Dagur - 19.03.1999, Síða 2

Dagur - 19.03.1999, Síða 2
2 - FÖSTUDAGUR 19. MARS 1999 Dagur~ FRÉTTIR SpHafíknin er vaxandi vandamál og spilakassarnir eru sérstaklega varasamir. Spilakassamir langhættulegastir Upp miílir himdrað maims hafa síðustu ár leitað sér aðstoðar hjá SÁÁ vegna spilafíknar - sem er vaxandi vandamál. „Já, þetta er vaxandi vandamál. Það er greinilegt að framboðið á möguleikum til að spila upp á peninga hefur vaxið mikið og þá myndast vandinn", segir Sigmar Björnsson fulltrúi hjá SAA, sem reynir að hjálpa þeim sem þang- að leita vegna spilafíknar sinnar. Hann segir kassana langhættulegasta - bæði sjoppukassana og Háskólakass- ana. „Það er oft að fólk byrjar í sjoppukössunum og færir sig svo „upp“. I Háskólakössunum er verið að spila upp á hærri Qárhæðir - leggja meira undir“. Sumir tapað milljómiin Hefur spilafíknin jafnvel kostað marga aleiguna? „Sem betur fer er það ekki algilt. En þeir sem koma eru flestir komnir í vandræði, sumir verulega mikil. Það eru einstaklingar sem tapað hafa milljónum króna í kössunum, en aðrir kannski tugum þúsunda. Það er svo misjafnt hvenær fólk leitar sér að- stoðar, hvað stjórnleysið er komið á hátt stig og svo auðvitað hvað fólk hef- ur haft umleikis", segir Sigmar. SAA auglýsir mótttöku, skráningu og fundi fyrir spilafíkla alla þriðjudaga. Eftir viðtal við ráðgjafa býðst spilafíkl- um ótímabundinn stuðningur. Jafn- framt standa þeim og aðstandendum þeirra til boða fræðsluerindi, frekari viðtöl og hópstarf. „Já, það kemur alltaf nýtt fólk hér í hverri viku og margir eru að spyrjast fyrir. Síðan er misjafnt hvað fólk fylgir því eftir. Sum- ir koma í göngudeildarmeðferð. Aðrir koma og hverfa aftur“. Skanunast sín fyrir stjómleysið Fjöldann segir Sigmar rétt undir hundrað einstaklinga á ári, fólk á öll- um aldri, alveg frá unglingum og upp í eldri borgara. „Eg held þó að eldra fólkið komi síður, því mér finnst bera á meiri skömm þeirra á meðal. Það er töluverð skömm í þeim sem lent hafa í stjórnleysi í spilakössunum". Meðferð- arúrræðin gagnvart spilaffkn segir Sig- mar enn ekki eins þróuð og fyrir alkó- hólisma og vímuefnaneyslu. Þetta sé miklu nýrra vandamál og úrræðin því enn ekki eins öflug. SAA býður meðferð um helgar ef nauðsyn kerfur. „Já, þegar kominn er nægilegur hópur höldum \dð nám- skeið; einskonar meðferð hérna á göngudeildinni. Það bjrjar í eftirmið- dag á föstudegi og stendur fram á kvöld, síðan allan laugardaginn og sunnudaginn klukkan 9-5. Það bygg- ist á fyrirlestrum og hópvinnu og er síðan fylgt eftir með viðtölum og fleiru ef menn vilja“, segir Sigmar. Siimir falla aftur Nægir eitt slíkt námskeið? „Nei, þá fara menn að spila aftur. Þú fylgir þessu eftir með prógrammi og funda- mætingu á GA-fundi (G=gambler). Það er nokkuð öruggt að þeir sem fylgja því ekki eftir að koma og fá að- stoð fara aftur að spila. Fólkið sem náð hefur árangri hjá okkur eru þeir sem sækja svona meðferð og mæta síðan áfram. Við erum hér alltaf með hóp- starf fyrir spilafíkla á þriðjudögum þar sem fólk ræðir vandamálin. Síðan sjá þau sjálf um að halda GA-fundi, sem eru hér tvisvar í viku“, sagði Sigmar. -HEI Bíræfnl sumra fyrirtækjarckenda við að storka örlög- imuiti cr með endemum. Pottvcrjar furða sig þamtig á hugrckki Agnars Péturssonar, trésmiðs á Selfossi, sem á dögunum stofnaði hlutafélag um trésmiðju sína. Hlutafélagið ber það ógnvænlcga nafn TAP. Scm auðvitað er stytting á Trésmiðja Agnars Péturssonar, en samt... Samfylkingin á Suðurlandi er búin að ákveða hver verður kosniugastjóri hjá sér, en það er Gróskugæðingurinn og Allaballinn Björgvin G. Sig- urðsson, fyrrverandi blaöa- maður Vikublaðsins, fyrrver- andi ritstjóri Stúdentablaðs- ins og fjórði maður á lista Samfylkingarinnar í kjör- dæminu. Björgvini til halds og trausts er auðvitaö Krati, Karl Hjálmarsson, fyrr- verandi framkvæindastjóri Alþýðuflokksins. Sá óháði var glaðhlakkalcgur í heita pottinum i gærmorgun. Hann sagðist hafa fyrir því vissu aö nokkrir áhugamenn um landsmálapólitík væru að hugleiða óháð framboð í Revkjavík og jafn vel Rcykja nesi í þingkosningunum í vor. Hatm sagði að þama færi fólk úr öllum stjómmálaflokkum ineðal aimars hefði hópurinn það að aðal