Dagur - 29.05.1999, Side 8

Dagur - 29.05.1999, Side 8
8- LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 FRÉTTASKÝRING Almeimt orðuð! FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON OG VALGERÐUR JOHANNSDÖTTIR SKfílFA Ráðherrar í ríMsstjóm íslauds hafa aldrei verið fleiri en í þeirri sem tók við í gær og aldrei hafa fleiri kon- ur sest í ráðherrastóla. Stj ómarandstöðuimi þykir hins vegar fátt airnað til tíðinda í nýrri ríkisstjóm og segja stefnuyfirlýs- ingu hennar loðna og óljósa. Þriðja ráðuneyti Davíðs Oddsson- ar tók við á ríkisráðsfundi í gær eftir að stofnanir Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks höfðu lagt blessun sína yfir nýjan stjórnar- sáttmála og þingflokkarnir sam- þykkt tillögu formannanna um sídpan í ráðherraembætti. Stjórnin ætlar að „vinna áfram í anda þeirra meginsjónarmiða sem lýst er í stefnuyfirlýsingu flokkanna frá 23. apríl 1995,“ eins og segir í stjórnarsáttmálan- um en í honum er farið almenn- um orðum um það sem stjórnin ætlar að gera á kjörtímabilinu. Hún stefnir að því að treysta stöðugleika, draga úr skuldum, örva sparnað, endurbæta ríkis- reksturinn, auka fjölbreytni at- vinnulífs, treysta undirstöður byggðar, tryggja jöfn tækifæri til náms, aðgang að góðri heilbrigð- isþjónustu og standa vörð um tunguna og menninguna svo nokkuð sé nefnt. Það er einnig stefnt að því að Iækka eignaskatta á húsnæði, draga úr tekjuteng- ingu bamabóta og Iengja fæðing- arorlof en ekkert af þessu er tímasett. Það á að selja ríkisbank- ana og heíja „undirbúning að sölu Landssímans" eins og segir í stjómarsáttmálanum og ekki víst samkvæmt því að Síminn verði seldur á kjörtímabilinu. Það er hins vegar ljóst að á fyrri hluta kjörtímabilsins verður skipan ráðuneyta og verkefni þeirra stokkuð upp. Seðlabankinn verð- ur færður undir forsætisráðu- neytið og Byggðastofnun undir iðnaðarráðuneytið og sameinuð „atvinnuþróunarstarfsemi á veg- um þess“ eins og segir orðrétt. Að Iíkindum mun Páll Pétursson fé- Iagsmálaráðherra hætta sem ráð- herra um mitt kjörtímabilið eða jafnvel fyrr og taka til við að stýra þessari atvinnuþróunarstarfsemi. Korniiii fjölgar Það var ekki við því að búast að boðaðar yrðu byltingar í áfram- haldandi samstarfi sem báðir flokkar hafa talið nokkuð farsælt, en breytingar fylgja eigi að síður þessari nýju stjórn. I fyrsta sinn í Islandssögunni eru þijár konur í ríkisstjórn og gert ráð fyrir að Val- gerður Sverrisdóttir taki síðar við af Páli Péturssyni félagsmálaráð- herra, en það hefur aldrei verið nema ein kona í ríkisstjórn hér til þessa. Ráðherrum hefur verið fjölgað í 12 og af þeim eru 5 að setjast á ráðherrabekkinn í fyrsta sinn. Þetta er suðvestlæg stjórn, sagði fréttamaður Ríkisútvarpsins og víst er að landsbyggðarráðherrar hafa ekki verið færri hlutfallslega. Fimm af 6 ráðherrum Sjálfstæð- isflokks eru úr Reykjavík og Reykjanesi og 2 af 6 ráðherrum Framsóknar. Einn ráðherra er úr Suðurlandskjördæmi, 1 frá Aust- urlandi, 1 úr Norðurlandi vestra og 2 úr Vesturlandskjördæmi. Á síðasta kjörtímabili átti Norður- land eystra 2 ráðherra en nú er enginn ráðherra úr þessu íjöl- mennasta landsbyggðarkjördæmi. Ekki hönd á festandi Talsmönnum stjórnarandstöð- unnar þykir Iítið til stefnuyfirlýs- ingar Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokks koma. Margrét Frímanns- dóttir, talsmaður Samfylkingar- innar, segir hana afar almennt orðaða. „Þar er ekkert sem er í raun hönd á festandi, annað en það sem