Dagur - 15.05.1999, Side 16

Dagur - 15.05.1999, Side 16
32 - LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 Fluguveiðar að sumri (117) Vorverkin Silungsárnar eru sem óöast að losna úr böndum vetrar. Enn berast ekki mildar fréttir af veiði hingað á sjúkrabeð. Þeg- ar barnasjúk- dómar herja á fullmynduga fluguveiðimenn verður ýmislegt undan að láta: svo sem áform um að heiðra baráttudag verkalýðsins með köstum, eða skreppa eitthvert blíðviðris- kvöldið hér fyrir sunnan í vinsæl silungsveiðivötn sem bíða manns með óþreyju. Fréttir af köppum í Hlíðarvatni sem fengu lítið, svo kom meiri háhitamóða yfir kappann, ennisholur fylltust af slýi og stórfiskar í draumum styggðust við ráma rödd og urr- andi hóstakjöltur, beinverkir þokuðu öllum veiðidraumum inn í svitakóf. Þetta er ekkert vit að vori. Vorverkin Skreiddist samt framúr einn daginn til að kanna flugnaboxin. Þau koma óvenju rýr undan annasömum vetri, svo nú þarf að hnýta inn í eyðurnar af mildu kappi þangað til alvöru veiðivötn opna. Sá mér til mikillar gleði að samt var slatti af góðum vin- konum hér og þar í boxum og tautaði fyrir munni mér ýmis spakleg ummæli meðan ég rað- aði þeim fyrir átök sumarsins og skráði bak við eyrað hvað ég þyrfti að hnýta. Peacok var í fallegum röðum. Þessi er sú silungafluga sem ég mæli eindregið með að byijend- ur hafi með sér hvert sem þeir fara. Hún er svo einöld að allri gerð. Og góð. Eg sá hins vegar að nú þyrfti ég að hnýta hana á íbjúgan öngul með bronslitri kúlu og rauðu stéli. Þannig er ég farinn að trúa alveg botnlaust á hana þar sem bleikja svamlar og má vel egna fyrir urriða líka. Kúnstugt hvað bleikjan tekur vel ef maður dregur hana alveg löt- urhægt með botni. Eg á alltaf nóg af Zulu, en í þetta sinn sá ég að mig vantar tvíkrækjur. Maður er svo skrít- inn. Venjulega líkar mér best að veiða með einkrækjur. En ekki með Zulu. Hún þarf að vera tví- krækja númer 12eða 14 til að ég sé alveg sáttur. En þá veit ég líka að í grundvallaratriðum er ég að veiða rétt hvar sem von er á sil- ungi. Fyrir byrjendur sem nú eru að kanna boxin sín er rétt að geta um þá flugu sem ég athugaði næsta: Peter Ross. Þetta er með afbrigðum sígild fluga, ef þannig má að orði komast. Bleikjur og urriðar falla fyrir henni. Og nú þarf maður líka að eiga hana hnýtta sem púpu. Þá reynist vel að hafa hana jafnvel smáa, númer 14, og gleyma ekki væng- húsi úr sömu fjöður og hár- vængurinn er gerður á henni klassískri. Eg þarf að gera nokkrar svona til viðbótar þeim sem nú skreyta boxið. Pheasant tail Af einhveijum ástæðum kem ég aftur og aftur að þessari flugu í skrifum mínum fyrir byijendur og lengra komna. Hún var þarna í nokkrum afbrigðum hjá mér í boxinu. Ekki síst smá, númer 14, því þegar silungar liggja í æti eiga þeir til að velja hana úr hópi margra umsækjenda. Síðan þarf maður að eiga hana stærri og þyngda fyrir straumvatn. Og nú minni ég á að akureyrsku stórveiðimennirnir hnýta hana á íbjúgan (gruber) öngul, og setja kúluhaus á. Hún er stórvarasöm þannig hnýtt. Eins og lesendur vita þreytist ég ekki á að dásama þessa flugu