áhugamáli aö brcyta lögmium um stjóm fiskvciöa mcð þeim hætti að þjóöiu fengi það sein hún ætti út úr samcigninni. Hann sagðist liafa heyrt nokkur nöfn sem rcynt yrði að fá á listaim og nefndi þar til nokkra úr áhugahópnum um auðlindir í al- mannaþágu. Þar er fólk cins og Guðmundur G. Þórar- insson og Ellert B. Scliram, fyrrverandi alþingismenn, Jón Magnússon löginaöur og Margrét Bjömsdóttir, fyrrverandi aðstoðamaöur iðnaðar og viðskiptaráð- herra í tið Sighvats Björgvinssonar. Ellert B. Schram. Björgvin G. Sigurðsson. Valdimar Guðmannsson formaður Samstöðu Lágmarkslaun verði 120 þúsund krónurá mánuði. Skattleysismörk í 80-90 þúsund krónur. Baráttuhug- urí verkfólki. Samninga til eins árs. Endurskoðunar- ákvæðiforsenda lengri samn- inga. Ekki samið aftur eins og síðast - Er raunhæfl að krefjast þess að lág- markslaun í dagvinnu hækki í 120 þús- und krónur á tnánuði? „Eg held að það sé raunhæft ef fólk á að geta lifað af launum sínum. Við erum með fullt af fólki sem getur ekki lifað á þessum tekjum sem það hefur. I síðustu samning- um var ákveðinn hópur í okkar röðum sem fór fram á að lágmarkslaunin yrðu i 00 þús- und krónur á mánuði. Mér þótti það aldrei óraunhæft. Mér sýnist líka að skuldastaða heimilanna í Iandinu hafi einhvern veginn ekki farið á réttan veg, þrátt fyrir góðærið. Þá heyrði maður það í fréttum að 10 þús- und korthafar deildu jólainnkaupunum sfn- um niður á alit þetta ár og svo framvegis. Þá hefur verkafólk alltaf Iátið plata sig þegar það hefur verið með þeim fyrstu að semja. Þegar \ið gerum einhverja kröfu um launa- hækkun, þá verður allt vitlaust og rætt um að efnahagslífið sé komið fram á hengiflug- ið. Þegar aðrir hópar koma á eftir okkur og fá miklu meira en við, þá er enginn staddur á brún hengiflugsins, eins og forsætisráð- herra talaði um þegar við sömdum. Ef ein- hver fótur hefði verið fyrir því þá ættum við fyrir löngu að. vera farin fram af þessu hengiflugi.'1 - Er herskár tónn í verkafólki? „Það er baráttuhugur í fólkinu eins og er. Eg ætla líka rétt að vona að fólk sé tilbúið að Ieggja eitthvað af mörkum til að ná þessu fram. Það þýðir ekkert að koma með svona kröfu ef fólk er ekki tilbúið til að munda verkfallsvopnið. Eg hef heldur enga trú á því að þessi krafa nái fram að ganga án átaka.“ - Hvað viljið þið setnja til langs tíma? „Við viljum ekki semja lengur en til eins árs. Ef það á að vera til Iengri tíma, þá verð- ur að vera í samningum ákvæði sem kveður á um að samningurinn verði endurskoðað- ur einu sinni til tvisvar á árí. Við semjum ekki aftur eins og við gerðum síðast. Eg hef enga trú að það geri nokkur í verkalýðs- hreyfingunni. Eftir á að hyggja held ég að það hafi verið ein mesta \atleysa sem ég gerði sem formaður félagsins að skrifa und- ir þennan samning í Karphúsinu. Eg held líka að við hefðum getað náð betri samning- um ef við hefðum hleypt í brýrnar." - Hvað viljið þið hækka skattaleysis- mörkin mikið? „Ef ég tek eitlhvað meðaltal af þeim .fundum sem við höfum haldið með. okkar félagsfólki, þá tel ég að þau þurfi að vera minnst 80-90 þúsund krónur á mánuði. Við sjáum ekki að það sé neinn möguleiki fyrir ljölskyldu að framfleyta sér á tvisvar sinn- um 70 þúsund króna launum á mánuði. Hinsvegar er ég alveg á því að það verður áy brattann að sækja til að ná þessu fram. Það er aftur á móti kominn tími til að menn horfi á þessi mál raunsæjum augum í stað þess að vera alltaf að plata sjálfa sig. Við sjá- um það út frá þeim tölum sem hinar og þessar stofanir hafa sent frá sér um fram- færslukostnað heimila að fólk á ekki að geta lifað á þeim Iaunum sem við höfum verið að semja um. Nema því aðeins að safna skuld- « um. - Á sama títna heyrist að eitthvað lítið verði til skiptanna þegar satnningar losna vegna þess að forsendur séu að breytast í hagkerftnu eftir tnikið hagvaxtartímabil. Kemur það á óvart? „Nei alls ekki og mér sýnist að það sé byrjað. Þegar maður kemur á suðvestur- hornið er ekki að sjá að þar séu einhver samdráttareinkenni á lofti. Maður þarf ekki annað en að fara í Kópavog, þar sem bygg- ingarkranar standa uppí loftið eins og vaxta&úlur og eru.nánast óteljandi." . -(.jíii

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.