Dagur - 19.02.1999, Page 9

Dagur - 19.02.1999, Page 9
FÖSTUDAGVR 19. FEBRÚAR 1999 - 25 Oafpir. LIFIÐ I LANDINU Judy Garlandfæddist áríö 1922 og var skírð Francis Ethel Gumm. Foreldramir ráku kvikmyndahús í heima- bæ sínum íMinnesota, þar sem Jjölskyldumeðlimir skemmtu einstaka sinnum milli kvikmyndasýninga. og lesa. Hjónin eignuðust dóttur sem þau skírðu Lizu og hún varð seinna fræg kvik- myndastjarna og þekktust fyrir leik sinn í myndinni Cabaret. Garland hafði heitið manni sinum því að ieggja af allt töfluát en henni var um megn að standa við það loforð. Eiturlyfjaneysla hennar olli persónuleikabreytingum. Hún fékk hræðsluköst og var einnig haldin of- sóknaræði. Hún þjáðist af mígreni, svefn- leysi og ógleði og hárflyksur Iosnuðu frá hári hennar í stórum stíl. Hún varð dyntótt og oft óþolandi í samstarfi. Garland lagðist margsinnis inn á geðdeildir og fór í með- ferðir en tókst aldrei að ná valdi á eitur- lyfjafíkn sinni nema skamman tíma í einu. Garland var tveggja og hálfs árs þegar hún steig fyrst á svið og söng Jingle Bells ásamt systrum sínum og heillaði áhorfendur upp úr skónurn. Öllum var ljóst að þessi litla stúlka bjó yfir umtalsverðum hæfileikum. Fjölskyldan fluttist til Kaliforníu og syst- urnar komu fram í útvarpi og á sviði. For- eldrarnir skildu samvistum vegna kynferð- islegs áhuga föðurins á karlmönnum og Francis litla sem nú hafði tekið upp nafnið Judy Garland tók aðskilnaðinn við föður- inn mjög nærri sér, kenndi móður sinni um hann og fyrirgaf henni aldrei. Faðir hennar lést þegar hún var 13 ára gömul. 13 ára gömul komst Judy Garland á kvikmyndasamning hjá MGM kvikmynda- verinu. Um Ieið hófust auglýsingamenn kvikmyndaversins handa við að gera kvik- myndastjörnu úr þybbinni unglingsstúlku. Þeir byrjuðu á því að setja stúlkuna í stranga megrun og þarmeð hófust vand- ræðin. Garland vildi taka vel til matar síns en það mátti kvikmyndastjarna ekki gera. Hún leið þjáningar vegna þess að hún var svelt og eftir það dældi læknir kvikmynda- versins í hana töflum sem draga áttu úr svengd. í töflunum var amfetamín, sem unglingsstúlkan varð snemma háð. 16 ára stórstjama Garland var sextán ára þegar hún lék fræg- asta hlutverk sitt sem Dortothy í Galdra- karlinum í Oz og hún fékk aldrei að gleyma hlutverkinu, sem hafði upphaflega verið ætlað Shirley Temple. Hún fékk sér- stök Óskarsverðlaun fyMr leik sinni í myndinni. Lagið Over the Rainbow sem hún söng í kvikmyndinni verður ætíð tengt henni og hún söng það á tónleikum alls 12.380 sinnum. Þess má geta að í forseta- tíð sinni hringdi John F. Kennedy oft í Garland til að biðja hana að syngja fyrir sig í síma Over the Rainbow og þeg- ar hún hafði gert það sagði hann henni að hún hefði bjargað deg- inum. Eftir leik sinni í Galdrakarl- inum í Oz var unglingsstúlkan orðin stórstjarna, eftirsóttari en nokkru sinni áður. Vinnutíminn varð óheyrilegur og álagið ómanneskju- legt. Forstjórum kvikmyndaversins , —-------- . , „m uoruuiy i ----------------- stóð á sama, fyrir / langfrægasta hlutvar i s ^ ttje Rgjnbow, sem þeim var Garland inum í Oz. Þar song sinnum á ferlinum. einungis tekjulind. ------- Til að geta staðið vaktina varð Garland æ háðari amfetamíni. Örvandi töflurnar sem hún tók deyddu löngun hennar í mat en ollu því að hún var glaðvakandi þegar hún átti að fara að sofa. Þá voru henni gefnar svefntöflur en þegar hún vaknaði var hún sljó af áhrifum þeirra og fékk þá amfetamíntöflur sem halda áttu henni Judy Garland á hátindi frægðar sinnar í myndinni Meet me in St Louis ásamt Tom Drake. gangandi. Hún lenti snemma í vítahring. 