Dagur - 11.05.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 11.05.1999, Blaðsíða 7
" "þriðjvd a'g UR 'l'l'. ''ltfÁ'í 'í §9 9 - 7 RITSTJÓRNARSPJALL Verulegar breytingar - en staoan samt eins? Það er gamalkunnug fullyrðing að því meira sem hlutirnir breyt- ast því meira verði þeir eins. Með öðrum orðum, að breyting- arnar séu meira á ytra borði; kjarninn sé áfram sá sami. Það kemur vafalaust fljótlega enn betur í ljós hvort þetta eigi líka við um alþingiskosningarnar á laugardaginn. Urslitin liggja fyrir, pólitíska Iandslagið virðist verulega breytt frá því sem það var fyrir kosningar. En hveiju breytir það í reynd um stjórn landsins næstu árin? Kannski engu. Lítum fyrst á nokkur meginat- riði sem blasa við að kosningum Ioknum. íhaldið kaffærir Framsókn Sjálfstæðisflokkurinn komst yfir fjörutíu prósenta múrinn í fyrsta sinn síðan í pólitískum ofurhita kalda stríðsins árið 1974. Það ér út af fyrir sig sögulegt, þótt skoð- anakannanir hafi spáð honum ,mun meira fylgi. Góðærið og Davíð Oddsson hefur skilað flokknum þessum árangri. En Sjálfstæðisflokkurinn gerði meira í þessum kosningum: hann er orðinn stærsti flokkur- inn í sjö af átta kjördæmum landsins, hvorki meira né minna. Sjálfstæðismenn kaffærðu samstarfsflokk sinn harkalega í fylgi í flestum hefðbundnu fram- sóknarkjördæmunum og er nú í fyrsta sæti ekki aðeins í báðum R-kjördæmunum, eins og ávallt áður, heldur einnig á Vestur- Iandi, Vestfjörðum, f báðum Norðurlandskjördæmunum og á Suðurlandi. Aðeins á Austur- landi tókst sjálfstæðismönnum ekki að mylja Framsóknarflokk- inn undir sig fylgislega séð, enda þar við sjálfan formanninn, Hall- dór Ásgrímsson, að eiga. Enn einu sinni hefur það því gerst að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tætt fylgi af samstarfs- flokki sínum í ríkisstjórn. Spurn- ingin nú er fyrst og fremst sú hvernig fórnarlambið bregst við. Og er þá komið að stöðu Fram- sóknarflokksins. Fjórði hver þmgmaður í byrjun kosningabaráttunnar stefndi í stórfellt tap Framsókn- arflokksins. Hann mældist í sumum skoðanakönnunum með aðeins þrettán prósenta fylgi á landsvísu - eða með um tíu pró- sentustigum minni stuðning en í kosningunum fyrir fjórum árum. Með vel skipulagðri kosninga- baráttu tókst forystu flokksins að sækja fram á ný og ná fylginu upp um 5-6 prósentustig. Það hlýtur að teljast verulegt afrek. En það breytir ekki því að Framsóknarflokkurinn borgar samstarf sitt við Sjálfstæðis- flokkinn síðustu árin dýru verði í þessum kosningum. Hann miss- ir í reynd fjórða hvern þingmann sinn (fær tólf af sextán) og tapar tæplega fimm prósentustiga fylgi frá kosningasigrinum fyrir fjór- um árum. Það er auðvitað sérstaklega al- varlegt fyrir flokkinn hversu mik- ið fylgistapið er úti á Iandsbyggð- inni. Að hann skuli hvergi nema á Austurlandi vera lengur stærsti flokkurinn er verulegt áfall fyrir stjórnmálaafl sem sögulega séð hefur alltaf litið á sig sem helsta flokk landsbyggðarinnar. Hverjar eru ástæður þessa mikla fylgistaps? Nokkur atriði blasa við augum: Samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Stórfelldur flótti af landsbyggðinni undan- farin ár. Ótti margra byggðarlaga við hrun vegna sölu á kvóta til annarra landshluta. Og svo tví- mælalaust undir lokin hastarleg- ar persónulegar árásir á formann flokksins. Persónusigrar Ef Iitið er á einstaka frambjóð- endur er ljóst að tveir menn eru persónulega mestu sigurvegarar þessara kosninga. Fyrst ber að nefna Steingrím J. Sigfússon. Framganga hans í kosningabaráttunni var sérlega árangursrík. Hann fór ekki að- eins sjálfur inn í sinni eigin heimabyggð heldur tók annan mann á listanum með sér. Sex manna þingflokkur Vinstrihreyf- ingarinnar er fyrst og fremst verk Steingríms. Hann lagði mikið undir þegar hann gekk úr Al- þýðubandalaginu og lagði út f óvissuna. Uppskeran er mun meiri en nokkur gat reiknað með á þeim tíma. Hinn persónulegi sigurvegar- inn er Guðjón Arnar Kristjáns- son sem kom Fijálslynda flokkn- um inn á þing þrátt fyrir þveröf- ugar spár skoðanakannana allt til loka. Enn einu sinni sýndu Vestfirðingar að þeir eru reiðu- búnir að veita uppreisnarmönn- um gegn hefðbundnu flokkakerfi brautargengi f kosningum. I leið- inni