Dagur - 19.02.1999, Side 4

Dagur - 19.02.1999, Side 4
20-FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 /Dagur LÍFIÐ í LANDINU Bissniss í undirheimiun Þessi tiltekni glæpamaður var nú sem sagt laus úr prísund sinni og aftur farinn að brjótast inn í sjoppur eins og virtust vera ásköpuð örlög hans. Þá vildi svo til að ég varð óvart vitni að því í heimahúsi þegar hann ætlaði að kaupa sér nauðsynj- ar - sem reyndar voru hvorki mjólk né skyr. Hann hafði ekki haft neina peninga upp úr krafsinu í þeirri sjoppu sem hann hafði brotist inn í um nóttina og þess vegna gat hann ekki með góðu móti borg- að fyrir varninginn með beinhörðum pen- ingum, og ekki einu sinni fölsuðum ávís- unum. En hann hafði nú ekki miklar áhyggjur af því, vegna þess að innbrotið í sjoppuna hafði þrátt fyrir allt skilað hon- um ríkulegum feng - fannst honum. Þeg- ar hann átti að borga uppsett verð fyrir nauðsynjarnar, þá dró hann einfaldlega úr pússi sínu risastóran plastpoka, fullan af krónukúlum úr súkkulaði, sem honum höfðu áskotnast í sjoppuinnbrotinu. Hann réð reyndar varla við pokann; þetta voru áreiðanlega tugir kflóa af krónukúl- um, og þessi stórhuga glæpamaður spurði einfaldlega hvort hann gæti ekki bara borgað það sem hann ætlaði sér að kaupa með þessum líka gómsætu krónukúlum. Það mátti glöggt sjá að kaupmanninum kom þetta nokkuð á óvart - og hann var bersýnilega ekki vanur viðskiptum af þessu tagi, og hef ég þó sterkan grun að kaupin hafi ekki alltaf gerst með alveg eðlilegum hætti á þessari eyri. Eftir að hafa velt vöngum nokkra stund, sá hann hins vega’r ekkert athugavert við þessi vöruskipti og tók í fangið þennan risa- stóra poka, fullan af krónukúlum, og burðaðist með hann burt - pokinn var svo stór að hann átti í töluverðum erfiðleik- um með að hafa vald á honum. Gjaldiniðilliim voru krónukúlur Báðir þeir menn sem hlut áttu að þessum viðskiptum lifðu og hrærðust í svokölluð- um undirheimum Reykjavíkur, og komu sjaldan upp á yfirborðið; þeirra líf var ekki í nema litlum tengslum við hvers- dagslegt líf venjulegs fólks í borginni. Þeir lifðu í sínum eigin heimi, sem laut sínum eigin lögmálum. Nema hvað, næstu vikurnar fóru að berast flugufregn- ir um það að krónukúlur væru orðinn helsti gjaldmiðillinn í undirheimum Reykjavíkurborgar, og var þar kominn ránsfengur hins nýfrjálsa innbrotsþjófs, sem kaupmaðurinn reyndi síðan að koma í verð með ýmislegum og alveg efunar- Iaust ákaflega hugmyndaríkum hætti. Það var nokk sama hvað keypt var og selt Skyldi ræninginn nást innan klukkutíma, eða nær hann kannski að ganga laus í tvo daga, eða jafnvei tvær vikur? spyr lllugi Jökuisson. Af íslenskum sj oppuræn- ingjum í undirheimunum á næstunni, ótrúleg- ustu menn buðu nokkur kíló af krónukúl- um sem borgun, og ég veit ekki nema glæpamennirnir hafi jafnvel orðið að bjóða tannlæknum sínum krónukúlur sem greiðslu, þegar þeir urðu að Ieita til læknis með skemmdar tennur eftir allt það gegndarlausa krónukúluát sem tíðk- aðist í undirheimunum vikum saman. Síðast þegar ég vissi voru enn á víð og dreif um borgina pokar fullar af krónu- kúlum sem undirheimamenn gerðu ör- væntingarfullar tilraunir til að losna við, en ef þeir reyndu að bjóða félögum sín- um krónukúlur til kaups, þá var eins víst að þeim væri boðin borgun líka í krónu- kúlum, svo viðskiptahættirnir í undir- heimunum voru orðnir gersamlega út í hött. Eg veit ekki hversu lengi þetta stóð. Slcmbilukka að ekki hafi illa farið Eftir að hafa fylgst dálítið - úr fjarlægð, náttúrlega - með þessu sérkennilega krónukúlumáli íslenskra glæpamanna átti ég lengi vel nokkuð erfitt með að taka þá hátíðlega. Það var einhvern veginn varla hægt að óttast mjög þá glæpamenn sem sátu á síðkvöldum og skeggræddu lengi hversu mikið af tilteknum varningi mætti fá fyrir til dæmis eitt kíló af krónukúlum, eða tvö kíló, kannski jafnvel þrjú. Rétt er og skylt að geta þess að báðir þeir menn sem ég fylgdist með bisa við tröllvaxna krónukúlupokann eru nú orðnir nýir og betri menn, og hafa snúið af villu síns vegar. En einhvern veginn hvarflar að manni við þessi þrotlausu vopnuðu sjoppurán þessar