Dagur - 11.05.1999, Page 13

Dagur - 11.05.1999, Page 13
 ÞRIÐJU0AGVR 11. MAÍ 1999 - 13 ÍÞRÓTTIR Hlátur og grátur á botninuni Keviii Campell bjarg- vættur á Goodison Park. Blackbum á barmi örvæutingar. Southampton í sigur- vímu. Maudiester United marði Middles- brough. Laugardagurinn var mikill átaka- dagur hjá botnliðunum í úrvals- deildinni. Kevin Campell hefur gulltryggt veru Everton meðal þeirra bestu að ári. Hann skoraði þrennu gegn West Ham sem nú sekkur dýpra með hveijum leik. Auk markanna þriggja átti Campell frábæran leik og hefur verið potturinn og pannan í björg- unarafrekinu á Goodison Park. Ball, Hutchinson og Jeffers sáu um önnur mörk í 6 - 0 sigrinum Southampton og Charlton leggja allt í sölurnar til að bjarga sér.fpá falli og bæði lið uppskáru þrjú afar dýrmæt stig. Charlton gerði sér lítið fyrir og skellti Aston Villa ,á ViIIa Park, 3 - 4, í bráð- skemtntilegum Ieik sem bauð upp á allt sem við viljum í fótbolta, m.a. léku gestirnir einum færri lokasprettinn á Villa Park. Sigur- markið skoraði Mills á lokamín- útunni. Sigurinn dugir þó ekki Charlton til að koma sér úr fall- sæti. Auk þess að vinna sína Ieiki verða leikmennirnir á The Valley að treysta á að bæði Blackburn og Southampton misstigi sig á enda- sprettinum. Dýrlingarnir frá Southampton voru í sannkallaðri sigurvímu við heimkomuna frá London þar sem þeir Iögðu Wimbledon að velli 0- 2. Táningurinn Beattie og Le Tis- sier sáu um að innbyrða sigurinn á seinustu 18 mínútum Ieiksins. Sigurinn getur dugað til að halda skútunni á floti í úrvalsdeildinni. Nú er það ekkert nema leikmenn- irnir sjálfir sem hafa örlögin í höndum sér. Þeir þurfa ekki að treysta á aðra. Leikmenn Nottingham Forest geta leyft sér þann munað að mæta afslappaðir í síðustu leiki sína. Það hafa þeir nýtt sér og sigrað í tveimur Ieikjum í röð. Eft- ir 1 - 2 sigur snéru þeir hlægjandi til búningsherbergjanna á Eavood Park í Blackburn meðan Brian Kidd og lærisveinar hans gengu grátandi af velli. Liðið, sem varð enskur meistari 1995, er á barmi örvæntingar. Blackburn verður að vinna Manchester United í næsta leik til að halda sér í deildinni. Þeim er alveg sama Sheffield Wednesday vann Liver- Matthew Le Tissier og félagar í Southampton höföu ríka ástæðu til að fagna úrslitum laugardags- ins. pool 1 - 0 á heimavelli sínum með marki frá varamanninum Cresswell á síðustu mínútunum. Leikurinn bauð upp á allt sem knattspyrna hefur upp á að bjóða nema mörg mörk. Heimamenn áttu sigurinn þó skilinn því þeir höfðu viljann og einbeitinguna til að sækja stigin þrjú. Leikmönn- um Liverpool er orðið nákvæm- lega sama hvort þeir vinna eða tapa enda er knattspyrnustjórinn farinn að sætta sig við jafntefli á heimavelli gegn Manchester United. Hvenær gerðist það síðast á Anfield Road? Steindautt 0-0 jafntefli var það sem Derby og Coventry Damien Duff niðurbrotinn eftir tap fyr/r fallliði Nottingham Forest, sem sennilega hefur dregið Black- burn með sér í fyrstu deildina. höfðu uppá að bjóða á Pride Park. Þar með nálgast Coventry fall- hættuna sem það hefur verið laust við í nokkrar vikur. Allt ann- að var uppi á teningnum á Filbert Street þar sem Leicester vann bikarkandidatana frá Newcastle, 2-0. Izzet og Tony gamli Cottee skoruðu fyrir heimamenn. Manchester United marði mik- ilvægan 0-1 sigur á Middles- brough á sunnudaginn og á því enn góða möguleika á meist- aratitlinum. Þökk sé Dwight Yorke sem skoraði markið. — GÞÖ Heiðar afgreiddi Odd-Grenland Lilleström trónir á toppnum með Molde. Með níu leikmenn á sjúkralista. Risiun í Þrándheimi rumskar. Brann lagði Válerenga. Kongsvinger enn án sigurs. LiIIeström heldur enn áfram sig- urgöngu sinni. Nú voru það nýlið- arnir í Odd-Grenland sem urðu fyrir barðinu á gestum sínum og töpuðu á heimavelli sínum 0-2. Heiðar Helguson átti bæði mörk LiIIeström. Fyrra markið kom eft- ir skot Heiðars sem hafnaði í samheija hans og hrökk af honum í netið. Seinna markið skoraði Heiðar eftir snilldarsendingu frá Rúnari