Dagur - 19.03.1999, Side 7

Dagur - 19.03.1999, Side 7
 FÖSTUDAGUR 19. MARS 1999 - 7 ÞJÓÐMÁL Sj álfstædisflokkuriim gegn SamfylMngnniii Sjálfstæðisflokkurinn fann á landsfundi sínum höfuðandstæð- inginn í kosningunum í vor, Samfylkinguna. Kosningarnar munu fyrst og fremst snúast um baráttu milli þessara fylkinga. Samfylkingin hefur komið vel undan vetri. Hún náði saman um framboðsmál og búið er að vinna athyglisverða verkefnaskrá sem verður kynnt innan skamms. Skoðanakannanir sýna að al- menningur hefur beðið eftir slík- um kosti. Skrautsýning á landsfuudi Kosningabaráttan hófst í reynd með Iandsfundi Sjálfstæðis- flokksins með stemmningu og skrautsýningu. Ymsir segja að meginstarf Sjálfstæðisflokksins sé fyrst og fremst að halda lands- fund. Það er nokkuð til í því en ekki má gleyma öflugu starfi Sjálfstæðisflokksins í sveitar- stjórnum. Um land allt er víglín- an milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Sameigin- legu framboðin í sveitarstjórnar- kosningunum fyrir einu ári voru forsenda fyrir sameiginlegu framboði til Alþingis. Samfylkingin fylgir eftir góðum sigrum jafnaðarmanna á megin- landi Evrópu með því að sameina í reynd Alþýðuflokk og Alþýðu- bandalag, flokka sem eru báðir sósíaldemókratískir í eðli sínu. Óbreytt sjávarútvegsstefna Sjávarútvegsmálin á Iandsfundi Sjálfstæðisflokksins voru með eindæmum. Davíð Oddsson sagði að ekki ríkti sátt um kerfið og Morgun- blaðið tók andköf yfir þessari visku. Atti Davíð að segja að um sjávarútvegsmálin ríki sátt? Síð- an ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að skoða hugmyndir með opnum huga. Hvað annað geta menn sagt? Á ekki að skoða hugmyndir opnum huga? Það eru hins vegar engar breytingar á stefnu Sjálf- stæðisflokksins í sjávarútvegs- málum. Viðhalda skal gj afakvótakerfiuu Eini aðilinn sem Ies annað út úr fundinum er Morgunblaðið en það er ekki í fyrsta skipti. I leið- ara Morgunblaðsins sagði meðal annars: „Með ummælum sínum í setningaræðunni á landsfundi hefur formaður Sjálfstæðis- flokksins fylgt eftir þeirri yfirlýs- ingu sinni að hann vildi ýta und- ir umræður um þetta mál á vett- vangi Sjálfstæðisflokksins. Það er sérstakt fagnaðarefni og væntan- lega grípa landsfundarfulltrúar tækifærið til þess að efna til víð- tækra umræðna og skoðana- skipta um málið.“ „Kosningabaráttan hófst í reynd með landsfundi Sjálfstæðisflokksins með stemmningu og skrautsýningu. Ýmsir segja að meginstarf Sjálfstæðisflokksins sé fyrst og fremst að halda landsfund,“ segir Ágúst Einarsson m.a. í grein sinni. Blekkingar Morgunblaðsins Þetta er skýrt, en hvenær var þessi leiðari skrifaður? Hann var skrifaður 11. október 1996, fyrir tveimur og hálfu ári á næstsíð- asta Iandsfundi Sjálfstæðis- flokksins. Hvað hefur breyst í sjávarútvegsstefnu Sjálfstæðis- flokksins frá hausti 1996 þegar Morgunblaðið fagnaði? Ekkert. I ályktun landsfundarins núna er talað um að „skoðað verði hvort gera þurfi sérstakar ráð- stafanir til að tryggja hagsmuni viðkvæmra byggða og hlut þjóð- arinnar í afrakstri fiskistofn- anna“. Ekki er kveðið fast að orði, en hvaðan er þetta orðalag ættað? Jú, úr lögum um stjóm fiskveiða en þar segir: „Nytja- stofnar á Islandsmiðum eru sam- eign íslensku þjóðarinnar. Mark- mið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu". Þor- steinn Pálsson hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði að í ályktuninni væri um áréttingu að ræða á þeim markmiðum sem þegar væru í lögum. Það er ekkert nýtt í sjávarút- vegsstefnu Sjálfstæðisflokksins eftir landsfundinn og engar til- lögur um breytingar. Morgun- blaðið ætlar hins vegar að reyna að telja þjóðinni trú um annað alveg eins og það reyndi eftir landsfund þeirra árið 1996. Kvenuafj andsamlegur Sj álfstæðisfloMoxr Sjálfstæðismenn reyna núna að gera sig gildandi í jafnréttismál- um og skirrast ekki við að beita blekkingum. Þeir hafa haldið þvf fram að þingkonum Samíylking- arinnar muni fækka í næstu kosningum. Þetta er rangt. í síð- ustu kosningum voru kosnir fyrir þær hreyfingar sem nú mynda Samfylkinguna samtals 23 þing- menn, 14 karlar og 9 konur. Miðað við framboðslista Sam- fylkingarinnar