Dagur - 11.05.1999, Síða 8

Dagur - 11.05.1999, Síða 8
8 - I’RIDJUDAGU II 11. MAÍ 199 9 FRÉTTASKÝRING Talsmeim stjómmála- ílokkaima bera sig all- ir vel eftir kosningar og segjast iina við sitt en eru auðvitað misá- nægðir með úrslitin. Kosningarnar á Iaugardaginn voru um margt sögulegar. Sjálf- stæðisflokkurinn fékk 40,7% at- kvæða og var það í fyrsta sinn í aldarfjórðung sem flokkurinn fær yfir 40% fylgi. Það verður að telj- ast nokkurt afrek að bæta við sig fylgi eftir stjórnarsetu en það hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn reyndar gert áður bæði 1956 og 1963. Flokkurinn bætti allstaðar við sig fylgi nema á Vestfjörðum og ljóst að þar hjó fyrrverandi varaþing- maður flokksins og Ieiðtogi Frjálslyndra nokkurt skarð. Mest varð fylgisaukningin á Reykjanesi eða 5,5%. Alls hefur flokkurinn 26 þingmenn, bætti við sig ein- um. Mest tap hjá Halldóri Framsóknarflokkurinn græddi ekki á samstarfinu við sjálfstæðis- menn frekar en fyrri daginn, tap- aði 4,9% og fékk 18,4%. Flokkur- inn tapaði allstaðar fylgi nema á Vestíjörðum þar sem Kristni H. Gunnarssyni og félögum tókst að bæta við 3,3% og á Suðurlandi hélt flokkurinn sínu. Fylgistapið var mest á Austurlandi, kjördæmi formanns flokksins, eða 8,5% og á Norðurlandi vestra, kjördæmi félagsmálaráðherra, eða 8,4%. Framsóknarþingmennirnir eru nú 15 og þar af eru 2 jöfnunar- menn en það hefur ekki gerst áður. Stór sigur Steingríms Vinstri hreyfingin grænt framboð vann stóran sigur í þessum kosn- ingum og hlaut 9,1%. Það er með því mesta sem nýtt framboð hef- ur fengið á lýðveldistímanum en þó ekki met því Borgaraflokkur- inn fékk 10,9% 1987. Sætastur varð sigurinn í kjördæmi for- manns flokksins, en Steingrímur J. Sigfússon og félagar höluðu inn hvorki meira né minna en 22% atkvæðanna og 2 þingmenn. Vinstri grænir eiga alls 6 þing- menn en í þingflokki óháðra sem myndaður var síðasta haust voru 5 þingmenn og reyndar 6 í Iokin eftir að Guðrún Helgadóttir hafði tekið sæti Svavars Gestssonar á þingi. Sigur Frjálslynda flokksins virðist fyrst og fremst sigur Guð- Blokkamyndunin mistókst „Eg tel að stóru tíðindin í úrslit- um kosninganna séu þau að það tókst ekki að búa,til tvær blokkir fslenskum stjórnmálum, eins og að var stefnt. Upp úr þessum sameiningum og klofningi er á ný komið fjögurra flokka kerfi auk lítils flokksbrots sem ég tel að lifi ekki lengí. Þetta þykja mér aðal tíðindin," segir Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknarflokks- ins. Hann segir að þótt Fram- sóknarflokkurinn hafi tapað þremur þingmönnum í þessum stóra slag hafi flokkurinn sannað að hann sé áfram framtíðarafl í íslenskum stjórnmálum. Þingmennirnir þrír sem féllu voru allir í kjördæmum ráðherra flokksins en Halldór telur ekki að það beri að túlka svo að kjósend- ur hafi verið að hegna þeim. „Flokkurinn missir fylgi á landsvísu og er með svipað fylgi f kjördæmunum á Norðurlandi, Vesturlandi og Suðurlandi. Ég lít ekki svo á að það sé verið að gagnrýna ráðherrana með þessu. Því er hins vegar ekki að neita að það hefur verið hamast mikið á Framsóknarflokknum vegna starfa ríkisstjórnarinnar. Þar hef- ur flokkurinn dregið mjög þunga vagna, sem hafa skipt mikJu máli í uppbyggingu efnahags- og at- vinnulífs í landinu. Þeir sem hafa gagnrýnt okkur hafa ekki viljað horfa á hina hliðina sem er aukn- ing kaupmáttar, verðmætasköpun og styrking velferðarkerfisins," segir Halldór. Ánægd „Auðvitað hefði ég viljað sjá betri úrslit en ég er samt mjög ánægð með kosningarnar. Ef til vill er þetta meiri áfangi fyrir mig en ýmsa aðra, að koma Samfýlking- unni á og verða að næst stærsta stjórnmálaafli þjóðarinnar. Svo er ég að sjálfsögðu afar ánægð með útkomuna í mínu kjördæmi, Suð- urlandi, því það er eina kjördæm- ið sem við höldum öllu fylginu og bætum raunar aðeins í,“ segir Margrét Frímannsdóttir, talsmað- ur Samfylkingarinnar. Kjörsókn á landinu var sú minnsta frá stofnun lýðveldisins. Kosningarnar voru að mörgu leyti sögulegar. Hún segist hefði viljað sjá Sam- fylkinguna fara yfir 30% fylgi en ástæðurnar fyrir því að það tókst ekki geti verið nokkrar. Það sé ekki búið að stofna flokkinn formlega og áróðurinn um að um sundurleitan hóp sé að ræða hafi náð í gegn. „Þrátt fyrir vönduð og yfirveguð vinnubrögð tókst okkur ekki að koma því nógu vel til skila að við erum ein heild,“ segir Margrét. Árangur mikillar vimiu „Ef við lítum á útkomu Sjálfstæð- isflokksins á landsvísu er það fyrst og fremst traust málefna- staða, sem skapar þennan sigur. Fólk metur þann árangur sem ríkisstjórnin hefur náð á kjör- tímabilinu og það trausta yfir- bragð sem flokkurinn hefur," seg- ir Sturla Böðvarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestur- Iandi. „Ef við lítum á útkomuna hjá okkur í mínu kjördæmi þá vil ég þakka hana vinnu okkar Guð- jóns Guðmundssonar allt kjör- tímabilið. Sömuleiðis var afar samhentur hópur á listanum okk- ar, fólk á öllum aldri sem náði vel saman og okkur tókst að mynda prýðiiega stemmningu í kringum listann. Þess vegna var það ann- ars vegar málefnastaðan og hins vegar öflug vinna sem skóp þessa góðu útkomu." Sturla sagði að það eina sem hefði komið sér verulega á óvart í kosningunum væri að Frjálslyndi flokkurinn skyldi koma inn manni. Hann sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir því að Guðjón A. Kristjánsson ætti svona mikið fylgi fyrir vestan. Sturla var spurður hverjar skýr- ingar hann teldi vera á tapi Fram- sóknarflokksins? „Þessi niðurstaða hjá Fram- sóknarflokknum í kosningunum kemur mér ekki á óvart. I kosn- ingunum 1995 fékk flokkurinn óvenjulega mikið fylgi. Ég tel því að flokkurinn sé bara að halda sínu fasta fylgi að þessu sinni og því ekki ástæða hjá framsóknar- mönnum að hrellast mikið vegna þessa,“ sagði Sturla. Jukum fylgiö jafnt og þétt „Það sem í raun gerðist hjá okki var að við jukum fylgið jafnt þétt alla kosningabaráttuna, . jóns Arnars Kristjánssonar og fé- laga á Vestfjörðum. Þar fékk flokkurinn hvorki meira né minna en 17,7% en í öðrum kjör- dæmum á bilinu 1,9% - 4,6% og þingmennirnir eru 2. Minna en síðast Samfylkingin reið ekki feitum hesti frá sínum fyrstu kosning- um. Á landsvísu fékk hún 26,8% en í kosningunum 1995 fengu flokkarnir sem að henni standa samtals 37,7%. Fáir áttu von að Samfylkingunni tækist að halda því í ljósi klofningsins í Alþýðu- bandalagi og Kvennalista og til- komu Vinstrihreyfingarinnar. Verst varð útreiðin enda í kjör- dæmi Steingríms eða 16,8%. Á Austurlandi fékk S-listinn aðeins rúmt 21% en mest var fylgið í Reykjavík eða 29%. Þingmenn Samfylkingarinnar eru nú 17 en voru 16 eftir síðustu sviptingar á Alþingi í lok kjörtímabilsins. U og S Iistar hafa samanlagt 35,9% eða um 2% minna en flokkarnir 4 1995. SIGURDÓR IJRDÍ SIGURDORSSON VALGERÐUR JÓHANN SDÓTTIR SKR/FA

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.