Dagur - 19.03.1999, Qupperneq 6
6 -FÖSTUDAGUR 19. MARS 1999
ÞJÓÐMÁL
t- k-« .. m
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: ELI'AS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: i.soo KR. Á MÁNUÐl
Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍkj563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYRD460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is
Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyrí) 551 6270 (REYKJAVíK)
12 milljarða loforð
f fyrsta lagi
Sjálfstæðismenn réðust með offorsi á Samfylkinguna seint á
nýliðnu ári þegar málefnaskrá var lögð fram án þess að henni
fylgdu útreikningar um hvað hin ýmsu umbótamál, sem Sam-
fylkingin vill beijast fyrir, myndu kosta og hvernig ætti að fjár-
magna þau. Þetta þótti sjálfstæðismönnum merki um óábyrga
Ijármálastjórn og hafa allar götur síðan velt sér upp úr þeirri
ásökun með mörgum ófögrum orðum um ábyrgðarleysi - nú
síðast í eldhúsdagsumræðum á Alþingi og á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins. En á landsfundinum féllu þeir sjálfir í þessa
sömu gryfju.
1 öðru lagi
Meðal margra loforða í löngum og ítarlegum samþykktum
landfundar Sjálfstæðisflokksins var afdráttarlaus yfirlýsing um
að afnema eigi tekjutengingu lífeyrisgreiðslna almannatrygg-
inga til allra þeirra sem náð hafa 67 ára aldri. Þetta er ekkert
smávegis loforð. Samkvæmt útreikningum sem Dagur birti í
vikunni mun það líklega kosta um tólf milljarða króna. Sjálf-
stæðismenn hafa ekki látið neina útreikninga fylgja þessu lof-
orði, frekar en öðru því sem landsfundur þeirra samþykkti og
hlýtur að kosta aukin útgjöld, þótt þeir geri kröfur til annarra
um slík vinnubrögð.
í þriðja lagi
Það er svo dæmigert að Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur leitt
ríkisstjórn landsins samfellt í átta ár, skuli setja fram loforð af
þessu tagi rétt fyrir kosningar. Forystumenn flokksins virðast
loksins vera að átta sig á því að ellilífeyrisþegar og öryrkjar
sætta sig ekki Iengur við að sjá marga betur setta hópa í þjóð-
félaginu hrifsa til sín ávinning góðærisins. En yfirboð af því
tagi, sem felst í þessu kosningaloforði, er marklaust gaspur
nema flokkurinn geri landsmönnum ljósa grein fyrir því hvar
hann ætlar að taka það fjármagn sem þarf til að afnema tekju-
trygginguna. A að hækka skattana eða skera niður önnur rík-
isútgjöld? Og þá hvaða útgjöld? Kjósendur eiga heimtingu á að
fá svar við því.
Elías Snæland Jónsson
Skeiðklukku-
fréttir
Garra sýnist sem skammir á
fréttastofu sjónvarpsins séu
farnar að vera jafn öruggur fyr-
irboði um að kosningar séu í
nánd og fjáraustur úr ríkis-
sjóði. Sjálfstæðismenn fóru
mikinn í borgarstjórnarkosn-
ingum í fyrravor og hund-
skömmuðu fréttastofuna fyrir
að tala oftar og
Iengur við R-Iista
gengið en sjálfstæð-
ismenn. Það skipti
engu þótt frambjóð-
endur Reykjavíkur-
listans hefðu verið í
sjónvarpsviðtölum
af því þeir voru í
djúpum skít út af
fjármálum eða öðr-
um leiðindum. Nei
í þessum bransa er
það magnið sem
máli skiptir.
Það er þekkt saga úr banda-
rískum fjölmiðlaheimi þegar
blaðafulltrúi Nixon hringdi í
sjónvarpsfréttakonu og þakk-
aði henni fyrir umfjöllun um
forsetann alræmda. Hún var
alveg gapandi hissa enda taldi
hún sig hafa tekið Nixon í bak-
aríið. Þið fattið þetta aldrei
sagði blaðfulltrúinn og hlakk-
aði í honum. Það breytir engu
hvað er sagt. Það eru myndirn-
ar sem skipta máli.
