinn, Nwanko Kanu, inn í sendinguna og renndi bolt- anum á Marc Overmars sem ekk- ert gat gert við boltann annað en að læða honum yfir marklínuna. Þetta mislíkaði Wenger og‘ bauð Steve Bruce, stjóra Sheffield, strax að leikurinn yrði leikinn að nýju. Riddaramennska af þessu tagi er ekki venjuleg og hana ber að þakka. Aimars ekkert óvænt í bikamum Að öðru leyti fópu úrslitin í'bikam- um nokkuð eftir bókinni. Everton Iagði Coventry, 2 - 1, þar sem tán- ingurinn Jeffers skoraði sitt fyrsta mark fyrir Everton. Annar kjúldingur á Goodison Park, Oster skoraði seinna mark heimamanna áður en Gary McAlister minnkaði muninn fyrir Coventry. Fyrstudeildarliðið Barnsley rúll- aði yfir Bristol Rovers, 4-1 og Huddersfield, sem einnig er í fyrstu deildinni, gerði 2-2 jafntefli við Derby. George Graham kom í heim- sókn til sinna gömlu lærisveina í Leeds þar sem hann var heppinn að ná jafntefli. Tim Sherwood stimplaði sig inn hjá Tottenham með markinu sem tryggði þeim aðra tilraun til þess að ná í undan- úrslitin. Chealsea náði að tryggja sér sæti í undanúrslitunum, á kostnað Sheffield Wednesday, með marki frá „glókollinum" Di Matteo fimm mínútum fyrir Ieikslok. Fufiham óheppið á Old Trafford Loks kom að því að Fullham varð að'játa-sig sigrað-í-bikarkeppninni. Það var Manchester United sem knúði fram 1 - 0 sigur gegn Kevin Keegan og frábæru liði hans. United réði gangi mála en Full- ham fékk sín færi og hefði með heppni getað náð jafnteflinu. Leikur Newcastle og Blackbum var frábær skemmtun með fullt af færum en engum mörkum. LíkÍTi frá liverpool Charlton vann sinn annan leik í röð í deildinni er liðið tók á móti Liverpool. Sigurinn var sanngjarn enda leikmenn Liverpool áhuga- lausir með öllu og nánast eins og Iiðin lík á vellinum. Aðeins einu sinni sýndi yfirlíkið, Gerard Houllier, einhver svipbrigði. Þegar hann þusaði út af rauða spjaldi Jamie Carragher. Herstjórn Frakk- ans og Phil Thompson hjá Rauða hernum er ekki með þeim hætti sem ætlast er til og nú hljóta þeir að fá gula spjaldið frá stjórn fé- lagsins. Enn varð Nottingham Forest að játa sig sigrað. Nú 2-1, gegn West Ham. Forest vermir enn botnsæti úrvalsdeildarinnar, Ijórum stigum á eftir Southampton. — GÞÖ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.