Dagur - 24.03.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 24.03.1999, Blaðsíða 4
4 — MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 1999 VÍKURBLAÐIÐ Samtök hvalaskoð- unarfyrirtækja? Ásbjörn Björgvinsson með hvölum. Á morgim hefst á Húsavík sameiginleg- ux viimufimdur allra hvalaskoðimarfyrir- tækja á íslandi. Það er Hvalamiðstöðin á Húsa- vík sem stendur fyrir þessari tveggja daga ráðstefnu og að sögn Asbjörns Björgvinssonar forstöðumanns munu um 20-25 manns sitja ráðstefnuna frá 12 hvalaskoðunarfyrirtækjum og að auki sérfróðir fyrirlesarar, inn- lendir og erlendir. „Það má segja að þetta sé \innu- og kennslufundur þar sem farið verður yfir flest það sem tengist hvalaskoðun. Flutt verður skýrsla um hvalaskoðun á íslandi 1995-1998 og sérstak- lega fjallað um hve oft hvalir sáust í ferðum í fyrra. Erlendir fyrirlesarar munu upplýsa okkur um hvalaskoðun almennt í heiminum. Þá verður fjallað um öryggiskröfur farþega um borð í hvalaskoðunarbátum og trygg- ingamál bátanna. Samstarf hvalaskoðunarfyrir- tækja á sömu slóðum verður rætt og ennfremur samvinna Hafrannsóknastofnunar og hvalaskoðunarfyrirtækja. Ævar Petersen mun fjalla um fugla sem lfklegt er að menn sjái í skoðunarferðum við strendurn- ar, en þeir vekja oft athygli nátt- úruskoðara ekki síður en hval- irnir. Markaðs- og kynningarmál verða að sjálfsögðu til umræðu og ennfremur verður fulltrúi frá Free Willy samtökunum sem upplýsir okkur um málefni Keikós. Og síðast en ekki síst munum við ræða það hvort ástæða sé til að stofna samtök hvalaskoðunarfyrirtækja á Is- Iandi,“ sagði Asbjörn Björgvins- son. Ráðstefnunni lýkur um kl. 17 á Iaugardag og gestir munu sitja kvöldverðarboð í boði Húsavík- urkaupstaðar og samgönguráð- herra. Ef veður leyfir verður að sjálfsögðu boðið upp á hvala- skoðun á Skjálfanda. JS Hattur og Fattur eru afar vinsælir fyrir sunnan þessa dagana en fyrir norðan ganga félagar í Hattafélagi Húsavíkur jafnan fattir með hatta sina á föstudögum. Hér er einn þeirra, séra Sighvatur Karlsson, á mikilli uppieið og ugglaust raulandi„Hærra minn guð tilþín.“ Lyfja eignast þriðjung Óskastjam- anfmmsýnd Leikfélag Húsavíkur frumsýnir leikritið Óskastjörnuna eftir Brigi Sigurðsson n.k. föstudags- kvöld kl. 20.00 í Samkomuhús- inu. Leikstjóri er Asdís Þórhalls- dóttir. Þetta verk var sett upp í Þjóðleikhúsinu s.l. vetur og fékk mjög góða dóma. Anna Ragnarsdóttir og María Axfjörð fara með helstu hlutverk í Oskastjörnunni en aðrir leikar- ar eru Þorkell Björnsson, Sig- urður Illugason, Vigfús Sigurðs- son, Hrefna Jónsdóttir og Hrönn Káradóttir. Botnsvatns- gangaá laugardag Skíðagöngufólk á Húsavík er hvatt til þess að mæta upp við Botnsvatn á laugardag kl. 14.00 og taka þátt í skíðagöngu í kringum vatnið, en þessi vega- lengd er um 5 kílómetrar. Fjöl- margir stunda skíðagöngu í bænum óg er vonast til að sem flestir mæti og njóti útiverunnar í fögru umhverfi og skýrt tekið fram að hér er alls ekki um keppni að ræða. Boðið verður upp á orkudrykk inni í Krubb. Þess má og geta að í sumar er fyrirhugað að standa fyrir mynd- arlegu Botnsvatnshlaupi þar sem