19 ára gömul giftist hún hinum 31 árs gamla tónlistarmanni David Rose en þau skildu einu og hálfu ári síðar. Eftir það átti hún í nokkrum ástarsamböndum, þar á meðal við Tyrone Power, helsta kyntákn í Hollywood sem reyndar var sam- kynhneigður. Annar ástmaður var leikstjórinn Joe Mankiewich, sem hún sagði alla tíð hafa verið stóru ást- ina í lífi sínu. Mankiewich var giftur en kona hans var tauga- sjúklingur. Hann efaðist stórlega um að hin álíka taugabilaða Dorothy /' Galdrakarl- Garland yrði heppileg stjúpa fyrir syni hans tvo og sleit sam- bandi þeirra. Garland heillaðist þá af leik- stjóranum Vincent Minnelli, sem leikstýrði henni í Meet me in St Louis. Þeir sem þekktu þau trúðu ekki sínum eigin augum þegar þau urðu par því það var á allra vit- orði í Hollywood að hinn viðkvæmi og list- ræni Minnelli var samkynhneigður. En Garland setti það ekki fyrir sig og giftist Judy Garland skömmu fyrir dauða sinn. Hún var 46 ára en töfluát og drykkja höfðu markað hana svo að hún sýndist mörgum árum eldri. honum. Enginn spáði hjónabandinu langra lífdaga enda kom á daginn að hjón- in áttu sárafátt sameiginlegt. Hún hafði unun af útstáelsi en hann vildi vera heima Tár og sigrar Judy var 27 ára gömul þegar MGM sagði upp samningi við hana. Þá var greinilegt að hún var komin að endastöð, mætti seint og illa í vinnu og sýndi af sér framkomu sem fæstir höfðu þolinmæði með. Hún lagðist inn á heilsuhæli og reyndi síðan eina af sínum mörgu misheppnuðu sjálfs- morðstilraunum. Hún skildi við Vincent Minnelli og giftist framleiðandanum Sid Luft og þau eignuðust tvö börn. Eftir fjögurra ára frí frá kvikmyndaleik átti Judy Garland eina frægustu endur- komu í sögu kvikmyndanna þegar hún lék í myndinni A star is born á móti James Ma- son, þar sem hún lék unga stjörnu sem giftist kvikmyndaleikara sem er á niður- leið. Næstu árin skemmti Garland aðallega á sviði. Ömurlegir lifnaðarhættir höfðu gert hana gamla langt fyrir aldur fram, og hún var vel í holdum. Hún var sögð vera á niðurleið sem listamaður. En það var enn líf í henni og þegar hún hélt tæplega þriggja tíma tónleika í Carnegie Hall árið 1961 átti hún enn eina eftirminnilegu endurkomuna. Tónleikunum hefur verið lýst sem mestu nótt í sögu skemmtanaiðn- aðarins. I kjölfarið tóku við tónleikar víðs vegar um Bandaríkin við frábærar viðtökur. Nokkru síðar lauk hjónabandi hennar og Sid Lufts. Uppgjöf Síðustu árin voru mörkuð af áföllum og engum gleðistundum. Hún hélt í tónleika- ferð til Astralíu og var hrópuð af sviðinu; röddin hafði gefið sig. Árið 1964 gerði hún ein eina sjálfsmorðstilraunina, tók inn svo mikið magn af töflum að það hefði átt að geta drepið nokkur hross en það var eins og líkaminn værí orðinn vanur sínu dópi og leikkonunni tókst ekki að deyja. I sama mánuði giftist hún ungum manni Mark Herron sem var samkyn- hneigður. Þau skildu eftir sex mánuði. Síðar giftist hún veitingahúseiganda, Mickey Deans, sem var mörgum árum yngri en hún. A þessum tíma var hún algjörlega háð dópi og hjónabandið byggðist varla á öðru en slagsmálum. Eitt kvöldið sagði hún \inum sínum að hún ætlaði að drepa sig. Morguninn eftir fann eiginmaður hennar hana látna á baðherberginu. Hún hafði tekið inn stóran skammt af róandi töflum, sem var svosem ekkert nýtt en í þetta sinn hafði líkaminn gefist upp. Judy Garland var 46 ára þegar hún lést og skuldaði 4 milljónir dollara. Dauði hennar kom engum á óvart, það sem menn furðuðu sig helst á var að hún skyldi hafa enst svo lengi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.