Dagur - 15.05.1999, Qupperneq 17

Dagur - 15.05.1999, Qupperneq 17
 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 - 33 í Hafnarfirðinum býr maður sem smíðar bardagasenur úr íslendingasögunum, er félagi í Rimmugýg og er almennur áhugamaður um nýsköpun en fullsaddur af skrifræðisbákn- inu... Fyrir tólf árum, árið 1987, lenti Gunnar Eyjólfsson í alvarlegu umferðarslysi ásamt konu sinni og tveimur börnum á Reykjanesbrautinni. Þau slösuðust öll og er Gunnar nú metinn með 45% örorku en eiginkona hans og sonur með 25% ör- orku. Þetta var erfiður tími, sérstaklega þótti honum tíminn á sjúkrahúsinu erfið- ur þar sem honum voru ekki færðar nein- ar fregnir af fjölskyldu sinni fyrstu sólar- hringana. Annar fótleggur Gunnars er nú styttri og snúinn en auk þess er hann meiddur j baki. Slysið olli því að Gunnar varð að hætta að vinna fyrir sér með því sem hann kunni en hann hafði starfað sem blikksmiður til sjós í 15 ár. „Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu. Maður lendir í slysi, er svo tjaslað saman og svo heldur fólk að úr verði sami maður. Það er mesti misskilningur," segir Gunnar en hann er nú í 75% starfi í íþróttahúsinu við Lækjarskóla. Þvottavéla- og Daihatsu mótor - En hvernig stóð á þvt' að hann fór að setja saman karla frá víkingaöld og svið- setja bardagasenur? „Ég var frá vinnu í tvö ár og þá hafði maður ekkert annað við tímann að gera en að hugsa og spekúlera og spá.“ A þess- um tíma hugsaði hann ýmislegt og smám saman þróaði hann þessa hugmynd að útbúa fornmenn og sviðsetningar frá vík- ingaöld til sölu í minjagripaverslunum. Nú er svo komið að vinnuskúrinn hans, í bakgarðinum við gamla bárujárnklædda timburhús Ijölskyldunnar á Strandgöt- unni í Hafnarfirði, er orðinn fullur af alls kyns tækjum og tólum sem hann hefur smíðað sjálfur fyrir þetta verkefni sitt og býst hann við að geta framleitt um 2-300 karla á viku í sumar þegar túristavertíðin gengur í garð. I dag heldur hann hins vegar sýningu á mununum á handverks- markaði sem verslanamiðstöðin Fjörður- inn stendur fyrir í dag frá kl.l 1-16. Gunnar hefur einkum einbeitt sér að smíði stakra fornmanna en hefur þó gert nokkrar sviðsetningar, sér í lagi úr Njáls- sögu en þar tók hann alveg fyrir einn kaflann sem er um erjurnar milli Hall- gerðarslektið og Njálsfjölskylduna. Hann er reyndar sannfærður um að Gunnar á Hlíðarenda hafi verið óttalegur heigull og rökstyður mál sitt með því að þegar Gunnar fer til Njáls að ræða um bætur fyrir vegna menn, í kjölfar upphlaupsins sem sýnt er hér á mynd, þá hafi hann ekki þorað að minnast á erindið heldur beðið eftir að Njáll nefndi málið að fyrra bragði. „En af því að ég er ekki kona þá fæ ég ekki styrki í þetta, „ segir hann svo mæðulega en hann hefur verið að sækja víða um stuðning til að halda úti fram- Ieiðslunni. - Þú hefur ekki beðið konuna um að skrifa undir þessar styrkumsóknir? „Ja, þá er ég að svindla og ég er svo heiðarlegur, alltof heiðarlegur segja sum- ir. Get ekki gert flugu mein eða svindlað á nokkurn hátt. Ef það er ekki hægt að gera svona lagað af heilindum þá verður maður að halda sínu striki.