Dagur - 01.06.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 01.06.1999, Blaðsíða 5
'ÍMVVAÍ T>Mjur--- FRÉTTIR ÞRIDJUDAGUR 1 ffflflg'lff fl f Æ* . /líxí 19 9 9 - Mildl óánægj a með lokun bankaútibús Svæöisstjóri Landsbankans segir lokun útibúsins vera hluta af hagræðiugu í rekstri Landsbankans og kostnaðaraðhaldi. Fyrirsjáanleg sé fækkun starfa í öllu kerfinu og smærri staðimir eigi alltaf undir högg að sækja. Landsbanki Islands lokaði í gær afgreiðslu bankans á Svalbarðs- eyri og er mikil óánægja ríkjandi meðal margra íbúa sveitar- félagsins með þá ákvörðun bankans. Fyrir um tveimum mánuðum síðan var íbúum tilkynnt sl<riflega þessi akvörðun Landsbankans, og þar tilgreindar ástæður eins og léleg nýting og aukin rafræn þjónusta. Ibúar í afgreiðslu Landsbankans á síðasta afgeiðsludeginum. Þar var áður útibú Samvinnubankans, en hafa getað fengið afgreiddar bankinn sameinaðist sem kunnugt er Landsbankanum. Samvinnubankinn yfirtók rekstur póstkröfur og ábyrgðarbréf í sparisjóds á staönumþegar hann lenti iþrenginum. bankanum satnkvaémt sérstökum samningi Landsbankans og Þessari ákvörðun mótmælti afgreiðslur en það sé ef til vill íslandsþó'sts éri;n'ú þ'árf að sækjá sveitarstjórn Svalbarðsstrandar- byggðastefnan í dag í hnotskurn. þá þjönustu til Akureyrar en utn hrepps* en hugmyndin var að í Sveitarstjóri segir sér vera kunn- 12 km eru frá Svalbarðseyri til sama 'húsi og bankinn ér í risi ugt um að tnargir viðskiptavina. miðbæjar Akureyrat. Hafin þjónustukjarni en þar er auk bankans séu mjög óhressir með verðu^dréfffiHg'a'þðstíT’sveitár- "bankans hreppsskrifstofan ög : þessa ‘ ákvörðun bankans og félaginu en ’til þessá hefur bókasafnið. Árni K. Bjarnason, nokkrir hafi nú þegar ákveðið að honúm yétið komlð 'fyrir1 í sve'tarstj'óri', * Ségif- ' áð''þeSsi færá sín viðskipti til annarar pósthöl!fiiláJ‘^ár!íiSi?ilbárðséyrí:;' ákvörðun Landsbankans sé sárri- bankástofnunar strax í dag, 1. Bankínrf‘hefúr foírið' ópinn þrjá félagslega mjög slæm og sé mjög júní. tímá Ú , dag/frá kl. 13.00 til illa ígrúnduð. Ljóst sé að Stefnan Sigurður Sigurgeirsson, 16.00. : 1 ' sé að leggja af allar 'minni svæðisstjóri Landsbankans á i i l Norðurlandi, segir þessar ráðstafanir og lokun afgreiðsl- unnar á Svalbarðseyri vera hluta af hagræðingu í rekstri Lands- bankans og kostnaðaraðhaldi. Fyrirsjáanleg sé fækkun starfa í öllu kerfinu og smærri staðirnir eigi alltaf undir högg að sækja. En er þetta ekki heilmikill samdráttur í þjónustu við íhúana þar sem póstþjónusta t formi afhendingar ábyrgðarbréfa og póstkrafna sem bankinn hefur sinnt leggst einnig afl „Breytingar á póstþjónustunni voru komnar upp á borðið fyrir áramót og það er alveg ótengt okkar ákvörðun. Við höfum boðið þessu fólki okkar þjónustu á Akureyri og viljum gjarnan veita íbúum Svalbarðseyrar okkar bestu þjónustu og teljum okkar geta það í okkar útibúum á Akureyri. Auk þess er sjálfvirkni og greiðsluþjónusta sílfellt að færast í vöxt og fólk leysir sín mál í auknu mæli gegnum síma og internet. Það er þróunin í dag og um Jeiði minnkar mikilvægi stórra afgreiðslusala. Svalbarðs- eyri er mjög nálægt Akureyri og íbúar þar sækja alla aðra þjónus- tu til Akureyrar og við teljum að fólk geti þá einnig leyst sín bankamál á sama svæðb En auðvitað er erfitt og leiðinlegt að þurfa að grípa til svona aðgerða. Ekki er fyrirsjáanlegt að fleiri útibúum eða afgreiðslum Landsbankans verði lokað í bráð,“ segir Sigurður Sigurgeirs- son, svæðisstjóri Landsbankans. -GG Samstarfs- vetlvaiigur kaupfélaga Sigurður Jóhannesson, stjórnar- formaður Sambands íslenskra samvinnufélaga, sagði í skýrslu sinni á aðalfundi SlS á dögunum að í kjölfar samruna Vinnu- veitendasambands Islands og Vinnumálasambands samvinnu- félaganna á komandi hausti myndi knýja á um að Sambandið yrði að nauðsynlegum sam- starfsvettvangi kaupfélaganna. Miklar umræður urðu á fund- inum að lokinni skýrslu for- manns. Sérstaklega var rætt um innlánsdeildir kaupfélaganna