Dagur - 07.05.1999, Qupperneq 9

Dagur - 07.05.1999, Qupperneq 9
FÖSTVDAGVR 7. MAÍ 1999 - 25 X^ur LÍFIÐ t LANDINU GingerRogers erí hópi frægustu dansara ald- arinnarog áttiglæstan feril íHollywood. Ginger Rogers fæddist árið 1911 í Missouri. Foreldrar hennar skildu fljótlega og faðir hennar lést tíu árum síðar. Móð- irin Leila, sem var blaðakona og handritahöfundur, bjó yfir óslökkvandi metnaði fyrir hönd dóttur sinnar og notaði áhrif sín til að útvega henni hlutverk í revíum og danssýningum. Ging- er giftist í fyrsta sinn 17 ára gömul en hjónabandið stóð ein- ungis í ár. Leiðin lá loks á Broadway þar sem hinni ungu Ginger buðust smáhlutverk. Ginger komst einnig á samning í Hollywood en vakti ekki veru- lega athygli fyrr en hún lék lausláta stúlku í söngvamynd- inni 42nd Street. Hlutverkin í söngvamyndunum urðu æ fleiri en hún varð ekki sú stórstjarna sem hana dreymdi um að verða. Um það leyti sem henni var boðið aukahlutverk í myndinni Flying Down to Rio ásamt Fred Astaire hafði hún ákveðið að hætta að leika í söng\'amyndum. Þótt Fred og Ginger væru ekki í aðalhlutverkum stálu þau myndinni um leið og þau stigu á dansgólfið og gagnrýnendur kepptust um að hæla þeim. A næstu sex árum léku þau saman og dönsuðu í níu kvikmyndum og samstarf þeirra kom af stað dansæði í Bandaríkjunum. Venjulega æfðu þau dansatriði sín átta tíma á dag í sex vikur áður en kvikmyndatökur hófust. Söguþráðurinn í myndum Ging- ers og Freds var yfirleitt ekki upp á marga fiska en það skipti ekki máli meðan þeim gafst tækifæri til að dansa. I stuttu máli má Iýsa söguþræðinum svo: Fred sér Ginger og verður sam- stundis ástfanginn af henni. Hún lætur eins og hún hafi ekki áhuga meðan hann eltir hana um allar trissur. Undir Iok myndarinnar viðurkennir hún ást sína í löngum dansi þeirra. Fred Astaire var mun betri dansari en Ginger. Sjálf sagði hún: „Allt sem hann gerði gerði ég afturábak á háum hælum.“ Einn kvikmyndagagnrýnandi skilgreindi dans hennar á eftir- farandi hátt: „Hún fylgdi Astaire eftir, dansaði eins og hún væri skugginn hans. Þegar hún dans- aði með Astaire horfði maður á andlit hennar til að sjá svip- brigðin fremur en að fylgjast með dansi hennar." Um samstarf þeirra Fred Astaire sagði Ginger: „Þegar maður vinnur með einhverjum allan daginn í tíu kvikmyndum á tíu árum verða menn vinir, en ég var jafnánægð og hann með að við skyldum ekki líka þurfa að hittast yfir kvöldmatnum." Skrautlegt einkalíf I einkalífinu áttu Ginger og Fred fátt sameiginlegt. Hann var hlédrægur fullkomnunarsinni og forðaðist sviðsljósið. Hún naut þess að vera kvikmyndastjarna og sóttist eftir athygli. Fred var hamingjusamlega giftur og horfði aldrei áhugasamur á aðr- ar konur en sína eigin. Ginger var nokkúð gefin fyrir endurnýj- Ginger ásamt Fred Astaire en þau eru frægasta danspar kvikmyndasögunnar. segja f einni kvikmynd: „Að skipta og skipta jafnt - það er lýðræði". Þennan kommúnistaá- róður neitaði Ginger að taka sér í munn. Leila sagðist hafa kom- ið í veg fyrir að dóttir sín Iéki f myndum sem brygðu upp nei- kvæðri mynd af Bandaríkjunum vegna þess að slíkar myndir þjónuðu einungis hagsmunum kommúnista. Stjðraustælar Baráttan við að halda sér á toppnum var hörð og stundum þurfti að grípa til ráða sem telj- ast ekki geðsleg en þykja þó nauðsynleg í hörðum heimi samkeppninnar. Ginger vissi að ungar leikkonur biðu við dyrnar, tilbúnar að stela frá henni sen- unni. Þegar hæfileikakonan Phyllis Brooks virtist ætla að sýna mikil tilþrif í myndinni Lady in the Dark þar sem Ging- er