Dagur - 11.05.1999, Síða 11

Dagur - 11.05.1999, Síða 11
ÞRIDJUDAGUR 11. UAÍ 1999 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Re Leyiur mnve að tala verjatil Að lokinni minningarathöfn um Kínverjana þrjá sem fórust í sendiráðinu í Belgrað á föstudag. Maðurinn fyrir miðju missti dóttur sína. Jeltsín hefur sent Tsjemómyrdín til Kína, en Kínverjar em æfir vegna árásar- innar á sendiráðið í Belgrað. Viktor Tsjernómyrdín hélt í gær af stað til Kína að ræða þar við stjórnvöld um Kosovostríðið. Sprengjuárás NATO á kínverska sendiráðið í Belgrað á föstudag hefur dregið mjög úr vonum um að fá megi Kínverja til liðs við önnur aðildarríki í Oryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Frá því Rússar undirrituðu sameiginlega yfirlýsingu með sjö helstu iðn- ríkjum heims í síðustu viku hef- ur verið stefrit að því að Öryggis- ráðið sendi frá sér ályktun á grundvelli hennar, en þá verða Kínverjar að vera með. Þrennt fórst í árásinni á sendi- ráðið, sem NATO hefur sagt hörmuleg mistök sem urðu vegna þess að upplýsingar sem byggt var á reyndust rangar. Engu að síður hefur NATO sagst aétla að halda áfram loftárásun- urrí, sem staðið hafa yfir frá því 24. mars. Tsjernómyrdín hugðist halda til Júgóslavíu í gær, en Boris Jeltsín Rússlandsforsti fól hon- um að fara til Kfna eftir að hafa rætt við Jiang Zemin, forseta Kína, í síma í gærmorgun. I þessu símtali fordæmdi Jiang stefnu Atlantshafsbandalagsins í Kosovo. Kínverjar taka áhættu Talið er að Tsjernómyrdín muni gera kínverskum ráðamönnum grein fyrir friðarhugmyndum Rússlands og iðnríkjanna sjö, þar sem gert er ráð fyrir að al- þjóðlegar öryggissveitir verði sendar til Kosovo á vegum Sam- einuðu þjóðanna. Þar sem Kína hefur neitunan'ald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þarf sam- þykki þeirra til þess að ráðið geti sent frá sér ályktun byggða á þessum friðarhugmyndum. Kínversk stjórnvöld hafa tekið undir með mótmælendum, sem safnast hafa saman í Beijing og m.a. kastað steinum að banda- ríska sendiráðinu þar og skemmt bifreiðir utan við það. Þykir mót- mælendum þó sem stjórnvöld hafi ekki brugðist nægilega hart við. Hugsanlega eru stjórnvöld í Kína þarna að leika sér að eldin- uir :neð því að hvetja almenning til opinberra mótmæla, því nú nálgast tíu ára afmæli atburð- anna á Torgi hins himneska frið- ar þegar kínverski herinn braut á bak aftur friðsamleg mótmæli af fullri hörku. Vilja formlega afsökunar- beiðni NATO baðst á sunnudag afsök- unar á árásinni á sendiráðið og Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur einnig lýst því yfir að hann harmi þessi mistök. Kínveijar kröfðust þess hins vegar í gær að fá „formlega afsökunarbeiðni" frá NATO og vilja þeir að henni sé beint til kínverskra stjórn- valda, kínversku þjóðarinnar og ættingja þeirra sem fórust. Þá vilja þeir að fram fari rannsókn á árásinni á sendiráðið. I gær hófst málflutningur í ákærumáli Júgóslavíu á hendur tíu NATO-ríkjum fyrir Alþjóða- dómstólnum í Haag. Kærunni er beint gegn Bandaríkjunum, Belgíu, Bretlandi, Frakklandi, Hollandi, Italíu, Kanada, Portú- gal, Spáni og Þýskalandi, en öll þessi ríki taka beinan þátt í hernaðaraðgerðunum á hendur Júgóslavíu. NATO að fremjaþjóðar- morð? Stjórnvöld í Júgóslavíu lögðu fram kæruna í síðustu viku og kröfðust þess að Sameinuðu þjóðirnar komi þegar í stað í veg fyrir frekari loftárásir Atlants- hafsbandalagsins á Júgóslavíu. Ennfremur fara þeir fram á skaðabætur vegna loftárásanna, en að mati Júgóslavíu eru loft- árásirnar ótvírætt brot á alþjóða- sáttmálum og hljóti að teljast þjóðarmorð. Að sögn stjórnvalda í Júgóslavíu hafa um 1200 óbreyttir borgarar Iátið lífið af völdum loftárásanna og 4.500 manns að auki er saknað. NATO-ríkin eru „vísvitandi að eyðileggja Iífsskilyrði í því skyni að eyðileggja Sambandsríkið Júgóslavíu að hluta til eða að öllu leyti," sagði talsmaður stjórnar Júgóslavíu fyrir dóm- stólnum í Haag í gær. Forsvarsmenn NATO hafa gert lítið úr þessum kærum, og sagði Jamie Shea, talsmaður NATO, að þær væru bæði „ómerkilegar" og „óheiðarlegar". Einungis væri verið að reyna að varpa frá sér ábyrgðinni á þjóð- ernishreinsunum í Kosovo. Hersveitir á förum frá Kosovo? I gær fullyrtu júgóslavnesk stjórnvöld að hluti hersveita þeirra verði fluttur á brott