Dagur - 19.02.1999, Page 2
° 18 - fö s t irb'Ad'u r ' 'i9 .n fe'RRU'a'R 199 9
'D&gjúir
LÍFIÐ í LANDINU
ÞAÐ ER KOMIN HELGI
Hvað
ætlarþúað
gera?
„Á árshátíð Flugleiða,
segir Hrönn Greips-
dóttir.
Sjúkrasaga í Súlnasal
„Á föstudagskvöld verður hér í Súlnasalnum
lokaæfing Sjúkrasögu, á sýningunni sem hér
verður næstu helgarnar. Þetta er saga af doktor
Klára og gangrunninum þar sem koma við sögu
ýmsir leikarar einsog Halli og Laddi, Steinn
Armann og þetta sígilda gengi okkar,“ segir
Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri á Radison Hót-
ei Sögu. - „Eg sé fyrir mér að bæði Iaugardagur
og sunnudagur fari að miklu leyti í vinnu hjá
mér, en nú standa yfir miklar breytingar á
starfsháttum hér á hótelinu með því samstarfi
sem kennt er við Radison. Á Iaugardagskvöld
ætla ég þó að gefa mér tíma til að fara, með
manni mínum, á árshátíð Flugleiða sem haldin
verður á Broadway og ég efa ekki að þar verður
mikið um dýrðir, einsog gjarnan hefur verið á
árshátíðum fyrirtækisins."
„Á laugardagsmorgun
I sund, “ segir Vilhjálm-
ur Hjálmarsson.
Gengið til húsverka
„Við hjónin göngum til húsverka á laugardag-
inn. Ég strýk af fólkinu og ryksuga en kona
mín þurrkar af og pússar. Þetta er svo sem ekki
mikið verk í þessari 65 fermetra íbúð okkar hér
á Asvallagötunni, en nokkuð sem verður þó að
gera,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson, fv. ráð-
herra. „Um ellefu leytið á Iaugardagsmorgun
fer ég væntanlega í sund í Vesturbæjarlauginni,
en Iengi hef ég haft þann sið að sækja sund-
laugarnar. Síðan má vel vera að ég dragnist á
einhverja málverkasýninguna, en það er til siðs
að bjóða sérstaklega á opnun þeirra fyrrverandi
menntamálaráðherrum. - Ég veit ekki hverju ég
nenni á sunnudaginn, vel má þó vera að við
Margrét kona mín förum eitthvað og heim-
sækjum góða félaga, því bæði erum við heilsu-
góð og getum þessvegna hreyft okkur eitthvað.“
„Fertugsafmæli í Mið-
húsaskógi, “ segir
Eiríkur Hjálmarsson.
í frosti, kulda og heitum potti
„Um helgina ætla ég í fertugsafmæli mágkonu
minnar sem haldið verður í sumarbústað aust-
ur í Miðhúsaskógi í Biskupstungum," segir
Eiríkur Hjálmarsson, dagskrárstjóri Bylgjunnar.
„Þarna ætlum við að vera í frosti og kulda og
ylja okkur svo í heitum pottinum. Já, ég hef
nokkrum sinnum áður verið þarna fyrir austan
og þetta er alveg unaðslegur staður. Og sögu-
frægur eftir því, þarna skammt frá er Brúará
þar sem þeir drekktu Jóni biskupi Gerrekssyni
um árið, alveg einsog kettlingi. Náttúrufegurð
á þessum slóðum er einnig alveg viðbrugðið,
einkum í Brúarárskörðum ef ske kynni að mað-
ur legði í að fara í daglanga gönguferð þangað
inneftir," segir Eiríkur.
Afmælisbarn vikunnar er Knattspyrnufélag Reykjavíkur, en félagið fagnar þessa
dagana 100 ára afmæli sínu. Þrátt fyrirháan aldur er félagið býsna frísklegt og
hefur elst vel. Það sama má segja um frægasta KR-ing allra tíma, Ellert B.
Schram. Þrátt fyrir að hann sé kominn fast að sextugu er hann bæði léttur í
lund og á löpp - og heldur sér vel rétt einsog íþróttafélagið hans.
■ LÍF OG LIST
Hin sívirka auðlind
„Ég er að
lesa bókina
Sjálfstæðið
er sívirka
auðlind eftir
Ragnar Arnalds," segir Anna
Kristín Gunnarsdóttir, skipu-
Iagsstjóri Farskóla Norðurlands
vestra, sem um liðna helgi
hafnaði í 2. sæti í prófkjöri
Samfylkingarinnar þar í kjör-
dæmi. „I bókinni fjallar Ragnar
um sjálfstæði Islendinga og út-
listar þróun mála hér í ljósi
þess hvernig við höfum komist
af eftir að við fórum að stjórna
okkar eigin málum sjálf. Hann
ber það saman við aðstæður í
öðrum löndum þar sem menn
hafa ekki getað stjórnað eigin málum. Þetta er
áhugaverð Iesning, skýrt fram sett og enginn þarf
að velkjast í vafa um meiningu höfundar. - Doris
Lessing er einn af mínum eftirlætishöfunum í
fagurbókmenntum og ég hef bæði Iesið eftir hana
skáldsögur og smásögur, allt góðar bækur."
