Dagur - 08.05.1999, Blaðsíða 8
VIII -LAVGARDAGUR 8. MAÍ 1999
Ð^tir
MINNINGARGREINAR
Fermiitgar sunnu-
daginn 9. maí
Þorlákskirkja
Ferming kl. 14.00
Fermd verða:
Egill Jónasson, Eyjahrauni 2
Kristbjörg Helga Ingvarsdóttir,
Oddabraut 24
Sigurbergur Vigfússon,
Lýsubergi 12
Ævar Örn Úlfarsson, Heinaberg
17
Álft ártungukirkj a
Ferming kl. 14:00
Fermd verður:
Helga Björk Pedersen,
Alftártungukoti
Kirkjustarf
Sunnudagur 9. maí
Akureyrarkirkja.
KA-guðsþjónusta kl. 14. KA-kórinn syngur
og KA-félagar aðstoða við messugjörð. Jó-
hannes Bjarnason, kennari, predikar. KA-
kaffisala í Safnaðarheimilinu eftir guðsþjón-
ustu. Fundur í Æskulýðsfélagi Akureyrar-
kirkju kl. 17.
Glerárkirkja.
Bænadagur kirkjunnar. Messa verður kl. 14.
Bænarefni: Friður og sátt á milli manna og
þjóða, kynþátta og trúarbragða.
Æðruleysisguðsþjónusta kl. 20:30. Prest-
þjónustu annast sr. Jónína Elísabet Þor-
steinsdóttir og sr. Gun'nlaugur Garðarsson.
Tónlist annast þau Inga Eydal, Snorri Guð-
varðarson, Viðar Garðarsson og Hjörtur
Steinbergsson. Almennur söngur og fyrir-
bænir. Allir hjartanlega velkomnir. Sr. Gunn-
laugur Garðarsson.
Kaþólska kirkjan, Eyrarlandsvegi 26, Ak-
ureyri.
Messa laugardaginn 8. maí kl. 18. Messa
sunnudaginn 9. mal kl. 11.
Hjálpræðisherinn, Hvannavöllum 10, Ak-
ureyri.
Farið í Kjarnaskóg með sunnudagaskólann
kl. 16. Almenn samkoma fellur niður. Heim-
ilasamband mánudag kl. 15. Síðasti fundur
vetrarins.
Árbæjarkirkja.
Guðsþjónusta á bænadegi þjóðkirkjunnar
kl. 11 árdegis. Organleikari: Pavel Smid.
Sérstaklega beðið fyrir friði á Balkanskaga.
Prestarnir.
Breiðholtskirkja.
Mæðra- og bænadagurinn. Messa með alt-
arisöngu kl. 14 í umsjá Kvenfélags Breið-
holts. Guðrún K. Þórsdóttir, djákni, prédikar
og kvenfélagskonur lesa ritningarlestra.
Kaffisala kvenfélagsins að lokinni messu í
safnaðarheimili kirkjunnar. Organisti Ðaniel
Jónasson. Gísli Jónasson.
Digraneskirkja.
Kl. 11 messa. Prestur sr, Magnús Björns-
son. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Léttar
veitingar eftir messu.
Fella- og Hólakirkja. Guðsþjónusta kl. 11.
Prestur sr. Hreinn Fljartarson. Organisti
Lenka Mátéová. Barnaguðsþjónusta á
sama tima. Umsjón: Hanna Þórey Guð-
mundsdóttir og Ragnar Schram. Prestarnir.
Starf fyrir 9-10 ára drengi á mánudögum kl.
17.30. Æskulýðsstarf fyrir 9.-10. bekk á
mánudögum kl. 20.30. Bænastund og fyrir-
bænir mánudaga kl. 18. Tekið á móti bæna-
efnum í kirkjunni.
Grafarvogskirkja.
Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Anna Sigríður Páls-
dóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór
Grafarvogskirkju syngur, stjórnandi: Hörður
Bragason. Prestarnir. Bænahópur kl. 20.
Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla
virka daga frá kl. 9-17 í síma 567-9070.
Æskulýðsstarf fyrir 16-18 ára kl. 20-22.
