Dagur - 01.06.1999, Blaðsíða 3
l’RIBJUDAGUR 1. JÚNÍ 1 999 - 3
ro^tr.
FRÉTTIR
Om Bárður vék
úr nefnd Davíðs
Höfundi smásöguimar
uin sölu Esjuimar var
tilkyimt á fimmtudag
að hairn væri ekki
lengur ritari
Kristnihátíðar-
nefndar.
Karl Sigurbjörnsson biskup
hefur ákveðið að Bernharður
Guðmundsson taki við af Erni
Bárði Jónssyni, fræðslustjóra
Þjóðkirkjunnar, sem ritari kristni-
hátíðarnefndar. Hin opinbera
skýring á þessari breytingu er sú
að Bernharður hafi 1. maí sl.
komið til starfa hjá Biskupsstofu
vegna kristnihátíðarinnar og
síðan verið ráðinn verkefnisstjóri
hátíðarinnar og því rétt að hann
taki við ritarastarfinu af Erni
Bárði. Þessa skýringu kaupa þó
ekki allir og breytingin virðist
hafa komið Erni Bárði á óvart.
I nefndinni á meðal annars sæti
Davíð Oddsson forsætisráðherra
og eru flestir viðmælenda
blaðsins á þeirri skoðun að
breyting þessi eigi að forða Erni
Úrn Bárður: Tilkynnt skyndilega að
hann væri ekki lengur rltari kristni-
hátíðarnefndar.
og Davíð ffá því að þurfa að starfa
saman, í ljósi bréfaskrifta
Davíðs, þegar forsætisráðherra
sendi biskupi bréf vegna smásög-
unnar „Islensk fjallasala h/f“
eftir Örn Bárð, sem birtist í
Lesbók Morgunblaðsins á
dögunum. Davíð fannst að sér
vegið með sögunni og mynd-
skreytingu hennar (sagan var lítt
dulbúin gagnrýni á auðlindasölu-
Davíð Oddsson: Var i nefndinni m'eð
Erni Bárði, en ekki lengur. Hafði skri-
fað biskupi bréf.
stefnu ríkisstjórnarinnar og/eða á
gagnabankamál íslenskrar erfða-
greiningar) og skrifaði biskupi
Islands svohljóðandi bréf, undir
bréfshaus forsætisráðuneytisins:
Tilkynningin kom á óvart
„Það er athyglisvert að í kynn-
ingu á „smásögu" þar sem
forsætisráðherranum er lýst sem
landráðamanni (manni sem
selur fjallkonuna) og land-
sölumanni er gefið til kynna að
sendingin sé á vegum fræðslu-
starfs kirkjunnar. Davíð
Oddsson.“
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í
allan gærdag gáfu hvorki biskup
né Örn Bárður færi á sér í
blaðaviðtal og sama er um Davíð
Oddsson forsætisráðherra.
Innan kirkjunnar eru skiptar
skoðanir um málið, en
aðspurður sagðist Geir Waage
ekki vera í vafa. „Eg tek fullt
mark á þeim orðum biskups að
með þessu hafi hann verið að
skapa séra Bernharði verkefni.
Þetta er augljóst og ég sé engin
tengsli milli þessarar breytingar
og þessa smásögumáls,“ segir
séra Geir.
Gagnvart þessu vekur orðalag-
ið hjá Erni Bárði í DV óneitan-
Iega athygli: „Eg get staðfest að
biskupinn tilkynnti mér á
fimmtudaginn að ég væri ekki
lengur ritari kristnihátíðarnefnd-
ar en því starfi hef ég gegnt
undanfarin ár.“ Orðalagið vísar
til þess að tilkynning biskups
hafi verið án fyrirvara og komið
Erni Bárði á óvart. -FÞG
Líkast til má fækka golfslysum með því
að hafa í heiðrl golfreglur og golfsiði.
