Dagur - 24.04.1999, Blaðsíða 18
34 - LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999
Thyur
Björk. Ávinningur íslenska ríkiskassans af velgengni hennar Móa. Útflutt, en hvaö svo?
erlendis, hefur vart nema óbeint orðið einhver.
- markvissa stefnu vantar
Heimsókn sænsks fulltrúa
plötuútflytjenda þar í landi
hingað til lands fyrr í vikunni,
vakti nokkra athygli og fékkk
menn til að hugleiða að nýju eft-
ir nokkurt hlé, hvað liði stefnu-
mótun íslenskra stjórnvalda í
markaðssetningu á íslenskri tón-
list erlendis. Fyrir um tveimur
árum eða svo virtist vera að
komast skriður á þessi mál.
Nefnd sem sett hafði verið á
laggirnar á vegum Iðnaðarráðu-
neytisins skilaði af sér skýrslu
þar sem ýmsar tillögur og hug-
myndir voru settar fram í þess-
um efnum, m.a. var þar talað
um stofnun sérstaks sjóðs er
hægt væri að sækja í með það í
huga að sækja fram með ís-
lenska tónlist á erlendum mark-
aði. Ef rétt er farið með, var svo
önnur nefnd sett á laggirnar til
að útfæra þessar hugmyndir á
einhvern hátt m.a. varðandi
þessa sjóðshugmynd, en nú þeg-
ar skammt er orðið til alþingis-
kosninga hafa engar fastmótaðar
tillögur eða aðrar tilkynningar
um aðgerðir í þessum efnum
komið fram. Ekki má þó gleyma,
að útflutningurinn, ef svo má
segja, á Móeiði Júníusdóttur,
samningur hennar við hið amer-
íska Tommy Boy, er að nokkru
a.m.k. að þakka stuðningi yfir-
valda, en meira hefur það ekki
verið. Fram kom hjá hinum
sænska gesti, að þarlendis skili
markviss stefna í þessum mál-
um, þar sem tónlistarmenn, út-
gefendur og yfirvöld leggjast
saman á eitt, sem svarar yfir 20
milljörðum ísl. kr. og eru þá ekki
inn í myndinni allra stærstu
sænsku nöfnin, sem samið hafa
beint við erlenda útgáfurisa. í
þessu felast að sjálfsögðu skila-
boð til okkar nú á tímum gríðar-
legrar grósku í íslenskri tónlist.
Hins vegar verður það bara að
segjast eins og er, að slík sam-
staða sem ríkir hjá Svíunum í
þessum málum er bara ekki fyrir
hendi hér og meðan að svo er
má vart ætla að samstillt átak í
þessum efnum sé raunhæft. Og
svo er það nú þannig, að þolin-
mæði, sem líka þarf að vera rík í
þessu, hefur sjaldan verið aðals-
merki í markaðsmálum Islend-
inga yfir höfuð, hlutirnir hafa
hlest þurft að gerast í gær! Því
er ritari þessarar síðu hræddur
um, að það verði sjaldnast þjóð-
in í heild sem hagnist á því ef
svo vill verða að íslenskir tónlist-
armenn fái einhverslags tæki-
færi erlendis. Velgengni Bjarkar,
Mezzoforte og væntanlegur upp-
gangur Svölu Björgvins (sem
óljósar fregnir hafa verið um)
hafa og munu ekki skilað neinu
beint í íslenska ríkiskassann, að
því er best fæst vitað. En hver
veit, kannski á eitthvað eftir að
birtast sem rennir stoðum undir
slíka útflutningstekjuöflun, þótt
ekkert bóli í meginatriðum á
slíku ennþá.
Það hefur víst ekki farið framhjá
nokkrum manni, að við Islending-
ar erum nú aftur með í
söngvakeppni evrópskra sjónvars-
stöðva, eftir tveggja ára fjarveru.
Er nú liðinn um hálfur mánuður
frá því að Iagið og myndbandið við
það var frumflutt í sjónvarpsþætt-
inum Sutt í spunann, sem segja
má að hafi reynst nokkuð hæfileg-
ur tími til að mynda sér marktæka
skoðun á því. (Menn eru alltof oft
að tjá sig um tónlist of snemma
eftir að þeir hafa heyrt hana, sem
svo hefur ekki reynst vera hið end-
anlega mat er frá hefur liðið).
