Dagur - 23.02.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 23.02.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 - 23 X^HT. LÍFIÐ í LANDINU VEÐUR FÓLKSINS Þj ófalottó í Hagkaup Þann 28. janúar sl. birti ég í DEGI grein sem fjallaði um þjófavarnarkerf- ið í Hagkaup. Tilefni greinar- innar voru ábendingar og kvartanir neyt- enda á Akureyri sem orðið höfðu fyrir opinberri niðurlægingu og skömm, vegna vinnubragða Hagkaupsmanna. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þjófavarnarkerfi Hagkaups var þannig útfært, að grandalaus- ir viðskiptavinir voru óafvitandi látnir vera þátttakendur í eins- konar lottói eða öllu heldur rúss- neskri rúllettu, þar sem tilviljun réði hver var úthrópaður sem mögulegur þjófur. Síðustu miss- eri hafa sennilega fleiri viðskipta- vinir Hagkaups verið niðurlægðir og úthrópaðir sem mögulegir þjófar, en vinningshafar í Lottó- inu. Slíkur Ieikur með æru við- skiptavinanna er óásættanlegur fyrir neytendur. Neytendur gera sér grein fyrir að þjófavarnarkerfi eru nauðsyn- leg hjálpartæki verslunareigenda, en neytendur eiga ekki að þurfa að sætta sig við að kerfin séu svo illa úr garði gerð, að fjöldi sak- Iausra viðskiptavina séu úthróp- aðir mögulegir þjófar. Kerfið í Hagkaup Forsvarsmenn Hagkaups tala um, að fyrirtækið þurfi að glíma við þjófnað starfs- og viðskiptamanna sinna, svo skipti tugum milljóna á hverju ári. Hagkaup setti upp þjófavarnarkerfi á Akureyri fyrir skömmu, þetta kerfi byggir eins og svo mörg önnur af sama tagi, á rafbylgjusendingum, þessar bylgj- ur fá svörun þegar þar til gerð merki sem fest eru við vöruna koma í nálægð móttökuloftneta. Allir kannast t.d. við stóru plast- merkin sem fest eru við fatnað og miðana sem eru Iímdir á geisla- diska, blöð og bækur. Neytendur sjá og vita um þessi merki, þeir geta fylgst með þegar þau eru tekin af eða gerð óvirk, en vandi verslananna er sá, að vinnan við að setja merkin á og taka þau síð- an af eða óvirkja, kostar peninga, og þá peninga vilja Hagkaups- menn spara. Kerfið sembrást Eitt þeirra sparnaðarráða sem Hagkaup greip til, var að hefja notkun svokallaðra örmerkja, ör- merki þessi eru svo lítil (einskon- ar Ieynimerki), að starfsfólk og viðskiptavinir verða þeirra ekki vör. Ormerkin eru t.d. sett í sokka og sokkabuxur, og ekki á að þurfa að eyða tíma í að með- höndla þau sérstaklega því öflugir bylgjusendar við kassafæriböndin eiga að óvirkja þau. En kerfið í Hagkaup hefur brugðist hrapa- lega, tilviljun réði nefnilega hvort merkin urðu óvirk eða ekki. Of- aná venjuleg mannleg mistök við að fjarlægja eða óvirkja stóru og sýnilegu merkin, bættist enn einn óvissuþátturinn, nefnilega óviss- an um það hvort virkt örmerki hefði komist framhjá kassa eða ekki. Spilað með æru viðsMptavinarins Til eru tvær leiðir til að finna virk merki, sú dýrari er að setja við hvern afgreiðslukassa, búnað sem lætur vita ef virkt merki fer fram- hjá, og þá getur afgreiðslumaður- inn leiðrétt mistökin samstundis og forðað viðskiptavininum frá óþægindum. „Odýrari“ leiðin er hinsvegar á kostnað æru viðskiptavinarins, þá sparar verslunin sér að setja upp aðvörunarkerfi við kassana, en Iætur þess í stað viðskiptavininn taka þátt í einskonar rússnesskri rúllettu sem felst í því að ganga í gegnum þjófaábendingarbúnað við útganginn, búnað sem fer hugsanlega í gang og hugsanlega ekld. Hagkaup notar báðar leiðir í verslunum sínum, sú ódýrari var notuð á Akureyri. Vilhjálmur Inyi Arnason skrifar Þmgmenn eiga að vera láglaimameim Fyrirhuguð kjarabarátta þingmanna er ekki tímabær vegna þess hvernig þeir skilja við lág- launaþegnana í lagaviðjum fá- tæktar. Laga- smíðar þing- manna eru svo neikvæðar brauð- stritsfólki að þeir verða að fylla flokk þessa fólks. Það væri hættulegt þjóðinni ef þingmenn fengju að hækka sig í launaflokki á meðan þeir virðast ætla að hundsa ákall þjóðarinnar um meira réttlæti í skattalagasetn- ingu. Þeir þurfa nauðsynlega að fá tilfinningu fyrir því hvernig jaðarskattar og tengingar ýmis- konar verka á launaseðlinum. Hvernig þeir sem leggja á sig mikla aukavinnu fá lítið út úr stritinu vegna þess að lög refsa fólki fyrir mikla vinnu. Oheppi- legar verkanir lagasetningar verða að þrengja að þeim sem setja Iög- in annars hafa þeir ekki tilfinn- ingu fyrir verkum sínum. Ef þing- menn fengju launhækkun ættu þeir svo