Dagur - 07.04.1999, Page 5

Dagur - 07.04.1999, Page 5
MIDVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 - 21 LÍFIÐ í LANDINU Systrabrúðkup í Skagafirði „...og á eftir var síðan brúðkaupsveisla í Miðgarði þar sem mættu um 230 gestir, “ segir Guðleif Birna Leifsdóttir. Hún er fyrir miðju ásamt Eysteini Leifs- syni manni sínum. Til vinstri er Kristbjörg Leifsdóttir ásamt manni sínum, Magna Samsonarsyni, og Stefanía Hjördís Leifsdóttir og hennar maður, Jó- hannes Helgi Ríkharðsson eru til hægri, ásamt dótturinni Ríkeyju Þöll. (Ljósmyndast. Grafarvogs.J „Við ætluðum að láta gefa okkur saman í sóknarkirkju okkar að Ríp í Hegranesi, en hún rúmaði ekki nema áttatíu manns. Því var farið að Hólum, þar sem sr. Bolli Gústavsson gaf okkur sam- an og á eftir var síðan brúð- kaupsveisla í Miðgarði, þar sem mættu um 230 gestir í mat. A eftir var dansleikur sem Hörður G. Olafsson á Sauðárkróki sá um,“ segir Guðleif Birna Leifs- dóttir. Þann 8. ágúst sl. sumar gengu í hjónaband systur þrjár frá Keldudal í Hegranesi í Skagafirði. Guðleif Birna, sem býr í Mosfellsbæ og nemur fé- Iagsráðgjöf og uppeldisfræði við HI, gekk að eiga Eystein Leifs- son, tamningamann. Kristbjörg í Hafnarfirði, félagsráðgjafi í Reykjanesbæ, gekk að eiga Magna Þór Samsonarson, iðn- rekstrarfræðing. Stefanía Hjör- dís á Brúnastöðum í Fljótum, félagsfræðingur og kennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, gekk að eiga Jóhannes Helga Ríkharðsson, bónda og ráðunaut hjá Búnaðarsambandi Skagaljarðar. „Við töluðum oft um það í gamni að gifta okkur saman, enda var það ekki fjar- lægt; við erum samrýmdar og allar búnar að vera álíka lengi í sambúð. En síðan gerðum við alvöru úr þessu og sjáum ekki eftir,“ segir Guðleif. „Eftir brúðkaupsveisluna fór- um við systurnar, ásamt Álfhildi yngstu systur okkur og hennar manni, Sölva Sigurðssyni, að Ytri-Vík við Eyjaíjörð þar sem við gistum. Það var skemmtilegt og dekrað var við okkur. Lengra brúðkaupsferðalag kom um haustið. Kristbjörg og Magni og ég og Eysteinn, fórum suður til Barcelona, reyndar sitt í hvoru lagi, en hittumst þar þó aðeins. Stefanía og Jóhannes eiga enn eftir að fara í sitt ferðalag, enda gafst þeim ekki tími til slíks frá önnum við búskapinn," segir Guðleif, sem á von á barni í þessum mánuði. Hún er önnur systranna þriggja að eiga barn, Stefanía á með sínum manni dótturna Ríkeyju Þöll. -sbs. Linda Björg og Lúövík Gefin voru saman í hjónaband í Grafarvogskirkju þann 11. janú- ar sl., af séra Sigurði Arnarsyni, þau Linda Björg Reynisdóttir og Lúðvík Alfreð Halldórsson. Heimili þeirra að Salthömrum 17 í Grafarvogi. (Ljósmyndast. Mynd, Hafnarfirði.) Brynhildur og Sigiirður Gefin voru saman í hjónaband í Möðruvallaklausturskirkju í Hörgárdal þann 22. ágúst á sl. ári, af séra Svavari Alfreð Jóns- syni, þau Brynhildur Bjarnadótt- ir og Sigurður Friðleifsson. Heimili þeirra er á Möðruvöll- um 3 í Hörgárdal. (Ljósm.: Norðurmynd - Ásgrímur.) Inguun og Jóhannes Gefin voru saman í hjónaband í Krossinum í Kópavogi þann 19. september á sl. ári, af Gunnari Þorsteinssyni, þau Ingunn Smáradóttir og Jóhannes Osk- arsson. Heimili þeirra er í Lautasmára 5 í Kópavogi. (Ljósm.: Ljómyndast. Sigríðar Bachman.) Um sóðaskap Sl/OJMA ER LIFID Pjetup St. Arason skrifar Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Nú þegar vorar, kemur ýmislegt í ljós á gangstéttunum og í görðum fólks. Það eru umbúðir utan af drykkjarföngum sem fleygt hefur verið í vetur og horfið undir snjó. Þá eru sand- haugar á gangstéttunum sem bárust þangað í snjónum og hálkunni í vetur. Reykjavík er sóðaleg borg. Það þarf ekki að ganga lengi um götur bæjarins til þess að komast að því. Það eru um- búðabréf utan af sælgæti og rusl á hverju götuhorni. Eftir hverja helgi eru gangstéttirnar þaktar baukum utan af bjór- dósum og glerbrotum eftir svallsemi borgaranna. Það kveður svo rammt að þessari umgengni að jafnvel virðulegustu hverfi borgarinnar minna á fátækrahverfi stórborgar. Víða í iðnaðar- hverfum