Æskulýðsstarf í Engjaskóla fyrir 9.-10. bekk
kl. 20-22.
Hjallakirkja.
Messa kl. 11. Sr. Iris Kristjánsdóttir þjónar.
Sr. Hjörtur Hjartarson prédikar. Jógvan
Purkhus kynnir starfsemi Gídeonfélagsins
og Gídeonfélagar lesa ritningarlestra. Eva
Dögg og Hulda Björk Sveinsdætur syngja
tvísöng. Félagar úr kór kirkjunnar leiða safn-
aðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.
Aðalsafnaðarfundur Hjallasóknar að messu
lokinni. Æskulýðsfélag fyrir unglinga 13-15
ára kl. 20.30. á mánudögum.
Kópavogskirkja.
Vegna messuheimsóknar kór Kópavogs-
kirkju, organista og sóknarprests til Blöndu-
óss og þátttöku í guðsþjónustu þar kl. 14,
fellur guðsþjónusta niður í Kópavogskirkju
en kirkjan verður opin á guðsþjónustutíma.
Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Seijakirkja.
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Óskars-
dóttir prédikar.
Áskirkja
Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigur-
þjörnsson.
Bústaðakirkja
Barnamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátt-
töku með börnunum.Guðsþjónusta kl. 14.
Lögreglumessa. Lögreglukórinn syngur.
Prestur sr. Kjartan ðrn Sigurbjörnsson. Tón-
leikar Kirkjukórs Bústaðakirkju kl. 17:00.
Fjölbreytt tónlist. Einsöngvarar Anna Sigríðir
Helgadóttir og Hanna Björk Guðjónsdóttir.
Bjöllukór Bústaðakirkju leikur, ásamt hljóð-
færaleikurum. Stjórnandi Guðni Þ. Guð-
mundsson.
Dómkirkjan
Vorhátíð Dómkirkjunnar verður í Frikirkjunni
í Reykjavík kl. 14. Hátíðin hefst með fjöl-
skylduguðsþjónustu, þar sem börn i TTT-
starfi sýna leikþátt. Það kemur skemmtileg-
ur gestur úr Brúðubílnum til guðsþjónust-
unnar. Einnig kemur Heiðar Guðnason, lög-
regluþjónn í heimsókn. Að lokinni guðsþjón-
ustu verður farið í rútu að Reynisvatni og
þar heldur hátíðin áfram. Prestur sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir. Organisti Kjartan Sigur-
jónsson.
Elliheimilið Grund
Guðsþjónusta kl. 10:15. Prestur sr. Lárus
Halldórsson. Organisti Kjartan Ólafsson.
Grensáskirkja
Vorferð sunnudagaskólans kl. 10:30. Guðs-
þjónusta kl. 14. Athugið breyttan messu-
tíma. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Barna-
kór Grensáskirkju syngur undir stjórn Mar-
grétar Pálmadóttur. Organisti Árni Arinbjarn-
arson. Kaffisala Kvenfélags Grensássóknar
að guðsþjónustu lokinni. Sr. Ólafur Jó-
hannsson.
Hallgrímskirkja
Messa og barnastarf kl. 11. Hópur úr
Mótettukór syngur. Organisti Hörður Áskels-
son. Sr. Jón D. Hróbjartsson.
Landspítalinn
Messa kl. 10. Sr. Ingileif Malmberg.
Háteigskirkja
Messa kl. 11. Ath. breyttan messutíma.
Organisti Jakob Hallgrímsson. Sr. Helga
Soffía Konráðsdóttir.
Langholtskirkja
Kirkja Guðbrands biskups.
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Prestur sr.
Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stef-
ánsson. Eftir guðsþjónustuna verður farið í
leiki og grillað.
Laugarneskirkja
Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Kór Laug-
arneskirkju syngur. Organisti Gunnar Gunn-
arsson. Prestur sr. Bjarni Karlsson.Kyrrðar-
stund kl. 13 í Dagvistarsalnum Hátúni 12.
Samveran er ætluð íbúum Hátúns 10 og 12.
Kvöldmessa kl. 20:30.
Kór Laugarneskirkju syngur. Djasskvartett
Gunnars Gunnarssonar leikur frá kl. 20.
