Dagur - 01.06.1999, Blaðsíða 4
4- ÞRIÐJVDAGUR 1. J ÚNÍ 199 9
Rólegt
Eurovlsionkvöld
Þegar á heildina er Iitið var helgin fremur
róleg samkvæmt dagbók lögeglunnar í
Reykjavík. Sérstaka athygli vakti að mjög
lítil umferð var í borginni á laugardags-
kvöldinu meðan á útsendingu frá Evr-
ópsku söngvakeppninni stóð og Selma
Björnsdóttir og félagar voru að keppa fyr-
ir Islands hönd. Varla var nokkurt útkall
sem lögreglan varð að sinna.
40 í hraðakstri
Talsvert var að gera í umferðarmálunum. Tæplega 40 ökumenn voru
kærðir vegna hraðaksturs og 10 vegna ölvunaraksturs.
Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á Kringlumýrarbraut við
Laugaveg að morgni Iaugardags. Bifreiðinni var síðan ekið af vettvangi
án þess að kanna með meiðsli hins gangandi. Hann hlaut ekki alvar-
lega áverka og ætlaði sjálfur að leita sér aðhlynningar á slysadeild. Um-
ferðarslys varð á Miklubraut við Rauðarárstíg um miðjan sunnudag.
Tvö börn voru flutt á slysadeild. Síðdegis á sunnudag var umferðarslys
á Hofsvallagötu við Hringbraut og var þrennt flutt á slysadeild með
nokkra áverka á hálsi, baki og bijósti.
Ráðist á ferðamann
Ráðist var á erlendan ferðamann á Laugavegi snemma morguns á laug-
ardag. Fjármunum var stolið af mannninum auk þess sem hann hlaut
nokkra áverka. Lögreglan handtók þijá karlmenn skömmu síðar sem
taldir eru ábyrgir fyrir árásinni.
Skemmdaxverk á bílum
Olvaður maður olli skemmdum á þremur ökutækjum í miðborginni að
morgni Iaugardags. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Þá
voru unnar skemmdir á skólahúsnæði í Grafarvogi bæði utan og inn-
anhúss.
HLjómtækjum stolið
Brotist var inní biffeið í Þingholtunum á laugardag og þaðan stolið
verðmætum hljómtækjum auk fatnaðar. Þrír unglingar voru handtekn-
ir eftir innbrotstilraun í vinnuskúr í Breiðholti.
Bruni í Breiðholti
Lögreglu var tilkynnt um lausan eld í fbúarhúsi í Breiðholti um miðj-
an dag á laugardag. Er lögreglan kom á staðinn var talsverður eldur í
rúmi í unglingaherbergi sem náðist að slökkva.
Selma Björnsdóttir hélt öll-
um við sjónvarpið á laugar-
dag þannig að nær engin
útköll komu til lögreglu.
$ SUZUKI
—#<<*■------
Komdu i
reynslu-
akstur!
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiii
GL 1.099.000 KR.
GL 4x4 1.299.000 KR.
Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is
Hefuv þú séð svona verð d 4x4 bil?
• Mest seldi bíllinn í Japan(l), annað árið í röð.
• Öruggur Suzuki fjölskyldu- og fjölnotabíll.
• Skemmtilequr bíll meðmiklum staðalbúnaði:
ABS hemlaíæsivörn
rafdrifnu aflstýri,
samlæsingu, o.m.fl
Ódýrasti 4x4
bíllinn ú Islandi
FRÉTTIR
L A
Björn Bjarnason menntamálaráðherra: „ Við teljum að það sé ekki gagnlegt fyrir okkur að þetta fólk sé ekki jafn
vel menntað og aðrir sem í landinu búa."
Mál sem þarf
að kanna vel
Aldrei verið tekið á
meimtimarmálum ný-
Ma með sMpulegri
hætti en uú í nýjum
námskrám segir
meimtamálaráðherra.
„Til þess erum við nú að láta at-
huga stöðuna, til að átta okkur á
því í hveiju þessi vandi er fólg-
inn,“ svaraði menntamálaráð-
herra, Björn Bjamason, spurður
hvort nánast 100% brottfall ný-
búa úr framhaldsnámi, sem Dag-
ur sagði frá nýlega, kalli ekki á
einhverjar aðgerðir af hálfu
menntamálayfirvalda og breyt-
ingar í skólakerfi. ,fyð sjálfsögðu
er þetta viðfangsefni sem þarf að
líta á, því við teljum að það sé
ekki gagnlegt fyrir okkur að þetta
fólk sé ekki jafn vel menntað og
aðrir sem í landinu búa,“ sagði
Bjöm.
