Dagur - 25.02.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 25.02.1999, Blaðsíða 3
 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Síðasti bókamarkaður aldarinnar Ákveðinn hópur grúskam eralltaf mætturum leið og hókamarkaðurinn er opnaður... Hinn árlegi risabókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefanda verður opnaður í dag í Perlunni á Oskjuhlíð og Frostagötu 3c á Akureyri (áður plastiðjan Bjarg). Perlumarkaðurinn er opinn í tíu daga eða til sunnudagsins 7. mars. A þessum tíu dögum selst meira af eldri bókum en alla hina þrjúhundruðfimmtíuog- fimm daga ársins. Það er þvf til mikils að vinna fyrir þessa nokkra tugi útgefenda sem koma bókalagerum sfnum fyrir á markaðnum. Þarna eru margar bækur á kostakjörum enda Yfir 20.000 titlar eru samankomnir í hawaí-stemmningu Periunnar. margir sem birgja sig upp af bókum fyrir komandi afmælis- og jólagjafir á markaðnum. Yngstu bækurnar eru frá árínu 1996 en elstu bækurnar verða sennilega frá því á 17. og 18. öld og verða þær í horni Braga Kristjónssonar fornbókasala. Gnóttarborð spennusagna Utsendarar blaðsins skruppu upp í suðræna stemmninguna í Perlunni, þar sem vertíðarfílingur var í starfsfólki, menn stöfluðu af miklum móð en sáust þó öðru hveiju gleyma sér, stóðu upp á endann niður- sokknir í einhverja bókina. A markaðn- um er álíka mikið af titlum og síðari ár og sömu efnis- flokkar, m.a. myndabækur, handbækur, hesta- bækur, ættfræði- bækur, matreiðslu- bækur o.s.fn'. Spennusagnaborð- ið var þó nokkra metra á lengd og kemur kannski dá- lítið á óvart í ljósi þess hversu vel þýddar erlendar spennusögur seljast fyrir hver jól. En þarna var gnóttar- borð spennu- og af- þreyingarsagna, Ijöldinn allur af FoIIett, MacLean (og alltaðþví nafna hans Alistair Mac- Neill), Francis, Auður Rán og Cunning, Mary Higgins Clark og fleiri og fleiri afþreyingarhöf- unda. Megnið af afþreyingarsög- unum voru af nýrri kantinum en á öðru borði var þó smekklega komið fyrir ýmis hefti af Sönn- um sögum, Tígulgosanum, tíma- ritinu EVA og fleiri slíkum sjoppublöðum. Ljóðabækur vinsælar Eldri ljóðabækur og þjóðlegur fróðleikur seljast iðulega mjög vel á bókamörkuðum að sögn Onnu framkvæmdastjóra. Gífur- Iegur frjöldi íslendinga hefur sjálfur gefið út ljóðabækur sínar á eigin kostnað og alltaf kemur einhver hluti af þeim til að setja lagerinn sinn í umboðssölu á bókamarkaðinn. Flestar ljóðabókanna eru þó sígildar og eftir þekkta höfunda en inn á milli finnast nöfn sem ekki hljóma verulega kunnug- Helga Soffía tóku þátt í lokahnykknum við að raða bókum áður en milliveggirnir I Periunni voru opnaðir almennum bókalesendum í dag. lega. Þarna var t.d. að finna bækur eftir Helga Valtýsson og heitir A hverfanda hveli og ein- hvern veginn kom efni Ijóðsins Þessi skáldsaga heitir því skáldlega nafni: Leið- beiningar fyrir konur um framhjáhald og er nú ekki verðlögð hátt, eða 298 kr. „Bók um nú- tímakonur sem njóta frelsis tii að elska og frelsis til að þjást." íslands æska á fyrstu opnu ekki mjög á óvart: „I dag kallar ætt- jörðin á / og sjá einnig mig og þig / vér erum hjartabörn henn- ar / sem hún vill að elski sig.