Prestar sr. Bjarni Karlsson og sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir.
Neskirkja
Guðsþjónusta kl. 11 í safnaðarheimilinu.
Ath. tDreyttan messutíma. Prestur sr. María
Ágústsdóttir. Organisti Reynir Jónasson.
Seltjarnarneskirkja
Messa kl. 11. Mæðradagurinn. Kór Seltjarn-
arneskirkju syngur. Organisti Sigrún Stein-
grímsdóttir. Prestur sr. Guðný Hallgrims-
dóttir.
Óháði söfnuðurinn
Guðsþjónusta kl. 14. Skólakór Landakots-
skóla og Barnakór Háteigskirkju syngja
saman. Veislukaffi fyrir ný safnaðarsystkini.
Stokkseyrarkirkja.
Messa kl. 11. Ferming. Sóknarprestur.
Kjartan Magnússon og
Helga Sigmarsdóttir
Kjartan Magnússon f.
12.02.11, d. 15.04.99. Bóndi,
Mógili, Svalbarðsströnd. For-
eldrar Magnús Sölvason og
Halldóra Þorsteinsdóttir.
Helga Sigmarsdóttir f.
03.11.12, d. 04.04.99. Hús-
freyja, Mógili, Svalbarðs-
strönd. Foreldrar Sigmar Jó-
hannesson og Sigurlaug Krist-
jánsdóttir.
Böm: Kristján, smiður. Kvænt-
ur Ellen Hákanson. Unnur
Gigja, tónlistarkennari. Gift
Roar Kvam. Halldóra Mary,
bóndi. Gift Páli Heiðari Hart-
mannssyni.
Barnabörnin eru sex og barna-
barnabarn eitt.
Kjartan og Margrét voru jarð-
sett þriðjudaginn 28. apríl s.l. í
Svalbarðskirkju á Svalbarðs-
strönd.
Kæra frænka Helga Sigmars-
dóttir frá Mógili á Svalbarðs-
strönd er látin. Hún kvaddi þetta
jarðlíf á sólfögrum páskadegi,
jafn kyrrlátt og hljótt eins og hún
lifði. Eg var smástelpa þegar ég
kom að sunnan í heimsókn í Mó-
gil að beiðni föður Helgu, hann
var ekkjumaður eftir Iangömmu-
systur mína og var ég látin heita
í höfuðið á konu hans. Mér var
vel tekið í Mógili og þau heiðurs-
hjón Helga og Kjartan eru í mín-
um huga amma og afi. Amma í
Mógili var mikill dýravinur og
henni var blómarækt afar hug-
leikin, manni virtist alltaf sem
það væri sumar í stofunni hjá
þeim og blómalykt angaði um allt
bæði úti og inni.
Mér er efst í huga á þessari
kveðjustund innilegt þakklæti til
ömmu í Mógili fyrir alla hlýjuna
og notalegheitin sem hún sýndi
mér og mínum. Þakklæti til
þeirra beggja fyrir að leyfa mér
að eiga stað hjá þeim og fyrir að
vera jafnmikilvæg fyrir mig og
börnin mín, eins og raunveruleg
amma og afi.
Guð blessi minningu Helgu og
gæti fólksins hennar alls.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
* * *
Kjartan afi í Mógili, lést að
Hjúkrunarheimilinu Seli hér á
Akureyri að kvöldi fimmtudags-
ins 15. apríl. Hann var stór hluti
af Iífi mínu, rétt eins og ekkert
væri sjálfsagðara en að hafa litlar
frænkur konu sinnar í fóstri, ekki
bara á sumrin heldur seinna árið
um kring. Það var fátt sem togaði
mig meira burt frá ástríku heim-
ili foreldra minna, en hugsunin
um Mógil, sólina sem ávallt
skein í Eyjafirði, trésmiðalyktin
og fjósalyktin af Kjartani, ekkert
síður en blómaangan og köku-
lykt, sem aldrei vantaði í bæinn.