Golfkúlur
í augað
Tuttugu og fimm manns (átján
karlar og sjö konur) með áverka
eftir golfiðkun leituðu á
bráðamóttöku Sjúkrahúss
Reykjavíkur á sfðustu tveim
árum. Sex þeirra höfðu fengið
golfkúlu í sig, fimm þeirra í
höfuðið og þar af einn í augað.
Enginn þeirra rotaðist þó, en sá
sem fékk kúluna í augað hlaut
blæðingu í forhólf og brotna
augnumgjörð. Fjórir fengu kylf-
una í sig og tveir meiddust við
að slá of fast ofan í jörðina. Tólf
snéru sig, duttu eða tognuðu við
golfiðkun sína.
„Averkar tengdir golfíþróttinni
hafa verið taldir fremur óalgeng-
ir, en þeir geta þó orðið mjög
hættulegir," sagði Brynjólfur
Mogensen, læknir á bæklun-
ardeild SR, sem greindi frá
framangreindum niðurstöðum
úr rannsókn sinni á golfslysum,
í erindi á ársþingi skurðlækna
fyrir nokkru.
Eleiri myndavélar
ekkert varnarkerfi
Stjórn Spalar hefur ekki rætt þann möguleika að fresta kannski um tíma
hugsanlegri lækkun á gjaldtöku um göngin og nota aurinn þess í stað til að
setja þar upp eldvarnarkerfi. Það stafar m.a. afþví að skiptar skoðanir séu
meðal sérfræðinga um gagnsemi slíks kerfis að sögn stjórnarformanns Spa/ar.
Skiptar skoðanir iiui
öryggismál í
Hvalfj arðargöngiini.
Öryggi áfátt.
Áhyggjur af vaiiliúiiu
slökkvHiði.
„Við höfum ekki nokkurn áhuga
á öðru en að öryggið í göngunum
sé upp á það allra besta,“ segir
Gísli Gíslason, stjórnarformaður
Spalar og bæjarstjóri á Akranesi.
Áhyggjur af vanbtmu
slökkvilidi
Hann segir að stjórnin hafi rætt
um að fjölga myndavélum í
Hvalfjarðargöngunum.
Hinsvegar sé ekki á dagskrá að
setja þar upp sérstakt eld-
varnarkerfi. Ékki sé skylda að
hafa það auk þess sé það mjög
dýrt, eða sem nemur mörgum
milljónum. Að auki séu skiptar
skoðanir meðal sérfræðinga að
það komi að þeim notum sem til
sé ætlast. Aftur á móti sé það
mikið áhyggjuefni ef slökkviliðið
í borginni sé ekki nægilega vel
útbúið til að takast á við
eldsvoða í göngunum og því sé
úrbóta þörf í þeim efnum. Miðað
við alla uppfyllta öryggisstaðla og
rúmlega það í öryggismálum
jarðganganna, þá telur hann að
menn séu eins vel í skakk búnir
eins og hægt sé að ætlast til ef
eldur verður laus í þeim. Á hverj-
um sólarhring fara að meðaltali
um 2200 bílar um göngin.
I framhaldi af stórslysum af
völdum eldsvoða í jarðgöngum í
Ölpunum hafa augu manna
beinst að öryggismálum í
Hvalfjarðargöngum. Slökkviliðs-
stjórinn í Reykjavík, Hrólfur
Jónsson, hefur gagnrýnt öryggis-
mál þeirra með tilliti til eldvarna
og telur að þau séu ekki sem
skyldi ef þar kæmi upp eldsvoði.
Meðal annars sé ekki
viðvörunarkerfi í göngunum og
skortur á myndavélum. Auk þess
væri það til bóta að eitthvert
skipulag sé á umferð bíla um
göngin sem flytja eldsneyti og
annan eldfiman varning í stað
þess að hann sé fluttur um göng-
in samhliða annarri umferð. Þá
telur slökkviliðsstjórinn að sjálft
slökkviliðið sé vanbúið bæði af
tækjum og þjálfun til að takast á
við eldsvoða í göngunum. Hann
hefur einnig dregið í efa ágæti
þeirra norsku reglna sem unnið
hefur verið eftir. Hrólfur minnir
á að þessi gagnrýni hans sé ekki
ný af nálinni því hann hafi
komið fram með álíka gagnrýni
áður en göngin voru opnuð fyrir
almennri umferð.
