Dagur - 29.04.1999, Page 2

Dagur - 29.04.1999, Page 2
2- FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 ro^w SUÐURLAND L Vel heppnaö mennuigarátah Samvinnuverkefni Bæjar- og héraðsbókasafnsins í Arborg og Sundhallar Selfoss um páskana sem kallað var Ljóð í lauginni tókst einstaklega vel og jókst að- sóknin að sundlauginni og söfn- unum gríðarlega meðan á því stóð. Sundlaugargestum var sem kunnugt er boðið upp á að Iesa ljóð í lauginni og í tengslum við það voru kynnt söfn í Arborg. Þorlákur Helgason, fræðslu- stjóri Árborgar, segir að um 3000 manns hafi komið í sundlaugina um páskana. Um 300 manns hafi heimsótt Byggðasafn Arnes- inga í Húsinu á Eyrarbakka á einum degi en áður hafi mest komið 120 manns á einum degi. Fjölmargir hafi einnig lagt leið sína í Sjóminjasafnið á Bakkan- um. „Ég bjóst ekki við að fá upp í kostnað á fyrsta ári en við höfð- um það og fengum beint tekjur upp í þetta,“ segir Þorlákur. Hann segir að ekki aðeins hafi söfnin og sundlaugin notið góðs að þessu menningarátaki heldur hafi til dæmis verið straumur af fólki í Kaffi Lefólí á Eyrarbakka um páskana. Þangað komu hvorki fleiri né færri en eitt þús- und manns um páskahelgina. Menningarnefnd Arborgar hefur Iýsti ánægju sinni með þetta framtak því í raun er það kynning fyrir allt sveitarfélagið. Þorlákur segir þessi góðu við- brögð mjög ánægjuleg og hvatn- ing til þess að halda áfram á sömu braut. Hann segir margt í bígerð í menningarmálunum á næstunni. Stefnan sé að skapa Árborg menningarlega og skemmtilega ímynd. — VJ Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000,00 1983-2.fi. 01.05.99 -01.11.99 kr. 84.328,30 * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Sýningu nemenda í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Hárinu hefur verið vei tekið en síðustu sýningar verða á laugardaginn. Háríð emi á fjöluniun Sýningu Ieikhóps nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands á söngleiknum Hárinu var afar vel tekið og verður hún því einnig á fjölunum í ófullgerðum leikhús- og bíósal í húsi Hótel Selfoss um helgina. Það eru 60 krakkar sem vinna að sýningunni. Bæði er það stór hópur sem kemur fram í henni og svo vinna þau við gerð Ieikmynd- ar, ljósa- og tæknivinnu, hár- greiðslu og förðun. Hárið var frumsýnt að kvöldi sumardagsins fyrsta og einnig voru sýningar um síðustu helgi. Aðsóknin var það góð að ekki var hægt að láta við svo búið standa og verður söngleikurinn því sýnd- ur kl. 20:00 á laugardaginn kem- ur og einnig verður miðnætursýn- ing. Það verður allra síðasta sýn- ing því prófannir heQast hjá nem- endum í maí. Með aðalhlutverk fara Leifur Viðarsson, Asgerður E. Jónasdótt- ir, Sjöfn Gunnarsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Marínó Fannar Garðarsson, Eyjólfur Þorkelsson og Helgi Valur Ásgeirsson. Fleiri fóru með einsöngshlutverk og töluverða rullu í sýningunni. Krakkarnir þóttu standa sig vel á forsýningu sem fréttaritari Dags smellti sér á. Aðalleikararnir léku prýðilega og söngurinn var eftir- takanlega góður. Fyrir mistök ljósameistara fengu forsýningar- gestir aðeins lengri lýsingu á nekt- arsenuna en sýningargestir fengu. (Sá fékk að heyra’ða niðri í hléi!). Leikstjórinn Benedikt Axelsson, BAX, er uppalinn í Leikfélagi Sel- foss. Hann hefur leikið í mörgum sýningum þar, en Ieikstjóraferill- inn er öllu styttri. Þá er Benni raf- virki, en hann fór snemma að sinna tæknimálum hjá leikfélag- inu og sjá um ljós, hljóð og leik- mynd. Hefur hann starfað á því sviði bæði hjá smáum Ieikhópum og atvinnuleikhúsunum. Hann er Iíka hönnuður bæði sviðs og Iýs- ingar í þessari sýningu. — FIA. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 29. apríl 1999 SEÐLABANKIÍSLANDS Lóa á Myiidlistarvori Lóa Sigurðardóttir mun opna sýn- ingu næstkomandi laugardag kl. 14.00 á Myndlistarvori íslands- banka í Eyjum 1999. Þettaersíð- asta sýningin í röð fimm sýninga sem staðið hafa frá því í byrjun mars. Lóa er yngst þeirra sem þar hafa sýnt og er þetta jafnframt hennar fyrsta einkasýning á ís- landi, en hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum erlendis. Lóa mun sýna 20 ný málverk og nokkur eldri verk frá 1997 og 1998, en auk þess mun hún verða með gjöming á sýningunni, þar sem hún mun mála eina mynd. Utsflla - PELSINN - Utsalo Verðdæmi: Minkapels Þvottabjarnarpels Pelsfóðurskápur verð áður kr. 695 verð áður kr. 385 verð áður kr. 95 DUS. DÚS. DÚS. verð nú kr. 399 þús. verð nú kr. 199 þús. verð nú kr. 59 þús. 50% afsláttur af öllum fatnaði vIsa^ C E y Raðgreiðslur í 36 mánuði PEISINN Kirkjuhvoli, Kirkjutorgi 4, símí 552 0160.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.