Dagur - 14.04.1999, Síða 5

Dagur - 14.04.1999, Síða 5
T Tfc^ur. LÍFIÐ í LANDINU Briiðakaiipsnðtt á Þingvöllmii „Hingað norður fluttum við skömmu eftir brúðkaupið," segir Karen Ingimars- dóttir, sem hér er ásamt Hlyni Jóhannssyni, eiginmanni sínum. CLjósmyndarinn: Lára Long.J „Við kynntumst á Pollinum hér á Akureyri fyrir tæpum fimm árum,“ segir Karen Ingimars- dóttir. Þann 13. júní í fyrrasum- ar gaf séra Kjartan Orn Sigur- björnsson Karenu og Hlyn Jó- hannsson saman í hjónaband í Dómkirkjunni i Reykjavík, en þau búa í dag á Akureyri. „Hing- að norður fluttum \ið skömmu eftir brúðkaupið, en það kom til vegna þess að KA vildi endilega fá manninn minn til að þjálfa í handbolta. Við ákváðum að slá til og síðan spilaði líka inní dæmið að ég er héðan að norð- an,“ segir Karen. „Það er gott að vera komin aft- ur norður, en eftir tæplega ijög- urra ára búsetu fyrir sunnan eru þetta hinsvegar nokkur viðbrigði. Sérstaklega hvað varðar veðrátt- una, enda var endalaus rigning hér í fyrra og í sjónvarpinu fylgd- umst við af mestum spenningi með veðurfréttunum,11 segir Karen, sem í dag starfar hjá Tæknivali hf. á Akureyri. Þau hjónin eiga soninn Aron Inga, sem er tveggja ára gamall. „Eftir brúðkaupið í Dómkirkj- unni fórum \að í myndatöku og síðan í brúðkaupsveisluna, sem haldin var f félagsheimilnu Garðalundi í Garðabæ. Stóð veislan fram undir morgun og síðan var það svítan á Hótel Val- höll á Þingvöllum, þar sem við eyddum brúðkaupsnóttinni," segir Karen. -SBS. MIDVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 - 21 Sólveig og Óli Ágúst Gefin voru saman í Garðakirkju á Alftanesi þann 8. ágúst á sl. ári, af séra Hans Markúsi Haf- steinssyni, þau Sólveig Níels- dóttir og Oli Agúst Þorsteinsson. Heimili þeirra er að Hjarðarhaga 46 í Reykjavík. (Ljósmyndast. Mynd, Hafnarfirði.) Andrea og Bjöm Gefin voru saman f Dalvíkur- kirkju þann 11. júlí á si. ári, af séra Sigríði Guðmarsdóttur, þau Andrea Waage og Björn Júlíus- son. Heimili þeirra er að Ein- holti 3 á Akureyri. (Norðurmy'nd - Ásgrímur.) Ásta og Jörgen Gefin voru saman í Akureyrar- kirkju þann 27. júní á sl. ári, af séra Birgi Snæbjörnssyni, þau Asta Knútsdóttir og Jörgen Ny- strand. Heimili þeirra er í Hágrsten í Svíþjóð. (Norður- mynd - Asgrímur.) Um vináttu SV0J\IA ER LIFIÐ Pjetup St. flrason skrifar Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is „Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir,“ segir í lögunum sem dýrin í Hálsaskógi komu sér saman um á frægri ráð- stefnu í lok leikritsins, „ekkert dýr má éta annað dýr.“ Þessi orð hafa hljómað í eyrum þjóðarinnar síðan þjóðleikhúsið gaf út plötu með þessu frábæra verki Thorbjörns Egners. Það er mikil dyggð að vera vinur vina sinna, þó enn meiri dyggð að geta verið vinur óvina sinna. Það er ekkert mál að fara með innihaldslausar tuggur um vináttu en vinátta er aldrei traustari fyrr en á hana reynir. Það eru til óteljandi spakmæli um vináttuna. „Öll dýrín í skóginum eiga að vera vinir." Meðan á könnunni ölið er þá vinur er en þegar ölið þrýtur þá vinurinn fer, svo vísað sé í gamlan þvældan dægurlaga- texta, sem að einhveijir skallapopparar sungu fyrir all- nokkrum árum. I Hávamálum er talað um vináttu, „vin sín- um skal maður vinur vera, þeir og þess vin,“ stendur þar. Núna þegar stríð geysar í Evrópu og stríðshijáðir íbúar eru á flótta frá heimilum sínum er ekki úr vegi að rifja upp göm- ul gildi manngæsku í nafni vináttu, bjóða fram faðminn og rifja upp hinn