vikurnar að hvorki hug- myndaauðgi né stórhugur íslenskra glæpamanna hafi aukist neitt að ráði á þeim rúma áratug sem liðinn er síðan krónukúlubissnissinn gekk yfir í undir- heimunum. Og guðsblessunarlega, að sjálfsögðu. Það er auðvitað ekki beinlínis hlæjandi að vopnuðum ránum, en það er nú samt sem áður eitthvað fáránlegt við þá bylgju sjoppurána sem nú ríður yfir höfuðborgina. Að sjálfsögðu á maður fyrst og fremst að fagna því að ekki skuli þrátt fyrir allt vera framdir sérlega margir alvarlegri glæpir í þessari borg - nóg er nú víst um þá, því miður - og vitanlega eru þessi vopnuðu sjoppurán ekkert gaman- mál. Það er síður en svo nokkurt grín að menn séu að veifa hnífum - jafnvel þó það séu stundum kannski bara dúkahníf- ar - að kornungum afgreiðslustelpum, og það er sennilega bara slembilukka að ekki skuli eitthvert þessara rána hafa endað með ósköpum. Líklega eru ránsmennirnir í flestum eða öllum tilfellum að leita sér að auðveldri leið til að eiga fyrir nokkrum grömmum af dópi eða öðrum vímugjöf- um, og ránin fremja þeir eflaust í ýmis- legu ástandi - það er því mikil hætta á að haldi svo fram sem horfir, og vopnað sjoppurán framið á nálega hverju kvöldi, þá fari einhvern tíma illa. Og þá verður ekkert gaman. Þá verður ekki gerandi grín að íslenskum sjoppuræningjum eða glæpamönnum yfirleitt. Litlu mjóu stelpumar Þeim mun einkennilegra er það að þrátt fyrir þá bylgju svona rána sem nú gengur yfir skuli ræningjar aftur og aftur finna sjoppur þar sem smástúlkur standa einar við afgreiðslu seint á kvöldin. Sjoppueig- endur ættu auðvitað fyrir löngu að vera búnir að læra sfna lexíu. Islenskir glæpa- menn eru ekki ýkja hugmyndaríkir menn - sem betur fer, náttúrlega, þó vissulega hafi krónukúlumálið gefið til kynna vissa hugmyndaauðgi - en eftir nokkur svona vopnuð rán hefði átt að liggja í augum uppi að fleiri mundu fylgja á eftir; þetta yrði að eins konar farúldri eða tísku, þeg- ar það rifjaðist upp fyrir stopulum hugum íslenskra glæpamanna að þarna væri auð- veld leið til að ná sér í nokkra fimmþús- und kalla - kannski minningin um martröð krónukúlnanna geri það að verk- um að menn leggi allt kapp á að útvega sér reiðufé, en leggi ekki út í innbrot sem gætu endað með annarri eins vöruskipta- vitleysu. En úr því meira að segja íslensk- ir glæpamenn eru búnir að fatta þessa auðveldu leið til að redda pening, hvernig stendur þá sem sagt á því að sjoppueig- endur skuli ekki átta sig á því sem yfirvof- andi er? Hvers vegna halda þeir áfram að láta litlu mjóu stelpurnar standa einar í sjoppunum á kvöldin? Pistill Illuga var fluttur í morgunútvarpi Rásar 2 í gær. Það fer þrátt fyrir allt að verða æsispennandi að hanga yfir Sjónvarpinu sínu fram að síðari frétta- tímanum um ellefuleytið, hálf ellefu á Stöð tvö ef mér skjöplast ekki. Hvar skyldi vera búið að fremja vopnað rán núna? hugsar maður með sér. Kannski í sjoppunni hér í næsta ná- grenni við mig, eða í sjoppunni í næsta hverfi; hef ég komið í sjoppuna sem rænd verður í kvöld; er það góð sjoppa? Og hversu mikil písl skyldi vera þar að afgreiða? Og skyldi ránsfengurinn ná fimm þúsund kalli, eða fimmtíu þús- und kalli? Skyldi ræninginn nást innan klukkutíma, eða nær hann kannski að ganga laus í tvo daga, eða jafnvel tvær vikur?Einu sinni hitti ég frægan íslenskan glæpamann; mann sem hafði setið í fang- elsi fyrir ýmsar sakir og var nýlega slopp- inn út. I hans tilfelli virtist betrunar- hússvistin ekki hafa orðið mikil bót eða betrun, þ\á strax og hann gat um frjálst höfuð strokið, þá sneri hann sér aftur að þeim eina atvinnuvegi sem hann kunni - en það var að brjótast inn í sjoppur. Þetta gerðist fyrir rúmum áratug og þá höfðu íslenskir glæpamenn sem betur fer enn ekki fattað upp á að ráðast inn í sjopp- urnar meðan opið var á kvöldin með hníf að vopni, heldur Iétu þeir sér ennþá duga að brjóta upp sjoppurnar að næturþeli og stela þaðan sígarettukartonum og öðru tilfallandi - auk náttúrlega peninga og ávísana sem kynnu að Iiggja þar á glám- bekk. UMBUÐA- LAUST ■VZ.-* Illugi Jökulsson skrifar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.