Hlustað á Kiri Te Kanawa
„Undanfarið hef ég mikið hlustað á Kiri Te
Kanawa, þá frábæru óperu-
söngkonu. Síðan er ég líka
hér uppi með Leontyne Price,
sem ekki er síðri á sama sviði.
Ég er mest fyrir óperusöng, en hlusta annars
mikið á sígilda tónlist. Mér fellur hún alltaf best
af því sem býðst, og hin sígilda tónlist spannar
svo vítt svið að alltaf er hægt að velja það sem
best á við hvetju sinni. - Af dægurtónlist hlusta
ég einna helst á það sem glymur í útvarpinu
hverju sinni, en vil þó helst hlusta á talað mál í
útvarpinu."
Traffic með Tati
„Ég horfi nánast aldrei á mynd-
bönd, nema ég gerði þó undan-
tekningu um daginn þegar ég sá
gamla mynd eftir Tati sem heitir
Traffic. Þetta er frönsk gaman-
mynd, kaldhæðin kímni einsog hún gerist best og
þessháttar kímni eru Frakkar reyndar vel þekktir
fyrir. Hvað varðar sjónvarpsáhorf er ég algjör
fréttafíkill og svo finnast mér breskir sakamála-
þættir og aðrir þættir frá því landi alltaf skemmti-
legir. Breskur húmor er alltaf mjög skemmtilegur,
Bretum er betur en mörgum öðrum lagið að gera
grín að sjálfum sér.“
■ fra degi til dags
^Ástin er blind en sjónin fæst við gift-
inguna.“ Lichtenberg
Þau fæddust 18. febrúar
• 1743 fæddist ítalska tónskáldið Luigi
Boccherini.
• 1877 fæddist þýski listmálarinn
Gabriele Múnter.
• 1911 fæddist breska kvikmyndaleikkon-
an Merle Oberon.
• 1912 fæddist bandaríski djasstónlistar-
maðurinn Stan Kenton.
•1912 fæddist pólski rithöfundurinn Ad-
olf Rudnicki.
• 1925 fæddist Sveinn Björnsson listmál-
ari.
Þetta gerðist 18. febrúar
• 1878 fékk Thomas Alva Edison skráð
einkaleyfi á hljóðritunargræjunum sín-
um, sem hann kallaði fónógraf.
• 1920 gengu Hollendingar í Þjóða-
bandalagið.
• 1949 hlaut Ezra Pound fyrstu Boll-
ingen-verðlaunin í bókmenntum.
• 1959 gerðu Bretar, Grikkir og Tyrkir
með sér samkomulag um sjálfstæði
Kýpur.
• 1960 voru efnahagsráðstafanir viðreisn-
arstjórnarinn samþykktar á Alþingi.
• 1976 slitu Islendingar stjórnmálasam-
bandi við Bretland vegna landhelgis-
deilunnar.
• 1986 skutu Rússar geimstöðinni Mír á
loft.
Vísan
Vísa dagsins er af gefríu tilefni ort um
bragfræði. Guðjón Þorgilsson sendi Degi
hana með kveðju:
Saman skellur borð við borð
d Bragavelli er gaman.
I stuðla fellur stafur, orð;
stakan smellur saman.
Afmælisbam dagsins
Hannes Hólmsteinn Gissurarson er
46 ára í dag. Hann var einu sinni
fyrir mörgum árum einn helsti
skelfir íslenskra vinstrimanna, sem
kannski einmitt þess vegna höfðu
yfirleitt óskaplega gaman af að Iesa
óheftar hugmyndir hans um frelsi
fjármagnsins. Nú hefur hann um
nokkurt skeið verið prófessor við
Háskóla íslands og Iætur æ minna
fyrir sér fara í fjölmiðlum.
Keppni
Jónas og GuðmundurÁkváðu að prófa að
fara í fallhlífastökk. Jónas fór á undan og
opnaði fallhlífina og naut þess að svífa
hljóðlega til jarðar, og dáðist að útsýn-
inu.
Guðmundur stökk á eftir, togaði í
spottann á fallhlífinni en ekkert gerðist.
Hann togaði aftur, í þetta skiptið eins
fast og hann gat en ennþá gerðist ekkert.
Hann reyndi að opna varafallhlífina en
elckert gerðist. Guðmundur fór á ægiferð
framhjá Jónasi, eins og eldflaug. Jónas
leit á hann, tók af sér fallahlífina og
sagði, „svo að þig langar í keppni.“
Veffang dagsins
Menningarborgin Reykjavík er nýlega
komin með íslenska útgáfu af vefsetri
sínu, sem finna má á www.reykja-
vik2000.is