Að nokkru einstaklings-
bundið
Námskrár séu þau tæki sem
stjómvöld hafi til þess að breyta
þessu, þar sé hlutverk skólakerf-
isins sldpulagt og skilgreint. „Við
erum núna að gera nýjar nám-
skrár bæði fyrir grunnskólana og
framhaldsskólana, þar sem m.a.
er tekið á þessum atriðum. Það
hefur aldrei verið tekið á þessum
atriðum með eins skipulegum
hætti í námskránum eins og
núna,“ sagði menntamálaráð-
herra.
Bjöm bendir á að framhalds-
námið sé ekki skyldunám hér á
Iandi.Þannig að það sé undir
hveijum og einum komið hvort
hann stundi framhaldsnám eða
ekki. „Við höfum líka nýbúa sem
gengur mjög vel í námi. Þannig
að þetta virðist nú kannski að
nokkru leyti vera einstaklings-
bundið." — hei
Fræðsla um sykur-
sýM á meðgöngu
Á íslandi verða 6 -10
konur með sykursýM
þungaðar á hverju ári,
auk þess fá aðrar 4 - 6
konur svonefnda með-
göngusykursýM.
Út er kominn bæklingur á vegum
Kvennadeildar Landspítalans,
um sykursýki á meðgöngu. Þetta
er 18 blaðsíðna fræðslu- og upp-
lýsingabæklingur unnin af þeim
Guðlaugu Pálsdóttur og Sigrúnu
E. Valdimarsdóttur, Ijósmæðrum
og er ætlaður konum með sykur-
sýki og einnig handa þeim kon-
um sem fá sykursýki á meðgöngu
þ.e.a.s. meðgöngusykursýki. Um
aðstoð og ráðgjöf sá prófessor
Reynir Tómas Geirsson, fæð-
ingalæknir.
I bæklingnum er Qallað um
þær breytingar sem verða f kjöl-
far þungunar m.a. hvað varðar
mataræði og lyfjagjöf. Itarlega er
sagt frá því eftirliti og þeim rann-
sóknum sem nauðsynlegar eru á
meðgöngutímanum, í fæðing-
unni og eftir að barnið er fætt.
Á fyrstu 10 vikunum vex fóstrið
mjög hratt og Hffærin fara að
myndast.
Greint er frá þeim hættum sem
geta orðið vegna slægrar sykur-
stjórnunar. A sama hátt er með-
göngusykursýki gerð góð skil þ.e.
ástæður, einkenni og hveijir eru í
sérstakri hættu.
I bæklingnum segir m.a.: „Á
fyrstu 10 vikunum vex fóstrið
mjög hratt og líffærin fara að
myndast. Þá er fóstrið næmt fyr-
ir óæskilegum efnum og ytri
áhrifum, m.a. viðvarandi of
háum blóðsykri. Ef sykurstjórn-
un er ábótavant á þessum tíma
eykst hætta á meðfæddum göll-
um margfalt, einkum á því að
hjarta, hryggur eða fótleggir
myndist ekki rétt. Því er lífs-
nauðsynlegt fyrir fóstrið að móð-
ir með sykursýki hafi strax frá
upphafi meðgöngu (og helst fyr-
ir getnað) góða stjórn á blóð-
sykrinum. Konur með með-
göngusykursýki fá ekki hækkað-
an blóðsykur fyrr en síðar á með-
göngunni og eru ekki í aukinni
hættu að þessu leyti."
Mjög mikilvægt er að sykur-
sjúkar konur á kynþroskaaldri
afli sér upplýsinga um gildi góðr-
ar sykurstjórnunar áður en þær
huga að barneignum og hafa
sem besta stjórnun á sjúkdómn-
um meðan á meðgöngunni
stendur.
Bæklingurinn „Sykursýki á
meðgöngu" er hægt að nálgast á
Göngudeild Kvennadeildar
Landspítalans, Göngudeild syk-
ursjúkra, Samtökum sykursjúkra
og á flestum heilsugæslustöðv-
um. — W