Dagur - 19.02.1999, Síða 3

Dagur - 19.02.1999, Síða 3
FÖSTUDAG U'R 1 9 . F E BRÚAR 1 9 9 9 19 Tkgur LÍFIÐ í LANDINU Ulla Magnússon er formaður SOS- barnaþorpanna á íslandi. „Maður gengur þessum börnum ekki í for- ** eldrastað raunverulega, er frekar eins og fjarskyldur ættingi. Hinsveg- ar, efbarnið er orðið það stórt að það veit hver þú ert, þá erþað mikill spenningur að fá heimsókn frá svona fjarlægum stöðum." Öll böm okkar böm Þegarminnsterá hjálparstarfkojna ef til vill fyrst upp í hug- ann matarsendingar til þurrkasvæda, jóla- pakkartil bamaá stríðssvæðum eða sér- fræðiaðstoð í útgerð og fiskvinnslu. Starf SOS-barnaþorpanna hefur ekki verið áberandi í fjölmiðlum en er engu að sfður umsvifamik- ið. Alþjóðasamtökin sem standa að SOS-bamaþorpunum, SOS- Kinderorf International, verða fimmtíu ára á þessu ári og jafn- framt eru tíu ár liðin síðan sam- tökin voru fyrst kynnt hér á Iandi. Stofnandi samtakanna var Hermann Gmeiner, Austurríkis- maður sem missti móður sína ungur. Hann helgaði líf sitt því að hjálpa eins mörgum munað- arlausum og illa stöddum börn- um og hægt var. Til þess byggði hann upp svokölluð barnaþorp, það fyrsta í Imst í Austurríki. Einkunnarorð Hermanns Gmeiner voru: OIl börn eru okk- ar börn. Þau koma okkur við. Margt smátt gerir eitt stórt. Um allan heim Hugmynd Hermanns var að byggja upp heimili þar sem börn í neyð fá „móður“, „systkini“ og búa við öryggi og kaerleika. Nú, tæpum fimmtíu árum síð- ar starfa samtökin í 128 Iöndum, í öllum heimsálfum, allt frá Ben- in til Bangladesh, Nepal til Namibíu. Rekin eru 371 barna- þorp, 211 barnaheimili, 478 unglingaheimili, 133 SOS Her- mann Gmeiner skólar, 127 verk- stæði og verknámsskólar, 142 Hermann Gmeiner félagsheim- ili, 62 Hermann Gmeiner hjúkr- unarheimili og 11 neyðarhjálpar- stöðvar. Yfir 152.000 manns eru fastir stuðningsforeldrar, ýmist barnanna eða þorpanna, og um sex milljónir manna eru „barna- vinir" og greiða frjáls framlög á hvetju ári. Styrktarfélög starfa í allmörg- um löndum þar sem ekki eru rekin barnaþorp. ísland er eitt þeirra landa. Um þessar mundir eru liðin tíu ár frá því samtökin voru fyrst kynnt hér á landi en SOS-barnaþorpin á Islandi fengu fullgilda aðild að SOS Kinderdorf International í októ- ber 1992. I dag styrkja Islend- ingar 2.700 börn með föstum framlögum auk þess sem barna- vinir eru rúmlega 5.000 manns. Lcngri tíma uppbygging Formaður SOS-barnaþorpanna á Islandi er Ulla Magnússon, sem er í hálfu launuðu starfi en allmikið í sjálfboðavinnu þar fyr- ir utan. - Pú hefur meðal annars nýtt þér sumarfrí til að heimsækja bamaþorp ú Indlandi, þannig að þetta er eitthvað meira en bara vinna. Mikið dhugamdl? „Já, þetta verður það þegar maður fer að kynnast því og sér um hvað þetta snýst,“ segir Ulla. „Þetta er úti um allan heim og ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því og svo fannst mér ég hafa ýmislegt i fórum mínum sem ég gæti boðið fram. Þetta er þannig byggt upp hér að skrifstofan er fyrst og fremst til að kynna starfsemina og safna styrktarfor- eldrum til að taka að sér þau börn sem eru komin inn í barna- þorp hjá SOS. Við leysum úr því sem fólk vill fá að vita, svörum spurningum og sendum meðal annars út fréttabréf." í sambandi við börnin - Sá möguleiki að þeir sem leggja fram styrki geti verið í beinu eða óbeinu sambandi við bömin vekur nokkra forvitni. Eru margir hér t bréfasambandi svo þú vitir til? „Já, það eru margir en alls ekki allir. Fólk hefur það svolítið í hendi sér og það fer líka eftir því hve barnið er gamalt. Fólk fær að heyra frá börnunum og fær myndir af þeim árlega. Þeg- ar barnið er orðið nógu stórt til að skrifa og hefur áhuga á því þá kemst á bréfasamband." - Og bömin vita að einhvers- staðar úti í heimi er fólk sem kostar uppihald þeirra og nám? „Já, þau vita það. Öll börn eru með styrktarforeldra, yfirleitt 2- 3 en aldrei fieiri en eitt foreldri í hverju landi. Það er af ýmsum ástæðum, bæði af því að það kostar í raun meira að fram- fleyta barninu en það sem eitt foreldri leggur fram og líka af því að það er betra fyrir barnið að kostnaðurinn skiptist aðeins niður frekar en að setja of mikið traust á einhvern einn, því það getur alltaf brugðist. Þó það sé auðvitað æskilegt að fólk styrki börnin þar til þau geta staðið á eigin fótum þá getur ýmislegt komið upp. Þetta er uppbygging til lengri tíma litið og byggist á því að fólk sé tilbúið að styðja við barn þangað það flyst í burtu úr þorpinu. Síðan geta miklu fleiri verið með þegar gjaldið er ekki hærra en raunin er.