Dagur - 01.04.1999, Blaðsíða 14

Dagur - 01.04.1999, Blaðsíða 14
14 - FIMMTUDAGUR 1. APRÍI, 1999 Tk&pr DOLBY EcreArbic DIGITAL. SOUIMD SYSTEIVI SÝNINGAR VERÐA ALLA PÁSKANA - NÁNARI UPPLYSINGAR í SIMA 461 4666 DANSKA MYNDIN FESTEN ■ FORSÝND UM PÁSKANA MEL GIBSON HEILSAR UPP Á BÍÓGESTI FYRIR 9 SÝNINGUNA 1. APRÍL Buöu þig undir að halda með vonda gæjanum! Svona hefur þú aldrei séð Mel Gibson áður. Meiriháttar mynd eftir Óskarsverðlauna- hafann Brian Helgeland. Sýnd alla páskana kl. 21 og 23. - B.i. 16 ára. Œl[p°^fl D I G I T A L RAÐHUSTORGI SÍMI 461 4666 ■ TPTx ÞJOÐMAL Geiunang og erfðaenska SKÚLI SIGURÐSSON VÍSINDA- SAGNFRÆÐINGUR SKRIFAR Fimmtudaginn 25. mars síðast- liðinn birtist í Degi (s. 7) ádrepa eftir Högna Oskarsson geðlækni og ráðgjafa Islenskrar erfða- greiningar vegna umræðu um gagnagrunnsmálið á veraldar- vefnum á vegum sjónvarpsstöðv- arinnar CNN. Siðfræðingur að nafni Jeffrey P. Kahn við Minnesota-háskóla hóf hana og í kjölfarið fylgdu skemmtileg orðaskipti. Guðsteinn Bjarna- son, blaðamaður hjá Degi, gerði umræðunni góð skil í fréttaskýr- ingu miðvikudaginn 17. mars (s. 8-9). Högni undrast vanþekkingu þeirra sem tjáðu sig um gagna- grunninn á öldum ljósvakans þrátt fyrir mikla umíjöllun um málið í innlendum og erlendum fjölmiðlum. Hann furðar sig á misskilningi, rangtúlkunum og útúrsnúningum á staðreyndum sem að hans mati auðkenndu framlag Islendinganna sem tóku þátt í umræðunni. Hann veitir Ríkharði Egilssyni, Einari Arna- syni, Tómasi Helgasyni, Boga Andersen og undirrituðum ádrepu og ræðir þau orð Russells Moxham að hefði Halldór Kiljan Laxness verið á Iífi og verið virk- ur þátttakandi í umræðunni hefði hann hugsanlega stemmt stigu við samþykkt laga um gagnagrunn. Það telur Högni fjarri sanni. Undir lokin segir Högni að margir þeirra, sem hann hafi veitt ádrepuna, hafi lagt ýmislegt gagnlegt til umræð- unnar um gagnagrunnin, en bætir við: „Því er það miður að þeir virðast nú hafa grafið sig það djúpt í skotgrafir að þeir sjá ekki að landslagið er breytt, og að náðst hefur samkomulag um margt það sem áður var um barist.“ Freyvangs- Hamingjuránið - frábær gamansöngleikur eftir Benght Alfors Leikstjóri: Jón Stefán Kristjánsson Tónlistarstjóri: Garöar Karlsson 11. sýning fimmtudaginn 1.4. (skírdag) kl. 20.30. 12. sýning laugardaginn 3.4. kl. 20.30. Engin sýning annan páska- dag. Frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa. Miðapantanir í síma 463-1195 kl. 16.00 - 19.00 alla daga George Orwell skrlfaði um bágt ásigkomulag enskrar tungu og sagði skýringanna fyrst og fremst vera að leita á sviði stjórnmála og efnahagsmála. Ný mállýska í gagnagnmnsiunræðiumi Orðfæri Högna er sláandi og kom undirrituðum í hug blaða- grein eftir Þorstein Gylfason heimspeking sem birtist árið 1984. Greinin nefndist „Gam- lenska og nýlenska" og gerði Þorsteinn þar að umræðuefni greinina „Stjórnmál og mælt mál“ eftir George Orwell frá ár- inu 1946. Þar ræddi Orwell um bágt ásigkomulag enskrar tungu og sagði að ástæðan geti ekki einfaldlega verið slæm áhrif ein- stakra rithöfunda heldur hlyti skýringanna fyrst og fremst vera að Ieita á sviði stjórnmála og efnahagsmála. Hann taldi að unnt væri að snúa við þessari óheillaþróun. „Hún [ensk tunga] verður ljót og ónákvæm vegna þess að hugsanir okkar eru heimskulegar, en subbuskapur í meðferð tungumálsins auðveld- ar okkar að hugsa heimskulega." Þessar vangaveltur urðu kveikj- an að þeirri framtíðarsýn sem Orwell setti fram í staðleysunni 1984. Hann lýsti orðfæri fram- tíðarsamfélagsins í viðauka sem nefna mætti grundvallarreglur nýlensku (fylgir ekki íslensku þýðingunni; önnur útgáfa kom út árið 1983). Þorsteinn þýddi „Newspeak" sem nýlensku en gamlenska var þýðing hans á „Oldspeak." Orðfæri Högna er gott dæmi um erfðaensku, nýja mállýsku sem gegnsýrt hefur umræðuna um gagnagrunnsmálið. Þetta er sú mállýska sem fslensk erfða- greining notar í röð heilsíðuaug- lýsinga í Morgunblaðinu að