Dagur - 07.04.1999, Side 1
t
JónAmþórsson áAkureyri,
sem ermeðal annars þekktur
Jyrirað koma áfót glæsilegu
iðnaðarsafni í bænum, geng-
ur meðfleiri stórar hug-
myndirog eina þeirra kallar
hann „Litla ísland“.
Grunnurinn í hugmynd Jóns er sá að á
svæði sem að stærð gæti samsvarað um
tveimur knattspyrnuvöllum yrði búin til
smækkuð mynd af landinu. Hann hefur
meðal annars horft vonaraugum til svæð-
isins við ósa Eyjafjarðarár, sunnan svo-
kallaðrar Hjartabrautar, göngubrautarinn-
ar yfir E)jafjarðarána, en tekur þó fram að
hugmyndin sé ekkert endilega bundin við
þann stað eða Akureyri.
Þtjátíu metrar til Husavikur
„Hugmyndin er að ýta upp helstu útlínum
landsins með jarðýtu," segir Jón, „leggja
síðan hringveginn nákvæmlega eins og
hann er, sem yrði þá notalegur göngustíg-
ur. Hlutföllin í þessu væru nokkurn veg-
inn þau að leiðin frá Akureyri til Húsavfk-
ur yrði um þrjátíu metrar. Á hringvegin-
um yrðu merktir helstu staðir, til dæmis
yrðu bæirnir merktir og jafnvel gefinn
kostur á að vera þar með skilti sem sýndi
hvað hver bær býður upp á.“
Hugmyndin varð til meðal annars í
tengslum við starf Jóns hjá Samskipum á
Akureyri. „Við vorum með móttöku á er-
lendum skemmtiferðaskipum og oft voru
fylltar sex til átta rútur sem fóru austur í
Mývatnssveit í dagsferðir. Þegar ég kom í
stóru skipin var alltaf svo og svo mikið eft-
ir af eldra fólki sem nennti ekki að fara
þetta Iangar ferðir. Það var kannski ein
kveikjan að þessu, að geta sýnt þeim Is-
Iand í smækkaðri mynd,“ segir Jón. „Eg
var með hugann við hvað hægt væri að
gera á svæðinu til að auka framboðið af
Jón Arnþórsson á staðnum sem hann horfir vonaraugum til sem vettvangs til að framkvæma hugmyndina um „Litla ísland". Vtö ósa Eyjafjarðarár,
sunnan Hjartabrautarinnar svokölluðu. -mynd: brink
því sem við bjóðum gestum og gerir Akur-
eyri að áhugaverðum bæ.“
Hann bendir jafnframt á marga mögu-
leika í nýtingu á „Litla Islandi", meðal
annars fyrir skólana. „Þetta hugsaði ég
mér að gæti bæði verið þannig að kennar-
ar færu með nemendur að hausti eða vori
tii, löbbuðu hringinn og gerðu svolitla
landafræðikynningu auk þess sem þetta
yrði nýtt sem túristagarður. Svo eru marg-
ir möguleikar á útfærslunni sem kalla
bara á hugkvæmni fólks og hvort menn yf-
irleitt vilja leggja í þetta meira eða minna.
Framhaldið gæti orðið mjög verðugt
vinnuskólaverkefni fyrir sumarvinnuna
hérna næstu árin.“
Varðandi hugsanlegan kostnað segir Jón
að enn sé „Litla ísland“ bara hugmynd
sem raunverulega kalli á að að henni
komi menn sem hafa nægan áhuga til að
reikna út kostnaðinn. „Mér datt líka í hug
að ef enginn sýndi Iit,“ segir Jón, „hvort
það væri ekki hægt að búa til almennings-
hlutafélag um hugmyndina. Þetta væri al-
gjört einsdæmi á Islandi og - af hverju
ekki? Jöklaferðir þóttu fáránlegar fyrir
nokkrum árum, hvalaskoðunarferðir enn
fáránlegri. Nú er þetta uppistaða í ferða-
þjónustu á sumum stöðum."
„ÓgeðfeUd frétt“
Jón skrifaði Bæjarstjóm Akureyrar bréf með
greinargerð um hugmyndina 23. júní 1994.
Um miðjan júlímánuð sama ár birtist ffétt
um hugmyndina í Morgunblaðinu og í fram-
haldinu skondin umfjöllun í Helgarpóstin-
um - umíjöllun sem verður eiginlega að líta
á sem grín. Þar var dálkur sem kallaðist
„Ogeðfelldasta frétt vikunnar" og vísaði í
ffétt Morgunblaðsins. Grípum niður í um-
Qöllun Helgarpóstsins:
„I fyrsta lagi er það ógeðfellt að minnimátt-
arkennd Akureyringa skuli vera slík að þeir
verði að toppa Islandskortið í Ráðhúsi
Reykjavíkur. í öðm Iagi er einkar ógeðfellt að
þeir vilji stela ferðamönnum frá öllum Iands-
hlutum öðmm, gera sjálft Iandið óþarft en
teyma menn þess í stað um Gullfoss, Geysi
og Jökulsárlón í einni gönguferð á Akureyri."
Fleiri atriði em reyndar tínd til í klausu Heig-
arpóstsins en þó „Litla ísland" sé enn sem
komið er aðeins hugmynd - þá em orð til alls
fyrst og margar ógeðfelldari hugmyndir en
þessi hafa orðið að vemleika. - Hl
Umboðsmenn um land allt
Nýjustu hljómtækjastæðurnar
CDC-421
• 2X20W • RMS-Surround
• 3ja diska geíslaspilari
• Útvarp með 20 stöðva minni
• RDS-tvöfalt segulband • Surround
hátalarar fylgja.
CDC-471
Heimabíóhljómtæki
• 2X40W eða 4X40W • RMS-Dolby pro logic magnari
• Stafrænt tengi fyrir minidisk • 3ja diska geislaspilari
• Útvarp með 20 stöðva minni
• RDS-tvöfalt segulband • Fimm hátalarar fylgja.
CDC5H
Heimabíóhljómtæki
• 2X100W eða 4X50W *RMS
• Dolby prologic magnari • Stafrænt tengi
fyrir minidisk • 3ja diska geislaspilari
• Útvarp með 20 stöðva minni
• RDS-tvöfalt segulband • Fimm hátaiarar fylgja.
Hlustaðu á alvöru hljómgæði
)
Ifr.iKíe? prtA
t
rMfio
rvi'>'röÍJixu/
íti i