Kristinssyni. Heiðar snéri af sér varnarmenn Odd og hamr- aði boltann í bláhomið. „Fyrri hálfleikurinn var mjög slakur hjá okkur en svo kom þetta allt í seinni hálfleik. Þetta var mög erfiður leikur og nauðsynlegt fyrir okkur að vinna eftir tapið gegn Stabæk um síðustu helgi. Það er svo erfitt að rífa sig upp eftir að hafa tapað tveimur leikj- um í röð. Þegar við fórum að leika eins og venjulega og vaða í tæk- lingar og vinna boltann gekk allt saman mjög vel hjá okkur og það fór svo í skapið á heimamönnum að tveir þeirra voru reknir af velli,“ sagði Heiðar Helguson. Pétiur veikur „Pétur er veikur og farinn heirn," Heiðar Helguson átti bæði mörk Lilleström gegn Odd-Grenland. sagði Helgi Sigurðsson við blaða- mann Dags lyrir leik Stabæk og Tromsö. Þar með voru níu leik- menn bikarmeistaranna komnir á sjúkralista. Helgi var sæmilega sáttur við úrslitin miðað við ástand leikmannanna. „Við hefð- um átt að Idára leikinn í fyrri hálf- leik. Þá fengum tækifæri til þess. Seinni hálfleikurinn var hins veg- ar hrein hörmung hjá okkur." Tryggvi Guðmundsson var öllu brattari. „Jú ég bjóst alveg eins við að við mundum ná í stig hingað. Af hverju ætti maður ekki að gera það. Fyrri hálfleikur skiptist nán- ast í fjóra kafla. Við byijuðum illa, komumst síðan í gang en duttum niður aftur. Síðan komumst við aftur á strik og jöfnuðum. Seinni hálfleikur var síðan bara jafn og við gátum alveg eins unnið eins og þeir. Það hefur verið dálítill tröppu- gangur hjá okkur í vor. En við erum búnir með rosalega erfitt prógram. Við erum búnir að spila Rúnar Kristinsson, Lilleström, átti snilldarsendingu á Heiðar. við Molde, Rosenborg og Stabæk úti. Að ná jafntefli við Rosenborg og Stabæk á útivöllum og vinna Brann heima er gott fyrir okkur. Ollum þessum liðum var spáð toppsætunum í sumar ásamt Vik- ing, sem reyndar vann okkur heima i ótrúlegum leik þar sem við fengum fullt af færum án þess að skora. Þeir fengu fjögur færi og skoruðu þijú mörk. En svona er bara boltinn," sagði Tryggvi. Stefán Gíslason lék allan Ieik- inn með Strömgodset sem tapaði 3-0 fyrir Molde. Sá sigur hefði getað orðið mun stærri því yfir- burðir Molde voru miklir. Valur Fannar Gíslason og Jostein FIo voru báðir í leikbanni og það er stórt skarð í 19 manna leik- mannahóp liðsins. Risinn rumskar í Þrándheimi Rosenborg tók nágranna sína og lærisveina í Bodö/Glimt í kennslustund og vann þá 6-1. Arni Gautur Arason varð að sætta Tryggvi Guðmundsson, Tromsö, var sáttur við jafnteflið gegn Stabæk. sig við að sitja á bekknum meðan Jörn Jamtfall stóð á milli stang- anna. Hann missti annað af tveimur skotum, sem gestirnir komu á markið, f netið. Brann heldur áfram að sækja sigra þrátt fyrir erfiðan fjárhag. Egil „Drillo" Olsen sótti ekki gull í greipar Björgvinjarstrákanna og Válerenga tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu, 2 - 1. Ekkert gengur hjá Stefáni Þórð- arsyni og Steinari Adolfssyni hjá Kongsvinger. Eftir fimm umferðir er liðið á botninum og hefur tap- að öllum leikjum sínum til þessa. Moss sótti Skeid heim og vann 6 - 0 í leik þar sem áhorfendamet úrvalsdeildarinnar var slegið. Sex- hundruð og fjörutíu manns létu sjá sig á Voldslökka og hafa ekki færri áhorfendur verið á leik í norsku úrvalsdeildinni til þessa. Einkunnir Islendinganna: Rúnar Kristinsson Lilleström 6 Heiðar Helguson Lilleström 6 „Hefðum átt að klára leikinn í fyrri hálfleik, “ sagði Helgi Sigurðsson hjá Stabæk. Helgi Sigurðsson Stabæk 5 Tryggvi Guðmundss. Tromsö 5 Steinar D. Adolfss. Kongsvinger 5 Auðun Helgason Viking 5 Stefán Gíslason Strömgodset 3 - GÞÖ Staða n n L U j T Mörk s Molde 5 4 0 1 12-5 12 Lilleström 5 4 0 I 13-7 12 Rosenborg 5 3 I 1 1 16-6 10 Stabæk 5 3 1 1 13-6 10 Valerenga 5 3 1 1 9-3 10 Viking 5 3 0 2 11-7 9 Odd Grenl. q 3 0 2 7-7 9 Brann 5 3 0 2 11-14 9 Moss 5 2 0 3 8-10 6 Tromsö 5 í 2 2 9-10 5 Bodö/Glimt 5 1 1 3 7-13 4 Skeid 5 1 0 4 5-15 3 Strömsgod. 5 1 0 i 4 3-14 3 Kongsving. 5 0 0 5 7-14 0

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.