Dagur - 19.05.1999, Blaðsíða 7
MIDVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 - 23
Thypir.
LÍFIÐ í LANDINU
FÓLKSINS
Hvað ef?
Þegar undirritaður horfir yfir
plógför kosninganna í hinu póli-
tíska landslagi þá kemur oft upp
sú spurning sem fólgin er í yfir-
skriftinni yfir þessum skrifum. Ef
litið er til Vestfjarða þá vaknar
spurningin um sæti Guðjóns A.
Kristjánssonar, á lista Sjálfstæð-
isflokksins í því kjördæmi. Þarna
tók kona sæti hans af því að hún
var kona.
Tilhneiging stjórnmála-
flokka til að láta undan
kröfum kvenna að fjölga
konum í pólitík er tilraun
til sanngirni því konur eru
jú helmingur kjósenda og á
því byggist þessi krafa um
jafnan hlut kvenna í póli-
tík. En kjósa konur konur?
Ekki er svo að sjá á gengi
þeirra í pólitík því sérlisti
kvenna gat ekki haldið lífi
á því gengi sem hann hafði
hjá konum. Kvennalistinn
gat ekki þrifist á fundar-
höldum og handavinnu og
svo var óeining of mikil til
þess að þær gætu í raun
tekið þátt í stjórnarsam-
starfi þó það byðist, því fór
sem fór. Flokkarnir í Sam-
fylkingunni voru orðnir af-
gangs að mati kjósenda og
áttu sér því enga framtíð.
A Vestfjörðum hefir
þessi undanlátsemi kostað
Sjálfstæðisflokkinn sæti í
þinginu og það sem meira
er að sá maður sem hefði
átt að skipa sætið sem
konan fékk fór yfir til
Fijálslynda flokksins og
komst inn á þing fyrir þá
og tók Sverrir Hermanns-
son með sér. Ekki er út séð
enn hvað þessi annars
sanngjarna undanlátsemi á
eftir að kosta eða virka í þinginu. Flokkur Sverris
Hermannssonar, komst til lífs vegna þessa og get-
ur því vaxið í andspyrnuhlutverki sínu í þinginu og
orðið enn stærri í næstu kosningum. Þarna á yfir-
skriftin við.
Svanfríður neitar sðk
Þó Svanfríður Jónasdóttir, neiti allri sök á því að
hafa hrakið Sigbjörn Gunnarsson, af Iista Sam-
fylkingarinnar hefir undirrituðum ekki tekist að
rekast á einn einasta mann sem trúir henni. Und-
irritaður sjálfur gerir það ekki og hefir hann í hug-
skoti sínu mynd frúarinnar á skjánum þegar úrslit-
in í prófkjörinu voru henni ljós, þeirri skoðun til
staðfestingar. Krafan um endurtalningu atkvæða
styður líka þá almennu skoðun að Svanfríður segi
ósatt þegar hún þykist hvergi hafa nærri komið.
Þennan vargablett getur frú Svanfríður aldrei
hreinsað af sér, um það hefði hún átt að hugsa
áður en hún lét til skarar skríða.
Augljóst er að Sigbjörn fór í prófkjör til þess að
Iáta á reyna fylgi við sig og hafði betur en Svan-
fríður. Að una ekki lýðræðinu er afdrifaríkt fyrir þá
sem prédika það. Það sést á útkomunni hjá Sam-
fylkingunni í þessu kjördæmi.
Raunir Sainfylkingarinnar
Samfylkingin hefir í sér arfbera sundurlyndis og
óeiningar úr þeim flokkum sem hún er samsett úr.
Margra áratuga þróun í sundurlyndi er enn til
staðar og kemur í ljós þessa dagana þegar líf eftir
kosningar tekur við hjá Samfylkingunni. Ekki er
samstaða um hvað á að gera eða hver á að gera
hvað. Eining um Margréti Frímannsdóttur, sem
forustumann er ekki fyrir hendi. Allt er þetta
kunnuglegt þegar það er rifjað upp. Hvað ef Stein-
grímur J. Sigfússon, hefði verið í forustu fyrir
Samfylkingunni? Hefði Vinstra grænt framboð þá
aldrei orðið til og Samfylkingin orðið því sterkari?
Hérna á yfirskriftin Iíka við því um þetta veit eng-
inn í raun.
Hvað ef Jóhanna hefði látið kyrrt liggja?
Ef Jóhanna Sigurðardóttir, hefði ekki gert aðförina
að Finni Ingólfssyni, vegna bankamálsins þá hefði
Sverrir verið áfram bankastjóri en ekki uppbótar-
þingmaður. Segja má að það mál allt hafi breytt
pólitfsku Iandslagi þegar sauð í Sverri og honum
fannst hann þurfa að rétta
sinn hlut með því að
hefna sín á Sjálfstæðis-
flokknum.
Hvað ef Davið hefði ver-
ið forspár?
Ef Davíð Oddsson, hefði
getað séð fyrir afleiðingar
þess að reka Sverri úr
Landsbankanum og breytt
samkvæmt þeirri forspá þá
væri hann ekki hugsan-
lega á leið í stjórnarand-
stöðu eins og gæti vel ver-
ið ef Framsóknarflokkur-
inn tekur tilboði vinstriafl-
anna til stjórnarþátttöku
gegn því að Framsóknar-
flokkurinn leiði það sam-
starf. Flokkurinn gæti
freistast til að rétta við
það gengistap sem hefir
orðið á flokknum við sam-
starf við Sjálfstæðisflokk-
inn. En áhættan er mikil
að fara í slíkt samstarf því
reikna verður með arfber-
anum sem þarna er til
staðar og hvað samstarfið
gæti því orðið endasleppt.