Lagið er samið af Þorvaldi Bjama
og hluta til af Selmu Bjöms hvað
textann áhrærir og sungið af
Selmu, er víst ekki hægt að segja
annað en að lagið sé bærilega
heppnað og vel hressilegt. Mikil-
Selma Björns. Gæti náð langt í evrópusöngvakeppninni.
vægt er að það batnar með frekari hlustun,
var ekki sérstaklega grípandi í fyrstu, en
eins og svo mörg önnur lög eftir Þorvald
frá tfmum Todmobile sérstaklega, gerist
áhrifaríkara með tímanum. Eins og höf-
undarins er von og vísa, er svo útsetningin
og form lagsins, eins og flottast geríst í nú-
tímapoppi, vissulega ekki frumlegt en á
þann hátt sem ætlast má til. Skilyrðið, að
lagið megi ekki vera lengra en þijár mínút-
ur, hefur áreiðanlega gert málið vandasam-
ara við Iagið, en í heild hljómar það sem-
sagt sem hið dægilegasta danspopp. Nú
þegar þetta er ritað, hafa hin Iögin í
keppninni ekki ennþá heyrst, en af fregn-
um má dæma að Iagið okkar sé eitt hið
hressilegasta. Er ekki að vita nema að það
gæti skilað því í eitt af tíu efstu sætunum.
OFURKRAFTUR ATARI
Aðvörun: Þeir sem þola ekki há-
tæknirokk og popp nútímans, eins
og það gerist kraftmest og áleitn-
ast, viljið aðeins hafa það sætt og
sykurúðað, eða þannig, haldið
ykkur nú fjarri, því ein sú allra
kraftmesta í „bransanum" Atari
teenage riot er að mæta til leiks.
Ohætt er að fullyrða að Alec
Empire og kumpánar hans í Atari
teenage riot, eru helsta tromp út-
gáfunnar framsæknu, DHR, Digi-
tal hardcore recordings.
Orðspor sveitarinnar, ofurkraft-
mikillar, er tvímælalaust á heims-
visu og þá einkum og sér í Iagi
forsprakkans Alecs. Nýtur hann
mikillar virðingar og hefur unnið
með ófáum frægum tónlistar-
manninum. Er þar Björk okkar
meira að segja meðtalin. Nýjasta p/ata Atari
smíð Alec og félaga 60 second
wipe out, er nú væntanleg á ----
markað innan tíðar, nánar til-
greint 10. maí nk. og hefur plötunnar verið
beðið með þó nokkurri eftirvæntingu hjá
hinum Ijölmörgu tónlistaráhugamönnum
er kunna vel að meta blöndu harðs rokks
og teknó/harðneskjudanstónlistar, „hard-
core. Inniheldur gripurinn 13 lög, þar sem
teenage riot, 60 second wipe out. Þær gerast ekki
öllu kraftmeiri.
LEIÐRETTING
í umfjöllun um tónleikaviðburðinn mikla hérlendis á næstu vikum, sem hefst
með Fugazi 27. apríl, á þriðjudaginn, urðu smámistök hér varðandi tónleikastað-
inn. Var sagt að tónleikarnir færu fram í „Saumastofunni" svokölluðu í útvarps-
húsinu við Efstaleiti. Hið rétta er hins vegar, að þeir fara fram í bílageymslunni á
sama stað, sem tekur ólíkt fleiri gesti. Leiðréttist þessi misskilningur hér með og
er vonandi að hann hafi ekki valdið vandræðum.
hvergi er slegið af og er nánast óhætt að
fullyrða að harðir aðdáendur Atari verða
ekki fyrir vonbrigðum. Ofurkraftur er eig-
inlega eina orðið sem hægt er að nota yfir
þessa plötu. Þær gerast vart mikið betri í
þeim efnum. Með auknum vinsældum
slíkrar tónlistarblöndunar sem er hjá Atari
á maður ekki von á öðru en að vegur sveit-
arinnar vaxi enn frekar. Hún er að sumu
Ieyti að herja á sama markað og kunningjar
þeirra f Ramstein eru að gera, þannig að
þeir sem hafa tekið ástfóstri við þá, sjá ör-
ugglega ýmislegt gott sömuleiðis við Alec
og félaga. Það kæmi ekki á óvart í lok árs-
ins að sjá 60 second wipe out víða á Iistum
yfir athyglisverðustu plötur ársins. Þær
verða allavega ekki margar fleiri sem hrista
jafn vel upp í manni og hún.