Dagur - 25.02.1999, Page 7

Dagur - 25.02.1999, Page 7
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999 - 23 Tkgttr. LÍFIÐ t LANDINU VEÐUR L Þegar Dagur fékk að kynnast nýrri Opel Vectru á dögunum voru þessir höfðingjar meðal þess sem fyrir augu bar. Næst á myndinni er „Læknisbíllinn," fyrsti bíiiinn sem segja má að hafi slegið ígegn frá Opel, en framleiðsla á honum hófst árið 1909. - mynd: ohr Opel aldargamaU BÍLAR íárern liðin eitt hundrað ársíðan fyrsti Opel bíllinn varfram- leiddur. Olgeir Helgi Ragnarsson skrifar í tilefni af því verður töluvert um dýrðir hjá Opel. Þessa dag- ana býður innflytjandinn, Bíl- heimar, Opel Vectra á sérstöku afmælistilboði í tilefni tímamótanna. Adam Opel, stofnandi fyrirtækisins, lagði grunninn að fyTÍrtækinu þegar hann smíðaði fyrstu handsmíðuðu saumavélina árið 1862. Arið 1886 bættust reiðhjól við framleiðsluna og árið 1899 framleiddi hann sinn fyrsta bíl sem hét því stutta og laggóða nafní: „Opel Patent- Motorwagen, System Lutzmann." I byrjun framleiddi Opel bíla samkvæmt leyfi frá Darracq í Frakklandi, en framleiddi fyrsta bílinn undir eigin merki árið 1902. Fram á dag- inn í dag hefur Opel framleitt um 50 milljónir bíla og farartækja. Árið 1997 voru Opel bílar, ásamt systurbílun- um Vauxhall í Bretlandi (sömu bílarnir undir öðru merki) leiðandi á bílamarkaði í V-Evrópu sjötta árið í röð með ríflega eina og hálfa milljón nýskráðra bíla. Fyrsti bíllinn sem segja má að hafi slegið í gegn frá Opel var framleiddur árið 1909 með „Læknisbílnum." Þetta var bíll sem kostaði helmingi minna en Iúxusbilarnir frá keppinaut- unum og gaf því fleirum kost á að eignast bíla. Árið 1914 var Opel orðinn stærsti bílaframleið- andi í Þýskalandi. Seint á þriðja áratugnum varð Opel frum- kvöðull í rannsóknum og smíði bíla knúnum eld- flaugum. Fritz, einn sona Adam Opel, setti hraðamet, 238 km hraða, á slíkum bílum á þess- um tíma og gekk undir nafninu „Eldflaugar Fritz“ eftir það. Stuttu síðar var sett annað hraðamet á Opel bíl, 254 km á klukkustund. Þessum tilraunum var hætt árið 1929, sama ár og General Motors Corporation yfirtóku Adam Opel. Vöxtur fyrirtækisins var stöðugur. Árið 1936 var Opel orðinn stærsti bílaframleiðandi Evrópu og árið 1940, skömmu áður en Nasistastjórnin í Þýskalandi stöðvaði framleiðslu fólksbíla, rann milljónasti Opelinn út af færibandinu. Verk- smiðjurnar í Rússelsheim voru nær eyðilagðar í styrjöldinni og eftir stríðið var framleiðsíulína Opel Kadett send til Rússlands sem stríðsskaða- bætur. Fyrirtækið einbeitti sér í fyrstu að fram- Ieiðslu vörubíla en fljótlega hóf það aftur fram- leiðslu fólksbíla. Fyrirtækið hefur notið virðingar og trausts, enda hefur salan á Opel bílum í Evr- ópu endurspeglað það. I mars árið 1993 tók fyrirtækið Bílheimar ehf., dótturfyrirtæki Ingvars Helgasonar hf., við umboði fyrir Opel á Islandi af Jötni, dótturfyrir- tæki Sambands íslenskra samvinnufélaga. Vöxt- ur Opel hefur verið töluverður á íslenskum bíla- markaði eftir eigendaskiptin. Nú framleiðir Opel Corsa, Tigra, Astra, Vectra og Omega í fólksbíla- flokki. Fyrirtækið framleiðir einnig rúmgóðan Ijölnotabíl, Sintra, sem að vísu hefur, því miður, ekki sést hérlendis þar sem bíllinn er í háum verðflokki. Þá framleiðir Opel Frontera jeppana. Nýlega kynnti Opel nýjan fjölnotabíl, Zafira, sjö manna bíl með niðurfellanlegum sætum sem væntanlegur er til landsins með haustinu. Hann ber aldurinn vel þessi hundrað ára gamli Opel, en þetta er fyrsti bíllinn sem Opel framleiddi. Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: oIgeirheIgi@islandia.is Veðrið í dag... Suðlæg átt, kaldi eða stinningskaldi og víða rigning framan af degi, einkum þó sunnanlands. Snýst í suðvestan stinningskalda með slydduéljum og síðar éljum vestanlands, á norðanverðum Vestfjörðum gengur í norðaustanátt með snjókomu og kólnandi veðri þegar líður á daginn. Norðan- og norðaustanlands verður úrkomulítið þegar frá liður, en hætt við norðvestan stinningskalda um tíma síðdegis. mti -1 til 7 stig Blönduós Akureyri CSL. . i ■'J 10 5 •5 1 0- Mið Ftm Fös Mán Þri Miö Fim Fös Mán Þrl \r ] J y •'S ssf f í \ \/ J ; r ‘ ^ Egilsstaðir Bolungarvík fC) mrr r ,5 .oj C) mrr -15 -1 -i" 1 -V V* r -5 0- -0 -5' B B , B B , B... m ■a .r.B-.K B b -5 -o Mlð Rm Fös Miö Fim Fös \j j jy j \—"^ ^ v / / Mán Þri Reykjavík /VV7 i Kirkjubæjarklaustur CSL Mili, C9 I I 8 Bj ■,i í,í i, V JJJ \ Stykkishólmur w// v-/i' nCSL Miö Fim Fös Lau Miö Fim Fö* Lau v jy y j *'■• ■ Stórhöfði /PJ---------—--------- Mán Þri I 1,1 I I ■ I Flm Fös Mán Þri rí / -s . • • • • v w j y Veðurspárit 24.2.1999 \j j j j *-• • VEÐURSTOFA r ÍSLAHDS Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir mi> nætti og hádegi. Súlurit: Úrkoma, uppsöfnu> i 12 klst. Vindörvar: Vindur blæs inn a> punkti. Vindhra> i er tákna> ur me> skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s. fi ríhyrningur táknar 25 m/s. k Dæmi: • táknar nor> vestanátt, 7.5 m/s. Færð á vegiun í gærkvöld var flughálka í nágrenni Patreksfjarðar. Skafremiingin á Kleifarheiði og Hálfdán. Ágæt vetrarfærð var á helstu þjóðvegum, en víða voru hálkublettir og hálka á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. SEXTÍU OG SEX NORÐUR Glerórgötu 32 Akureyri

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.