Dagur - 25.02.1999, Qupperneq 4

Dagur - 25.02.1999, Qupperneq 4
20-FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 LÍFIÐ í LANDINU L Landið þarf fleiri bandamenn Þriðja aflið verður að koma til sögunar í náttúrunni. Fólk sem skynjar að búseta ís- lensku þjóðarinnar er aðeins tímabundin án- ing á Islandi og þjóðin er hvorki herra lands né sjávar. Landið lifir löngu eftir að þjóðin deyr en hægt er bæði að drepa það og myrða. Ellefu alda dvöl Islendinga er stutt skeið í ævi landsins þó röskun á högum nátt- úrunnar hafi orðið meiri en á öðrum og lengri æviskeiðum. Landið þarf fleiri bandamenn sem vilja hlúa að bæði lífi og landi og eiga ekki ann- arra hagsmuna að gæta í náttúrunni. Taka höndum saman við hópa sem stunda land- vernd og skógrækt og Iáta sér annt um dýr merkurinnar. Fólk sem vill ganga landinu á hönd og gjalda því ellefu alda fósturlaun um síðir án frekari skuldbindinga eða endur- gjalds. Veiðimenn vilja hagnast á hvaiveiðum og sirkusmenn vilja hagnast á hvalaskoðun. Báðir hópar gæfu skít í hvalinn efhann gæfi ekkert í aðra hönd. Náttúran þarf á bandamönn- um að halda Frá landnámi og reyndar löngu fyrir tíma norska landnámsins hafa menn tek- ist á um landið og miðin. Tekist á um hin byggðu ból og öræfin. Um náttúruna. Atökin um náttúru landsins eru þó fyrst og fremst á milli þeirra hópa sem vilja hagn- ast á náttúrunni. Annað hvort með því að raska henni eða raska henni ekki. Náttúran sjálf skiptir engu máli í því sambandi. Stofnar grágæsa og skotveiðimaima Gott dæmi um átök af þessu tagi sá dagsljós- ið um síðustu helgi þegar skotveiðimenn ótt- uðust að virkjanir á hálendinu gengju af grá- gæsinni dauðri áður en þeir næðu að skjóta hana sjálfir. Skytturnar voru uggandi um sinn hag frekar en hag grágæsarinnar og hending ein réði því að hagur þessara tveggja stofna fór að hluta til saman þennan sunnudag. Skotveiðimenn gæfu dauðann og djöfulinn í grágæsirja ef þeir veiddu hana ekki sjálfir. Svo einfalt er það nú. Annað dæmi af sama toga er lífshlaup hvala. Veiðimenn vilja hagnast á hvalveiðum og sirkusmenn vilja hagnast á hvalaskoðun. Báðir hópar gæfu skít í hvaiinn ef hann gæfi ekkert í aðra hönd. Lifandi eða dauður. A meðan hinir ýmsu hópar vilja ganga á nátt- úruna eftir þörfum sínum eru aðrir hópar sem vilja vernda hana til að geta sýnt ferða- mönnum fyrir peninga. Svona má áfram stikla á stóru og telja átakasvæðin í náttúr- unni á meðan fingur og tær endast. Náttúr- an verður bitbein hagsmunaseggja á meðan í henni leynist krónuvon. £r náttúran athvarf eða atvinnugrein? Að öðru Ieyti líta borgarbúar ekki á náttúr- una sem atvinnugrein og láta sér nægja að dreyma um hana á milli stopulla heimsókna í hennar skaut. Komast næst náttúrunni með því að halda heimilisdýr og rækta kart- öflur. I þéttu býli eru líka fegurstu aldin- garðar landsins bæði fyrir alþýðu manna að njóta og til einkalífs við heimahús. Borgar- búar meta ekki náttúruna til fjár þó borga verði á báða bóga þegar þeir hverfa á hennar vit. Og eru þær greiðslur þó aðeins byrjunin á því sem koma skal ef marka má nýjustu óskir hagsmunaseggja í fréttum. Allt annað viðhorf er til náttúrunnar í sveitum landsins og sveitamenn hafa löng- um Iitið á náttúruna sem auðlind sína og at- vinnuveg. Hafa öldum saman látið greipar sópa um skóga hennar og graslendi. Upp- sveitir og hálendi. Ar, vötn og dýraríki. Eftir stendur sviðin jörð og fokin börð. Auðn. Dýr sveitanna eru metin eftir framlagi þeirra til vinnu en í þéttbýli eru dýrin fyrst og fremst félagar íbúanna og búa við gagnkvæma ánægju. Félagsskapur sem seint verður met- inn til fjár. UMBUÐA- LAUST skrifar .Dafjwr BÆKIIR Fjölbreyttur Breiöfirðingur Breiðfirðingur, sem er elsta átthagatímarit Iandins, er kominn út í 56. sinn. Óvenju- margir höfundar lögðu til efni í þetta sinn. Meðal þeirra er Magnús Gestsson, sem skrif- ar um kirkjugarða í Sælings- dalstungu, Asgeir Bjarnason, síðasti þingmaður Dala- manna, skrifar um fyrsta þingmann