Dagur - 11.05.1999, Qupperneq 4

Dagur - 11.05.1999, Qupperneq 4
4 ÞRIDJUDAGV R 11. MAÍ 1999 Dagur FRÉTTIR L Erfitt hjá hiónafólM og samhýlmgum Ölvaður skipstjóri, fíkniefni, landi, ósætti og 15 ára öku- maður var meðal þess sem Lögreglan í Reykjavík þurfti að kljást við um kosn- ingahelgina. Hjón og sambýlingar áttu ekki skap saman um kosningahelgina samkvæmt upplýsingum frá Lög- reglunni í Reykjavík. Mikið bar á samskiptaerfiðleikum milli manna jafnt í heimahúsum, á götum úti sem og á veitingastöð- um. Hvort þar hafi verið um að kenna ósætti vegna kosningaúr- slita skal hins vegar ósagt látið en áberandi var hve mikið var leitað til lögreglu vegna persónulegra vandamála. Rólegt var í miðborginni á föstudag og ekki nein líkams- meiðing tilkynnt til Iögreglu þá nótt, en eitt rúðubrot. Einn karl- maður var handtekinn vegna málsins en hann hafði fengið skurð á handlegg sinn við fram- kvæmd skemmdarverksins. A kosningadag var mikil aðsókn að veitingastöðum í miðbænum en ekki er þó vitað um alvarleg meiðsli á fólki. 15 ára ökumaður Umferðarslys varð á Bústaðavegi að kvöldi föstudags þegar tvö öku- tæki rákust sam- an. Tvennt var flutt á slysadeild til aðhlynningar. Lögreglumenn á eftirlitsferð veittu athygli bif- reið á Hring- braut aðfaranótt laugardags þar sem þeim fannst ökumaður ung- Iegur. I ljós kom að bæði ökumað- ur og farþegi voru aðeins 15 ára og höfðu stolið ökutækinu fyrr um kvöldið. Barnarverndaryfirvöld voru köll- uð til og foreldrum gert aðvart. Annað svipað mál kom til kasta lögreglu að morgni sunnudags þegar 14 ára piltur kom á Iög- reglustöðina í Breiðholti. Piltur- inn sagðist hafa tekið bifreið móður sinnar án hennar heimild- ar og ekki tekist betur en svo upp við aksturinn að hann velti henni á Elliðavatnsvegi. Ekki urðu slys á fólki. Brunar Talsverðar skemmdir urðu á íbúð í Sundahverfi á föstudag eftir að eldur kom upp við matseld. Þá var tilkynnt um mikinn reyk í stigagangi í Grandahverfinu að kvöldi föstu- dags. Varð slökkvilið að brjóta sér leið inn í eina íbúð- ina. Þar hafði húsráðandi sofn- að út frá matseld með fyrrgreind- um afleiðingum. Viðkomandi var fluttur á slysadeild til skoðunar. Þá var tilkynnt um sinubruna við Grafarvogskirkju að kvöldi föstu- dags. Að gefnu tilefni eru foreldr- ar beðnir að brýna fyrir bömum sínum hætturnar sem geta stafað af sinubruna en þetta er einmitt sá tími ársins þegar þeir eru al- gengastir. Fíkniefni í Þmgholtimum Okumaður var handtekinn vegna gruns um að hann seldi ungling- um „landa“. Við Ieit í bifreiðinni fannst landi sem var haldlagður. Þekktir brotamenn voru stöðvaðir á bíl í Þingholtunum að morgni sunnudags. I bifreiðinni sem þeir gátu ekki gert grein fyrir fundust ætluð fíkniefni og þýfi. Fernt var handtekið og flutt á lögreglustöð. Fjórir tíu ára piltar voru teknir vegna gruns um umtalsverð skemmdarverk og innbrot þeirra í sumarhús við Ulfarsfell. Málið verður afgreitt af barnarverndar- yfirvöldum. Ibúi í Hlíðarhverfi vaknaði við mannamál í íbúð sinni snemma á Iaugardagsmorg- un. Tveir menn forðuðu sér út úr íbúðinni er þeir urðu varir við húsráðanda. Mennirnir eru ófundnir en þeir tóku á brott með sér veski. Þá var tilkynnt innbrot í byggingarvöruverslun í Skeifunni á sunnudag. I lokin má geta þess að Iögreglumenn veittu á laugar- dag tollyfirvöldum aðstoð við að hindra brottför erlends skips vegna ölvunarástands skipstjóra þess. Síldin íiimlin Fyrsti síldarfarmurinn úr norsk-íslenska síldarstofninum er á landleið. Jón Kjartansson SU frá Eskifirði er á leið til heimahafnar með fullfermi, um 1.700 tonn, og kemur væntan- legur þangað í kvöld. Fjögur ís- lensk skip eru i Síldarsmugunni, en aflann fékk Jón Kjartansson SU mun norðar en venjulegt hefur verið í upphafi síldarver- tíðarinnar undanfarin ár. Um 400 mílna sigling er af miðun- um til Eskifjarðar en síldin fékkst norður undir 68 breidd- argráðu, norðaustast í Síld- arsmugunni. Hermann Guðmundsson á Árkógssandi, útgerðarmaður Arnþórs EA, segir að erfitt sé að fást við síldina því hún virðist vera ljónstygg, en líkur séu á að töluvert sé af henni á þessum slóðum. Arnþór EA var í gærmorgun búin að fá 150 tonn, en hann fer til löndunar á Djúpavogi þegar skipið hefur fengið fullfermi. Mörg skip héldu austur til síldveiða eftir kosningadaginn, en á miðunum eru auk íslensku skipanna, skip frá Svíþjóð, Noregi og Færeyj- um. - GG Að gefnu tilefni eru foreldrar beðnir að brýna fyrir börnum sín- um hætturnar sem geta stafað af sinubruna en þetta er einmitt sá tími ársins þegar þeir eru algeng- astir. ALLIR SUZUKI BILAR ERU MEÐ • vökvastýri • 2 loftpúða • > aflmiklar vélar • samlæsíngar rafmagn f rúðum og speglum • styrktarbita f hurðum • • samlitaða stuðara • ÞRÍR EKTA JEPPAR - EITT MERKI - og JIMNY fékk gullverðlaunin 98 í Japan fyrir útlit, gæði, eiginleika og möguleika! Komdu FULL FRAME JIMNY VITARA TEGUND: VERD: TEGUND: VERÐ: | Beinskiptur 1.399.000 KR. | ILX SE 3d 1.580.000 KR. j Sjálfskiptur 1.519.000 KR. j JLX SE 5d 1.830.000 KR. | DIESEL 5d 2.180.000 KR. GRAND VITARA TEGUND: VERÐ: GR, VITARA 2,0 L 2.179.000 KR. GR.VITARA EXCLUSIVE 2,5 L V6 2.589.000 KR. SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf„ Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. ísafjörður: Bilagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00. Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. og sestu inn! Skoðaðu verð og gerðu samanburð. $ SUZUKI I . SUZUKIBÍLARHF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.