Dagur - 07.04.1999, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1 999 - 19
Thypr.
LIFIÐ I LANDINU
Böm og unglingar
beita ofbeldi. Reiði,
réttlætiskennd, löng-
un til að stækka í aug-
um skólafélaga og
fleira verður til þess að
þau níðastá öðmm.
Davíð Bergmann vill
breyta þessu.
I skólastofu einni hér í borg fyrir
nokkrum dögum var Davíð
Bergmann einu sinni sem oftar
að halda fyrirlestur. Unglingar í
9. bekk sátu í hring í miðri stof-
unni og það var talsverður völlur
á þeim til að byrja með. Þeir
svöruðu spurningum Davíðs
með ögrandi hætti, jú, það væri
allt í lagi með ofbeldið í skólan-
um, þau gætu ekkert að því gert
o.s.frv. Eftir um fimm mínútur
hafði hann náð þeim niður, það
sljákkaði í þeim og þau tóku að
hlusta.
Það þarf talsvert til að halda
athygli heils 9. bekkjar vakandi í
80 mínútur um margþvælt efni:
ofbeldi og fíkniefni. Til þess að
boðskapurinn komist til skila
neytir Davíð, sem starfar hjá Fé-
lagsþjónustu Reykjavíkur, marg-
víslegra bragða sem sum náðu
til unglinganna, önnur ekki.
Notar pumpu, vatn og kókbrúsa
til að sýna hvað eitt höfuðhögg á
réttan stað getur komið af stað
mikilli blæðingu inn á heilann.
Fær ungiinga út á gólf til að
sviðsetja „bellisbúasamskiptin“
eins og hann kallar samskipti
fólks sem ekki þorir að nefna til-
finningar sínum réttu nöfnum.
Sennilega er veruleiki ofbeldis
og fíkniefna fjarlægur flestum
unglingum, rétt eins og full-
orðnum, en Davíð segir að hægt
sé að finna dæmi um gróft of-
beldi, Iíkamlegt eða andlegt, í
öllum skólum. Til að færa um-
ræðuefnið nær þeim hópum
sem hann talar við í skólum um
allt land notar hann því dæmi úr
þeirra nánasta umhverfi, ofbeldi
og afbrot framin af nemendum
viðkomandi skóla. Snemma í
fyrirlestrinum gerir hann hreint
fyrir eigin dyrum, segist sjálfur
vera fyrrum fíkill og fléttar eigin
reynslu af neyslu og afbrotum
saman við fræðsluna. Hann seg-
Auga fyrir auga
„Það er ekkert eðlilegt að 14-15 ára börn séu komln með blæðandi magasár vegna eineltis en það eru dæmi þess, “segir Davíð. Hann telur að efla þurfi eftirlit
með krökkum I áhættuhópum, greina þurfi þá snemma og fylgjast með þeim. Ella geti illa farið. Einn af fyrrum skjólstæðingum Félagsþjónustunnar er nú orð-
inn 18 ára gamall. Hann er ofvirkur, mikill fíkill og af annarri kynslóð afbrotamanna. Hann lenti milli stafs og hurðar þegar sjálfræðisaldurinn var hækkaður og
kerfið missti af honum - átján ára hefur hann nú 69 afbrotamál að baki. - mynd: hilmar
ir að sinn afbrotaferill hafi byrj-
að þegar hann var 9 mánaða
gamall. Þá fékk hann höfuðhögg
og það blæddi inn á heilann.
Síðar kom í ljós að hann var les-
blindur og til að fela námserfíð-
leika sína og minnimáttarkennd
tók hann smám saman að sér
hlutverk töffarans.
Davíð leggur ríka áherslu á að
unglingar geri sér grein fyrir því
að annaðhvort séu menn á móti
ofbeldi eða ekki. Og séu
menn/unglingar á móti ofbeldi
þá þurfi sú andstaða að vera virk
andstaða. Töffarinn í skólasam-
félaginu haldist ekki í töffara-
hlutverkinu nema í kringum
hann sé hópur sem styðji hann
og dái. „Það gerist ekkert ef
töffarinn ætlar að berja ein-
hvern úti á skólalóð og enginn
er að horfa á. Þá er viðkomandi
ekki laminn."
„Krakkarnir eru mataðir á öllu mögulegu og ómögulegu en það er mjög tak-
mörkuð kennsla í samskiptum. Það hefur ekkert upp á sig að læra stærð-
fræði efþú kannt ekki samskipti." -mynd e.ól
Krakkarnir taki afstöðu
I lok fyrirlestrarins eru ungling-
arnir beðnir um að taka beina
afstöðu til ofbeldis með at-
kvæðagreiðslu um málið. Þannig
er reynt að virkja unglingana til
afstöðu og að-
gerða. Unglingar
mega ekki skýla
sér á bak við
hlutleysi og að-
gerðaleysi enda
trúir Davíð því
að þeir sem beiti
ofbeldi geri það
ekki nema að
öðrum sjáandi,
ofbeldið sé fyrst
og fremst leið
þeirra sem eiga við erfiðleika að
stríða til að vekja á sér athygli.
