Dagur - 23.02.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 23.02.1999, Blaðsíða 1
Tveir hafnfirskir unglingar skrifuðu „dópleikrit“, sem verið erað sýna íHafnar- fjarðarleikhúsinu. Unglingadeild Leikfélags Hafnarfjarðar frumsýndi um helgina nýtt leikrit I raun og veru eftir Garðar Borgþórsson í 9. bekk Lækjarskóla og Hildi Kristjánsdóttur í 8. bekk Víðistaðaskóla. Leikstjórinn, Þor- steinn Bachmann, er atvinnumaður í fag- inu en að öðru leyti hafa unglingarnir séð alfarið um uppsetninguna og að þessu sinni voru það einnig unglingar sem sömdu sjálft leikritið. Við skruppum niður í Hafnarfjarðarleikhúsið og hittum Garðar og Hildi til að fá svör við einhverjum af þeim spurningum sem velt er upp £ kynn- ingu á verkinu. Þar segir að leikritið sé óvægin sýn á heim fullorðinna og ungl- inga, en leikritið segir frá 6 eiturlyfjafíkn- um unglingum, og spurt hvort þeir sem Qalli um vandamál unglinga og langanir viti nokkuð hvað unglingar eru að hugsa í dag... Þekkja dópheiminn úr bíó Garðar hefur reyndar gert talsvert af því að skrifa leikrit en fyrsta tillaga hans hlaut ekki náð fyrir augum Hildar: „Mér fannst það hundleiðinlegt, það var um einhvern svona mömmustrák." Það var svo Hildur sem lagði til að þau skrifuðu „dópleikrit" eins og þau tegundargreina leikritið. Hild- ur bjó til persónurnar, skrifaði orðin og því næst tók Garðar við. Hann var ekki sáttur við að eiturlyljabölið og ffklarnir litu út fyrir að vera „kúl“ eins og þeir gerðu í frumdrögum verksins og kom meiri for- varnahyggju inn í leikritið, setti inn eintöl og bjó til söguþráð. Persónurnar eru 13- 16 ára eiturlyljafíklar, allar nema ein sem reynir hvað hún getur að fá hina ofan af vitleysunni - og gengur illa. Aðspurð hvort þeim finnist foreldrar hafa lítið vit á því hvað er að gerast í lífi unglinga, segjast þau bæði ná ágætu sam- bandi við sína foreldra en að þeir krakkar Hildur og Garðar leika eiturlyfjafíkla í leikritinu og hafa bæði mikinn áhuga á leiklist. Aðspurður um ástæður leiklistaráhugans sagðist Garðar sennilega vera athyglissjúkur, það væri gaman að fá að fara inní aðra persónu, vera á sviði „og svo er líka bara gaman að vera tiL“ sem prófi eiturlyf leyni þvf fyrir foreldrum sfnum. Þau vita hins vegar ekki til þess að eiturlyfjaneysla sé nokkurt vandamál hjá unglingum í þeirra eigin skólum. - Hafið þið þd einhverja innsýn inn í þennan eiturlyfjaheim? „Ja, aðallega úr bíómyndum,“ viður- kennir Garðar. „Við horfðum á Trainspott- ing til að fá þessa dóp-ímynd og Kids.“ - Hvers vegna langaði ykkur þú að skrifa um dóp en ekki eitthvað sem stendur ykkur nær? „Aðallega af því að það er búið að fjalla svo mikið um þetta...“ Garðar sískrifandi Þrátt fyrir að eiga aðeins 14 ár að baki hef- ur Garðar skrifað 5 leikrit og er að vinna í tveimur öðrum. Sískrifandi svo ungur að árum hlýtur að vekja grunsemdir um að hann sé af leiklistar- ellegar rithöfunda- fjölskyldu. Hann segir svo alls ekki vera. „Eg er eiginlega sá eini í ættinni sem er í einhverju svona.“ Og hann var heldur eng- inn bókaormur. „Eg hataði eiginlega bæk- ur þar til fyrir stuttu, ég les svolítið af leik- ritum núna,“ sagði Garðar og Hildur tók undir: „Oj bara, bækur suck.“ Fyrir utan að Iesa talsvert af Ieikritum segist Garðar fara mikið í leikhús, eigin- lega meira en í bíó. „Mér finnst skemmti- legra í leikhúsi," segir hann og finnst Búa saga besta leikritið sem hann hefur séð nýlega. „Mér fannst það ógeðslega skemmtilegt. Það hefur allt.“ Garðar deil- ir ekki leikhúsáhuganum með mörgum jafnöldrum sínum, segist yfirleitt fara með ömmu sinni. „Amma mín býður mér alltaf í Ieikhús, hún er yndisleg." Hildur fer hins vegar afar sjaldan í leikhús, finnst leiðin- legt að sitja á rassinum í tvo tíma í leikhúsi og þau þrátta í dálitla stund um það hvort það er eðlismunur á tveggja tíma setu í leikhúsi eða bíóhúsi. Sennilega vonast Hildur og Garðar þó bæði til að einhverjir séu svo vel bólstraðir á afturendanum að þeir hafi úthald til að fylgjast með sýning- um þeirra. Næsta sýning verður á fimmtu- daginn kl. 20. — LÓA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.