Dagur - 19.02.1999, Qupperneq 8

Dagur - 19.02.1999, Qupperneq 8
24-FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 rD^tr Símon Hólm Reynisson í Deiglunni SímonHólm Reynisson opnar málverkasýningu í Deiglunni i Listagilinu á Akureyri á morgun klukkan 14. Þetta er fyrsta sýn- ing Símonar, sem fæddur erá Eskifirði en býr nú á Sambýlinu við Þrastarlund 3. Þau málverk sem Símon sýnir eru flest unnin á líðandi vetri, ým- ist undir handleiðslu Jónasar Við- ars myndlistarmanns, eða í Hvammshliðarskóla. Sýning Stm- onar er opin laugardag 20. febr- úar og sunnudag 21. febrúar klukkan 14 -18 báða dagana. Öll verkin eru til sölu. Allir eru hjartanlega velkomnir. Njálunámskeið á Akureyri Erlingur Sigurðarson, forstöðu- maður Sigurhæða - Húss skáldsins, kennir á Njálunám- skeiði í Sigurhæðum á þriðju- dagskvöldum klukkan 20-22 frá 2. mars til 18. maí, samtals 12 vikur. Skráning og allar upplýsingar hjá Erlingi í síma 462 6648 kl. 13.30 -16. Innritun lýkur fimmtudag 25. febrúar eða fyrr ef fullt verður. Gert er ráð fyrir ferðalagi á Njáluslóðir undir lok námskeiðs. Konudagsskemmtun í Sjallanum Á konudag- inn, sunnu- daginn 21. febrúar, stendur Tóm- stundastarf aldraðra á Ak- ureyri fyrir ár- legri konu- dagsskemmt- un í Sjallanum á Akureyri. Skemmtunin hefst klukkan 15.00 með glæsilegu kaffihlaðborði ásamt skemmtidagskrá sem Skíðaráð Akureyrar sér um. Síðar verður stiginn dans við undirleik Hljómsveitar Pálma Stefánssonar. Aðgangseyrir er kr. 1.000,- og eldri borgarar í nágrannabyggðarlögum Akureyrar eru sérstaklega boðnir velkomnir. ■ HVAD ER Á SEYfll? HÖFUÐBORGARSVÆÐID Ljósmyndasýning í Hinu húsinu A morgun kl. 16.00 verður opnuð sýn- ing mynda úr ljósmyndasamkeppni FF, Ljósbrots í Gallerý Geysi, Hinu húsinu og stendur til 7. mars. Sýningar í Listasafhi ASI Á morgun verða opnaðar þrjár sýning- ar í Listasafni ASI. Brynhildur Þor- geirsdóttir sýnir skúlputúr og Steinunn Helgadóttir, málverk, auk þess verður opnuð sýning á nýjum aðföngum safnsins. Opið frá kl 14.00 -18.00. Tréristur í Sverrissal Nú stendur yfir sýning á tréristum Sig- urlaugs Elíassonar í Sverrissal Hafnar- borgar. Sýningin er opin frá kl. 12-18 alla daga utan þriðjudaga. Víðerni Norðursins Einnig stendur yfir í Hafnarborg sýn- ing á verkum sænsku textíllistakon- unnar Gun Johansson sem opnuð var um síðustu helgi. Siðferðilegar spurningar í MÍR Á sunnudaginn kl. 15.00 verður gömul rússnesk kvikmynd, „Ýmis örlög“ (Razníe súbdí) sýnd í bíósal MIR, Vatnsstíg 10. Enskur texti er með myndinni. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. Fræðsla um Fjallagrös Fræðslufundur og myndasýning um fjallagrös verður á mánudag kl. 20.30 í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Há- skóla Islands. Heimir Þór Gíslason, kennari á Höfn í Hornafirði llytur erindi og sýnir myndir. Aðgangur er ókeypis. Sýning í Kringlunni Nú stendur yfir í sýningarrými Kringl- unnar og Gallerís Foldar sýning á mál- verkum Hrafnhildar Bernharðsdóttur. Verk hennar eru unnin með olíu á tré. Sýningin stendur til 6. mars. „I raun og veru“ í Hafnarfirði Á laugardag frumsýnir Unglingadcild Leikfélags Hafnarfjarðar, nýtt leikrit sem heitir „I raun og veru“ eftir Garð- ar Borgþórsson og Hildi Kristjánsdótt- ur í Hafnarfjarðarleikhúsinu við Vest- urgötu. Moðhaus á Síðdegistónleikum Hljómsveitin Moðhaus kemur fram á Síðdegistónleikum Hins Hússins og Rásar 2 í dag kl. 17. Aðgangur er ókeypis. Tríó Reykjavíkur í Hafnarborg Tríó Reykjavíkur