Dagur - 27.02.1999, Page 7

Dagur - 27.02.1999, Page 7
+ XWkt- MINNINGARGREINAR L. LAUGARDAGUR 2 7. FEBRÚAR 1999 - VII Olafnr Þorsteinn Stefánsson Ólafur Þorsteinn Stefánsson var fæddur að Sauðanesi á Langanesi, Norður-Þingeyjar- sýslu 30. janúar 1917. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Stefán Tóm- asson f. 4.3. 1891, d. 19.2. 1969 bóndi á Arnarstöðum í Núpasveit og Oktavía Stefanía Ólafsdóttir, f. 30.9. 1891, d. 4.1. 1934. Ólafur var næstelst- ur ellefu systldna, en þau eru: Gunnþórunn Inibjörg Ragn- heiður f. 1915, látin, Valgerður Ólafs, f. 1919, látin, Þóra Steinunn, f. 1920, Þórunn Em- elía f. 1922, Petra Guðrún f. 1922, Halldór Gunnar f. 1923, Jón Gunnlaugur f. 1925, Hall- dór Ólafs, f. 1927, Ingibjörg Sigríður f. 1929 og Bragi f. 1931. Hálfsystir Ólafs er Oktavía Erla f. 1938. Móðir hennar og stjúpmóðir Ólafs er Sigríður Björnsdóttir. Arið 1946 giftist Ólafur Kristínu Gunnlaugsdóttur Oddsen frá Möðrudal f. 22.12. 1922 en hún Iést í september síðastliðnum. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Gunnlaugs- son Oddsen og Guðbjörg Árna- dóttir frá Heiðarseli í Hróars- tungu en stjúpforeldrar hennar voru Jón A. Stefánsson og Þór- unn Vilhjálmsdóttir Oddsen í Möðrudal. Fyrsu sex sambýlis- ár sín bjuggu Ólafur og Kristín í Möðrudal en árið 1951 hófu þau búskap á Víðihóli á Fjöll- um þar sem þau bjuggu til árs- ins 1965 er þau fluttu til Akur- eyrar. Þar bjó Ólafur og starf- aði til ársins 1989 þegar þau hjónin fluttu í fyrstu íbúðir aldraðra á Egilsstöðum. A Eg- ilsstöðum bjó Ólafur til ævi- loka. Börn Ólafs og Kristínar eru: 1) Þórunn Guðlaug, skrif- stofumaður á Egilsstöðum. 2) Gunnlaugur Oddsen bóndi á Hallgilsstöðum í Þistilfirði. 3) Oktavía Halldóra, forstöðu- maður á Egilsstöðum. 4) Mar- grét Pála, leikskólastjóri í Hafnarfirði. 5) Stefán Sigurð- ur, sjúkraþjálfari á Akureyri. Fyrir hjónaband átti Ólafur tvö börn með Helgu Pálsdóttur. Þau eru: Jónína Gunnlaug bú- sett í Reykjavík og Kristján sem er látinn. Barnabörn Ólafs eru þegar orðin fjórtán og barna- barnabörnin þrettán að tölu. Ólafur varð búfræðingur frá Hvanneyri árið 1938 og bóndi þar til hann fluttist til Akureyr- ar. Þar starfaði hann lengst af hjá Verksmiðjum Sambandsins auk ýmissa annarra starfa. Hann var virkur í félagsstarfi og kórum þar sem hann bjó og sat í ýmsum nefndum fyrir Fjallahrepp og var formaður sóknarnefndar auk þess að vera lengi formaður Ung- mennafélagsins á staðnum. A Akureyri var Ólafur stofiifélagi og í stjórn Geðverndarfélags Akureyrar og var þar heiðursfé- lagi ásamt konu sinni. Hann var formaður félags eldri borg- ara á Fljótsdalshéraði í fjögur ár. Útför Ólafs hefur farið fram frá Egilsstaðakirkju. Hjónamiiming Ólafux Stefánsson og Kristín Gunnlaugsdóttir. Öllu er afmörkuð stund og sér- hver hlutur undir himninum hef- ur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma. (Pd 3.1,2) Þegar við hjónin fórum að jarðaför Kristínar Gunnlaugs- dóttur á liðnum haustdögum, datt