Dagur - 19.05.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 19.05.1999, Blaðsíða 5
MIDVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 - 21 LIFIÐ I LANDINU Höldum neistanum lifandi „Við erum búin að vera saman í fimm ár, “ segir Steina Guðrún Gísiadóttir, sem hér er ásamt Steingrími Pétri Baldvinssyni, eiginmanni sínum. (Ljósm.st. MYND, Hafnarfirði.J „Okkar framtíðaráform eru auð- vitað þau að halda áfram að lifa lífinu lifandi. Halda neistanum með þeim hætti sem best gerist og svo gefa börnin okkur heil- mikið,“ segir Steina Guðrún Gísladóttir. Þann 8. ágúst sl. sumar gaf séra Vigfús Þór Arna- son hana og Steingrím Pétur Baldvinsson saman í Hafnar- fjarðarkirkju, en á eftir var svo haldin 120 manna brúðkaups- veisla á veitingastaðnum Skút- unni í Hafnarfirði. „Síðan fórum við út að borða með foreldrum mínum og mömmu hans og bróður. A brúðkaupsnóttina gistum við á Hótel Sögu og í framhaldinu fórum við í sumarhús í Húsafelli í Borgarfirði. Þar vorum við í viku. Það var okkar brúðkaups- ferðalag, enda er ekki hægt að gera mikið með ung börn, en við eigum tvö; þau Baldvin Pál sem er 3ja ára og ári yngri er Sandra Rós,“ segir Steina, sem er frá Flateyri, en Steingrímur Pétur frá Eyvindarhólum undir Eyja- fjöllum. Þau búa um stundar- sakir í Hafnarfirði, en hyggjast setja sig niður í Mosfellsbæ í næstu framtíð. Steina er heima- vinnandi húsmóðir en Stein- grímur er sendiferðabílstjóri. „Við erum búin að vera sam- an í fimm ár. Það voru vinir okk- ar sem kynntu okkur hvert fyrir öðru, Ingibjörg Björnsdóttir er vinkona mín og Friðgeir Bjarka- son maður hennar var fyrir vin- ur Steingríms. Þetta er sem sagt allt þeim að þakka og þetta eru góð vinahjón okkar í dag,“ segir Steina Guðrún Gísladóttir að lokum. -SBS. Elva Dröfn og Baldur Gefin voru saman í Akureyrar- kirkju þann 25. júlí á síðasta ári, af sr. Svavari Alfreð Jónssyni, þau Elva Dröfn Sigurðardóttir og Baldur Guðlaugsson. Heimili þeirra er að Skarðshlíð 1 le á Ak- ureyri. (Norðurmynd - Asgrím- ur.) Fanney og Högni Gefin voru saman í Akureyrar- kirkju þann 27. júní á síðasta ári, af sr. Birgi Snæbjörnssyni, þau Fanney Oskarsdóttir og Högni Friðriksson. Heimili þeirra er að Víðilundi 8c á Akur- eyri. (Norðurmynd - Ásgrímur.) Þorbjörg og Jakob Gefin voru saman í Grindavíkur- kirkju þann 29. ágúst á síðasta ári, af séra Pálma Matthíassyni, þau Þorbjörg Eðvarðsdóttir og Jakob G. Jakobsson. Heimili þeirra er að Sóh'öllum 2 í Grindavík. (Ljós- myndast. Mynd, Hafnarfirði.) Um sjúkratryggingar SVOJMA BRLJHD Engin ætti að fara af landi brott án þess að hafa einhvers- konar tryggingu. Sumt fólk verður aldrei fyrir neinum óhöpp- um á lífsleiðinni en þeir eru fáir. Slys og óhöpp gera ekki boð á undan sér. Hingað kom maður og sagði farir sínar ekki sléttar. Hann hafði verið á ferðalagi og vaknað á spítala í er- lendri stórborg. Þá hafði hann hreinlega verið laminn niður, rotaður og rændur. Hann hafði borgað ferðina að fullu með greiðslukorti, sem þýddi að hann var tryggður, hins vegar hafði hann ekki kynnt sér skilmálana og þegar dæmið var gert upp kom uppúr dúrnum að hann þurfti að greiða 25.000 krónur. Una Björk Ómarsdóttir er lögfræðingur Tryggingastofnun- Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is ar ríkisins. Hún segir að þar á bæ sé almenna reglan sú að almannatryggingar greiði kostnað sem hlýst af sjúkralegu ferðalanga erlendis upp að því marki sem svipuð meðferð hefði kostað hérlendis. Hún vísar til 40. greinar almanna- tryggingalaga sem kveður á um þetta. I sumum tilvikum dekka greiðslur Tryggingarstofnunar sjúkrakostnaðinn af slysi sem menn verða fyrir í útlöndum í öðrum tihikum er ekki svo. Una segir það vera mismunandi eftir efnum og ástæðum fólks hversu mikið stofnunin greiði fari kostnaður yfir það sem svipuð meðferð hefði kostað