Kjartan leyfði mér að dinglast á
eftir sér og fræddi mig um lands-
ins gagn og nauðsynjar. Hann var
upptekinn maður hreppstjóri,
meðhjálpari, bóndi og smiður en
átti þó ávallt stund fyrir fólkið
sitt. Það er varla hægt að minn-
ast Kjartans án þess að nefna
Helgu í sama mund svo samrýmd
voru þau hjónin, og er það Ijúf-
sárt að horfa á eftir þeim svo til
samtímis yfir móðuna miklu.
Maður ímyndar sér þau leiðast
hönd í hönd, afi sjáandi og
amma léttfætt, laus við kuldann
og veturinn inn í hið eilífa sum-
ar. Og tónlistin hljómar, öll sú
tónlist sem þeim þótti svo gott að
hlusta á. Ekki síst hljómar heim-
ilisfólksins, sem æfði sig á píanó
og fiðlu, kynslóð eftir kynslóð.
Góðri ævi góðs manns er lokið
og kveð ég Kjartan afa í Mógili
með innilegri hlýju, þökk og virð-
ingu.
Égfel iforsjá þtna,
Guð faðir sálu mtna,
því nú er komin nótt.
Um Ijósið lát mig dreyma
ag Ijúfa engla geyma,
öll bömin þín,
svo blundi rótt.
Sigurlaug
Margrét K. Jónsdóttir
Sviplegt andlát Margrétar hálf-
systur okkar þ. 25. apríl kom eins
og reiðarslag yfir okkur systkinin
frá Bökkum. Við hittumst síðast
íyrir rétt rúmum mánuði er við
fylgdum föður okkar til grafar og
þrátt fyrir raunalegt tilefni áttum
við góða stund saman systkinin
að lokinni athöfn. Síst grunaði
okkur að þar ættum við okkar
hinstu stund með Möggu, svo
full af lífi og krafti sem hún var
þá. Hún var elsta barn móður
okkar en ólst ekki upp með okk-
ur hinum, þar að baki lá rauna-
saga sem aldrei var rædd á okkar
heimili. Sem börn höfðum við
lítil kynni en eftir því sem árin
liðu varð sambandið sífellt meira
og nánara og okkur öllum til
mikillar ánægju.
Þegar við bugsum um Möggu
systur detta okkur fyrst í hug
orðin „glöð og góð“, þau lýsa
henni betur en flest annað. Það
var hreinlega mannbætandi að
vera í návist hennar. Við gátum
rætt um alla skapaða hluti við
hana og víðsýni hennar og ótrú-
leg kímnigáfa gerðu hvert samtal
sérstakt. Við munum seint
gleyma dillandi hlátri hennar á
góðum stundum og rfkri samúð
ef einhver átti bágt. Hún var
Ijóðelsk og tónelsk og oft var
sungið saman. Hún hringdi
stundum ef hún var að rifja upp
eitthvert lag og þá var sungið frá
báðum endum línunnar og hleg-
ið og skrafað á milli.
Magga var mannvinur og við
vitum að margir áttu henni gott
að gjalda. Hún uppskar líka á
þann hátt sem best bæfði henni,
með vináttu og virðingu fjöl-
margra. Hún var mikill dýravin-
ur og fádæma góð við allar
skepnur. Hún gaf smáfuglunum
og hröfnunum, dekraði bestana
sína svo að líklega hefur verið ill-
mögulegt að temja þá og allir
sem til þekkja vissu hvílíka of-
urást hún hafði á kettinum sín-
um honum Nikulási og síðar
hundinum Káti Kela sem nú
saknar fóstru sinnar sárt.
Við minnumst ljúfra stunda er
við sátum með henni í litlu íbúð-
inni hennar heima á Löngumýri
með eitthvað gott í glasi eða
súkkulaði á borði og hlustuðum
á góða tónlist langt fram eftir
nóttu. Hún lagði sig fram um að
kynnast börnum okkar og barna-
börnum og nú minnast þau góðr-
ar frænku sem alltaf var gaman
að hitta.
Við eigum erfitt með að sætta
okkur við andlát hennar en vit-
um að vegna sterkrar trúar henn-
ar og manngæsku hefur hennar
verið þörf í landi eilífðarinnar,
þar mun hún eiga góða heim-
komu. Við minnumst hennar
með virðingu og kærleika.
Systkinin frá Bökkum.