Dagur - 24.03.1999, Síða 1

Dagur - 24.03.1999, Síða 1
MIÐVIKUDAGUR 24. mars 1999 VÍKUR BÍAÐIÐ 21. árgangur- 12. Tólublað Þmgmenn kallað ir til Kópaskers Passíusálmarnir verða lesnir í Húsavíkurkirkju á föstudaginn langa. Þingmeim Norður- landskj ördæmis eystra hafa verið kall- aðir til fundar á Kópa- skeri n.k. mánudag til að ræða atvinnu- ástandið. S.l. mánudag var haldinn fundur á Kópaskeri um ástandið sem skapast við lokun rækjuvinnsl- unnar þar í 5 mánuði. Fundinn sátu sveitarstjórn Oxarfjarðar- hrepps, stjórn Verkalýðsfélags Presthólahrepps og forsvars- menn Fiskiðjusamlags Húsavík- ur. Að sögn Aðalsteins Baldurs- sonar, starfsmanns verkalýðsfé- Iagsins, var farið yfir stöðuna og horfurnar sem ekki eru glæsileg- ar. „Starfsmenn fá uppsagnarbréf í þessari viku sem þýðir að þeir missa vinnuna í maí og verða at- vinnulausir í 5 mánuði ef ekkert verður að gert. Þarna er um 30- 40 manns að ræða eða um 30% félaga í verkalýðsfélaginu. Og þetta hefur víðtækari áhrif. Þannig hefur skólafólk af svæð- inu komið heim á sumrin og fengið vinnu en nú er óvíst að Höfniner veiðisvæði fálka Ungur fálki hefur haldið sig á hafnarsvæðinu á Húsavfk að undanförnu og stundað þar veiðiskap. Og hefur jafnvel brugðið sér upp í bæinn til að ná sér í bráð. Sigurður Gunnarsson, fugla- sérfræðingur Víkurblaðsins, segir að þetta sé ugglaust sami fuglinn og sást við Ærvíkurbjarg í jólafuglatalningu. Það sé ekki óalgengt að fálkar haldi sig við höfnina þar sem mikið er um fugla. „Hann situr gjarnan uppi í klettunum fyrir neðan Höfða- veginn og fylgist grannt með fuglum í höfninni og hugar sé- staklega að fuglum sem eru veikburða eða vesalingar af ein- hveijum ástæðum. Þegar hann kemur auga á fugla sem svo er ástatt um, þá gerir hann árás.“jS Passíu- sátmar Félagar í Leikfélagi Húsavíkur munu annast upplestur á Passíu- sálmunum sem eru fimmtíu talsins. Lesturinn hefst kl. 13 og er áætlað að hann standi yfir í fjórar klukkustundir. Umsjón með tónlistarflutningi hefur Pálína Skúladóttir organisti. Undanfarin ár heftur verið lesið úr völdum passíusálmum á föstudaginn langa í Húsavíkur- kirkju, en þetta mun í fyrsta skipti sem þeir verða lesnir í heild sinni í kirkjunni, að sögn séra Sighvats Karlssonar. Milljón í salemi Húsavíkurbær hefur skipað þau Erlu Sigurðardóttur fræðslufull- trúa og Gauk Hjartarson bygg- ingafulltrúa í starfshóp sem hef- ur umsjón með endurbyggingu gömlu kaupfélagshúsanna og mótar framtíðaráform um notk- un þeirra. Þar með er komið á formlegu samstarfi milli Kaup- félags Þingeyinga og Húsavíkur- bæjar í þessu máli. Þá hefur bæjarráð samþykkt að leggja fram eina milljón króna til uppbyggingar almenn- ingssalerna í einu af gömlu hús- unum (Hagræði), en eins og kunnugt er hefur skortur á al- menningssalernum verið blettur á annars góðri ferðamannaþjón- ustu í bænum. Fálkinn situr uppi í klettunum og horfíryfir veiðilendur sínar. mynd: þorgeir baldurs. Húsavík finim tug árið 2000 Húsavík fagnar 50 ára kaupstað- arafmæli árið 2000 og þá verður að sjálfsögðu mikið um dýrðir í bænum. Bæjarstjórn hefur sam- þykkt að skipa fimm manna af- mælisnefnd til að undirbúa há- tíðarhöld vegna þessara tíma- móta og verður nefndin skipuð fulltrúum frá Leikfélagi Húsa- víkur, Ferðamálafélagi Húsavík- ur, Völsungi, Atvinnuþróunarfé- lagi Þingeyinga og formaður verður skipaður af bæjarstjórn. Bæjarráð hefur þegar valið for- mann nefndarinnar, Friðfinn Hermannsson, framkvæmda- stjóra Sjúkrahúss Þingeyinga. Aðrir nefndarmenn voru kynntir á fundi bæjarsjómar í gær. JS Húsvíkingur ÞH-1 er til sölu. mynd: þorgeir baldurs. það skili sér heim. Ennnfremur hafa ýmis fyrirtæki á Kópaskeri byggt á þjónustu við rækjuvinnsl- una og missa því spón úr aski. Þannig að þetta hefur víðtæk áhrif á samfélagið.“ Niðurstaða fundarins var sú að boða þingmenn kjördæmisins til fundar á Kópaskeri n.k. mánu- dag til viðræðna \áð heimamenn um stöðuna og hugsanlegar leið- ir til úrbóta. Aðalsteinn segir að samdráttur í rækjuvinslunni á Húsavík hafi mun minni áhrif á atvinnulífið þar en raunin er á Kópaskeri. Búið er að leggja af þriðju vakt- ina á Húsavík en á henni unnu einkum starfsmenn af hinum vöktunum. „Þannig að flestir halda sinni vinnu en augljóslega er um skerðingu á vinnu og tekj- um að ræða.“ Aðalsteinn telur nauðsynlegt að forsvarsmemn FH upplýsi fljótlega hvað tekur við þegar og ef togarinn Húsvíkingur verður seldur. „Sjómenn búa við milda óvissu og ekki hægt að halda þeim í snörunni í margar vikur. Þessir menn þurftu margir að búa við sömu óvissu þegar Kol- beinsey og Júlíus Havsteen voru seld á sínum tíma. Það voru vinnubrögð sem ég vil ekki sjá aftur og stjórn FH þarf að eyða þessari óvissu sem allra fyrst og svara því hvað tekur við ef Hús- víkingur verður seldur." Reinhard Reynisson, bæjar- stjóri og stjórnarmaður í Fisk- iðjusamlaginu, segir að menn bíði eftir tilboðum í Húsvíking. En það sé alveg Ijóst að ef ásætt- anlegt verð fáist fyrir skipið þá komi eitthvað í staðinn. „Við erum að sjálfsögðu farnir að skoða þau mál og önnur skipa- kaup eru auðvitað inni í mynd- inni en á þessu stigi er ekki tíma- bært að útlista það frekar. Sumir hafa viljað misskilja það svo að það ætti að selja Húsvíking og þar með væri útgerðarsögu FH lokið, en það er af og frá.“ JS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.