mikinn afgang af launum til framfærslu þegar búið væri að taka af þeim skatta að þeir fengju enga tilfinningu fyrir ofurskött- um þeim sem þeir Ieggja á aðra. Vauhíflir nu’im Þeir embættismenn sem fengið hafa það hlutverk að huga að Iaunum þingmanna til hækkunar eru til þess vanhæfir vegna teng- inga sinna við Iaun þingmanna. Fái þingmenn hækkun fá þessir embættismenn hliðstæða hækk- un. I vanalegu dómsmáli væri slíkt flokkað sem vanhæfi vegna sameiginlegra hagsmuna aðila. Verkalýðsforingjar falla Iíka undir þetta vanhæfi vegna slíkra teng- inga við laun þingmanna og emb- ættismanna. Verkalýðsforingjar hafa ekki hátt um þessa tengingu vegna hættu á ótrúverðugleika þeirra gagnvart þeim sem þeir fara með umboð fyrir. Launamisréttið í þjóðfélaginu stafar af ýmiskonar slíkum dús- um í Iaunkerfinu sem komið hef- ir verið á til þess að slá skjaldborg um þá sem hafa náð sér með réttu eða röngu í sæti við eldinn þar sem hann brennur best og einkaefnahagsylurinn er mestur. Það sem stendur hér skrifað neðst í ofanrituðu getur flokkast sem spilling samkvæmt því sem sést í greiningu frétta um spill- ingu í öðrum hlutum heims. Líf- eyrismál þingmanna eru hluti af þessari misréttisspillingu og þögn verkalýðsforingjanna um þau skýrist í því sem undirritaður vís- ar til hér að ofan. Með sveinsbréf í lagasmíðum sem þjóðin hefir af- hent þingmönnum hafa þeir tryggt svo vel eftirlaunaár sín að þeir geta hundsað allar kröfur láglaunamanna og öryrkja til úr- bóta í þeim efnum. Lög um eftir- laun og Iífeyrísréttindi eiga að vera þau sömu hjá öllum þegnum þjóðfélagsins því Iög standa í raun til þess að svo sé ef ekki hafa verið gerð sérlög eins og fyr- ir þingmenn og embættismenn. Þess vegna er nauðsylegt að þing- menn séu Iáglaunamenn til að tryggja réttláta skiptingu ellilíf- eyris. Forréttindahópar Þeir hópar sem teljast hafa for- réttindi til góðrar afkomu í þjóð- félaginu eru þegar of fjölmennir miðað við þá sem sjá um stritið til viðhalds efnahagsafkomu þjóðar- innar. Þeir sem í þinginu sitja ættu heldur að sjá sóma sinn í því að vetja afkomu ríkissjóðs fyrir þessum afkomuhörkurum en reyna að komast í hóp þeirra. Þingmenn hafa þegar orðið sér til skammar með ofurlífeyrissjóði þeim sem þeir skömmtuðu sér með sérstakri lagasetningu sér til handa. Að bæta ofurlaunum á þá skömm er ekki til þess að auka veg Alþingis í augum þeirra sem standa undir alltof miklum kostn- aði nú þegar við þingið. Alþingi er eign þjóðarinnar en ekki forétt- indaklúbbur þeirra sem þar starfa í umboði kjósenda. Þingmenn eiga að haga sér samkvæmt því en ekki að vera með einkahagsmuna- pot í þingstörfum eins og sagan sýnir og kemur fram í hvatningu þingforseta til þingmanna um samstöðu í kjaramálum gegn mót- mælum Iáglaunastéttanna i land- inu. Hvatning þingforseta er ósmekkleg á sama tíma og mjög er þrengt að þeim sem verst eru settir í þjóðfélaginu með Iagasetn- ingum sem ganga gegn þessum þegnum. Halda mætti að með þeim lagasetningum séu þing- menn að rýmka til fyrir sjálfum sér í ríkisútgjöldum svo þeir geti fengið þessa hækkun. Brynjólfur Brynjólísson skrifar Veðrið í dag... Vaxandi suðaustanátt og snjókoma suunau- og vestanlands en bjartvlðri norðanlands og austan. Dregur smám samaii úr frosti. fflti 8 til 2 stig .í 0- C) mrr -15 ; 5^ -10 : 0- C) mm | ( - -5* 10 ; -,i i, , H -5 i -5' -o -io- , B ■ . ■- Blönduós Akureyri fCL. 1,1 1,1 !,■ ■ 15 5 LC1 -10 0 -5 -5- 0 j -10' Miö Flm Fös Mán Þri Miö Rm Fös Lau i . — JJ A— i í j í Egilsstaðir Bolungarvík Þri Mlö Fim Fös Uu Reykjavik Þri Miö Fim Fös v Kirkjubæjarklaustur SÍ \ í í CCL li^Trriív^ L.s| ,oí '10 í 5- 9 mm -5 ] 0- -o ; -5- ■ B ■ 11 ■ i ,\N \ Stykkishólmur CSL. Stórhöfði if.l ll Mán Þri Mlö Rm Fös 1 i ■ I I ll VEÐURSTOFA ? ÍSLANDS J\ u Veðurspárit Mán Þri Miö Fim Fös 22. 2.1999 Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi. Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst. Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði er táknaður með skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s. Þríhyrningur táknar 25 m/s. v Dæmi: » táknar norðvestanátt, 7.5 m/s. Færð á vegiun Allir helstu þjóðvegir landsins eru færir. Skafrenningur er á heiðum á Austurlandi og víða um land er iiokkur liálka. SEXTÍU OG SEX NORÐUR Glerárgötu 32 Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.