Dalamanna, Þor- vald Sívertsen í Hrappsey. Friðjón Þórðarson skrifar um fyrirhugaðar framkvæmdir á Eiríksstöðum í Haukadal og gerð er grein fyrir fornleifa- uppgreftri þar. Ævar Petersen fuglafræðingur skrifar um fuglah'f í Stagley, sem er af- skekktust Breiðafjarðareyja og Bergsveinn Breiðljörð Gísla- son skrifar um Oddbjarnar- sker. Margt er fleira af forvitni- legu efni í ritinu, getið er tveggja kvenna sem náð hafa 100 ára aldri, frásagnir eru af jólahaldi, uppvexti í heiðakoti, ferðalögum á sjó og landi, flyðrulegu, huldufólki, göngu- Ieiðum undir Jökli, og ýmis kveðskapur er birtur. Rit- stjórar eru þeir Árni Björns- son Einar G. Pét breiðfjrðingur A forsíðu ritsins er mynd afBreiðfirðingnum Leifi heppa eftir Nínu Sæ- rnundsson. fyrstu 5 5 árgangana. Er skránni skipt í þrennt. Fyrst er aðalskrá, þar sem greinar eru skráðar á höf- unda allt frá upphafi útgáf- unnar. Atriðaorðaskrá vísar í númer í árgöngum og höf- undatal, þar sem gerð er grein fyrir höfundum. Bára Stef- ánsdóttir og Einar G. Péturs- son tóku skrána saman. SMLningsleysi í skólanum „Heilsdagsskólinn", sem margir vilja hreint alls ekki kalla heils- dagsskóla, er magnað fyrirbæri sem alls staðar hefur orðið út- undan nú á tímum einsetningar grunnskóla. Sveitarfélögin dæla tugum og jafnvel hundruðum milljóna króna í steypu, steypu- járn og þakefni og keppast við að byggja risastórar stofnanir til að koma krökkunum öllum í skól- ann fyrir allar aldir á morgnana og láta byggingarnar síðan standa tómar frá því skömmu eftir há- degi og fram á morgundag. Svipað og í leikskólum I einsetnum skólum borga foreldrar morðfjár fyrir heilsdagsskólann (sem er þó enginn skóli heldur bara gæsla eins og staðan er í dag) eftir að hefðbundn- um skóladegi Iýkur. Þarna eru miklir Qármunir sem sveitarfélögin nota til að setja börnin í „geymslú' af því að for- eldrarnir hafa aðeins um tvennt að velja, „geymsluna" eða að annað þeirra hætti að vinna. Reykvískir foreldrar greiða 8.500 króna há- marksgjald fyrir barn sem er fullan tíma í heilsdagsskólanum á hverjum degi, auk þessa um 2.730 krónur fyrir máltíðir. Samtals gerir þetta ríflega 11.000 krónur á mánuði fyrir eitt barn. Þetta er svipuð upphæð og foreldrar greiða fyrir að hafa barn á Ieikskóla. I Reykjavík greiða foreldrar í sambúð 11.000 krónur fyrir fjögurra tíma vistun með mat fyrir barn í Ieikskóla. I leik- skólanum nýtur barnið oftast leiðsagnar leikskólakennara. I heilsdagsskólanum heyrir til undantekninga ef uppeldis- menntaðir starfsmenn sjá um börnin og sjaldan verður maður var við að skólayf- irvöld hlynni að eða stuðli að uppbygg- ingu innra starfsins. Þau þjappa börn- unum yfirleitt inn eins og mögulegt er og meta þetta starf yfirleitt ekki að verð- leikum. n/IENNIIVGAR VAKTIN U ~ 1_aJ Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar Við foreldrar greiðum dýrum dómum fyrir heilsdagsskól- ann og þess vegna eigum við að gera kröfur. Við viljum upp- byggilegt og öfl- ugt starfinn í heilsdagsskól- ana. Textinn á ekkert sérstak- lega við um krakkana eða skólann á mynd- inni. íþróttir eru íínar en... Starfsmenn heilsdagsskólans vilja yfir- leitt vel og gera vissulega sitt besta en áhugann og viljann skortir algjörlega hjá yfirstjórninni. I sveitarstjórnarkosning- unum fyrir ári voru frambjóðendur í sveitarfélagi í nágrenni Reykjavíkur spurðir um það hvernig þeir vildu stuðla að innra starfí í heilsdagsskólanum. I svörum þeirra kom fram að fæstir þeirra vissu hvað heilsdagsskólinn fól í sér fyrir Ijölskyldur og börn og það þó að þrír frambjóðenda af sjö væru skólamenn. Það átti bara að senda börnin í íþróttir. Iþróttir eru fínar en þær koma ekki að fullu í staðinn fyrir öflugt innra starf í heilsdagsskólanum. Þess vegna segi ég: við foreldrar greiðum dýrum dómum íyrir heilsdagsskólann og þ^ss vegna eig- um við að gera kröfur. Við viljum upp- byggilegt og öflugt starf inn í heilsdags- skólana. ghs@ff.is

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.