Dagur - 29.04.1999, Blaðsíða 4
é-FIMMTUDAGVR 29. APRÍL 1999
SUÐURLAND
Fjölmargir heimsóttu Garðyrkjuskóiarm í Hveragerði á 60 ára afmæli skóians og þar á meðal Úlafur Ragnar
Grímsson, forseti ísiands.
Fmuntán þúsimd
gestir 1 garðyrkjuua
Það var miMð um
dýrðir í Garðyrkju-
skólauum íini helgina
þegar haldið var upp á
60 ára afmæli skól-
ans. Forseti íslands
var meðal 15 þúsund
gesta í afmælinu.
Garðyrkjuskóli ríkisins að Reykj-
um í Olfusi hélt upp á 60 ára af-
mæli sitt með 4 daga hátíð sem
hófst á sumardaginn fyrsta og
lauk á degi umhverfisins á
sunnudag. Opið hús var í Garð-
yrkjuskólanum og nemendur
sýndu gestum skólann og
kynntu nám sitt og verkefni. Þá
sýndu nokkur fyrirtæki úr græna
geiranum vörur sínar og þjón-
ustu og myndlistarsýning var
fíka á staðnum.
Á föstudag heimsótti forseti
fslands, herra Ólafur Ragnar
Grímsson, staðinn ásamt þing-
mönnum og þingmannsefnum
Sunnlendinga. Var forsetinn
mjög áhugasamur og tók sér
góðan tíma á staðnum. Á sunnu-
dag mætti umhverfisráðherra og
var viðstaddur þegar samstarfs-
samningur um umhverfisvernd
og sjálfbæra þróun var undirrit-
aður milli Garðyrkjuskólans,
Hveragerðisbæjar, Ölfushrepps,
grunnskóla beggja sveitarfélag-
anna, Heilsustofnunar NLFI,
Dvalarheimilisins Áss og Ölfus-
borga. Skólanum voru færðar
gjafir frá Hveragerðisbæ, Ölfusi
og Bændasamtökunum, tölvur
og ýmis verkfæri.
Fimmtán þúsund manns
heimsóttu skólann þessa 4 daga
og er mikil ánægja meðal nem-
enda og starfsfólks skólans með
hvernig til tókst. Nú eru nem-
endur hinsvegar önnum kafnir
við að lesa undir og taka próf.
-flA.
Friðland fuglanna
íbúar Árborgar voru hvattir til
að hvíla bíla sína og þjálfa fæt-
urna á degi umhverfisins sl.
sunnudag. Jafnframt var skipu-
lögð útivist svo sem silungsveiði,
fræðslu- og örnefnagöngur á
þremur stöðum, gönguferð um
Hellisskóg, sem er upprennandi
útivistarsvæði fyrir utan á, golf-
kennsla og ’skokkhópar frá Styrk.
Þátttaka í þessu var sæmileg, en
lítil nýting á ókeypis rútuferðum
milli þéttbýlisstaðanna í Árborg.
Tilgangurinn var að vekja athygli
fólks á mengun frá bílum. Þótt
sú mengun fjúki fljótt burt frá
vitum okkar, er hún innlegg í
mengun umhverfisins og á
henni bera allir ábyrgð. Ekki er
gott að segja til um hvort bíla-
umferð minnkaði, en mikil um-
ferð ferðafólks er um helgar og
svo voru Ifka margar fermingar á
sunnudag. Ýmsir létu þó daginn
verða sér til áminningar og
brugðu undir sig tveimur jafn-
fljótum þegar þeir þurftu að
skjótast bæjarleið.
Á mánudagskvöld var opinn
kynningarfundur um friðland
fugla og endurheimt votlendis.
Það er samstarfsverkefni Fugla-
verndurarfélagsins og Árborgar
og þar áður Eyrarbakkahrepps.
Fyrirlestur var á vegum Fugla-
verndunarfélagsins. Um 40
manns sóttu fundinn og er það
betri mæting en á mörgum pólit-
ísku fundunum. -FIA.