Hvimleiður tónn
•Gísli telur að Spölur hafi verið í
góðu sambandi við Brunamála-
stofnun um þessi mál. Síðast en
ekki síst sé öryggi ganganna
samkvæmt öllum settum
leikreglum og m.a. norskum
reglum og gott betur. Gísli telur
einnig að gagnrýni slökkvi-
Iiðsstjórans á norsku reglurnar
séu afar hæpin. Hinsvegar segir
Gísli að stjórn Spalar finnist það
heldur hvimleitt að slökkvil-
iðsstjórinn í Reykjavík sé sífellt
að senda þeim tóninn opinber-
lega án þess í rauninni að ræða
nokkurn tíma \ið þá um þessi
mál. -GRH
INNLENT
Eiirn samning eða marga?
Skiptar skoðanir eru meðal aðildarfélaga
Verkamannasambands íslands, VMSI, hvort stefna
skuli að því að gera einn heildstæðan kjarasamning
fyrir ófaglært starfsfólk sjúkrahúsa, eða ekki. Félögin
hafa gert slíka samninga við hið opinbera, ýmist
saman á svæðum eða hvert í sínu héraði. Bjöm
Grétar Sveinsson, formaður VMSI, segir að engar
ákvarðanir hafi verið teknir í þessu máli, enda sé það
alfarið í höndum aðildarfélaga sambandsins. -GRH
Björn Grétar
Sveinsson.
Bæjarstjóri ráðinn í Borgarbyggð
Þar með lýkur þeirri stjórnarkreppu sem ríkt hefur íbæjarfélaginu
undanfarnar vikur eða frá því slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi
Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og fv. bæjarstjóra Óla Jóni
Gunnarssyni var sagt upp störfum.
Bæjarstjórn mun ganga frá ráðningarsamningi við Stefán á næstu
dögum. Stefán er ekki ókunnugur á svæðinu þar sem hann er fædd-
ur og uppalinn í Kalmanstungu í Hvítársíðu, nágrannasveitarfélagi
Borgarbyggðar.
Stefán er viðskiptafræðingur með cand. merc. frá
Viðskiptaháskólanum í Arósum og hefur gegnt starfi forstöðumanns
fjárhagsdeildar Eimskipa hf. -OHR
Fjórir fá milljarð Framtákssjóðs
Samið verður við fjóra rekstraraðila um að annast vörslu og ráðstöf-
un á peningum Framtakssjóðs Nýsköpunarsjóðs, en þeir nema alls
um eitt þúsund milljónum króna. Framtakssjóðurinn á að stuðla að
nýsköpun og atvinnuuppbyggingu með áherslu á landsbyggðina,
einkum á sviði upplýsinga- og hátæknigreina. Hver hinna fjögurra
sjóða er 250 milljónir króna og þurfa rekstraraðilar hver um sig að
koma með mótframlag að upphæð 125 milljónir. Verða þá til fjórir
sjóðir til hlutafjárkaupa, hver um sig 375 milljónir.
AIls bárust tilboð frá níu aðilum í þessa fjóra framtakssjóði, en þeir
sem Nýsköpunarsjóður hyggst ganga til samninga við eru
Fjárfestingafélag Austurlands hf., Landsbanki Islands - Framtak hf.,
með sjóðsstjóra á Akureyri. Fjárfestingafélag Vestmannaeyja hf. og
Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. - Éramtakssjóður EFA -
Reykjavík.
Reiknað er með að búið verði að ganga frá samningum við vænt-
anlega rekstraraðila fyrir lok júní mánaðar.