“ En Gunnar hefur svo sannarlega gert það og hefur sjálfur smíðað flest tækin sem hann notar við framleiðslu á körlun- um. M.a. skjaldarskurðarvél úr tveimur mótorum, annar úr þvottavél og hinn er þurrkumótor úr Daihatsu! Bardagasena sem Gunnar útbjó úr Njálssögu en á þessu augnabliki er hápunktur upphlaups milli Haii- gerðarmanna og Njálsmanna. Grímur hjó fótinn afSkildi, svo hann tók af í ristarliðnum, og nú hefur Helgi iagt sverði ígegnum hann. Skjöldur er sem sagt dauður. Aðrir sem tóku þátt í þessum bardaga eru Skarphéðinn, Sigmundur og ónefndur smali. (Fyrirþá sem eru forvitnir um framvindu bardagans má geta þess að skömmu síðar tekur Skarphéðinn eftir því að smalamaður Hallgerðar hafði hálshöggvið Sigmund. Skarphéðinn tekur hausinn og biður smalann um að færa Hallgerði höfuðið „og kvað hana kenna mundu, hvort það höfuð hefði kveðið níð um þá.“ Þetta upphlaup kom til afþvíað Hallgerðarfa- milían hafði verið með níð um Njálssonu. myndir: gva. Brautryðjandi að vatnsgufunni „Ég hef nú verið í alls kyns nýsköpun, ef svo má að orði komast. Ég er svona ný- sköpunarsjúklingur. Ég er m.a. brautryðj- andi að vatnsgufubaðinu," segir Gunnar en árið 1983 setti hann vatnsgufubað, sem er mun hagkvæmari og ódýrari kost- ur en hið hefðbundna finnska gufubað, á allar helstu likamsræktarstöðvar á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Gunnar og vinur hans Einar Guðjónsson, athafnamaður úr Njarðvíkunum, gerðu ýmsar tilraunir með vatnsgufuna en slíkt vatnsgufubað er tengt beint við hitaveitulagnir og kostnaðurinn við rekstur þess er einungis um þriðjungur af rekstrarkostnaði sauna- baðsins. Gunnar og Einar kynntu hug- myndina víða fyrir ráðamönnum opin- berra styrktaraðila en allt kom fyrir ekki. Hugmyndin fékk hljómgrunn, segir Gunnar, og þeir fengu hvatningu til að halda áfram en enga fjárstyrki. Fljótlega mettuðu þeir vatnsgufubaðsmarkaðinn, fóru þá út í að hanna vatnsgufuútbúnað lyrir sturtuklefa en það gekk ekki upp. „En svo var þetta bara orðið svo dýrt markaðsbatterí að við gátum þetta ekki. Það er nefnilega svo einkennilegt að þeg- ar maður kemur með svona hugmyndir til hins opinbera, þá er maður orðinn öreigi þegar þeir eru farnir að skilja um hvað málið snýst. Því þetta þarf að fara í gegn- um alls kyns sérfræðinga í bak og fyrir og áður en maður kemst á leiðarenda með þetta er þetta orðið of dýrt.“ ímyndaðar tjaldbúðir frá víkingaöld. Það er mjög vandasamt að smiða skildina því þeir eru svo þunnir að upp úr þeim kvarnast efsögunin er gróf. Gunnar sá við þessu, bjó til skjaldarskurðarvél, m.a. með mótor úrgamalli þvottavél, sem sker skildina niður án þess að nokkuð kvarnist. Þá útbjó hann einnig tæki til að brenna mynstrin á skildina. Gúanólyktinni að þakka Þannig að þegar Gunnar smíðaði beitn- ingavél fyrir Iitla trillubáta sem gerði það að verkum að einn maður getur lagt 1500-2000 króka á klukkutíma þá ákvað hann að gera ekkert í málinu vegna fyrri reynslu sinni af kerfinu og skrifstofu- bákninu. Nú horfir hins vegar upp á váð fyrir Gunnari og verður sumarið próf- steinn á nýjustu framleiðslu hans en þá hyggst hann setja karlana sína á markað í minjagripaverslunum. „Ég veit að þetta selst en það er spurning hversu mikið. Það eina sem ég er hræddur við er að hafa ekki undan.“ Gunnar er alveg ómenntaður í vélum og tækjum en verið að grufla í vélum frá því hann var smápatti. „Sko, ég er úr Njarðvíkunum. Maggi Kjartans sagði einu sinni að tónlistarmenn væru svona margir í Keflavík út af gúanólyktinni í norðanáttinni. Þá urðu þeir að hanga heima. En þeir sem höfðu ekki hljóðfæri urðu að gera eitthvað annað...“ LÓA Gunnar með Eirík rauða i lófanum en Eiríkur er að benda syni sínum, Leifi heppna, í vesturátt. Gunnar er félagi í Rimmugýg, félagi áhugamanna um menningu og listir víkinga, sem kemur saman vikulega til að æfa bardagalistir víkinga og handverk.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.