hlaupnir verða 5-10 kíló- metrar og verðlaun veitt fyrir ár- angur. JS Lylja kaupir þriðjung hlutafjár í Húsavíkur Apóteki. Tilgangur- inn með sölunni er að njóta bestu kjara í innkaupum, segir lyfsalinn. Lyfja hf. í Reykjavík hefur keypt þriðjung hlutabréfa í Húsavíkur Apóteki. Tilgangur- inn með þessu kaupum er að sögn Guðna Kristinssonar Iyf- sala að komast í samstarf við sterkan aðila er nýtur góðra kjara hjá heildsölum og öðrum þeim sem apótekin versla við. Jafnframt þessu munu Húsavík- urapótek og Lyfja hefja samstarf á öðrum sviðum, svo sem með útgáfu á fræðsluefni ýmis konar. „Ég hef miklar væntingar í sambandi við þetta samstarf og vona að viðskiptavinir Húsavík- ur Apóteks fái notið lægra lyfja- verðs. Einnig von ég að þær nýj- ungar sem bryddað verði upp á með tímanum falli í góðan jarð- veg,“ segir Guðni Kristinsson lyfsali. -SBS. Póló í Nató Forseti vor gerði góða för til PóIIands á dögunum, að sögn þarlenda fréttamanns- ins. Auk þess að blessa inn- göngu landsins í NATO fjallaði hann um Prins Póló. I þakkarskyni færðu inn- fæddir honum fulla körfu af því góðgæti, ásamt því að nefna hann „Prins Óló“. Sem sagt harla gott og ályktun hirðskálds Víkur- blaðsins, hk, er þessi: Forsetinn okkar Óló, álitinn vitur sem Plató. Skammtaði Pólverjum Póló og potaði þeim inn i NATÓ. Fréttirííríi Ritstjóri Víkurblaðsins hefur s.l. 20 ár stundum fengið að heyra að það væru aldrei neinar stórfréttir í blaðinu og algjör hending ef blaðið væri fyrst með fréttimar. Ymislegt er til í þessum áburði og á sér eðlilegar skýringar. Þannig er mjög erfitt fyrir vikublað að vera fyrst með fréttir, nema atburðir gerist svona klukkutíma áður en blaðið fer i prentun, því að öðrum kosti eru aðrir miðlar komnir fyrr í málið. Annað sem sífellt hefur komið í veg fyrir stórfréttir í Víkurblaðinu er sú staðreynd að síðustu tvo áratugina hafa stórviðburðir eingöngu átt sér stað þegar Víkurblaðið hefur verið í sumarfríi eða ritstjóri þess forfallaður af einhveijum ástæðum. Þannig hafa eldgos og miklir jarðskjálftar undantekninga- lítið átt sér stað þegar blaðið er í fríi og helstu stórafrek unnin í íþróttum og mestar sviptingar orðið í atvinnulífi þegar ritstjórinn er í veik- indaleyfi. Ritstjóri Víkurblaðsins hefur verið frá vinnu það sem af er þessum mánuði og var þess auðvitað fullviss fyrirfram að nú myndi eitt- hvað verulega fréttnæmt gerast í Þingeyjarþingi, jarð- hræringar eða annað í þeim dúr. Og að sjálfsögðu gekk þetta eftir og ritstjórinn var fjarri góðu „gamni“ þegar þær fréttir bárust úr at- vinnulífinu að til stæði að selja þann mikla togara Húsvíking og loka rækju- verksmiðjunni á Kópaskeri. Þarna sannaðist sem sé reglan um „fréttir í fríinu" enn einu sinni. Kúkálliim Starfsmannaráð Heilbrigð- isstofnunarinnar á Húsavík heldur úti fréttabréfi sem nefnist „Sjúkállinn." í sam- ræmi við það er forsíðu- grein framkvæmdastjóra birt undir fyrirsögninni „Magállinn". Og allt er þá þrennt er í ritinu í grein um rannsóknir á meltingarsjúk- dómum, sem að sjálfsögðu ber heitið „Kúkállinn!"

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.