okkur ekki í hug að svo stutt yrði á milli þeirra hjóna. En öllu er markaður tími. Það er ekki ætlunin hér að rekja æviferil þessara ágætu hjóna, það gera aðrir betur, held- ur að kveðja og þakka fyrir góða kynningu og samveru nokkurra ára. Okkar kynni hófust með sam- búð barna okkar Stefáns og Hrafnhildar. Þar hafa barnabörn- in komið sterkt inn, þau skapa sameiginlegar gleðistundir og eru uppspretta auðs. Við höfum í mörg ár átt því Iáni að fagna að vera saman á Fjöll- um, ásamt börnum okkar og barnabörnum, eina helgi á ári við veiðar og útiveru og höfum við þar notið þess að fræðast og upp- lifa að nokkru búskaparsögu þessara síðustu ábúenda á Víði- hóli. Þegar komið er í þetta um- hverfi sem Fjöllin eru fer ekki hjá því að um hugann fari blendnar hugsanir, hugsanir um þá baráttu sem íbúar þessa svæðis hafa háð á þeim tíma er ekki var til far- sími, snjósleði eða önnur öryggis- tæki nútímans. Þegar verið er í þessari víðáttu á sumardegi kallar það fram vellíðan og það að mega njóta víðáttunnar og frelsisins sem lengst. Stunda silungsveiðar í vötnum til skemmtunar, ekki af þörf til matar. Þó lá sú hugsun undir að ekki hafi alltaf verið áhyggjuleysi í búskap Víðihóls- bænda er vetur settist að. Ólafur ræddi oft um, sem sjálfsagðan hlut, að hann hefði farið gang- andi um langan veg í þessari óra- vídd, í misjöfnum veðrum að vetri til. Slíkar stundir og ijarvera Ólafs af bæ hljóta að hafa verið Kristínu erfiðar og sett mark sitt á hana. Þeim sem hafa alið stóran hluta af ævi sinni í þéttbýli, við upplýstar götur, þar sem birtan er stöðug, þar sem stjörnur himins- ins sjást ekki, er ekki Ijós sú feg- urð sem allt umhverfi á Fjöllum skapar á góðum síðsumars- og vetrarkvöldum. En kyrrðin er ekki alltaf ráð- andi. Það tekur á þann sem bíð- ur heima með börn sín, að hlus- ta á storma og hríð í svartasta skammdegi, vitandi það eitt að úti í víðáttunni sé bóndinn á leið heim, treystandi á eigin mátt og glöggskyggni. Við nútímafólk sem mælum vegalengdir í fj'arlægð milli húsa gerum okkur ekki ljósa þá áreynslu sem bið eftir ást\ini, hefur á þann sem heima situr, vitandi af víðáttu fjallanna í kring og hve lítið frávik frá réttri stefnu má muna til að rata heim í mis- jöfnu veðri. Slíkt reynir á þrek manna bæði þess sem úti er og hins sem bíð- ur. Er það tilviljun hvern þú hitt- ir á ferð um „Fjöllin". Það er eitt- hvað sem vonandi seint verður svarað. Hitt er ljóst að við hjónin værum fátækari hefðum við ekki kynnst þessum sæmdarhjónum. Þau voru ólík að eðlisfari, hann maður náttúrunnar, víðáttunnar, barn náttúrunnar, hún vildi ör- yggið, nálægð við samferða- mennina, börn og barnabörn, og þörf hennar á „hvað get eg gert fyrir þig“. En þau áttu heila sam- leið, farsæld á ferðalagi. Hér verður ekki rakinn starfs- ferill þeirra hjóna. Öll gerum við eitthvað, verk okkar metin mis- jafnlega. Það sem stendur þó eft- ir í minningu þeirra eru þeir þættir sem höfða til mannlegra samskipta, eiginleikinn tii