frá Kosovo, og hafi sá brottflutning- ur hafist á sunnudagskvöld. Fyrstu viðbrögð NATO við því voru tortryggin. Ekki var að sjá hve margir hermenn hefðu verið fluttir á brott né hve margir myndu verða áfram í Kosovo. Viktor Tsjernómyrdin verður ekki eini erlendi sendimaðurinn í Kína þessa vikuna, því Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, heldur einnig til Kína í dag á vegum Evrópusambandsins. Að- alumræðuefni heimsóknarinnar verða Kosovomálin, en Kínverjar hafa farið fram á það að ekki verði að þessu sinni rætt um við- skipti milli Kína og Þýskalands. Meiningin var að Schröder dvel- di þar fram á næstu helgi, en að öllum líkindum hraðar hann sér heim aftur strax á miðvikudags- kvöld eða fimmtudagsmorgun. - GB ESB herðir refsiaðgerðir gagnvart Júgóslavíu EVROPUSAMBANDIÐ - Viðskipta- og fjármálaráðherrar Evrópusam- bandsríkjanna samþykktu í gær að herða refsiaðgerðir gagnvart Júgóslavíu, sem settar voru á á síðastliðnu ári. Samkvæmt nýju reglun- um er Slobodan Milosevic bannað að ferðast til aðildarríkja Evrópu- sambandsins, og sama gildir um fjölskyldu hans og aðra helstu ráða- menn í Júgóslavfu. Sömuleiðis verða frystar allar innistæður á banka- reikningum sem tengdir eru stjómvöldum í Júgóslavíu. Netanjahu leikur sér að eldi ISRAEL - Benjamin Netanjahu, forsætisráðherra Israels, lætur varn- aðarorð jafnt stjómarandstæðinga í Israel og stjórnvalda í Vestur-Evr- ópu og Bandaríkjunum sem vind um eyrun þjóta og ögrar Palestínu- mönnum aðeins viku fyrir þing- kosningarnar í Israel með því að láta loka miðstöðvum Palestínu- manna í austurhluta Jerúsalem- borgar. Meira að segja öryggisráð- gjafar Netanjahus sjálfs hafa varað hann við því að þessar aðgerðir geti sem hægast leitt til uppþota. Alls- endis óvíst er hvaða áhrif slík upp- þot gætu haft á niðurstöður kosn- inganna, sem fram eiga að fara þann 17. maí, eða á laugardaginn kemur. Benjamin Netanjahu þjarmar að Palestínumönnum rétt fyrir kosn- ingar. Sprengium varpað á írak IRAK - Banaarískar herþotur vörpuðu í gær sprengjum á herstöðvar í norðurhluta Iraks. Að sögn Bandarfkjamanna gripu flugmenn þotn- anna til þessa ráðs í sjálfsvarnarskyni þar eð þoturnar voru komnar í mið írakskra ratsjárstöðva. Bandarísku þotumar sneru aftur til bæki- stöðva sinna í Tyrklandi. Belo hiskup vill fresta kosningum um sjálfstjóm --------------------------- INDÓNESÍA - Carlos Belo biskup á Austur-Tímor hefur lýst þeirri skoðun sinni að fresta beri kosning- um um sjálfstjórn Austur-Tímors, sem fram eiga að fara þann 8. ágúst næstkomandi. Undanfarið hafa stuðningsmenn og andstæðingar sjálfstjómarinnar barist hart á göt- um Austur-Tímors og mannfall ver- ið nokkuð. Telur Belo að meðan of- beldi ræður ríkjum geti þær kosn- ingar aldrei orðið frjálsar og sann- gjarnar. Aður en kosningar fara fram verði bæði stjómarherinn og Carlos Belo biskup og Nóbels- aðskilnaðarsinnar að afvopnast og verðlaunahafi. lýsa yfir sáttavilja. Samkvæmt samkomulagi sem gert var í síðustu viku milli Portúgals og Indónesíu er meining að veita Austur-Tímor takmarkaða sjálfstjórn, ef íbúar eyjarhelmingsins sam- þykkja það í kosningunum í ágúst. Verði það ekki samþykkt er gert ráð fyrir því að Austur-Tímor hljóti fullt sjálfstæði. Koiiiiiiu iiistar hóta að slíta viðræðiun FILIPSEYJAR - Kommúnistar á Filipseyjum hótuðu því á sunnudag að slíta öllum friðarviðræðum við stjórnvöld ef samningur milli Bandaríkj- anna og Filipseyja um „gestaherlið" verður samþykkt, en öldungadeild þingsins gengur til atkvæða um samninginn á laugardag. Samningur- inn mun gera Bandaríkjunum og Filipseyjum kleift að stunda sameig- inlegar heræfingar. Nánast allir öldungardeildarþingmenn hafa lýst sig fylgjandi samningnum, en stórir hópar á Filipseyjum eru engu að sfð- ur andvígir honum, þar á meðal kaþólska kirkjan og mannréttindahóp- ar sem fullyrða að með samningnum fái Bandaríkin lögsögu yfir banda- rískum hermönnum sem fremja afbrot á Filipseyjum. : i I Bjóðum úrvals ÚTSÆÐI Áburður, yfirbreiðslur og öll verkfæri sem til þarf <r Ráðgjöf sérfræðinga um garð- og gróðurrækt GRÓÐURVÖRUR VERSIUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA Smiðjuvegi 5 • 200 Kópavogi • Sími: 554 3211 • Fax: 554 2100

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.