hafa þeir tryggt að það verð- ur engin lognmolla í þinginu þegar kvótamálin koma þar til umræðu næsta vetur. Næst stærsti þingflokkurmn Margsinnis hefur verið á það bent að tilkoma Samfylkingar- innar ein og sér gerði þessar kosningar sögulegar. Það á enn við. Hins vegar var útkoma hins sameiginlega framboðs mun lak- ari en margir höfðu vonast eftir, ekki síst með tilliti til þess hver staðan var eftir prófkjörin í R- kjördæmunum tveimur. Skoð- anakannanir höfðu að vísu búið Samfylkingarfólk undir þessi úr- slit, en þau hljóta samt að valda verulegum vonbrigðum í þeirra röðum. Samfylkingin bætir við sig ein- um þingmanni frá þeim fjölda sem var í nýja þingflokknum sem stofnaður var rétt fyrir kosning- ar. En sautján þingmenn er Iangt í frá það sem að var stefnt þegar lagt var upp í samfylkingarferð- ina. Og innan nýja þingflokksins vantar þar að auki ýmsa lykil- menn í sameiningarferlinu. Hvers vegna komst Samfylk- ingin ekki f þijátíu prósenta fylgi eða ríflega það, eins og stefnt var að sem algjört lágmark? Eins og margoft hefur komið fram var það alfarið f höndum Samfylkingarinnar sjálfrar að ná þeim árangri. En kosningabar- áttan var einfaldlega háð með þeim hætti að f stað þess að vera í öflugri sókn, eins og þetta nýja stjórnmálaafl hafði alla burði til, lentu Samfylkingarmenn í sí- felldri vörn - og fórst það stund- um svo óhönduglega að undrun sætir. Þegar það hendir til dæm- is hvað eftir annað að forystu flokks tekst ekki að gera sum helstu stefnumál sín almenningi skiljanleg, þá er ekki von á góð- um kosningaúrslitum. Afstaða til ríkisstjómar Hversu skrítið sem það kann nú að virðast er ekki annað að sjá en að forystumenn Samfylkingar- innar leggi verulega áherslu á að næst stærsti þingflokkur Alþing- is fái frí frá Iandsstjórninni næstu árin. Hugsanlega er þetta gáfuleg afstaða frá hreinu flokkssjónar- miði. Samfylkingin þarf tíma til að gera upp málin innbyrðis og breyta sér síðan í formlegan stjórnmálaflokk, velja sér nýja forystu, laga stefnuna að veru- leika nýrrar aldar og hefja þá sókn sem ein getur skilað nýja flokknum góðum kosningasigri eftir fjögur ár. Auðvitað er þægi- legra að gera þetta allt saman í stjórnarandstöðu, og meiri von til þess að árangur náist fylgis- lega séð. Ef Framsóknarflokkurinn gerir Samfylkingunni þann greiða að endurnýja fyrirhafnarlítið núver- andi stjórnarsamstarf án þess að kanna einu sinni aðra mögu- leika, gæti þessi hernaðaráætlun jafnvel skilað tilætluðum árangri í næstu þingkosningum. En stjórnmálabaráttan snýst um að komast til valda og fram- kvæma þá stefnu sem lögð hefur verið fyrir kjósendur. Það er til- gangurinn með starfi stjórnmála- flokka. Þess vegna hefði mátt ætla að Samfylkingin legði ein- hveija áherslu á að þrátt fyrir allt megi túlka úrslit kosninganna sem kröfu um breytingar - eins og Steingrímur J. Sigfússon gerði réttilega fyrir hönd síns flokks þegar á kosninganótt. Breyttur fjórflokkur Það er rétt sem margir hafa bent á síðustu vikurnar að þrátt fyrir uppstokkunina á vinstri væng stjórnmálanna lifir fjórflokkur- inn svonefndi góðu lífi. En það er hins vegar að ýmsu leyti breyttur fjórflokkur. Meginbreytingin er auðvitað sú að Samfylking jafnaðarmanna hefur nú tekið við því hlutverki sem Framsóknarflokkurinn hef- ur gegnt mestan hluta aldarinn- ar - það er að vera næst stærsta stjórnmálaaflið í landinu og á Al- þingi. Samfylkingin er með sautján þingmenn eftir þessar kosningar en Framsóknarflokk- urinn aðeins tólf. Eitt af því sem ráðast mun meðal annars af gangi viðræðna um stjórnarmyndun næstu daga er hvort líkur séu á að þessi breyting festist enn frekar í sessi á næstu árum. Ef núverandi stjórnarsamstarf heldur áfram undir forystu Davíðs Oddssonar og það án verulegra breytinga eða fyrirhaffiar, og ef Samfylk- ingin nær vopnum sínum í stjórnarandstöðu, verður ekki aftur snúið. Þá mun það væntan- lega gerast, sem Samfylkingunni mistókst að ná fram með afger- andi hætti í þessum kosningum, að hér verði tvær meginfylkingar í stjórnmálunum - Sjálfstæðis- flokkurinn og Samfylkingin - og tveir minni flokkar sinn hvorum megin við hina nýju fylkingu jafnaðarmanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.