að láta mönnum líða vel í návist sinni, hafa eitthvað að gefa, miðla af- komendum af reynslu sinni, hafa mann að geyma. Við hjónin þökkum allar góðar stundir á liðnum árum á Fjöllum. Oft kemur kveðjustundin óvænt, en er það ekki eitt af því sem Fjöllin kalla fram, margbreyti- leika ljóss og skugga, stillu og storma, það óvænta. Lokaorð okkar í þessum fátæk- legu kveðjuorðum verða orð Steins Steinars. „Mold Þú milda, trygglynda móðir. Þú, sem breiðir faðm þinn móti ferðlúnu bami þinu, þú, sem leggur hönd þina hlýja og mjúka á höfuð þreyttra og sjúkra og veitir þeim frið og hvild ífriðsælu skauti þínu." Við sendum aðstandendum öll- um, okkar bestu samúðarkveðjur. Ævarr og Freydís Sigurður V. Jónsson Sigurður V. Jónsson fæddist á Húsavík 25. ágúst 1927. Hann lést að kvöldi jóladags 1998. Sigurður var sonur Ólafar Valdimarsdóttur, en ungur var hann tekinn í fóstur af Guð- nýju Helgadóttur og Jóni FIó- ventssyni í Haganesi á Húsavík og ólu þau hann upp að átta ára aldri, en síðan ólst hann upp hjá Sigríði Pálínu Jóns- dóttur, f. 24.3. 1913, d. 20.1. 1993 og Haraldi Sigurgeirs- syni, f. 6.10. 1015. Arið 1949 kvæntist Sigurður Maríu S. Sigurðardóttur, s. 3.11. 1931, d. 19.7. 1994 og varð þeim fjögurra barna auð- ið. Þau eru: 1) Haraldur Páll, f. 22.12. 1949. 2) Hulda S., f. 30.9. 1952, makijón Friðjóns- son. 3) Inga Rut, f. 20.2. 1958, maki Böðvar Bjarki Pétursson, börn þeirra: Ragnhildur f. 26.11. 1979, og Katrín, f. 13.9. 1988. 4) Ólöf Helga, f. 23.8. 1967, maki Guðjón Krisljánsson, börn þeirra: Hug- rún, f. 22.8. 1989, Edda, f. 9.4. 1992, og María, f. 4.10. 1993. Útför Sigurðar fór fram frá Fossvogskapellu 29. desember. Elsku pabbi. Síðustu daga hafa streymt um huga mér margar in- dælar minningar um þig alveg frá því ég var lítil stelpa og til dags- ins í dag, en þær ætla ég að geyma hjá mér til að ylja mér við, þegar fram Iíða stundir. En þar sem þú fórst frá okkur mjög snögglega á jóiadagskvöldi, náði ég ekki að þakka þér fyrir þessi yndislegu jól sem við áttum sam- an hér í Borgarnesi og á jóladag í jólaboði í Kópavoginum þar sem þú eyddir þínum síðasta degi með öllum barnabörnunum þín- um fimm sem þú varst svo stolt- ur af að eiga. Þess vegna veit ég að þú hefur dáið sæll og glaður. Margar skemmtilegar sögur og vísur hafa nú komið upp í huga mér, síð- ustu daga, en þú varst svo dug- Iegur að segja okkur sögur um þig, allt frá því að þú varst lítill strákur á Húsavík og til spilaára þinna, þegar þú spilaðir á trommur og harmoniku í mörg- um hljómsveitum í gamla daga fyrir norðan. Harmonikan var stór hluti af þínu lífi svo og áhugi þinn á mótorhjólum og ekki má gleyma þínum mikla áhuga á ör- lögum farþegaskipsins Titanic sem þú vissir nánast allt um. Um þig voru gerðar tvær stutt- myndir af tengdasyni þínum, Böðvari Bjarka, en þar varst þú alveg í essinu þfnu, þú þurftir ekkert að leika, þetta varst bara þú, sú fyrsta hét Siggi Valli trom- mari og seinni myndin hét Siggi Valli á mótorhjóli, þetta