má sjá iðnaðarrusl skilið eftir í hirðuleysi. Bílhræ sem grotna niður við vegakanta, eru eldd óalgeng sjón. I kvikmynda- húsum eru um- búðir utan af drykkjarföngum og poppkorn og popppokar eins og hráviður útum allt, þó það séu til rusladallar eða tunnur eru þær ekkert notaðar. Fyrir nokkrum árum fóru kvik- myndahúsin f auglýsingaher- ferð, undir slag- orði sem var eftir- farandi „gengurðu svona um heima hjá þér“. „Umgengni lýsir innri manni," segir gamall málsháttur. Það má ímynda sér hvernig ástandið væri ef fólk hætti al- mennt að þrífa sig og gengi jafn hirðuleysislega um sjálft sig eins og það gengur um umhverfið. Nú er það ekki svo að þetta séu brjálaðir unglingar sem svona haga sér. Nei, meira að segja virðulegar frúr gera sig uppvísar af því að kasta frá sér sælgætisbréfum á götu. Það er lítið mál að beygja sig í bakinu eftir sælgætisbréf- um sem Iiggja á götunni eða gangstéttum og henda þeim í næstu ruslatunnu. Tökum til eftir veturinn, tökum til eftir sjálfa okkur. Tökum upp ruslið og hendum því í ruslið. I HVAfl ER Á SEYÐI? ÁVEXTIRNIR TIL AKUREYRAR Fjölskylduleikritið Ávaxtakarfan verður sýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri helg- ina 17.-19. apríl næskomandi og hefst miðasala í dag. Yfir tíu þúsund manns hafa séð leikritið en búið að sýna það 38 sinnum á fjölunum í Reykjavík. Það eru viðkvæm vandamál á borð við einelti og fordóma sem er megininntak leikritsins, en þeim er komið til skila á skemmtilegan hátt með söngvum, dans og leik ávaxtanna í ávaxtakörfunni. Allir í ávaxtakörfunni eru kúgaðir af Imma ananas, Maja jarðarber er minnst og verður því fórnarlamb eineltis, þar til gulrót lendir í körfunni og verður bitbein fordóma þar sem hún er grænmeti og því annarrar ættar en ávextirnir. Smám saman opnast augu ávaxtanna fyrir því að það er ekki útlitið sem skiptir máli heldur innrætið. Allar nánari upplýsingar veitir Gunnar Gunnsteinsson, leikstjóri í símum 899-8221 og 552-5514. HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ Jaftirétti til lífs Fundir verða í kosningamiðstöð Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs að Suðurgötu 7, Rvk., miðvikudaginn 7., fimmtudaginn 8. og laugardaginn 10. apríl. Verkalýðsbarátta á villigötum? er yf- irskrift fundarins 7. apríl og hefst hann kl. 20.30. Græn hagfræði verður á dag- skrá 8. apríl kl. 20.30 og 10. apríl verður rætt um miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði. Fundirnir eru öllum opnir. Óperukvöld í Salnum I kvöld kl. 20.30 verður Óperukvöld £ Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Þar verða samsöngsatriði á dagskránni, dúett- ar og kvintettar. Flytjendur eru Hulda Garðarsdóttir sópran, Tanje Haugland, sópran, Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzo- sópran, Tomislav Muzek tenór, Davíð Ólafsson bass baritón, Sigurður Skagfjörð Steingrímsson bass baritón. Undirleikari er Kurt Kopecy sem spilar á píanó. Félag eldri borgara Ásgarði, Glæsibæ Borgarafundur á vegum ITC um málefni eldri borgara veðrur haldinn í Ásgarði í dag kl. 17.00. Ræðumenn eru alþingis- mennirnir Sólveig Pétursdóttir, Ögmund- ur Jónasson, Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- ráðherra, en auk þeirra heldur Ólafur Ólafsson, formaður félags eldri borgara, erindi á fundinum. I dag kl. 9.00 verður handavinna, perlu- saumur og fleira í umsjón Kristínar Hjaltadóttur. Línudanskennsla, kennari er Sigvaldi Þorgilsson kl. 18.30. Félag eldri borgara í Þorraseli, Rvk. Opið í Þorraseli í dag kl. 13.00 til 17.00. Handavinna, perlusaumur kl. 13.30. Kaffi og meðlæti ld. 15.00 til 16.00. Allir velkomnir. Fræðslufundur um einhverfu „Úrræði í grunnskóla fyrir einhverfa nem- endur. Hver er stefnan í dag?“ er yfirskrift fundar sem Umsjónarfélag einhverfra heldur fimmtudaginn 8. apríl kl. 20.00 í fundarsal Þroskahjálpar, Suðurlandsbraut 22. Gestir fundarins verða Arthúr Morthens, Eyrún Gísladóttir og Gabriella Sigurðardóttir frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.