hér- lendis. T.d. fái námsmenn hærra hlutfall endurgreitt. Hún bendir fólki á að innan EES-samningsins eiga íslenskir ferða- menn rétt á bráðahjálp eins og íbúar í viðkomandi landi inn- an svæðisins. Hún bendir fólki á að sækja sér svokallað E- 111 vottorð hyggi það á ferðalag um Evrópu. Hægt er að kaupa sér ferða- og slysatryggingar hjá trygg- ingarfélögunum. Þá velur maður sér þá upphæð sem maður vill tryggja fyrir. Tryggingarnar bæta í flestum tilvikum, er- Iendan sjúkrakostnað, heimferðarkostnað, örorku og í sum- um tilfellum er hægt að tryggja sig gegn ónýtri orlofsferð. Flest tryggingarfélög bjóða fólki sem er í viðskiptum við þau svokallaðan pakka og eru þá margar tryggingar settar saman. Samanburður á því sem tryggingarfélögin bjóða getur borgað sig, því iðgjöld, skilmálar og takmarkanir tryggingafé- Iaganna geta verið afar mismunandi. ■ HVAB ER Á SEYDI? NÚTÍMAPÓLITÍK Hinn heimsfrægi breski félagsvísindamaður Anthony Giddens verður á opnum fundi í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 12.1 (JL- húsinu) föstudaginn 21. maí kl. 9.50. Giddens mun ræða verk sín ásamt Ingi- björgu Sólrúnu, borgarstjóra og Ólafi Stephen- sen, stjórnmálafræðingi. Hann er m.a. þekktur fyrir að vera einn helsti hugmyndafræðingur Tony Blair, forstætisráðherra Bretlands og for- manns Verkamannaflokksins og hefur hug- myndafræði hans haft áhrif á evrópsk stjórnmál víðar en í Bretlandi. Allir eru velkomnir. HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ Félag eldri borgara, Ásgarði, Glæsibæ Almenn handavinna í umsjón Kristínar Hjaltadóttur kl 9.00. Brids kl. 13.00. Kaffistofan er opin frá kl. 10.00 til 13.00, dagblöð, spjall og matur. Suðurnesjaferð 20. maí, upplýsingar á skrifstofu í sfma 5 88 21 11. Brottafall úr skóla Menningar og friðarsamtök íslenskra kvenna halda opinn fund í dag ld. 20.00 að Vatnsstíg 10 (bakhús). Efni fundarins er „ástæður brottfalls unglinga úr skóla". Ræðumenn: Rúnar Halldórsson, félags- ráðgjafi, Guðrún Friðgeirsdóttir, náms- og uppeldisráðgjafi og Eyjólfur Bragason, námsráðgjafi. Fundurinn er öllum opinn. Hjalti les Þorstein Hjalti Rögnvaldsson leikari les ljóð eftir Þorstein frá Hamri á hverju fimmtudags- kvöldi á Næsta bar, Ingólfstræti la, og er ætlun hans að lesa allar bækur skáldsins. Fimmtudaginn 20. maí les hann bókina Urðargaldur. Flutningurinn hefst stund- víslega kl. 21.30 og er aðgangur ókeypis. LANDIÐ Bridgemót kvenna Bridgekonur á Norðurlandi athugið! Minningarmót um Guðbjörgu Sigurðar- dóttur (Guggu) verður haldið 19. og 20. júní n.k. að Sólgörðum í Fljótum. Spilað- ur verður tvímenningur, keppnisgjald kr. 1000, gisting á staðnum í svefnpoka- plássi. Skráningarfrestur er til 6. júní n.k. í síma 852-9743 (Stefanía), 467-1650 (Kristrún), 899-2031 og 554-3521 (Inga Jóna). Aðalfundur KVAK Kvikmyndaklúbbur Akureyrar heldur að- alfund sinn í Deiglunni í kvöld, miðviku- dag, kl. 20:30. Farið verður yfir starfsemi vetrarins, og framtíðaráform rædd. Einnig verður ný stjórn kosin, og eru allir þeir sem hafa áhuga á kvikmyndasýning- um og að stuðla að fjölbreyttu menning- arlífi á Akureyri eindregið hvattir til að mæta. — Stjórnin. Figaró Figaró Figaró Óperudeild Tónlistarskólans á Akureyri setur upp gamanóperuna Brúðkaup Fíg- arós í Samkomuhúsinu á Akureyri. Frum- sýningarnar verða tvær sökum fjölda söngvara, en fleiri en einn söng\rari eru um hvert hlutverk, dagana 19. og 20. maí kl. 20.00. Miðasala er hafin í Samkomu- húsinu sími 462-1400. Hvítasunnan nálgast Hljómsveitin Land & Synir leikur á eftir- töldum stöðum um hvítasunnuhelgina. Föstudagskvöldið 21. maí, Hótel Báran á Akranesi, laugardagskvöldið 22. maí í Hreðavatnsskála í Borgarfirði, en þetta er fyrsti dansleikurinn þar í sumar og svo hvítasunnudagskvöld í Sjallanum á Ákur- eyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.