sem er tvímælaust ein af helstu silungaflugum allra tíma. Hvorki meira né minna. Úrval Ég er ekki mikill flugnahöfðingi í heildina litið. Þið munuð tæp- ast finna mig á bakka með meira en nokkra tugi flugna á mér, og flestum ofaukið. Ég tek ofan fyr- ir þeim sem hlaða vestin sín með öllum litbrigðum jarðar og i öllum stærðum líka - en ég hef reynt að ímynda mér að meiru skipti að breyta oft um aðferð og herlist í viðleitni til að fá fiska til að taka, en að skipta ört um flugur og sýna þær margar. Þess vegna er ég alveg sáttur með fáar straumflugur. Mér dytti ekki í hug að reyna við urriða daglangt án þess að sýna honum Rektor. Ég myndi kasta honum þvert og Iáta sökkva á reki, og dygði það ekki myndi ég kasta þvert og láta sökkva og draga inn með mismunandi tilþrifum. Það væri skrítinn urriði sem ekki væri búinn að stofna sér í hættu eftir þá törn, en þá fengi hann að sjá Black Ghost, sem nauðsynlegt er að eiga í stærð- um 2-10. Svo trúi ég á svartan nobbler. Maður þarf eiginlega ekki fleiri straumflugur fyrir eitt íslenskt sumar. Þó væri sniðugt að ganga til leiks með appel- sínugulan nobbler ef von er á stórri bleikju, Dentist, og kannski afbrigði af Heimasætu ef maður vill ekki láta taka sig í bólinu. Og Flæðarmúsin er slíkt snilldarverk að hana má aldrei vanta. Þurrflugur Verða að vera með fyrir mestu sælustundir sumarsins. Fyrir þær lifir maður veturinn af. Þeg- ar fískurinn ræðst á þurrfluguna. Ég er svo forfallinn í trú minni á innflutta svissneska flugu sem ég hef sagt ykkur frá áður að ég er ekki viss um að ég vilji nefna hana einu sinni enn. Hún er úr fjöðrum af fitukirtli andarinnar og veitir mér slíkt og þvílíkt ör- yggi við ár og vötn að ég þyrfti tæpast aðra flugu: MP52 eftir Marc Petitjean er lóðið. En svo hef ég lika með mér Black Gnat frá 10-16, maurinn, og nokkrar aðrar sem sjaldnast komast að - því þessar þijár slá öllu við í mínum aðgerðum. En nokkrar gráar fljóta þó alltaf með upp á fjörið. Ég var því sæmilega sáttur eftir einræður mínar við flugna- boxin en þegar hér var komið sögu var komið að laxaboxinu og þar með var ég kominn með 40 stiga hita! FLUGUR ■ % Ma Stefán Jón Hafstein skrifar Krossgáta nr. 137 Lausnarorðið er ........ Nafn Heimilisfang Póstnúmer og staður Helgarkrossgáta 137 í helgarkrossgátunni er gerður skýr greinarmun- ur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnar- orð gátunnar á að skrifa á lausnarseðilinn og senda til Dags, Strandgötu 31, 600 Akureyri merktan: Helgarkrossgáta nr. 137. Einnig er hægt að senda símbréf í númer 460 6171. 1 verðlaun fyrir helgarkrossgátu 137 er mynda- sögubókin „Prins Valíant. 12. bindi, Nýi heimur- inn“ eftir Harold R. Foster í þýðingu Þorsteins Thorarensen. Fjölvaútgáfan gefur út. Lausnarorð helgarkrossgátu 135 var „kröfu- ganga“. Vinningshafi er Friðgeir Rögnvaldsson, Duggugerði 3 á Kópaskeri og fær senda bókina „Falsarinn og dómari hans“ eftir Jón Hjaltason. Lausnarorð krossgátu nr. 136 verður tilkynnt ásamt nafni vinningshafa þegar helgarkrossgáta nr. 138 birtist.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.