Dagur - 23.02.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 23.02.1999, Blaðsíða 4
20- ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 jyactwr BRÉF TIL KOLLU „Uppi á stórum kletti við ströndina á milli Trieste og Feneyja stendur ævintýralegur kastali, Miramar. Á hverju sumri í mörg ár ók ég þarna fram hjá með heila farma afíslenzku ferðafólki. Á sólheitum sumardögum bar hvíta kastalaveggina við bláan himininn. Ég sagði söguna af Maximilian og Karlottu." Prins í leit að konungdæmi Elsku Kolla. Hugsaðu þér, að heita Maximilian. Þvílíkt nafn. Hvað held- urðu, að hann hafi verið kallaður sem strákur? Maxi, komdu inn að borða. Eða kannski Milli! Maximilian var svo ólán- samur að vera fæddur tveimur árum á eftir bróður sínum, Franz Jósef. Franz Jósef fékk heilt heimsveldi í arf, og varð keisari bæði í Austurríki og Ungverjalandi og víðar. Maxi- milian varð að láta sér nægja metorð í hernum. Hafði ofan af fyrir sér með ferðalögum um Qarlæg lönd og álfur. Unni fögrum listum og þótti frjáls- lyndur í skoðunum. Tuttugu og fimm ára kvæntist hann Karlottu Amalíu Leopoldsdótt- ur, konungs af Belgíu. Ég veit ekki, Kolla, hvort þú hefur nokkru sinni farið um héruð við norðanvert Adríahaf. Uppi á stórum kletti við ströndina á milli Trieste og Feneyja stendur ævintýralegur kastali, Miramar. Á hverju sumri í mörg ár ók ég þarna fram hjá með heila farma af ís- lenzku ferðafólki. Á sólheitum sumardögum bar hvíta kast- alaveggina við bláan himininn. Ég sagði söguna af Maximilian og Karlottu. Mig grunaði ekki þá, að ég ætti eftir að feta í fót- spor þeirra alla leið til Mexíkó. Já, Kolla mín, Maximilian, glaumgosinn, sem fæddist tveimur árum of seint, varð síðar keisari í Mexíkó. Mig grunar, að Karlotta hafi verið eins konar lafði Macbeth. Ættgöfug, skapmikil, metnað- argjörn. Rak bónda sinn áfram, æsti upp í honum löng- un til valda. En hvar og hvern- ig? Hvar í heiminum fannst sú þjóð, sem vildi lyfta þeim á stall hinnar keisaralegu tign- ar? Maximilian var prins í leit að konimgdæmi. Tekinn upp í skuld Eins og þú veizt, Kolla, þá voru konungar og keisarar gömlu Evrópu allir hver undan öðrum. Maximilian var náfrændi Vikt- oríu Bretadrottningar. Karlotta var skyld Evgeníu, hinni spænsku, eiginkonu Napoleons þriðja, Frakkakonungs. Allar þessar þjóðir, Bretar, Frakkar og Spánverjar, höfðu lánað miklar fúlgur til nýja landsins vestan Atlantshafsins, La Nueva Espagna. Nú var komið að skulda- dögum. Bandamenn Evrópu voru ekki borg- unarmenn. Við samningaborðið ákváðu Bret- ar og Spánvetjar að draga kröfur sínar til baka. Frakkar fengu í sárabót að senda her inn í landið. Vildu treysta völd sín. Hinn ólánsami sonur Soffíu erkihertogaynju, móð- ur Franz Jósefs keisara af ætt Habsborgara, skyldi hreppa æðstu tign. Það má því segja, að Maximilian hafi verið tekinn upp í skuld. Og hvernig áttu nú þessi dekurbörn af úrkynjuðum ættstofnum evrópskrar yfir- stéttar að pluma sig í nýja landinu? Þau voru skjólstæðingar forréttindastéttarinnar. Forréttindastéttin átti líf sitt undir keisar- anum og hinum franska her. En í eigin aug- um var Maximilian fulltrúi allrar þjóðarinn- ar. Hann afneitaði raunveruleikanum. „Mexíkanar, þið hafið óskað eftir nærveru minni. Þið hafið kosið mig til æðstu met- orða. Frá deginum í dag hef ég líf ykkar í hendi mér.