“ Bamabækur Bamabækur seljast iðu- lega einna best á bóka- mörkuðum FIB en afar mikið er um að fólk birgji sig upp af barna- bókum á Bókamarkaðn- um enda hægt að fá þar prýðisgóðar bækur í gjaf- ir fyrir lítið verð. Þá er einnig algengt að leik- skólar, skólar og bóka- söfn nýti sér þennan markað til að endurnýja safnkostinn, segir Anna. En alveg út í enda, þar sem maður getur staðið í friði fyrir þeim sem eru gramsa í barnabókunum, að ljóðabókunum og þjóðlega fróð- leiknum eru bækur sem saman- legt ættu, eftir titlunum að dæma, að geta veitt þér ansi mikla visku um lífið hinum meg- in grafar. Og reyndar einnig því hvernig hægt er lifa lífinu Rétt hérna megin líka því þar voru saman komnar bækur um yoga heimspeki, sálræna heilun, hafayoga heilsufræði, gnaniyoga leið til vitsmuna, raya yoga leið hugræktar o.sfn'. Og vilji menn nú enda þessa andans hugrækt með allsherjar úttekt á heimin- um í dag væri hægt að Ijúka lestrinum á Hnykknum 1999 - síðasta áratugi mannkyns. Ef svo fer fram sem þessi indverski rithöfundur spáir þá verður þetta ekki bara síðasti bóka- markaður aldarinnar heldur og Síðasti Bókamarkaðurinn með stórum staf og föstum greini. Þessi indverski heimsendaspá- maður heitir Narendra og er raf- magnsverkfræðingur að mennt. Utgefandi er ekkert að fara eins og köttur í kringum heitan graut: „Eigi skal dregin dul á að hér verður borin fram heim- sendisspá. Sumt fólk myndi þá sjálfsagt ekki kæra sig um að Iesa lengra. Alþekkt er að öfga- goggar og svikahrappar ógna fólki með heimsendi og dóms- degi. En svo er þeim ósköpum jafnan frestað...“ Ekki er ólíklegt að herra Narendra hafi neyðst til að fresta sínum heimsendaó- sköpum... — lóa Nokkru áður en Mjólkursamsalan sá hversu tilvaldar mjólkurfernur voru til að kynna orðsins list tók Jónas Guð- mundsson blaðamaður sig til og gaf útpistlasafn I geymsluþolnum mjólkurfernuumbúðum. Söfnuður í stormi og logni Friðurríkirnúíís- lenska söfnuðinum í Noregi. Eftir miklar róstur, storm og hallarbyltingu í íslenska söfnuð- inum Noregi á síðasta ári er nú logn komið á í safnaðarstarfinu. Söfnuðurinn fékk prestinn sem hann vildi, Sigrúnu Oskarsdótt- ur, gegn vilja þáverandi for- manns safnaðarstjórnar, Þór- halls Guðmundssonar og Olafs Skúlasonar biskups sem neitaði að setja Sigrúnu inn í embætti. Sunnudaginn 7. febrúar síð- astliðinn messaði séra Sigrún í Amerísku kirkjunni f Osló. Kirkjusókn var góð sem og ræða prestsins. Islenski kórinn sá um að leiða kirkjugesti í sálmasöng. Hápunktur athafnarinnar var þegar Valur Björn Eiríksson og Helga Rut Einarsdóttir báru lít- inn dreng sinn til skírnar. Móðir Helgu Rutar, Bára Bjarnadóttir, hélt dóttursyni sínum undir skírn. Sveinnin, sem hlaut nafn- ið Einar Ymir, tók hraustlega á móti vatnsaustrinum. Þegar að skírninni kom kallaði séra Sigrún á öll börn sem mætt voru til messunnar og bauð þeim að koma að skírnarfontin- um og fylgjast með athöfninni. Að skfrninni lokinni var börnun- um boðið til sunnudagaskóla. Eftir messu bauð „kvenfélagið“ upp á kaffi og vöflur með sýrð- um rjóma. Undirritaður kann betur að meta hefðbundnar ís- lenskar vöflur með rabbabara- sultu og þeyttum rjóma. - GÞÖ Sigrún Úskarsdóttir skírir Einar Ými. Bára Bjarnadóttir, amma Einars heldur á honum undir skírn. Móðirin Helga Rut Einarsdóttir og systur hennar.Thelma Björk og Þórhildur, ásamt föður Einars, Vali Birni Eiríks- syni fylgjast með afathygli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.