Dagur - 19.03.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 19.03.1999, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 19. MARS 1999 - S FRÉTTIR L «í<* Arriþmður í fram- boð í Reykjavík Ellert B. Schram stað- festir að við sig hafi verið rætt um að leiða lista Frjálslynda íloldisins í Reykjavík í vor en hann segist ekki vera í framhoðs- hugleiðingum. Talið er nú víst að Arnþrúður Karlsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, verði í 1. eða 2. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík við alþingis- kosningarnar í vor. Hún var orð- uð við oddvitasætið á lista flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra en hafnaði því. Þegar hún var spurð að því í gær hvort það væri rétt að hún ætlaði að taka toppsæti í Reykjavík svaraði hún: „Þegar maður hefur verið inn- viklaður í stjórnmál í tæp þrjátíu ár og myndað sér skoðanir og barist fyrir þeim, eins og ég hef gert, og hefur fengið smjörþef- inn af þ\ í á Alþingi að hægt er að þoka málum sínum fram, þá er Arnþrúður Karlsdóttir. þessi áhugi til staðar hjá mér. Það er nú hins vegar orðið Ijóst að ég get ekki komið mínum málum á framfæri í gegnum Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Þá stendur maður á vegamótum og spyr sig hvort sé meira virði að vera áfram í sínum flokki eða að koma sínum málum á fram- færi með öðrum hætti,“ sagði Arnþrúður Karlsdóttir. Rætt við Ellert Astæðan fyrir því að talað er um Ellert B. Schram. að Arnþrúður muni ef til vill skipa 2. sæti er, samkvæmt heimildum sú, að verið er að reyna að fá Ellert B. Schram til að taka 1. sætið. Hann sagði í gær að það væri rétt að við sig hefði verið rætt um þetta en sagði jafnframt að hann væri ekld í framboðshugleiðingum. Það hefur aftur á móti vakið mikla athygli að Ellert, sem er fyrrverandi alþingismaður íyHr Sjálfstæðisflokkinn, er greinilega kominn út í landsmálapólitík með þátttöku sinni í hópnum sem nú berst fyrir breytingum á lögunum um stjórn fiskveiða. I þeim hópi er annar fyrrverandi þingmaður, Guðmundur G. Þór- arinsson og áhugafólk um stjórn- mál, sem ekki hefur verið áber- andi í þjóðmálabaráttunni að undanförnu eins og Jón Magn- ússon lögmaður og Margrét Björnsdóttir. Fari svo að Ellert taki ekki efsta sætið á lista Frjálslynda flokksins mun Arnþrúður taka það sæti og leiða lista flokksins í Reykjavfk. Arnþrúður Karlsdóttir skipaði 3. sætið á lista Framsóknar- flokksins fyTÍr fjórum árum og er því varaþingmaður flokksins í Reykjavík. Hún hafnaði hins vegar í 6. sæti í prófkjöri fram- sóknarmanna í borginni í vetur. Skömmu síðar hafnaði hún boði um að taka sæti á lista Fram- sóknarflokksins í Reykjavík við þingkosningarnar í vor, en nú er unnið að því að koma þeim lista saman og búist við að því verki ljúki í næstu viku. — S.DÓR Sáttaboð Haralds Framsóknarþingmennirnir Hjálmar Árnason og Guðni Ágústsson “yfir kjötkötlunum" íÁburðarverksmiðjunni ígær ásamt gestgjafanum Haraldi Haraldssyni sem nýlega keypti verksmiðjuna - þrátt fyrir andstöðu þeirra Guðna og Hjálmars. - mynd: teitur Brutu toUa- og hegn- mgarlög Fyrrverandi framkvæmdastjóri og fyrrverandi markaðsstjóri Fiskiðju Sauðárkróks voru sak- felldir í Héraðsdómi Norður- lands vestra í gær en refsing er felld niður vegna þess hve málið hefur dregist sem og vegna þess að þeir högnuðust ekki persónu- lega á málinu og viðurlög höfðu þegar verið greidd. Mennirnir voru dæmdir sekir um að hafa brotið tollalög og al- menn hegningarlög og þótti sannað að þeir hefðu í níu tilfell- um flutt rússafisk til Bretlands sem íslenskan fisk. Fram- kvæmdastjóri neitaði sakargift- um, gegn framburði hinna tveggja, en fjármálastjórinn var sýknaður. Alvarlegt slys Alvarlegt slys varð á Snæfells- nesi í gær þegar ljósmóðir sem erindi átti á sveitabæ féll af tröppum. Fallið var um þrír metrar. Konan hlaut alvarlega höfuðáverka og liggur nú á gjörgæsludeild. Leiðrétting Gísli Bragi Hjartarson vill taka fram, vegna fullyrðingar sem fram kom í opnugrein blaðsins í gær um að Akureyrarbær hafi tapað tugum milljóna í tengslum við gjaldþrot fyrirtækis hans fyrir tæpum áratug, að sú fullyrðing sé röng. Bærinn hafi ekki tapað á gjaldþroti byggingafyrirtækisins Hýbýla hf. Blaðinu er ljúft og skylt að leiðrétta þetta enda mun verktrygging hafa bætt bænum það tap sem hann varð tímabund- ið fyrir vegna gjaldþrotsins. Beðist er velvirðingar á þessu mishermi. Haraldur Haraldsson í Andra leitaði sátta við þingmennina Guðna Agústsson og Hjálmar Árnason sem voru mótfallnir því að hann fengi að kaupa Áburðar- verksmiðjuna. „Þetta var mikil móttaka og það fór afskaplega vel á með okk- ur. Hann bauð okkur í mat í Aburðarverksmiðjunni og síðan að skoða hana alla í krók og kring. Þetta var fróðleg ferð og Haraldur tjáði okkur að hann ætlaði að halda áfram að fram- leiða áburð fyrir bændur og hefja vetnisframleiðslu þegar þar að kæmi,“ sagði Guðni Agústsson, alþingismaður, í samtali við Dag í gær. Daginn eftir að verksmiðjan var seld skaut Haraldur í Andra á þá félaga, bæði í útvarpi og sjón- varpi, og þá sérstaklega Guðna fyrir afstöðu þeirra í málinu. Bak við eldavélina Meðal þess sem Haraldur sagði var að Guðni hefði haldið því fram opinberlega að staða kon- unnar væri á bak við eldavélina og fleira í þeim dúr. Auk þess bæði ekki-fréttir og þjóðsögur af Guðna. „Þegar hann hafði keypt verk- smiðjuna hringdi ég í hann og óskaði honum til hamingju með Hæstiréttur hefur dæmt Sólrúnu Elídóttur í fimm ára fangelsi fyr- ir að hafa stungið mann í brjóst- ið af ásetningi að kvöldi 1. mars 1998. Sólrún var sökuð um að hafa stungið hnífi í brjósthol Viðars Björnssonar, tveimur sentimetr- um til hægri við hægri brún bringubeins, milli 4. og 5. rifs, * fyrirtækið. Síðan benti ég hon- um á að hann hefði bæði skaðað mig og sjálfan sig með ummæl- um sínum um mig því ég væri besti talsmaður bænda á Alþingi. Nú væru bændur honum reiðir því hann hefði haft ómakleg orð um mig, notað bæði þjóðsögur og ekki-fréttir um mig. Eg spurði hann hvernig ég, sem á þtjár með þeim afleiðingum að hann missti mikið blóð og að um það bil einn lítra af blóði þurfti að tæma úr brjóstholi hans þegar hann Ieitaði læknis tveimur dög- um síðar. Akærða viðurkenndi að atburður þessi hafi átt sér stað og vísaði á hnífinn. Hún hélt því aftur á móti fram að þetta hefði gerst fyrir slysni. dætur og elskulega eiginkonu, gæti hafa sagt að staða konunn- ar væri á bak við eldavélina. Har- aldur sagðist endilega vilja gera bragarbót á þessu og sú bragar- bót varð að bjóða okkur Hjálmari f þessa heimsókn í Aburðarverk- smiðjunni í gær og matast þar og skoða verksmiðjuna," sagði Guðni Ágústsson. — s.dór Viðar vildi ekki kæra Sólrúnu eða gera bótakröfur á hendur henni. Hegðun þeirra eftir at- burðinn þótti benda til þess að þau hafi viljaö koma í veg fyrir að lögreglan blandaðist í málið. Konan hefur tvisvar áður verið dæmd fyrir ámóta brot gegn Iífi manna og heilsu. — FÞG Fimm ár fyrir hnífstimgu HÆSTIRÉTTUR Þýfid fór í amfetamin Maður var í Hæstarétti í gær dæmdur í 8 mánaða fangelsi, þar af 5 mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa stolið tösku af konu sem hann hafði verið að reyna við í veitingahúsinu A. Hansen. Haldið var í partí, en um morguninn vaknaði húsráðandi og varð þess var að tekin hafði verið fistölva og prentari, sem voru í tösku, sem hann geymdi undir fiskabúri í stofunni og einnig saknaði hann tveggja GSM-síma, sem höfðu verið á símaborði í forstofunni, en hleðslutækið f)TÍr þá hafði verið í eldhúsinu. Akærði seldi síðan hið stolna „einhverjum ónafn- greindum aðila á Hafnarkránni" og fékk fyrir amfetamín fyrir 25.000 krónur. Ákærði rauf skil- orð vegna annars brots í máli þessu. — FÞG VISA vann í Hæstaiétti Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar sam- keppnismála 2. mars 1998 í máli VISA ISLAND, en með úr- skurðinum voru bannaðir skil- málar í samstarfssamningum VISA og greiðsluviðtakenda þess efnis að þeim síðarnefndu væri skylt að veita korthöfum VISA sömu viðskiptakjör og þeim sem greiddu með reiðufé. I undir- rétti var áfrýjunarnefndin sýkn- uð og bannið staðfest. Þótt Samkeppnisstofnun væri talin hafa brotið gegn andmæla- rétti VISA undir rannsókn máls- ins, var það ekki talið eiga að leiða til ógildingar úrskurðarins, enda hefði VISA gefist nægur kostur á að koma fram sjónar- miðum sínum áður en úrskurð- urinn var kveðinn upp. Að virt- um gögnum málsins þótti þó ekki hafa verið sýnt fram á, að skilmálar sambærilegir þeim, sem hér um ræddi, væru al- mennt óheimilir í heistu við- skiptaríkjum Islendinga, þannig að heimilt væri að banna þá. Hæstarétti þótti að mjög skorti rökstuðning um það, að VISA njóti markaðsráðandi stöðu eða hafi misbeitt henni. Málið hófst með kæru Sigurðar Lárussonar, kaupmanns í Dalnesti, til Sam- keppnisstofnunar. — FÞG Síbrotamaður enn í steininn Tryggvi Rúnar Leifsson hefur í Hæstarétti verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir þjófnað, skilorðsrof og fleira, en til refsi- lækkunar kom skýlaus játning og að hann hefði farið í meðferð hjá SÁÁ. Tryggvi Rúnar hefur hlotið 23 refsidóma frá árinu 1969, þar af 9 eingöngu fyrir umferðarlaga- brot, en hina fyrir ýmis hegning- arlagabrot, aðallega auðgunar- og skjalafalsbrot. Brotaferill hans er nær óslitinn að undan- skildum árunum 1975 til 1985, en hann afplánaði fangelsisrefs- ingu fyrir manndráp o.fl. frá 1975 til 1981, en þá hlaut hann reynslulausn. Frá árinu 1985 hefur hann hlotið refsingu 11 sinnum fyrir akstur án ökurétt- ar, síðast 5 mánaða fangelsi með dómi Hæstaréttar 18. septem- ber 1997. Auk þessa hefur hann frá þessum tíma hlotið fjóra dóma fyrir hegningarlagabrot, þar af þrjá fyrir skjalafals. - FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.