„Þeir krakkar sem eru að beita
einelti og ofbeldi eru með lágt
sjálfsmat. Þeim líður ekki vel,
þau eru með sértæka námserfið-
leika, athyglibrest, ofvirkni, mis-
þroska. Þetta eru þau börn sem
eru í áhættu. Þess vegna er svo
mikilvægt að þegar börn eru
greind, t.d. ofvirk börn, þá eig-
um við að setja rautt flagg aftan
í þau og fylgja þeim eftir. Við
eigum ekki að greina þau og
skilja þau eftir. Þau þurfa að-
stoð.“
En hvers konar ofbeldi er
Davíð að tala um? A fundinum
sem blaðamaður var viðstaddur
tiltók Davíð íjölmargar ljótar
sögur af ofbeldisverkum sem
framin höfðu verið af nemend-
um viðkomandi skóla og hann
segir að í flestum skólum megi
finna slík dæmi af heimavelli.
Hann rifjar upp nokkur ofbeld-
isverk sem komið hafa til kasta
lögreglu á undanförnum mán-
uðum. Setið var fyrir
unglingspilti, sem var að koma
Þetta úrrædi kostar
kannski 2-300þús.
kr. á önn meðan einn
góðurkrimmi kostar
250.000 kr. á viku.
af skemmtun og hann laminn
með hömrum. Fyrir rúmu ári
síðan var t.d. gerð hópárás á
strák sem var sakaður um að
vera að kvelja yngri krakka.
Honum var stillt upp við vegg
með hníf til að
gera hann
hræddan, hann
var látinn fara
niður á hné til
að kyssa fæt-
urnar á viðkom-
andi, svo var
sparkað í andlit-
ið á honum og
þegar hann lá í
jörðinni fóru
þeir að hoppa
yfir hann og ofan á honum á
hjólabretti."
Afar algengt er að ofbeldisverk
í gagnfræðaskólum séu framin á
þeim forsendum að verið sé að
hefna fyrir eitthvað sem viðkom-
andi á að hafa sagt eða gert. Oft
hefur sá sem hefnir söguna ekki
frá fyrstu hendi og því verða
saklausir ósjaldan fyrir barðinu
á ofbeldisseggjunum. „Ofbeldið
snýst oft á tfðum ekki um neitt -
nema einhver sagði eitthvað og
þess vegna beri okkur að lemja
hann. Þetta er siðferðið um
auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.“
Fjölbreyttari úrræði
Komist unglingarnir óáreittir og
án afskipta foreldra, starfsliðs
skóla eða félagsmálayfírvalda
yfir í fíkniefnaneyslu færist
meiri harka í veruleika þeirra.
Harka sem iðulega nær ekki út í
umræðuna. Fyrir jól birtist í fjöl-
miðlum frétt sem hljómaði á
þessa leið: Tveir eiturlyfjaneyt-
endur réðust d pítsusala og
rændu hann. „Það kom aldrei
fram í fréttinni að kvöldið áður
hafði heildsali þessara dópista
hringt og sagt: 100.000 kall á
borðið á morgun eða ég klippi af
ykkur putta."
Þessir drengir voru 16 og 17
ára. Fyrir nokkrum mánuðum
var sautján ára gamall fíkill
færður nauðugur af heimili
sínu, lokaður ofan í bílskotti,
keyrður upp í Rauðhóla þar sem
hann var laminn. „Það hefur
heldur aldrei komið fram í fjöl-
miðlum. Drengnum var hent
aftur í skottið og farið með hann
í hús. Þegar lögreglan kom á
staðinn [drengurinn var með
síma á sér og gat því hringt eftir
hjálp] var búið að binda hann og
hafnarboltakylfu var haldið upp
að hálsinum á honum.“
Alltaf öðru hveiju koma ungl-
ingar og viðurkenna að þeir eru að
missa tökin á lífi sínu en að sögn
Davíðs er um 8-12 mánaða bið
eftir meðférð og rúmlega fjörutíu
unglingar eru nú á biðlista eftir
hjálp á meðferðarheimilinu Stuðl-
ar. Þá séu heldur ekki nægilega
fjölbreytt úrræði í boði. „Við erum
með margar góðar meðferðar-
stöðvar á Islandi en við þurfum
fleiri úrræði og fleiri valkosti. Það
er hægt að fara margar leiðir. Ég
er t.d. með hópastarf héma fyrir
stráka undir 16 ára sem em á af-
brotabraut. Við heimsækjum Iögg-
una, slökkviliðið, sjúkraflutninga-
menn, tryggingafélög, lækna á
Grensásdeildinni. Við kynnum fyr-
ir þeim hvað það kostar og hvað
það þýðir að vera í afbrotum. Þetta
er ekki dýrt verkefni og við höfum
náð um 80-85% árangri. Þetta úr-
ræði kostar kannski 2-300 þús. kr.
á önn meðan einn góður krimmi
kostar 250.000 kr. á viku. Og
meðferðarúrræði kostar 3 milljónir
á ári. Við þurfum að fara að end-
urskoða leiðir." LÓA