Glæsileg fraiiunistaða
Tveir nemenaur Fjölbrautaskóla
Suðurlands fengu á dögunum
sérstaka viðurkenningu í Hugvísi
hugmyndasamkeppni ungs fólks í
vísindum og tækni. Það voru þeir
Jens Hjörleifur Bárðarson og
Stefán Jökull Sigurðsson sem
unnu verkefnið „Minnismálmar.“
Auk þess fékk Fjölbrautaskól-
inn sérstaka viðurkenningu fyrir
námsáfangann Róbót 112 sem
kenndur er við skólann. Nemend-
ur þar eru Grétar Karl Guð-
mundsson, Sigurður Þór Haralds-
son, Einar Örn Ólafsson og Guð-
mundur Ágúst Ólafsson og Reynir Hugason er leiðbeinandi þeirra.
Sigurður Sigursveinsson skólameistari tók við viðurkenningunni við
athöfn í Hinu Húsinu á mánudaginn var.
Atviimuþróimar-
sjóður
útdeilir styrkjuiii
Stjórn Atvinnuþróunarsjóðs sam-
þykkti á síðasta fundi sínum að veita
eignarhaldsfélaginu Tindfjöllum í
Fljótshlíðarhreppi 250 þúsund króna
styrk til þróunarverkefnis í ferðaþjón-
ustu. Félagið sótti um hálfa milljón
króna.
Einnig var samþykkt að veita Berglind og Denis Pedersen í Rang-
árvallahreppi 200 þúsund króna styrk til markaðsetninga á hunda-
sleðaferðum á hálendinu. Þau höfðu sótt um 300 þúsund krónur.
Ferðamálasamtök Suðurlands sóttu um styrk að upphæð krónur
400 þúsund og samþykkti stjórnin það.
Stjórnin samþykkti einnig að lána Gunnari Árnasyni Hvoli II í
Ölfusi eina og hálfa milljón gegn tryggu veði til að stækka minka-
bú. Einnig var samþykkt að lána Birgi Oddsteinssyni í Hveragerði
350 þúsund krónur gegn tryggu veði til að setja á stofn reiðhjóla-
leigu.
Lelkskóliim í gnmnskólaim
Leikskólinn á Eyrarbakka verður rekinn í skólahúsnæði grunnskól-
ans á Eyrarbakka frá júní til miðs júlí. Verið er að byggja við leik-
skólann og samkvæmt fjárhagsáætlun Árborgar á að verja 36 millj-
ónum króna til þess á þessu ári.
Golfklúbburiim sækir iim land
Golfklúbburinn á Hellu hefur farið fram á það við Rangárvalla-
hrepp að fá land til leigu á Strönd til langs tíma. Þar er um að ræða
gömlu túnin á Strönd norðan þjóðvegar og austan Kirkjubæjarvegar.
Hreppsnefnd tók vel í erindið að því er fram kemur í fundagerð en
segir að vegna aðstæðna sé ekki hægt að ganga til samninga.
Reiðhjólaleiga verður væntan-
iega rekin í Hveragerði í sumar.
k SUÐURLANDSVIÐTALIÐ
Armann
Höskuldsson
forstöðumaðurNáttúrustofu
Suðurhnds
Untiiðaðþvíaðsameim
Náttúnistofu Suðurlands
og Kirkjubæjarstofu og
mun Kirkjubæjarstofa þá
heyra undirNáttúrustof-
una. Hún ermeðhöfuð-
stöðvar í Vestmannaeyj-
um og hefurrekiðöfluga
rannsóknarstarfsemi.
Eflir starfsemiiia og tengslin
við kjördæmið
- Hvenær má vænta niðurstöðu
í þessu satneiningarmáli?