lék aðalhlutverkið krafðist Ginger þess að meginhluti at- riða leikkonunnar yrðu klippt úr myndinni og Brooks fengi litla „Ég hélt bara að allir hefðu alltaf vitað af því,“ svaraði Hermes. Þegar Ginger var ekki að leika undi hún sér á íburðarmiklu heimili sínu í Palm Springs ásamt móðurinni sem mun hafa orðið allra kerlinga elst, dóttur- inni til mikillar gleði. A efri árum varð Ginger skrípamynd af sjálfri sér. Hún fór ferða sinna í hjólastól, með stríðsmálningu, klædd vfðum bleikum kjólum sem minntu á segl. Hún móðg- aðist ógurlega þegar Fellini gerði myndina Ginger og Fred, hélt að leikstjórinn væri að hæðast að sér og íhugaði að stefna leik- stjóranum. Hún lifði á fornri frægð og sagði stolt: „Það mikil- vægasta í lífinu er að geta gefíð af sér. Ég hafði hæfíleika til að færa fólki skemmtun, gleði og hamingju." Hún lést 83 ára gömul og fréttir af dauða henn- ar komst á forsíður heimsblaða sem birtu flennistórar myndir af þeim Fred Astaire í dansi. Með móður sinni sem var eitt samvinnufúsasta vitni óamerísku nefndarinnar. Ginger Rogers á hátindi frægðar sinnar. un og giftist alls fimm sinnum að hætti sannra Hollywood- stjarna. Ekkert hjónabanda hennar stóð lengur en fimm ár og hún eignaðist ekki börn. Árið 1941 hlaut Ginger Ósk- arsverðlaunin mjög óvænt fyrir Ieik sinn í grátmyndinni Kitty Foyle, en víst hafði verið talið að Joan Fontaine fengi verðlaunin fyrir stórleik sinn í myndinni Rebeccu. Þegar Ginger tók við verðlaununum sagði hún kvöld- ið vera það gleðilegasta í lífí sínu. í stríðslok lá leiðin niður á við, hlutverkin urðu flest tilþrifalítil og eins og einhver orðaði það þá var meiri breidd í hárgreiðslu Ieikkonunnar en í leik hennar. Aldurinn færðist yfir, tilboðum fækkaði og eiginmenn komu og fóru. Skilnaðirnir fengu kannski ekki svo mikið á leikkonuna því hún hafði uppgötvað að besti og tryggasti lífsförunauturinn væri mamma. Þær sögur sem fóru af mömmu Ginger Rogers benda ekki til að hún hafi verið sæmi- lega þolanleg í sambúð þótt Ginger hafí elskað hana umfram aðrar mannverur og haft hana í heiðurssæti á heimili sínu ára- tugum saman, eiginmönnunum fimm til verulegs ama. Móðirin stjórnsama, Leila, var eitt samvinnufúsasta vitni óam- erísku nefndarinnar á McCarthy tímanum. Hún átti ekki í vand- ræðum með að nefna dæmi um lævíslegan áróður kommúnista við handritagerð í kvikmynda- borginni. Hún tilkynnti nefnd- inni að dóttir sín hefði átt að auglýsingu. Framleiðendur gengu að þessum kröfum. Fram- leiðandi sem vann með henni í einni mynd sagði: „Ginger Rogers er ein af ástæðunum fyr- ir því að ég hætti í skemmtana- iðnaðinum. Einu leikararnir sem ég hef kynnst sem var jafn öm- urlegt að vinna með voru Claudette Colbert, Charles Laughton og Raymond Massey. Ginger Rogers er verksmiðju- framleiðsla. Hún kunni ekki hlutverkið sitt, gat ekki sungið og gat ekki dansað þegar taka átti dansatriði upp í einni töku. I gegnum allan hryllinginn var hún brosandi, glottandi og óraunveruleg." Eftir 'ertugsaldur fór kvik- myndahlutverkunum fækkandi og Ginger sneri sér þá í auknum mæli að sjónvarpsleik og s\dðs- leik. Þegar hún lék í Hello Dolly í New York voru stjörnustælar hennar svo óþolandi að leikstjór- inn Gower Champion flúði af einni æfingunni og þegar hann var kominn út á götu rakst hann á vin sinn Hermes Pan sem var dansahöfundur Fred Astaire og hafði haft mikil kynni af Ginger Rogers. „En Hermes,“ sagði leikstjórinn, „af hverju léstu mig ekki vita hvernig Ginger væri?“ \

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.