þegar hefur komið fram um áframhaldandi sölu ríkis- eigna. Það sem kemur mér á óvart er hvað lítið er ijallað um sjávarútvegsmál, einkum í Ijósi síðustu atburða og þeirra vanda- mála í sjávarútvegi sem augsýni- lega eru að verða til í mjög stór- um byggðarlögum um allt land. Þá er ekkert tekið á samþjöppun eignarhalds og valds í greininni. Þarna eru veruleg vandamál og hið sama má segja um landbún- aðinn. Ríkisstjórnin fékk sérstaka skýrslu um mikla fátækt í bænda- stéttinni, en ekkert er tekið á því, frekar en öðrum kjaramálum. Hvað velferðarkerfið varðar sýnist mér þarna opnað á möguleikann á frekari einkavæðingu í heil- brigðisþjónustunni. Og barnakort Framsóknarflokksins eru orðin að „öðrum sambærilegum aðgerð- um“. Enn og aftur er talað um kostnaðarvitund stjórnenda og aukna ráðdeild, en leiðirnar óljós- ar eins og fyrri daginn," segir Margrét. Hún bendir einnig á að orða- lagið um að skattalegar breyting- ar verði miðaðar við að þær ýti ekki undir þenslu í hagkerfinu veki spurningar. „Ymsir efnahags- Þriðja ráðuneyti Davíðs Oddssonar tók við á ríkisráðsfunc sérfræðingar hafa bent á að hækkun skatta til að draga úr þenslu sé ein Ieiðin og maður spyr hvort átt sé við það. Fyrir 4 árum settu þeir á oddinn að draga úr áhrifum jaðarskatta, en gerðu ekki neitt, en taka það loforð upp aftur núna, hversu trúlegt sem það er,“ segir Margrét. Margrét fagnar því að konum í ráðherrastólum fjölgi. „Það er ekki mitt að dæma um ráðherra- valið almennt, en ég hefði þó talið að Valgerður Sverrisdóttir yrði fyrsta val miðað við hennar pólitíska feril. Hún hefði mátt taka á honum stóra sínum í þeim efnum.“ Jóðsótt og 2 litlar mýs Steingrími J. Sigfússyni, for- manni Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs þykir eins og Margréti athyglisvert hversu stefnuyfirlýsingin sé almennt orðuð. „Þetta hljóta að hafa verið einhveijar lengstu viðræður um ekki neitt sem sögur fara af, því segja má að fjallið hafi tekið jóð- sótt og fæðst tvær litlar mýs, þ.e. tveir ráðherrar í viðbót. Fjölgun ráðherra er eina raunverulega niðurstaðan og útkoman er helm- ingaskiptastjórn „par excellance" í tvöföldum skilningi; helminga- skipti milli flokkanna og helming- ur þingflokks Framsóknarflokks- ins kominn í ríkisstjórnina. Eg tel að þetta allt sýni að það hafi aldrei staðið annað til hjá þessum flokkum en að halda samstarfinu áfram og það hefði verið heiðar- legra af þeim að segja það hreint út fyrir kosningar, eins og ég reyndi ítrekað að særa fram,“ seg- ir Steingrímur og bætir við að „sérstaka athygli vekur loðið og almennt orðalag um stór kosn- ingaloforð, eins og bráðfyndinn texti um barnabæturnar, þar sem barnakort Framsóknarflokksins er hjá einhverjum góðum húmorista orðið að „til dæmis“ og „eða öðrum sambærilegum að- gerðum". Þetta er afar kómískur texti. I reynd er ekkert í stefnuyf- irlýsingunni sem kallast má stefnumarkandi." Gott að hlutföllin skáni Steingrímur segir ekki við hæfi að vera að gefa ráðherrunum eink- unnir. Ráðherravalinu ráði flokk- arnir „en það er þó ánægjulegt að þarna eru þrjár konur og gott að þau hlutföll skáni,“ segir Stein- grímur. Undir það tekur Gunnar Ingi Gunnarsson varaformaður Frjáls- Davíð Oddsson, forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, afhenti í gær Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Sólveigu Pétursdóttur dóms- og kirkjumálaráðherra lyklana að ráðuneytum þelrra.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.