Egneríska boðskap um dýr skógarins. Myndir eftir Sölva Helgason Fyrirhuguð er útgáfa á bók um myndlist Sölva Helgasonar. Ólafur Jónsson er væntanlegur útgefandi bókarinnar. Til eru myndir eftir Sölva Helgason hjá mörgum einstaklingum víða um Iand. Það væri vinsamlegt ef þeir sem eiga mynd eftir Sölva settu sig í samband við Ólaf. Hann segist vilja fá nafn, heimilsfang og síma viðkomandi eiganda og lýsingu á mynd- verki Sölva (ljósrit ef hægt er). Hægt er að hafa samband við Ólaf í síma 453 7432 eða með því að senda bréf í pósthólf 7077, 127 Reykjavík. HVAfl ER Á SEYfll? UPPSKERUHÁTÍÐ AÐ VORI Söfnuðir í Kjalarnesprófastsdæmi munu halda uppskeruhátíð að vori komandi laug- ardag 17. apríl, í tilefni af því að vetrarstarf kirkjunnar er senn á enda þetta árið. Geng- ið verður til guðsþjónustu f Hafnarfjarðar- kirkju kl. 13.30 þar sem sérstakt íhugunar- efni er „Guðs góða sköpun og ábyrgð okk- ar“. Tónlistarflutningur er í höndum kirkjukórs Keflavíkurkirkju undir stjórn Einars Arnar Einarssonar og hafnfirskra tónlistarmanna. Sr. Ólafur Hallgrímsson, sóknarprestur á Mælifelli, prédikar út frá sköpunarsýn ritningarinnar og prestar úr Kjalarnesprófastsdæmi þjóna.Að helgihaldi loknu verður boðið upp á hressingu og um- ræður í Strandbergi, safnaðarheimili Hafn- arfjarðarkirkju. Félag eldri borgara Ásgarði, Glæsibæ Pálmi Jónsson, yfirlæknir, kynnir rann- sóknir á vegum Öldrunarráðs íslands um mjaðmabrot, byltur og orsakir þeirra í Ás- garði ld. 16.00 í dag. Almenn handavinna kl. 9.00 í umsjón Kristínar Hjaltadóttur. Línudans ld. 18.30 kennari er Sigvaldi Þorgilsson. Kaffistofan er opin frá 10.00- 13.00, það er tilvalið að koma þar við og lesa blöðin, spjalla við fólk og njóta veit- inga. Sumarhátið eldri borgara verður sumardaginn fyrsta, fjölbreytt dagskrá sem verður nánar auglýst síðar. Félag eldri borgara Þorraseli Opið í dag kl. 13.00 til 17.00. Handa- vinna kl. 13.30. Kaffi og meðlæti frá kl. 15.00 til 16.00. Myndakvöld Ferðafélagsins í kvöld ld. 20.30 verður myndakvöld í F.í. salnum að Mörkinni 6. Fyrir hlé sýnir Oddur Sigurðsson jarðfræðingur myndir m.a. af Snæfellsnesi og Vesturlandi, en nefna má að nýjar ferðir eru á dagskrá Ferðafélagsins um þær slóðir í sumar. Eftir hlé sýnir Gerður Steinþórsdóttir myndir frá Ferðafélagsferðum á Öræfa- jökul og í Esjufjöll. Kaffiveitingar í hléi. Löggild próf hjá Alliance Francaise I apríl og maí verða DELF- og DALF-próf haldin hjá Alliance Francaise í Reykjavík, fimmta árið í röð. Þetta eru alþjóðleg próf í frönsku sem franska menntamálaráðu- neytið hefur yfirumsjón með. Þeir nem- endur sem ljúka DELF-prófi öðlast rétt til inngöngu í franska háskóla. Upplýsing- ar og innritun í prófin fer fram á skrif- stofum Alliance Francaise alla virka daga milli klukkan 15.00 og 18.00 Grafík „Nema hvað!“ Fimmtudaginn 15. apríl opnar Stella Sig- urgeirsdóttir sýningu í Gellerí „Nema hvað!“ að Skólavörðustíg 22c. Sýningin ber yfirskriftina „Líkvaka". Verkin á sýn- ingunni eru unnin í stálætingu og með blandaðri tækni. Sýningin er opin föstu- dag til stunndags frá kl. 14.00 til 18.00. Akureyrarskáld í Gerðarsafni Fimmtudaginn 15. apríl kl. 17.00 verður upplestur í kaffistofu Gerðarsafns, Lista- safni Kópavogs á vegum Ritlistarhóps Kópavogs. Að þessu sinni koma í heim- sókn og lesa úr verkum sínum þrjú Akur- eyrarskáld, en það eru þeir Aðalsteinn Svanur Sigfússon, Jón Erlendsson og Er- lingur Sigurðarson. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.