þótti þér alveg rosalega gaman og varst mjög stoltur af. Mér er nú hugsað til þess þeg- ar verið var að taka upp eitt atriði í seinni myndinni, þegar þú komst labbandi leðurklæddur frá toppi til táar og settist galvaskur á mótorhjólið aftaná hjá einum sniglinum og þeyttist af stað. Við systurnar vorum svo hræddar um þig að við gátum ekki horft á þig fara af stað og Bjarki var búinn að bjóða þér staðgengil, en þú tókst það alls ekki í mál, þú ætl- aðir að sitja á hjólinu sjálfur. En þessi ótti hjá okkur var nú alveg óþarfur, því þegar þú komst til baka ljómaði allt andlitið og þú brostir út að eyrum, ánægður yfir því að fá að upplifa þetta aftur. Já pabbi, það eru nú ekki margir á sjötugsaldri sem hafa þorað þessu. Jæja pabbi minn, ég gæti skrif- að um þig heila bók og myndi hún þá örugglega heita grín og glens því þannig varst þú, alltaf prakkarast og stríðni var þín sér- grein. T.d þegar ég bauð þér út að borða skötu á veitingastað hér í Borgarnesi og þú pantaðir hana sterka með hömsum og á rneðan þú varst að borða lékstu þér að því að blása framan í andlitið á mér yfir borðið, því þú vissir að ég þoldi ekki skötulykt. Þetta fannst þér voðalega skemmtilegt, en ég á eftir að hefna mín á þér fyrir þetta, þegar við hittumst aft- ur. En þangað til vona ég að þú hvílir í friði við hliðina á henni mömmu og saman getið þið horft að flugeldana á gamlárskvöld, því það ætlaðir þú svo sannarlega að gera. Takk fyrir allt, pabbi minn, og Guð blessi þig. Þín dóttir, Ólöf Helga. * * * Elsku pabbi. Það er sól og við búum á Sólvöllum, ég er fimm ára, þú ert að koma gangandi heim í hádeginu úr vinnunni, ég hleyp á móti þér, ég sé álengdar útbreiddan faðm, þú strýkur mér um hárið og segir: A pabbi þessa lokka? Núna á jóladag varst þú búinn að eiga yndislega dag með okkur öllum og þegar þú fórst þá kvaddir þú okkur öll svo vel. Við ákváðum að þú myndir borða með mér á gamlárskvöld en þú sagðist \ilja fara heim f)TÍr klukkan tólf til að sjá flugeldana, en á leiðinni heim í bílnum sofn- aðir þú útaf, þú varst búinn að kveðja, þú varst að fara lengra en við vissum. Þetta er sárt en ég á svo margar fallegar og góðar minningar um þig, sem hjálpa mér að sættast við þetta ferðalag þitt. Góða nótt, sofðu rótt í alla nótt, dreymi þig vel. Þín dóttir, luga Rut. *** Elsku afi. Við eigum svo erfitt með að trúa því að þú sért dáinn, þú varst hjá okkur á jóladag að segja brandara, stríða okkur og hlægja með okkur. Þú varst alltaf svo góður og okkur þykir svo vænt um þig, en núna ertu kom- inn til ömmu Sissu og þið eruð örugglega bæði glöð að hittast aftur. Við eigum eftir að sakna þín mikið. Elsku afi, við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar sem við átt- um saman og við kveðjum þig á sama hátt og við kvöddum ömmu Sissu. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Skáld-Rósa) Góða nótt elsku afi. Þínar afastelpur, Katrin, Hugrún, Edda og Maria.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.