Kff irþankar
Tími eftirþanka hjá stjórn-
málamönnum og kjósend-
um er upp runninn og ef-
laust margar spurningar
sem þjóta um hug þessara
einstaklinga. Þarna munu þau orð sem eru notuð í
yfirskriftina oft vakna í hugum þessara einstak-
Iinga.
Til dæmis hjá Ossuri Skarphéðinssyni, þegar
hann veltir fyrir sér hvað hafi farið úrskeiðis hjá
þeim sem stóðu að framboðinu í Reykjavík og
raunar á landinu í heild. Því er til að svara að al-
menningsálitið er tvívirkt. Þeir sem að þessari til-
raun stóðu reyndu að taka það í þjónustu sína en
áttuðu sig ekki á að það vinnur líka gegn þeim
þegar þeim verður á í messunni. En það varð
óneitanlega niðurstaðan af fyrstu kynnum sem al-
menningur hafði af pólitískum hugmyndum þessa
hóps sem að þessari annars nauðsynlegu tilraun
stóðu. Misréttið í þjóðfélaginu kallar í raun á
svona hugmyndir en þær þurfa að standast gagn-
rýni þegar þær eru settar fram.
Pólitísk framtíð stjómarherraima
Davíð og Halldór, þurfa að taka mið af þeirri gagn-
rýni sem komið hefir fram í kosningabaráttunni á
misréttið í landinu ef þeir ætla að tryggja framtíð
sína í pólitík. Ekki verður komist hjá því að bæta
bágan hag þeirra sem hafa verið misrétti beittir og
þurfa að Ieita á náðir hjálparstofnana til þess að
komast af. Þeir sem stjórna Iandinu með þannig
afleiðingum væru betur komnir í öðru starfi og að
þeirri staðreynd gætu kjósendur komist næst þeg-
ar verður gengið til kosninga um pólitfsk völd í
landinu.
Ef Samfylkingin lendir í stjórnarandstöðu næsta
tímabil og stjórnarflokkarnir nota ekki tímann til
þess að bæta það sem helst er gagnrýnt í störfum
þeirra í síðustu stjórnartíð gæti Samfylkingin vaxið
að pólitísku afli svo að pólitískt landslag verði
ekki eins greiðfært yfirferðar og nú er fyrir stjórn-
arflokkana. Al’ því þurfa þeir að taka mið þegar
þeir semja um nýja stjórnarhætti.
Brynjölfur
Brynjólfsson
skrifar
„Eflitið er til Vestfjarða þá vaknar spurningin um sæti
Guðjóns A. Kristjánssonar, á lista sjálfstæðisflokksins í
því kjördæmi. Þarna tók kona sæti hans afþví að hún
var kona, “ segir Brynjólfur meðal annars í grein sinni.
VEÐUR
Veðrið í dag...
Suðvestan gola eða kaldi með skúrum vestan til á landinu.
Sunnan stinningskaldi eða allhvasst og rigning
suðaustanlands en skýjað að mestu norðaustan til. Hiti 6
til 14 stig, hlýjast á Norðausturlandi síðdegis.
Blönduós
J J ] J t
n n
Akureyri
ÍCI mm
- - ■ 1-
J J ) ] \ \ \ ^ f 1 1
Egilsstaðir
Bolungarvík
C9
■ 1 ■
ll
Fös Lau
•j n ) \ \
Reykjavík
J í i í I
fös Lau
n j 1^
J J I J
Kirkjubæjarklaustur
C) mrr _ • ■ -15 15^ -10 10- C) mm
-5 5- -0 0- ■ -,■ l,M ■,! —,
Miö Fim
Fös Lau
j j : n > ^
Stykklshólmur
í í í í í l
Fös Lau
Stórhöfði
^ ET Veðurspárit 18.05.1999
Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi.
Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst.
Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði táknaður með
skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s.
Þríhyrningur táknar 25 m/s. er
k
Dæmi: • táknar norðvestanátt, 7.5 m/s.
Færð á vegiun
Vegurinn um Lyngdalsheiði, Gjábakkavegur, er opinn og er sjö
tonna öxulþungi á veginum. Fært er orðið í Þórsmörk. Á Grafnings-
vegi eru vegaframkvæmdir og er öxulþungi þar sjö tonn og vegur þar
mjög grófur. Á Meðalfellsvegi eru einnig vegaframkvæmdir og mega
vegfarendur búast við einhveijum töfum af þeim sökum. Isólfsskála-
vegur milli Krýsuvíkur og Grindavíkur er enn lokaður og er reiknað
með að hann opnist í lok vikunnar. Vegir á hálendi Iandsins eru lok-
aðir fyrst um sinn vegna aurbleytu. Annars er greiðfært um helstu
þjóðvegi landsins en vegna aurbleytu hefur öxulþungi verið lækkað-
ur og er það kynnt með merkjum við viðkomandi vegi.
SEXTÍU
OG
Sex
NORÐUR