“ Þannig komst hann að orði í ávajrpi til þjóðarinnar. Níaximilian gerði allt til þess að koma sér í mjúkinn hjá þjóðinni. Hann var ekki bara keisari forréttindastéttarinnar, heldur allra Mexíkana. Hann klæddi sig að þeirra hætti, bar stóran hatt á höfðinu og ferðaðist um á hestbaki. Indíánarnir dýrkuðu Maximilian. í fyrsta skipti var hlustað á þá, tekið tillit til vilja þeirra. Þeir áttu meiri rétt til landsins en afkomendur innflytjenda. Réttur þeirra var byggður á vilja Guðs og þúsunda ára sögu. Maximilian skilaði aftur landi, sem hafði verið tekið eignarnámi. Karlotta var mjög gestrisin. Á mánudög- um hélt hún dansiböll. Þar var hún í essinu sínu. Oftar en ekki rufu skothvellir hátíða- höldin. Maximilian lét þau eins og vind um eyru þjóta. Hann lifði í ímyndaðri veröld. Trúði því, að öll þjóðin stæði að baki sér. En byltingin var hafin. Það styttist í endalokin. Úti er ævintýri Ollu er afmörkuð stund. Ævintýrið hafði staðið í þijú ár. Snemma árs 1867 ákvað Napoleon þriðji að kalla heim herdeild sína. Allt Iagðist á eitt. Almenningsálitið heima fyrir, eyðslusemi Maximilians og Karlottu, hótanir Prússa, hótanir Bandaríkjamanna. Maximilian var á báðum áttum. Átti hann að leggja upp laupana? Átti hann að snúa sér eitthvað annað? Karlotta sýndi hvað í henni bjó. Hún sýndi þann kjark, sem mann hennar skorti. Saga eigin ættar, saga allra konunga Evrópu, gaf bara eina vísbendingu - aldrei að gefast upp. Karlotta lagði land undir fót. Hún ætlaði að tala um fyrir Evgeníu frænku, sem skyldi tala um fyrir Napóleon frænda. Hún ætlaði að ná tali af páfanum í Róm. Hún skildi mann sinn eftir í Mexíkó, einan og varnar- lausan. Karlotta átti aldrei afturkvæmt. Henni tókst ekki að tala um fyrir Napóleon. Hún komst alla leið til Rómar. Páfinn veitti henni áheyrn, en það var of seint. Karlotta hafði misst vitið. Hún var flutt til heimabyggða í Belgíu. Hún lifði lengi. Hún lifði mann sinn, Maximilian, og mág sinn, Franz Jósef. Hún lifði Napóleon og Evgeníu, jafnvel Juarez, sem varð banamaður manns hennar, og næsti forseti Mexíkó. Saga mannkyns er eins og hafið. Ekkert fær rofið volduga hrynjandi þess. Það veltist áfram óháð vilja mannsins, stjórnlaust, ógnvekjandi. í öldurótinu þyrlast upp loft- bólur. Þær springa jafnóðum, feykjast út í vindinn. Maximilian og Karlotta voru eins konar loftbólur. Ruddust inn á sviðið, rufu framrás sögunnar, höfðu engan aðdraganda, áttu enga framtíð. Framandi, utangátta, litrík. Maximilian og Karlotta lifa áfram. Þau lifa í sögusögnum, leikritum og ljóðum. Afkára- legt ævintýri um prins í leit að konungdæmi er óþrjótandi yrkisefni. Enn eru menn ekki á eitt sáttir um endalok Habsborgaranna í Mexíkó. Var þetta of hátíðlegt, elskan? En ég er enn með hugann við Mexíkó. Jörundur hundadagakonungur er kannski loftbólan í sögu okkar þjóðar. Þín Bryndís IMENNINGAR LÍFIfl Lóa Aldísardóttir Vinnuskipta- sanrnmgur MM og Bjarts Míní-útgáfan Bjartur hefur sótt í sig veðrið á síðustu 2-3 árum, gaf út fjölda titla í flokki fagur- bókmennta fyrir jólin og á t.a.m. 3 af 5 bókum sem eru til- Snæbjörn Arngrímsson. nefndar til Menningarverð- launa DV. Fastur starfsmaður útgáfunnar hefur verið einn, Snæbjörn Arngrímsson útgef- andi, hönnuður, lagerstjóri, bíl- stjóri auk annarra hlutverka sem einyrki í bókaútgáfu þarf að taka að sér. En nú hefur hann tekið höndunt saman við risann á bókamarkaðnum, sjálfa Mál og menningu. Fyrir- tækin skrifuðu undir vinnu- skiptasamning fyrir skömmu. Samkvæmt samningnum tekur Mál og menning að sér dreif- ingu á bókum Bjarts en á móti mun Snæbjörn sjá um uppsetn- ingu og frágang fyrir prentun á einhverjum bókum útgáfuris- ans... Aukning hjá ListasaSiinu í fyrsta sinni í sögu Listasafns Islands (og gott ef ekki í sögu íslenskra listásafna yfirhöfuð) hefur safnið auglýst sjálft sig í sjónvarpi. Auglýsingaherferðin, sem Landssfminn kostar, hófst í sjónvarpinu fyrir rúmri viku. Aðsókn mun hafa aukist á síð- asta hálfa mánuði en starfs- maður safnsins vildi fara mjög varlega í að draga þá ályktun að máttur auglýsinganna væri svo mikill. Tvær nýjar sýningar voru settar upp á þessu tímabili og í samræmi við nýja stefnu safns- ins um að sinna ljósmyndun sem listgrein var önnur þeirra ljósmyndasýning. Hvort það eru sýningarnar sem draga svona að eða kynning auglýsinganna sem veldur aukningunni er að sjálf- sögðu ekki vitað. Netfang: loa@ff.is V_______________________________/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.