og sömu úrslit verða 9 konur í næsta þingflokki. Núna eru í þingflokki Samfylk- ingarinnar 8 konur og 8 karlar, sem er einsdæmi í blönduðum þingflokki hérlendis. Afhroð Sólveigar Pétursdóttur í varaformannskjörinu sýnir að kvennapólitík á ekki upp á pall- borðið hjá Sjálfstæðismönnum. Þótt Davíð Oddsson tali um stærsta kvenfélag landsins eru áhrif kvenna þar sáralítil. Ein- ungis 20% þingmanna flokksins eru konur og engin kona er ráð- herra. Sjálfstæðisflokkurinn er kvennafjandsamlegastur allra flokka hérlendis og það breyttist ekki á landsfundinum. öryrkjum og öldruðiun úthýst Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst tiltrú hjá öldruðum og ör- yrkjum og þeim tókst ekki á landsfundinum að ná trausti þeirra aftur. Það þurfti ekki and- stæðinga flokksins til að benda á það. Öryrkjar sýndu fram á það með mótmælastöðu sinni, m.a. dóttir Ólafs Thors. Það var grát- broslegt að einmitt ræða Ólafs Thors var notuð til að hylla nú- verandi formann flokksins. Páll Gíslason, fyrrum borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fyrrum formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis, gagnrýndi flokkinn harðlega á landsfundinum í málefnum aldr- aðra. í nýrri skýrslu á Alþingi um málefni öryrkja er beitt blekking- um en staða öryrkja hefur versn- að miðað við aðra þegna enda ættu þeir að vita það manna best. Tillaga u iii aukiii áhrif aldraðra og öryrkja felld Meðal aldraðra hafa þeir best stöddu það enn betra en áður en þeir sem Iakast stóðu hafa dreg- ist enn meira aftur úr. Meðal aldraða og öryrkja eykst munur- inn og þeir sem verst eru staddir verða að leita til hjálparstofnana, Mæðrastyrksnefndar, Hjálpar- stofnunar kirkjunnar og Rauða krossins. Hvers konar samfélag er þetta að verða? Eg lagði í haust fram tillögu á Alþingi að aldraðir og öryrkjar fengju fulltrúa í Tryggingaráði, stjórn Tryggingastofnunar ríkis- ins. Tilviljun réð því að þessi til- laga var felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi sama dag og landsfundur Sjálfstæðisflokksins hófst. At- kvæði gegn tillögunni greiddu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, sömu þingmenn Sjálfstæðisflokks og héldu til Laugardalshallar til að hylla óbreytta stefnu í málefnum ör- yrkja og aldraða. Sterk fjölmiðlastaða Sj álfstæðisnianna Það er hins vegar full ástæða til að taka Sjálfstæðisflokkinn alvar- lega. Staða hans í fjölmiðlaheim- inum er mjög sterk og hefur aldrei verið öflugri. Því valdi verður beitt miskunnarlaust í kosningabaráttunni. Sjálfstæðisflokkurinn gefur ekki forustuhlutverkið i íslensk- um stjórnmálum eftir án baráttu. Þótt efnisleg niðurstaða lands- fundarins væri rýr þá er reynt að búa til aðra mynd af því í fjöl- miðlum og samkenndin er efld meðal óbreyttra flokksmanna. Landsfundur Sjálfstæðismanna þjappar fótgönguliðum þeirra saman og þar eru mótuð vinnu- brögð í kosningabaráttu. Skýr viglína Það voru íjórir málaflokkar sem Sjálfstæðismenn gerðu aðallega að umtalsefni, þ.e. sjávarútvegs- mál þar sem ekkert n)4t kom fram, kvennastefna þar sem þeir afhjúpuðu sig rækilega og mál- efni öryrkrja og aldraðra þar sem þeirra eigin fólk var með sárustu gagnrýnina. Fjórði efnisþátturinn er ásök- un um sundrungu í okkar röðum og óráðsíu í ríkisfjárrnálum. Það er engin óeining í okkar röðum. Þvert á móti hefur okkur tekist mjög vel að stilla saman strengi og stefna okkar í ríkisfjármálum mun koma á óvart þegar hún verður kynnt. Það er athyglisvert að Sjálf- stæðismenn reyndu að sækja fram þar sem Samfylkingin hefur sterka stöðu, þ.e. í auðlindamál- um, kvennapólitík og málefnum öryrkja og aldraðra. Þeir reyndu að \ánna þar land til baka. Eg tel að þeim hafi ekki tekist það ætl- unarverk sitt. Samfylkingin er ekki aðeins að berjast við stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Hún er fyrst og fremst að tala fyrir sínum hugmyndum, stefnu sem 30 til 40% þjóðarinn- ar aðhyllist nú. Samfylkingin þarf samt að eiga svör við stefnu andstæðinganna og svara niður- stöðum landsfundarins. ÁGÚST EINARSSON ALÞINGISMAÐUR SAM- FYLKINGAR SKRIFAR

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.