Dagur - 11.05.1999, Side 2

Dagur - 11.05.1999, Side 2
2 - ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 T)%gptr FRÉTTIR Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri: RÚV mætir breyttum lífsháttum með því að færa fréttatímana fram. - mynd: e.ól. Fréttatímar KÚV færðir fram Útvarpsfréttir verða frá 1. jimí M. 18 og sjónvarps- fréttir M. 19 vegna styttri viniiudags og breyttra lífs- hátta. Framkvæmdastjórn RÚV hefur, að fenginni blessun útvarpsráðs og all- flestra starfsmanna, ákveðið að frá 1. júní verði aðalfréttatími Sjónvarpsins kl. 19 í stað kl. 20 og aðalkvöldfrétta- tími Útvarpsins kl. 18 í stað kl. 19. Hjá Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra kemur fram að meginástæða þessara breytinga sé sú, að lífshættir fólks hafi breyst og vinnudagurinn styst, auk þess sem oft hafi verið stungið upp á þessu undanfarin ár. Aðspurður segir Markús Orn að ekki hafi verið sérstaklega innt eftir viðhorfi landsmanna til slíkrar breytingar £ könnun, en hins vegar sýni niðurstaða könnunar í árslok 1998 að þrír af hverjum fjórum einstaklingum séu komnir heim fyrir kl. 19 og að kjörtími fyrir fólk að horfa á fréttir hafi því færst fram. „Sjálfsagt þarf að vinna þessari breytingu sess og það tekur sinn tíma fyrir nýja fréttatíma að ná fótfestu," segir útvarpsstjóri. Hann bendir á að markmiðið sé betri og meiri þjónusta og að allt aðrar aðstæð- ur hafi ríkt árið 1966, þegar sjónvarps- fréttatíminn kl. 20 varð fyrir valinu. „Nú eru forsendur gjörbreyttar og þá ekki síst yfirvinnumynstrið." Hann segir að það hefði verið ein- róma afstaða stjórnenda RÚV, vinnu- hóps um málið og útvarpsráðs að vinda sér út í þessa breytingu. Bogi Ágústs- son, fréttastjóri Sjónvarpsins, segist ekki hafa heyrt neinar raddir á móti þessu og sama segir Kári Jónasson, fréttastjóri Útvarpsins, en á starfs- mannafundi Útvarpsins í gær kom þó fram athugasemd um áhrif breyting- anna á síðdegisdagskrá Rása 1 og 2. Ekki hefur verið útfært hvernig t.d. Þjóðarsálinni verður komið fyrir í dag- skránni eftir þessa breytingu. Útvarpsstjóri segir breytingarnar ekki hugsaðar sem hagræðingu í rekstri. Aðspurður um líkleg viðbrögð Stöðvar 2 og Bylgjunnar segist útvarps- stjóri ekki eiga von á sérstökum við- brögðum. Þá er þess að geta að fréttamaður Stöðvar 2 á blaðamannafundinum, hinn geðþekki Eggert Skúlason, spurði hvort Sjónvarpið hygðist taka upp morgunsjónvarp, en Markús Örn og Bogi töldu það ekki tímabært. Hins vegar mætti eiga von á tíðari stuttum fréttainnskotum en hingað til. — FÞG FRÉTTAVIÐTALIÐ í heita pottinum velta memi því nú íyrir sér hvort framhald verði innan húss hjá RÚV á „Elínar Hirst rnálinu" - en Halldór Ásgrímsson gagniýndi framgöngu hennar mjög í sjón- varpsumræðum í fyrrakvöld. Elín spurði í yfirheyrsluþætti yfir Halldóri mikið og lengi út í kvótaeign Halldórs og fjölskyldu, þannig að fátt annað komst að að dómi framsóknarmanna. í pottinum er fullyrt af þeim sem tengjast fram- sókn að þar á bæ telji menn að tilgangurinn hafi verið að gera persónu Halldórs tortryggilega og ýmsir segja inálið hálfu verra vegna náinna tengsla Elínar við Valhöll... Það þykja mikil tíðindi í Norð- urlandi vestra að Ámi Gunn- arsson amiar maður framsókn- ar komst ekki á þing. Pottverj- ar kunnugir í kjördæminu segja að það hafi verið áber- andi að sjálfstæðismenn sigu framúr framókn á lokaspretti talningarinnar en þá var verið að telja atkvæði úr Austur- Húnavatnssýslu - höfuðvígi Páls Péturssonar, sem varð að vera fjarri í kosningabaráttunni... Ráðherraveikinni hefur nú lostið niður í þingfiokkum