Þetta hafa íslenskir stjórn-
málamenn fattað. Skeiðklukk-
urnar eru komnar á loft og
hyijað er að mæla hversu oft
og lengi er talað við hvern. Og
framsóknarmenn eru enn for-
sjálli en íhaldið. Þeir ætla ekki
að væla eftir kosningarnar sem
allt útlit er fyrir að þeir fari
heldur illa út úr en eru þegar
byrjaðir að fetta fingur út í
fréttaflutning hjá Sjónvarpinu.
V
Þeirra maður í útvarpsráði vill
fá að vita hvers vegna í ósköp-
unum fréttin af Smugusamn-
ingnum, sem Halldór Ásgríms-
son gerði um daginn, var ekki
fyrsta frétt í Sjónvarpinu það
kvöld. Að vísu var fréttin búin
að glymja í öðrum fjölmiðlum
allan daginn og vera kann að
einhverjum stutt-
buxnastráknum á
fréttastofunni hafi
dottið í hug að það
væri frumlegra að
byrja á einhverju
öðru en frumleg-
heit eiga ekki að
bitna á Framsókn-
arflokknum. Og til
að bíta höfuðið af
skömminni var
ekki talað við Hall-
dór heldur Davíð
og Þorstein.
Kannski hefur stuttbuxna-
strákunum dottið í hug að það
væri myndrænna að taka viðtal
við sjálfstæðisráðherrana af
því þeir voru á landinu fremur
en símaviðtal Halldór í Bodö
en það eru auðvitað engin rök.
Og af hvetju var ekki sendur
maður til Noregs? Það getur
varla hafa verið mikið dýrara
en að hafa mann í næturvinnu
á þessum leiðindalandsfundi
Sjálfstæðisflokksins um síð-
ustu helgi. Vita þessir frétta-
snápar ekki að það er fram-
sóknarflokkurinn sem helst
hefur staðið vörð um Ríkisút-
varpið gegn árásum íhaldsins.
Það veit Garri og mælir með
því að fréttamenn sjónvarpsins
stífli fréttanefin sín fram yfir
kosningar og Iæri á skeið-
klukkur í staðinn. - GARRI
Engar fréttir hafa borist um að
verið sé að vinna að útfærslu á
samþykkt ríkisstjórnarinnar um
byggingu menningarhúsa á
landsbyggðinni. Trúlega stafar
þetta tíðindaleysi af því að ekkert
er að frétta af þessu máli. Undir-
ritaður var einn þeirra sem
freistaðist til að fagna þessari til-
lögu og ól þá von í brjósti að
þarna væri verið að marka upp-
haf nýrra áherslna í byggðamál-
um - áherlsna sem væru meira í
anda þeirrar þingsályktunar um
hyggðamál sem samþykkt var á
Alþingi á dögunum. Rökin sem
færð voru fyrir þessari ákvörðun
voru vissulega á þessum nýstár-
legu nótum þótt alla úrfærslu
hafi vissulega vantað og vanti
enn.
Misjaínar undirtektir
Forystumenn sveitarfélaga hafa
tekið þessari samþykkt með mis-
.gnh.'ibnulabníd rnuóö.
Snlðglíma á loftl -
Þorsteinn vann
jöfnum hætti - svo ekki sé meira
sagt. Sumir hafa fagnað ógurlega
og viðstöðulaust hafið áróður
fyrir því að tónlistarhús eigi ein-
mitt að rísa í túnfætinum hjá
þeim. Aðrir hafa
verið ólundar-
legri, eins og Sigl-
firðingar sem
gerðu sérstaka
samþykkt um að
ekki ætti að eyða
peningunum í
svona vitleysu.
Efinn er þó sá
samnefnari sem
tengir viðbrögð
allra. Enginn -
eða afar fáir í það
minnsta - virðast
trúa því í raun að ríkisstjórnin
meini eitthvað með þessu. Flest-
ir virðast afgreiða þetta sem eitt-
hvert upphlaup - eins konar yfir-
bót fyrir að hafa samþykkt bygg-
ingu tónlistarhúss í Reykjavík!
