Dagur - 19.02.1999, Síða 1

Dagur - 19.02.1999, Síða 1
Land Rover er órjúfanlegur hluti íslenskrar sveitamenn- ingarí hugum margra. Sá gamli lifirenn. Land-Roverfé- lag Norðurlands er til marks um það. Ottar Ingason, fangavörður á Akureyri, er einn af stofnendum Land-Roverfélags Norðurlands, ekur um á Land Rover og er með annan í „smíðum". Góðverk fyrir sláttumaim „Mér datt aldrei í hug að ég myndi fara að keyra svona bíl,“ segir Ottar um kynni sín af Land-Rovernum. „Þetta byrjaði með því að fyrir um fjórum árum fórum ég og fé- lagi minn í sunnudagsbíltúr aðeins út fyr- ir bæinn. Við fórum niður á Hauganes, bara svona til að skoða. Þar sáum við mann sem var að slá með orfi og ljá og vor- um bara að horfa eitthvað á hann. Hann var að slá í kringum gamlan Land-Rover sem var ansi hrörlegur. Við dólum okkur þarna eitthvað og þá kallar karlinn í okkur og spyr hvort við get- um nú ekki gert sér greiða, tekið Land- Roverinn og komið honum á haugana eða eitthvað í burtu svo hann geti slegið al- mennilega þarna. Við litum hvor á annan og hugsuðum sem svo að það væri best að gera gamla manninum góðverk og draga bílinn í burtu. Bíllinn var kolfastur, við þurftum að fara með sleggju á felgurnar til að losa hann. Við drógum hann hingað í bæinn og ætluðum að fara með hann nið- ur í Sindra." Aður en til þess kom að losa sig endan- lega við hræið ákváðu þeir félagarnir að staldra við og fá sér kaffi. Ottar fór síðan eitthvað að skoða bílinn nánar og viti menn: Gamli Land-Rover fór í gang. „Þá var hægt að keyra bílinn," segir Ottar, „en hann var ægilega hrörlegur. Eg ákvað að- eins að doka við og hugsaði með mér: Það væri nú kannski gaman að keyra hann í mánuð eða svo, bara í einhverjum fíflalát- um, ekki henda honum alveg strax." Óttar Ingason, fangavöröur á Akureyri, varð eiginlega Land-Rover eigandi fyrir tilviljun. - mynd: brink Flaug í gegnum skoðun Ottar komst fljótlega að því að mikið var til af svona bílum, „úti um öll tún,“ eins og hann orðar það. Honum gekk vel að fá varahluti og Land-Roverinn „flaug“ í gegnum skoðun. Uppátækið vakti ekki beint aðdáun í fyrstu, félagi Ottars fussaði og sveiaði en þegar frá leið komst hann að því að Land-Roverinn var til ýmissa hluta nytsamlegur. „Það endaði með því að ég fór að flytja dót fyrir hann og svo þurfti hann að draga kerru og Land-Roverinn var alltaf notaður," segir Ottar. Það fór enda svo að þeir fóru á stúfana og fundu annan handa félaganum. „Ferðin á haugana" hafði þannig vafið utan á sig. „I blokkinni heima var einn sem átti Rússajeppa og það var alltaf eitt- hvert bilerí. Ég óð alveg í varahlutunum og hann ákvað að selja Rússann og fékk sér Land-Rover,“ segir Óttar. Óttar „datt“ niður á annan Land-Rover í Nesi í Fnjóskadal og vinnur nú að því að setja Range-Rover hásingar og fleira und- ir hann. „Ég veit ekkert hvenær því lýkur,“ segir hann um það verkefni. „Þetta er nú svona fimm ára áætlun. Þetta er orðin baktería." Vinnukostnaður er ekkert reikn- aður enda ánægjan helstu launin. Margir út úr skápniun - Hvernig kom til að þið stofnuðuð Land- Rovetfélag Norðurlands? „Við vorum oft að þvælast saman þrír, ég Sigurður Helgi Jóhannsson og Þórður Jónsson. Oft gerðu menn grín að okkur og spurðu: Er bara Land-Rover félagið á ferð- inni? Við ákváðum að stofna bara þetta fé- lag, auglýstum og þátttakan varð geisilega góð. Þar með var boltinn byrjaður að rúlla.“ Skráðir félagar eru nú 25 og árshátíð er á dagskránni á næstunni með myndasýn- ingu og fleiru. „Þegar til kom var miklu betra að vera með þetta félag," segir Óttar. „Menn skiptast á varahlutum og fleiru. Það kom í ljós að menn voru með bíla inni í skúr og margir komu út úr skápnum með þetta, það þorði enginn að viðurkenna þetta áður.“ - HI Þvottavél WG 1035 • Tekur 5,0 kg • Þvottakerfi 15 • Hitastillir stiglaus • Vinduhraði 1000 - 600 sn/mín. • Sjálfvirk vatnsskömtun • Öryggislæsing • Belgur ryðfrír • Tromla ryðfrí • Mál: hxbxd 85x60x60 cm Kr. 49.900.- stgr. Þvottavél WG 1235 • Tekur 5,0 kg • Þvottakerfi 15 • Hitastillir stiglaus • Vinduhraði 1200 - 600 sn/mín. • Sjálfvirk vatnsskömtun • Öryggislæsing • Belgur ryðfrír • Tromla ryðfri • Mál: hxbxd 85x60x60 cm Kr. 52.900.- stgr. vinaunraoi yuu - duu sn/min. • Sjálfvirk vatnsskömtun • Öryggislæsing • Tromla ryðfrí • Mál: hxbxd 85x60x60 cm Kr. 39.900.- itgr. ki barka) áttir • Ryðfrí tromla • Valhnappur fyrir venjulegt eða viðkvæmt tau • Tvö þurrkkerfi • Aðvörunarljós fyrir vatnslosun • Aðvörunarljós fyrir lósigti • Rúmmáltromlu 106 Itr. • Stórt hurðarop 40 cm • Hægt að breyta hurðaropnun • Mál: hxbxd: 85x60x60 cm Kr. 56.900.- stgr. Þurrkari SG 510 • Barki fylgir • Tekur4,5 kg • Snýr tromlu í báðar áttir • Ryðfrítromla ' Hnappur fyrir kaldan blástur • Tvö þurrkkerfi • Barki fylgir • Mál: hxbxd 85x60x54 cm Kr.29.900.- stgr. Lágmúla 8 • Slmi 533 2800 4-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.