„Eg vonast til að niðurstaða
yerði orðin klár í þessu máli í
haust. .Eg vil samt benda á að á
áðalíundi SASS 19. til 20. mars
sl. var lýst yfir stuðningi við til-
lögu starfshóps sem stjórn SASS
skipaði varðandi málefni Nátt-
úrustofu Suðurlands og Kirkju-
bæjarstofu. Fundurinn vísaði
málinu til stjórnar SASS með
það að markmiði að leita eftir
endanlegu samþykld aðildar-
sveitarfélaga SASS. Þar inni er
meðál annars að fá jákvæða um-
sögn sveitarfélaga á Suðurlandi
við þessum samruna. I fram-
haldi af því getur SASS gengið
að samningaborði við Vest-
mannaeyjabæ og umhverfisráðu-
neytið."
- Hver er hugsunin á hak við
þennan samruna?
„Hann er sá að Náttúrustofan
verði rekin á kjördæmagrunni
en snúist ekki bara um Vest-
mannaeyjar sérstaklega. Með
það í huga er mikilvægt að allir
taki þátt í rekstrinum, en ekki
eingöngu Vestmannaeyingar.
Reksturinn hefur verið mjög
góður og það má alveg koma:
fram að Vestmannaeyingar hafa
staðið sig mjög vél í uppbygg-
ingu stofunnar, éins og í öllu
varðandi Háskólasetrið. Það sem
felst í þessum samruna. er að
Náttúrustofa mun yfirtaka rekst-
ur Kirkjubæjarstofu. Við mynd-
um einnig ráða þangað starfs-
mann sem væri sérfræðingur á
einhverju tilteknu sviði náttúnb
fræða. Síðan mun Kirkjubæjar-
stofa verða rekin í nafni Nátt-
úrustofu Suðurlands, en þó má
vænta þess að fleiri aðilar komi
að starfseminni. Hér í Eyjum
eru engin náttúruverndarsvæði
og menn haft nokkurn andvara
á sér varðandi staðsetningu
Náttúrustofu í Vestmannaeyjum
og þar af leiðandi að náttúru-
verndin gæti komið að þessu
.i i_____
með fjármagn. Það er vitað að
ákveðin einangrun fylgir því að
hafa Náttúrustofu Suðurlands í
Eyjum. Þess vegna er lykilatriði
að éfla tengslin við Súðurland,
og um leið væri hægt að sækjast
eftir fjárstuðningi frá öðrum
stofnunum í Reykjavík eins og
til dæmis Náttúruvernd ríksins
og setja upp sameiginlegar verk-
áætlanir með öðrum stofnunurrt
þar. Nú þegar eru hér til staðar
verkáætlanir sem snúa að Vest-
mannaeyjum. Hins vegar er erf-
iðara fyrir mig að setja upp sam-
eiginlegar verkáætlanir um Suð-
urland við Reykjavík vegna
stærðar hennar og áhrifa. Hins
vegar má benda á að Sunnlend-
ingar eru jákvæðari gagnvart
staðsetningu Náttúrustofunnar í
Vestmannaeyjum heldur en
Reykvíkingar. Með samrunanum
erum við hins vegar komnir með
útibú og þar með grundvöll fyrir
því að efla starfsemina og
tengslin við kjördæmið."
Hvaða hlutverki mun
Kirkjubæjarstofa gegna við
þennan samruna?
„I upphafi var þetta sem eins
konar mótvægi við Náttúrustofu
Suðurlands, en síðar kemur á
daginn að í lögum er ekki hægt
að hafa nema eina slíka rann-
sóknarstofnun í hvéijú kjördæmi
sem hefur ríkisstyrk. Þar af leið-
andi dettur botninn úr Kirkju-
bæjarstofu, en með því að gera
hana að útibúi frá okkur setjum
við botninn í hána aftur og get-
um séð um reksturinn. Af því að
ekki var hægt að fá ríkisstyrk
vegna Kirkjubæjarstofu, var ekki
heldur hægt að byggja hana upp
sem rannsóknarstofu. Þess
vegna var farin sú leið að byggja
hana upp sem menningarsetur. I
framtíðinni verður Kirkjubæjar-
stofa framlenging á rannsóknar-
armi Náttúrustofú'Suðurlands,
en mun einnig áfram sinna sínu
menningarhlutverki á Kirkju-
bæjarklaustri." -BEG