Eftir því sem lengra líður án þess
að nokkuð fréttist af útfærslu,
eða hugmyndum að útfærslu,
eða bara einhverri umræðu um
útfærslu, af
hálfu stjórn-
valda því magn-
aðari verður ef-
inn.
Samstarfs-
verkefni
Það eina skyn-
samlega í stöð-
unni er þó að
grípa þennan
bolta, því hug-
myndin er þrátt
fyrir allt hreint
ekki svo galin, og leggja fram
einhv'ers konar drög eða tillögu
að útfærslu. Skella yfirlýsingun-
um inn í veruleikann með snið-
glímu á Iofti. Það gerði einmitt
Þorsteinn Gunnarsson, rektor
Háskólans á Akureyri, í vikunni,
og sýndi að þar fer góður glímu-
maður. Þorsteinn kom með þá
bráðsnjöllu hugmynd að nýtt
menningarhús yrði tengt há-
skólasvæðinu á Sólborg. Bygg-
ing menningarhúss yrði þannig
að samstarfsverkefni Háskólans,
ríkisstjórnar og bæjarstjórnar og
gæti smellpassað inn í þá gríðar-
lega þýðingarmiklu uppbyggingu
sem er að eiga sér stað við Há-
skólann á Sólborgarsvæðinu og
komið til viðbótar þeim bygging-
aráformum sem innsigluð voru í
vikunni. Utfærsla af þessu tagi
gefur menningarhúsaumræð-
unni nýja vídd, og sviptir bæði
ríkisstjórn og bæjaryfirvöld af-
sökunum fyrir að láta ekki til
skarar skríða. Eða svo heiti á
gömlu Þursaflokkslagi sé umorð-
að: „Þorsteinn vann!“
SJtaða deilumar innan
Samfylkingarínnar á
Norikirlandi eystra Sam-
fylkinguna á landsvísu?
Sólveig Pétursdóttir
alþingismaðw, Reykjavík:
„Ég held að
það sé ein-
sýnt að þess-
ar deilur um
framboðs-
listann á
Norðurlandi
eystra muni
skaða Sam-
fylkinguna í
heild sinni á landsvísu. Þetta
mál undirstrikar auðvitað þann
glundroða sem hefur skapast þar
sem fólk sem kemur úr mörgum
stjórnmálaflokkum ætlar í sam-
eiginlegt framboð þar sem kjós-
endum hefur ekki einu sinni ver-
ið gerð grein fyrir pólitskum
markmiðum þess.“
Daníel Árnason
framkvæmdastjóri Ako-plastos á
Akureyri:
„Allar svona
deilur spilla
samstöðu
innan svona
samtaka og
draga úr fylgi
þeirra. Ég er
svolítið hissa
á því að Mar-
grét Frí-
mannsdóttir telur svo ekki vera.
Þessar deilur eru auk þess
komnar á svo erfitt stig að það
verður erfitt að komast út úr
þeim með góðu yfirbragði. Þetta
er ekkert skemmtiefni fyrir Sam-
fylkinguna.“
Gunnlaugur A. Júllusson
sveitarstjóri á Raufarhöfn:
„Það er mjög
einkennilegt
þegar menn
virða ekki
niðurstöður
lýðræðislegs
prófkjörs og
þetta upp-
hlaup verður
Samfylking-
unni ekki til framdráttar í kjör-
dæminu. Það er erfiðara að segja
til um það hvort þetta hefur áhrif
á landsvísu, en eitthvað mun
þetta skaða í augum kjósenda í
öðrum kjördæmum."
Oddur Helgi HaHdórsson
hlikksmióur og hæjarfulltníi á
Akureyri:
„Ég hugsa að
það komi
niður á fylg-
inu á Norð-
urlandi
eystra en
ekki á lands-
vísu. I Norð-
urlandi
eystra mun
einhver hópur Samfylkingar-
manna fara yfir til Vinstra fram-
boðs Steingríms J. Sigfússonar
en ég á erfitt með að gera mér
grein fyrir hvort þessi hasar komi
niður á fylgi Samfylkingarinnar í
öðrum kjördæmum. Þessar deil-
ur munu ekki auka fylgið."
■'.óilkm itiu Gtqbi: