Dagur - 07.04.1999, Page 2

Dagur - 07.04.1999, Page 2
18 - MIBVIKVDAGUR 7. APRÍL 1999 ro^tr LÍFIÐ t LANDINU *- ■ SMÁTT OG STÓRT ■E—LkÁ UMSJÓN: BIRGIR GUÐMUNDSSON „Klukkan átta á laugardagskvöldið var ég glaður ung- ur maður. Tíu mínútum síðar var líf mitt í rúst.“ Sigurður Norð- dal um frétt Rik- issjónvarpsins á laugardag um meint milljarða- svik hans. DV í gær. Heimfrægir árekstrar Frétt Dags um konu sem lenti í tveimur árekstrum sömu helgina við sama manninn hefur vakið verðskuldaða athygli. En athyglin er þó ekki bundin við Island, því erlendir íjöl- miðlar hafa sýnt málinu áhuga og m.a. reynt að komast í samband við konuna. I dagblaðinu „The Star-Ledger“, sem gefið er út í New Jers- ey í Bandaríkjunum, er fastur dálkahöfundur sem heitir Lawrence Hall. I dálki sínum mánudaginn 22. mars síðast liðinn gerir hann m.a. þessa merku árekstrarsögu að umtalsefni í pistli sínum í tilefni af því að hann er að fjalla um þá gamalkunnu staðreynd að enginn fái örlög sín umflúið. Hall þessi segir m.a.: „Orlaganornirnar eru duttlungafullar og geta ýmist gert okkur að konungum eða skapað okkur ömurlegt hlutskipti. Oftar en ekki virð- ast þær þó spinna vefi sem eru okkur óhag- stæðir. Okumaður á norðurhluta Islands myndi í það minnsta nánast örugglega vera sammála því. A þennan ökumann var ekið i tvígang af sama bílstjóranum á einum og sama sólarhringnum. Líkurnar á slíku eru stjarn- fræðilegar. Konan, sem hefur ekið bifreið í 20 ár án óhappa, var á ferð í bænum Akureyri þegar bíl var ekið út af bifreiðastæði og beint á bílinn hennar. Þetta er eitt og sér ótrúlegt á þessari eyju í Atlantshafinu, þar sem aðeins 270 þúsund manns búa. Þar má auðveldlega aka um klukkutímum saman án þess svo mikið sem sjá annan bíl. En konan meiddist ekki og leigði sér annan bíl. Daginn eftir, þegar hún er að aka yfir gatnamót á grænu Ijósi, er keyrt á bíl hennar öðru sinni af sama manni í sama bíl. Sá hafði farið yfir á rauðu. Ökumaðurinn sagði yfir- völdum að sólin hafi blindað sig.“ Þannig hljóðar lýsing Lawrence Hall á þessu atviki og það vekur athygli hversu nákvæm og rétt lýs- ingin er - ef frá er skilinn parturinn um hversu langt er á milli bíla hérH Kosningabaráttunni startað í afmæli Guðni Agústsson, þingmaður framsóknar- manna á Suðurlandi, fagnar fimmtugsafmæli sínu á föstudaginn og mun halda mikla veislu á Hótel Selfossi af því tilefni. I kjördæminu tala menn um að þetta verði einhver lengsta afmælisveisla íslandssögunnar þ\i' henni muni í raun ekki ljúka fyrr en eftir kosningar. Segja menn afmælishátíðina á föstudag marka upp- haf kosningabaráttunnar hjá Guðna og fram- sóknarmönnum - þá verði slegið í klárinn og ekkert gefið eftir fyrr en búið er að loka kjör- stöðum 8. maí. „Þaö er brýnt fyrir bæjaryfirvöld hér að efla atvinnu, “ segir Ásgeir Logi Ásgeirsson, meðal annars hér í viðtal- inu. -mynd: brink. Ætlaði að verða skipstj óii „Það var aldrei draumur hjá mér að verða bæjarstjóri, ég ætlaði að verða skipstjóri og sá það í hetjuljóma. En faðir minn var lengi bæjarritari hér og það fór því ekki hjá því að þannig kynnt- ist ég bæjarmálunum nokkuð og þegar ég fluttist hingað til Ólafs- fjarðar aftur eftir nokkurra ára Ijarveru lenti ég strax í hringiðu þeirra. Hef samhliða tímafrek- um störfum á þeim vettvangi rekið hér stórt fyrirtæki, en með því að gefa kost á mér í bæjar- stjórastarfið hafði ég í huga að taka til í eigin ranni og einbeita mér að ákveðnum verkefnum í stað þess að koma og vera á kannski of mörgum vígstöðvum. Gagnvart bæjarmálunum hef ég metnað og víða þarf að taka til hendi,“ segir Asgeir Logi Asgeirsson, nýráðinn bæjarstjóri í Ólafsfirði. Meö 100 manns í vinnu Skömmu fyrir páska gekk bæjarstjórn Ólafs- fjarðar frá ráðningu Asgeirs Loga í starf bæjar- stjóra og tekur hann við því á næstunni. Hann hefur að undanförnu verið bæði formaður bæj- arráðs jafnhliða því sem hann hefur stýrt sjávar- útvegsfyrirtækinu Sæunni Axels, sem er eitt stærsta fyrirtækið á staðnum. Veitir nær 100 manns vinnu og er burðarás í bæjarlífinu. „Það er brýnt fyrir bæjaryfirvöld hér að efla at\innu, til dæmis fyrir konur. Að fyrir bæði kynin sé hér næg vinna er grundvöllurinn fyrir trausta byggð hér,“ segir Ásgeir Logi. Hann er fæddur í Ólafsfirði árið 1963 og er sonur hjónanna Sæunnar Axelsdóttur útgerðar- manns og Ásgeirs Ásgeirssonar. Stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri Iauk Ásgeir Logi 1984 og svonefndu fiskimanna- prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1986. Eftir það fór hann til náms við Sjávarútvegs- háskólann í Tromsö f Noregi. Eftir að fimm og hálfs árs námi þar Iauk starfaði Ásgeir um hríð við sjávarútveg í Andenesi í Norður-Noregi, en heim flutti hann með Ijölskyldu sinni 1994. Starfaði eftir það um hríð hjá út- flutningsfyrirtækinu Valeik hf. „Meiningin var að flytja norður strax þegar við komum að utan, en þannig var tíðarfarið að konan mín gat ekki hugsað sér að fara hingað að svo komnu - og það var ekki fyrr en vorið 1997 sem við komum hingað.“ Að fara á skak Ásgeir Logi kveðst eiga mörg áhugamál. „Ekki síst að vera með fjölskyldunni, konu minni Kristínu Davfðsdóttur og dætrum okkar þremur sem eru 8 og 3ja ára og sautján mánaða. Saman gefum við okkur tíma m.a. til þess að sinna skíðaíþróttinni og stundum förum við með eldri stelpurnar t\'ær í fjallið. - Sjálfur hef ég mikinn áhuga á sjávarútvegi almennt og eitt skemmti- legasta sem ég geri er að bregða mér út á fjörð á skak, það er sú besta hvíld sem ég fæ,“ segir Ás- geir Logi Ásgeirsson. Aðfara á handfæra- skak er eftirlæti Ás- geirs Loga Ásgeirs- son, nýbakaðs bæjar- stjóra í Ólafsfirði. Hann segir mörg verk- efni bíða sín í nýju starfi SPJALL ■ FRÁ DEGI TIL DAGS Rökfesta er hvorki Iist né fræðigrein, heldur undanbrögð. Henjamin jovctt Þetta gerðist 7. apríl • 1827 fann breski efnafræðingurinn John Walker upp eldspýtuna. • 1939 réðst ítalski herinn inn í Albaníu, og viku síðar var Albanía innlimuð í Ítalíu. • 1943 brann Laugarnesspítali í Reykjavík. • 1948 var Alþjóðlega heilbrigðisstofn- unin (WHO) stofnuð. • 1953 var Dag Hammerskjold einróma kosinn aðalritari Sameinuðu þjóðanna. • 1966 fundu Bandaríkjamenn vetnis- sprengju sem þeir höfðu týnt- út af ströndum Spánar! • 1988 hittust Mikhaíl Gorbatsjov leið- togi Sovétríkjanna og NadjibuIIah, leið- togi afgangskra skæruliða og sömdu um að Ijúka stríðinu í Afganistan. • 1994 hófust fjöldamorðin miklu í Rú- anda, degi eftir að forsetar Rúanda og Búrúndís fórust í flugslysi. Þau fæddust 7. apríl • 1770 fæddist enska skáldið William Wordsworth. • 1771 fæddist ítalski skæruliðinn Fra Diavolo, sem sagður er hafa barist gegn hernámsliði Frakka í Napólí. • 1860 fæddist bandaríski iðnjöfurinn W.K. Kellogg, sem fyrstur hóf fram- leiðslu á maísflögum (kornfleksi). • 1860 fæddist Kristján Níels Júlíus Jónsson skáld, sem kallaði sig Káinn. • 1882 fæddist Kurt von Schleicher, síð- asti kanslari þýska Weimar-lýðveldisins. • 1884 fæddist pólski mannfræðingur- inn Bronislav Kasper Malinovskí. • 1915 fæddist bandaríska söngkonan Billie Holliday. • 1920 fæddist indverski tónlistarmað- urinn Ravi Shankar. • 1939 fæddist bandaríski kvikmynda- Ieikstjórinn Francis Ford Coppola, og er því sextugur í dag. Afmælisbam dagsins Magnús Þór Jónsson (Megas) er fæddur 7. apríl 1945. Hann ólst upp í Norðurmýrinni í Reykjavík og gekk í Menntaskóla Reykjavíkur. Árið 1972 kom fyrsta plata hans út. Hún hét einfaldlega ,jMegas“ og var gefin út með aðstoð Islendinga- félagsins í Osló. Hún vakti hneykslan í stofum góðhorgaranna og ekki síst vegna þeirrar hug- myndar Megasar um að láta Jónas Hallgrímsson liggja sauðdrukkinn útí hrauni. Megas er fyrst og síðast þekktur fyrir orðsnilld í textagerð sinni. Vísa dagsins Vísa dagsins er eftir Örn Arnarson: Lýðurinn virðir lögin skráð, Ijóst þó dæmin gjöri, að þangað sækir refur ráð, sem rænir lambið fjöri. Brandarinn Maður nokkur þurfti að leita til lögfræð- ings en hafði nokkrar áhyggjur af hugsan- legum kostnaði. Hann byrjaði því á að spyrja lögfræðinginn hvað hann tæki fyrir ráðleggingar. „Fimm þúsund krónur fyrir þrjár spurn- ingar,“ svaraði lögfræðingurinn. „Er það nú ekki dálítið dýrt?“ spurði maðurinn. „Jú,“ svaraði lögfræðingurinn, „og hvern- ig hljóðar svo þriðja spurningin?“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.