und- anförnu (19., 20., 21., 23. og 30. mars) þar sem landsmenn eru hvattir til þess að taka ábyr- ga afstöðu (gott dæmi um erfða- ensku) með því að gera ekki neitt og gangast sjálfviljugir und- ir jarðarmenið miðlægur gagna- grunnur. Merktngu orða snúið við Að mati Orwells var það ekki einungis hlutverk nýlensku að gera kleift að túlka ákveðna heimssýn heldur einnig að koma í veg fyrir önnur hugsunarform og gleyma eldri sögu skráðri á gamlensku. Það er sömuleiðis hlutverk erfðaensku eins og þessar auglýsingar í Morgun- blaðinu sýna glöggt auk ádrepu Högna. Samkomulag á erfða- ensku þýðir að íslendingar eiga að sætta sig við orðinn hlut og forðast að hugleiða hvort það hafi verið röng ákvörðun af hálfu Alþingis að samþykkja Iög um miðlægan gagnagrunn 17. des- ember síðastliðinn. Þeir eiga að telja Iögin dæmi um „nýjan stað- al í siðfræði rannsókna“, saman- ber svar Högna til Tómasar Helgasonar, en ekki dæmi þess að það er óheppilegt að stjórn- málamenn umbylti siðfræðiregl- um líkt og siðfræðingar ættu að forðast stjórnmálabyltingar. Orð Vilmundar Gylfasonar gilda enn: „Löglegt en siðlaust.“ Á erfðaensku benda orðin van- þekking, misskilningur, rang- túlkun og útúrsnúningur til þess að skoðanir, sem svo er Iýst, séu réttar. Með erfðaensku að vopni er hins vegar reynt að ýta eldri heimssýn og manngildum til hliðar vegna vona um skjótfeng- inn erfðafræðigróða. Kannski mætti stilla ákafanum í hóf? Spjaldskrárpólitík Ur grein Laxness, „Mannlíf á spjaldskrá", frá árinu 1943, sem er endurprentuð f Sjálfsögðum hlutum (Helgafell 1946, s. 178- 181), hefur Högni, rétt eftir að skáldið hafði nefnt þá hugmynd að koma mætti skráningu per- sónuupplýsinga á skipulegra form sem afhenda mætti „við- skiftamanni við vægu gjaldi". Hins vegar verður að taka með í reikninginn að Laxness virðist með greininni hafa viljað sam- hæfa krafta landa sinna að hætti þeirrar rökhyggju sem hann lof- söng á þessum árum. Hann vildi einnig varna því að einungis væru teknar saman upplýsingar um ævi merkismanna, samanber vinnu Páls Eggerts Ólasonar að Islenzkum æviskrám frá land- námstímum til ársloka 1940 sem þá var að hefjast (komu út á árunum 1948-1952 í fimm bind- um). Að mati Laxness ætti ekki síður að taka saman yfirlit um ættir bænda, vinnumanna, kot- únga, sauðaþjófa o. s. frv. Laxness var stoltur fyrir hönd Islands, sárnaði dugleysi og sóðaskapur samlanda sinna og beitti oft óvæginni tækni til þess að hvetja íslendinga til dáða. Mannlífsgreinin ber merki þess. Henni Iýkur á eftirfarandi hátt: „Mér er sagt að leynilögreglan þýska muni hafa tugmiljónir manna víðsvegar úr heimi á spjaldskrá, með athugasemdum um uppruna, hegðun, skoðanir og Iyndiseinkun, auk æviatriða, — allt í þeim tilgángi að geta geingið að mönnunum og drepið þá við hentugt tældfæri. I sam- anburði við spjaldskrá Himm- lers, sem miðast við morð, væri lítið verk að gefa þessum fáu Is- lendíngum líf á spjaldskrá." Líf á spjaldskrá eru margrar gerðar. 1 Bandaríkjunum er gert manntal á tíu ára fresti og þeim, sem berjast fyrir réttindum inn- flytjenda og fátæks fólks, er það kappsmál að sem flestir séu skráðir, svo að veita megi þeim styrki úr opinberum sjóðum. Hins vegar olli manntal í Vestur- Þýskalandi á níunda áratugnum heiftarlegum deilum og neituðu margir að taka þátt í því m. a. vegna þess að eftir valdatöku nasista á íjórða áratugnum voru gerð tvö manntöl sem gerðu nas- istum ldeift að vinsa gyðinga og aðra „óæskilega" þegna úr þjóð- skránni og finna þeim viðeigandi „biðskýli". Laxness gat hins veg- ar varla vitað árið 1943 að líf á spjaldskrá þýddi dauðadóm yfir mörgum af þessu fólki. Til þess að ræða um erfða- fræði, erfðamengistækni og gen- mang í lok 20. aldar þarf að stemma stigu við þeirri hnignun íslenskrar tungu sem birtist í erfðaensku og gerir það erfiðara en ella að ræða á skynsaman og öfgalausan hátt um þá flóknu framtíð sem við blasir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.