stjómarflokkanna með mikl- um þunga. Úr herbúöum fram- sóknar heyrist nú talað fýrir þvl að nota það sem kallað er „tveggja manna regluna". Hún felst í því að þeir verði ráðherr- ar sem koma úr kjördæmum með tveimur þingmönnum. Það yrðu þá Halldór Ásgríins, Guðni Ágústsson, Siv Friðleifsdóttir og Finnur Ingólfsson og ein- hver einn enn ef sami ráðhcrrafjöldi yrði og nú... Halldór Ásgrímsson. Össur Skarphéðinsson þitigmaður Samfylkingin vardtil en náði ekki því flugi sem hún vonaðist eftir. Hvaðsegir Össurum úrslitin, starfð framundan og líklegustu stjómarmyndunina ? Stóðum okkur ekki nógu vel - Hvers vegna tókst Samfylkingunni ekki betur upp en raun ber vitni? „Við vorum með of flókna og víðfeðma stefnuskrá og lögðum ekki mesta þungann á örfá stærstu áhersluatriðin. Við tefldum heldur ekki fram foringja fyrr en á síðustu metrunum, gerðum það of seint með Mar- gréti. Við gerðum Iíka þau mistök að undir- strika breiddina, sem sannarlega var mikil hjá okkur, en hefur að öllum líkindum frem- ur undirstrikað margvíslegan uppruna fram- boðsins, hinar sundurleitu áttir. I Reykjavík stóðum við okkur einfaldlega ekki nógu vel frambjóðendurnir. Við fórum af stað hér með mest fylgi og töpuðum mestu í gegnum kosningabaráttuna. Úrslitin eru meira en þokkaleg sumsstaðar út á Iandi og betri en við áttum von á, en í R-kjördæmunum voru þau talsvert lakari en við vonuðumst eftir. Eg er sáraóánægður með úrslitin í Reykja- vík.“ - En hvað nú; er uppgjör fratnundan og jafnvel sláturtíð? „Nú pústa menn um skeið og meta stöð- una. Eg tel að það séu engar líkur á því að framundan sé tími uppgjörs eða átaka. Þó útkoman hefði mátt vera betri þá er það ein- læg tilfinning okkar að það er mikið pólit- ískt afrek falið í því að ná saman þessum hópum í eitt framboð. Þegar upp er staðið er þetta það eina sem stendur eftir þessa kosninganótt. Framsóknarflokkurinn tapaði miklu, en það skiptir ekki öllu máli. Sjálf- stæðisflokkurinn telur sig hafa unnið stór- sigur, en vann þó ekki nema einn mann. Vinstri-Grænir koma vissulega sterkir inn, en þegar sagnfræðingar skoða niðurstöður næturinnar er bara eitt sem mun standa uppúr, að Samfylkingin hefur orðið til og það sem byggt verður upp út frá því.“ - Flokksstofnun er þá væntanlega næst á dagskrá? „Eg ímynda mér að þegar næsta haust muni menn hefja undirbúning að formlegri flokksstofnun uppúr Samfylkingunni, kjósi sér leiðtoga og forystu. Reynslan af kosn- ingabaráttunni sýnir að það er algerlega nauðsynlegt að hafa slíkan óskoraðan leið- toga sem allra fyrst.“ - Líkurnar á áframhaldandi stjórnar- samstarfi virðast nú yfirgnæfandi... „Því er ég er ekki sammála.“ - Nú! Hvað meinar þú? „Vinstri-Grænir vinna nú mikinn kosn- ingasigur. Líka verður Samfylkingin til og vinnur þann sigur sem felst í því að vera næststærsta stjórnmálaaflið. Og þá er ástæða til að spyija hvað Framsóknarflokk- urinn vill gera í stöðunni; vill hann áfram láta bryðja sig með ljónstönnum íhaldsins eða hefur hann í hyggju að freista þess að breyta um stjórnarstefnu, ekki síst með til- liti til þess að það eru Ijóslega sviptingar framundan í efnahagsmálum? Reyna t.d. að ná tengslum inn í verkalýðshreyfinguna fyr- ir komandi kjarasamninga - með því að freista stjórnarmyndunar með vinstri flokk- um, þar sem yrði meirihluti 35 þingmanna hefðbundinnar vinstri stjórnar." - Hver er þín ósk um næstu ríkisstjórn? „Eg tel að j>að sé söguleg skylda okkar sem stöndum til vinstri að kanna þann möguleika, hvað sem líður óskum einstakra þingmanna." _ FþG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.