leikur á tónleikum f Hafnarborg á sunnudag kl. 20.00. Gestur tríósins er pólska mezzosópran- söngkonan Alina Dubik. Portrett af rithöfundum I dag verður opnuð sýning á portrett- í helgarbladi Dags A ölbátnum í Færeyska hliðin á Hjálmari Árnasyni alþingismanni Með sam- eiginlegan tón Castro og Kúba Áskriftarsíminn er 800-7080 ljósmyndum eftir sænska Ijósmyndar- ann Ullu Montan í anddyri Norræna hússins. Sýningin verður opin daglega kl. 9-18 nema sunnudaga kl. 12-18 og Iýkur sunnudaginn 21. mars. Sýning í Listhúsi Ofeigs Sigurður Magnússon myndlistarmaður opnar sýningu á morgun í Listhúsi Ofeigs, Skólavörðustíg 5. Sýningin stendur til 6. mars og verður opin mánudaga til föstudaga frá kl. 10 til 18 og laugardaga frá kl. 11 til 14. Kirkjan í heimi breytinga I tilefni af 1000 ára afmæli kristnitök- unnar mun Kjalarnesprófastsdæmi standa fyrir röð málþinga nú á vormisseri. Fyrsta málþingið verður á morgun kl. 13.30 í Strandbergi, safn- aðarheimili Hafnarfjarðarkirkju og ber það yfirskriftina „Siðfræðin og lækna- vísindin". Einar Árnason prófessor og séra Kristfn Þórunn Tómasdóttir flytja íyrirlestra. Málþingin eru öllum opin. Orgel og slagverk Sunnudaginn 21. febrúar klukkan 17 munu þeir Douglas A. Brotchie og Steef van Oosterhout leika þrjú verk fyrir orgel og slagverk á tónleikum í Hallgrímskirkju. Verkin eru eftir Egil Hovland, Paul Creston og Petr Eben. Sýning Kristjáns Davíðssonar Eftir messu á sunnudag verður opnuð sýning á málverkum eftir Kristján Dav- íðsson í Hallgrímskirkju. Húnvetningafélagið Félagsvist verður í Húnabúð í Skeif- unni 11 á laugardag klukkan 13.00. Allir velkomnir. LANDIÐ Skákfélag Akureyrar Skákþing Akureyrar í yngri flokkunum fer fram laugardagana 20. og 27. febr- úar. Teflt verður í þremur flokkum, 13- 15 ára, 10-12 ára og 9 ára og yngri. Taflið hefst klukkan 13.30. Þátttöku- gjald er 300 krónur og eru allir vel- komnir. 10 mínútna mót fyrir 45 ára og eldri verður haldið í skákheimilinu að Þingvallastræti 18, Akureyri, í kvöld kl. 20.00. Ferðafélag Akureyrar Laugardaginn 20. febrúar verður óvissuferð (auðveld). Skíðaferð eftir færð og aðstæðum. Brottför klukkan 9.00. Fatlaðir í framhaldsskólum Kynningar- og umræðufundur á veg- um Þroskahjálpar á Norðurlandi eystra um nám fatlaðra nemenda í fram- haldsskóla verður haldinn á Fosshótel KEA á morgun kl. 11-14. Fyrirlesarar eru Ingibjörg Auðunsdóttir, Svanfríður Larsen, Gunnhildur Bragadóttir og Lilja Guðmundsdóttir. Þátttökugjald er kr. 1000, innifalin hádegisverður. Þátt- taka er öllum heimil. ,2i VIKINGI Stjómandi iistans er | , Þróinn Brjánsson 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 LAG FLYTJANDI Hard knock life Joy-Z You don't know me Armon von helden More then this Emmie 1 wont you for me self Another level Ladyshove Gus Gus Mo Boker Boney M og Sosh One ond one Edyto Gorniok Bod girls Juliet Roberts Birtir til Lond og synir It's oll been done Bore naked lodies It moy be winter outside Emmo Upside down Risquée 1 never told you Flip do scrip A good sign Emilio Can't get enough Soulseorcher Given up Mirrorboll Didn't 1 Aquo Kiss me red Crispy You moke love come down Sweetbox Nóttin til oð lifo Skítomórall íjfÐASTA VIKUR VIKA Á LISTA 13 iwn 15 Listinn er spilaður á föstudögum mitli kl. 20 og 22 Hlustaðu á Frostrásina í beinni á internetinu httpV/nett.is/frosrasin • E-mail: frostras@nett.is • Stjórnandi listans er Þráinn Brjánsson "■■H'T

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.