“ - Er mikið um að styrktarfor- eldrar hér fari út og heimsæki „sírí' böm? „Það er ekki mikið um það en það hefur gerst. Það hafa nokkr- ir gert það og fólk hefur áhuga á því ef það hefur kost á því. Við höfum ekki staðið fyrir því sér- staklega." - Þú sjálf fórst í heimsókn til Faridabad á Indlandi, þar sem hún Janavi „þírí' býr. „Já, ég fór til Indlands í einu fríinu mínu því þarna eru svo margir styrktaraðilar á okkar vegum og mér fannst ég þurfa að sjá þarna hvernig þetta virkar. Ég fór um og skoðaði þorp í Ind- landi og Nepal. Faridabad er ekki langt frá Dehli. Indland er allt öðruvísi land en mörg önnur lönd og mjög áhugavert. Eg hef fylgst með þessari stúlku og fæ mynd af henni árlega.“ - Hvemig tilftnning er að hitta bam sem maður hefur verið að aðstoða í nokkur ár? „Það er óneitanlega mjög sér- stakt. Það getur verið tilfinn- ingaþrungið, það er ekki hægt að segja annað. Maður gengur þessum börnum ekki í foreldra- stað raunverulega, er frekar eins og fjarskyldur ættingi. Hinsveg- ar, ef barnið er orðið það stórt að það veit hver þú ert, þá er það mikill spenningur að fá heimsókn frá svona Ijarlægum stöðum. Þau gera sér kannski enga grein fyrir því hvað við erum Iangt í burtu. Þetta er mikill spenningur og börnin eru glöð og vita hvernig þetta er. Fyrir mig var þetta mjög skemmtilegt. Þetta eru ekki munaðarleysingjar sem voru að biðjast afsökunar á sér. Þetta eru stolt börn og glöð. Mín litla súlka fannst þarna bara einhversstaðar þannig að hún veit ekki neitt um sinn uppruna.“ Óháð samtök Varðandi það viðhorf að stundum finnist fólki sem framlög skili sér ekki til þeirra sem á þeim þurfa að halda segir Ulla: „Þetta eru rótgróin samtök og það er ekki annað að sjá en standi vel fyrir sínu og líkar vel það sem það sér. Fólki líkar einmitt vel að vita að þessar fjórtán hundruð krónur eru að skila sér. Við tökum ekkert af þessum peningum til að standa undir kostnaði nema að núna var ákveð- ið að taka fyrstu greiðsl- una sem stofngjald því það er ákveðinn kostnaðr ur f kringum þetta. En síðan fer þetta óskert út til bamaþorpsins og trygging þín er að barnið sé þarna og þú fylgist með þessu bami. Samtökin eru fijáls og óháð og láta ekki stjórnast af neinum, heldur snýst þetta fyrst og fremst um að byggja barnaþorp og taka inn munaðarlaus börn.“ Fyrir þá sem áhuga hafa á starfi samtakanna og/eða vilja gerast styrktarforeldrar er hægt að hafa samband við SOS á Islandi í síma 564 2910, senda fax í 564 2907, netpóst í sos@centrum.is eða kynna sér starfsemina á heimasíðunni www.centrum.is/sos - Hl Fjórar leiðir til aðhjálpa Þeir sem styrkja starfsemi SOS- barnaþorpanna hafa um þrjár leiðir að velja. Barnavinur eða hollvinur SOS. Regluleg fjárframlög frá einstaklingum um allan heim gera samtökunum kleift að byggja ný þorp og stækka og bæta þau sem fyrir eru. Barna- vinir geiða sjálfvalda upphæð mánaðarlega eða ársljórðungs- Iega. Bamaþorpsvinur greiðir í hverjum mánuði 1000,- krónur sem rennur óskert til barna- þorps að eigin vali. Greiðandi fær upplýsingar ásamt myndum af lífinu í þorpinu. Styrktarforeldri ákveðins barns. Að baki hverju munaðar- lausu barni standa 2-3 styrktar- aðilar, þó aldrei fleiri en einn frá hveiju landi. Styrktarforeldri fær í hendur sögu barnsins sem það styrkir, ásamt ljósmynd. Einnig er kostur á bréfasambandi. Mánaðarleg framlög styrktarfor- eldra renna óskert til barnsins og kosta uppihald þess og menntun. Styrktarforeldri greið- ir 1.400 krónur á mánuði. Frjálsir styrkjendur fara á skrá hjá SOS-barnaþorpum. Reglu- lega berast upplýsingar og fréttabréf og er styrkjendum í sjálfsvald sett hve há upphæðin er hverju sinni. I mörgum SOS-barnaþorpum í vanþróuðum löndum er féíags- miðstöð þar sem mæður og börn utan þorpsins geta einnig leitað hjálpar. I þorpunum eru einnig menningarmiðstöðvar, verk- stæði, landbúnaður, dagheimili fyrir einstæðar mæður með mörg börn og matsalir fyrir aldr- aða og sjúka en öll þessi aðstoð gerir það að verkum að barna- þorpin njóta virðingar og velvild- ar almennings alls staðar í heim- inum. Barnaþorpsbörnin eru alin upp samkvæmt ríkjandi trúar- brögðum og menningu í heima- landi þeirra og takmarkið er að skila þeim út í lífið sem nýtum þjóðfélagsþegnum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.