og greiðsluábyrgð Tryggingasjóðs innlánsdeildanna og svöruðu stjórnarmenn í Tryggingasjóði innlánsdeildanna sem voru á fundinum fyrirspurnum. Var m.a. á það bent að vitaskuld væru innlánsdeildirnar ekki „gulltryggðar" og að staða þeirra færi eftir þvf hve vel hefur verið vakað yfir tryggingum. Þó kom fram að miðað við allar almenn- ar upplýsingar væru þær ekki ótraustari en gengur og gerist um sparisjóði og annað almennt innlánsfé. Á aðalfundinum var Sigurður Jóhannesson á Akureyri endurkjörinn formaður SIS. Krefjast skýringa á ha'kkiin trygginga Breyting á skaðabóta- lögum skýrir aðeins hluta þeirrar hækkuuar sem trygg- ingafélögin áforma á iðgjöldum bíla- tryggiuga. Formaður FÍB og varaformaður Neytendasamtakanna draga stórlega í efa nauðsyn á næstum 40% iðgjaldahækkun bílatrygg- inga til að mæta hækkunum sem verða á bótum vegna líkamstjóna í kjölfar nýrra skaðabótalaga frá 1. maí. Baunar segir forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar 25% iðgjaldahækkun nægja til þess. Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður fór í síðustu viku fram á við Fjármálaeftirlitið að það legði sjálfstætt mat á forsend- urnar sem tryggingafélögin Ieggi til grundvallar iðgjaldahækkun- um. Röng og vlllandi „Þrátt fyrir takmarkaðar upplýsingar, virðist mér samt ljóst að fréttatilkynning VIS er að hluta til röng og villandi, því breytingin á skaðabótalögunum getur að mínu viti ekki valdið allri þeirri hækkun sem þeir vísa til í sínum útreikningum," sagði Jón Magnússon hrl. og varaformaður Neytendasamtakanna. Líta verði til þess að hluti tjónanna sé tjón á ökutækjum, sem verði að taka út áður en þörf á iðgjaldahækkun vegna skaðabótalaganna sé reikn- uð. Miðað við að 1/3 sé ökutækja- tjón mundi t.d. 40% iðgjalda- hækkun þýða 60% hækkun á hinum 2/3 hluta tjónanna. Jón segir að Fjármálaeftirlitið eigi og muni fylgjast með þessu, og hafi gert kröfu til að fá útreikninga tryggingafélaganna, en ennþá ekki fengið þá (síðdegis í gær). Þar sem hér sé um fákeppnismarkað að ræða verði fróðlegt að sjá hvort minni tryggingafélögin (önnur en FIB) fylgi á eftir. Bara 25% vegna skaðabóta- laganna Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, sagðist reikna með iðgjalda- hækkun á svipuðum nótum, þótt enn hafi hún ekki verið nákvæm- Iega ákveðin. En hækkun sé alls ekki öll vegna breytinga á skaðabótalögunum frá 1. maí. „Okkar útreikningar segja að tjón vegna slysa á fólki hækki um 38% af þeirra völdum og að um 25% iðgjaldahækkun þurfi til að standa undir þeirri hækkun - því líkamsslys eru um 2/3 heildartjónanna. En þar á ofan hefur útkoma { bílatryggingunum verið slæm, eins og við höfum áður sagt, og launaþróun í landinu þýtt bótahækkun þar fyrir utan. Er því Ijóst að við munum hækka iðgjöldin umfram 25% - eða ein- hvers staðar milli 30 og 40%.“ FÍB hækkar - en ekki nálægt 40% „Menn þurfa ekki að hafa áhyggj- ur af því, að iðgjaldahækkun hjá okkur verði í neinni nánd við þá 40% hækkun sem um er rætt,“ sagði Árni Sigfússon, formaður FÍB. Þessar breytingar á skaðabótalögunum og auknar skaðabætur þýða þó að sjálf- sögðu að iðgjöld hljóta að fara eitthvað upp. En við erum ekki að fara í þessar hækkanir núna, heldur gefum okkur tíma til að fara yfir þetta með okkar mönn- um á Lloyds-markaði, en það lig- gur fyrir að það er ekki í nálægð við þessar 40% tölur," sagði Arni. -HEI Okkar maður í 6. sæti Herra ísland, Andrés Þór Björnsson, varð í 6. sæti í fegurðarsamkeppni karla sem fram fór á Manila í Filippseyjum, „Male of the year". í kosn- ingu netverja á Internetinu, gerði Andrés Þór enn betur. Þar varð hann í 3. sæti en keppendur voru 48 frá jafnmörgum þjóðlöndum. Andrés kemur til Islands 8. júní nk. og hefur meðferðis verðlaunagrip handa framkvæmdastjóra Fegurðarsamkeppni Islands. Framkvæmdastjórinn var valinn sá 3. hæfasti af umboðsaðilum Manhunt International, en þeir eru 54 talsins. -BÞ Karlanefnd vill skýrara orðalag Karlanefnd Jafnréttisráðs fagnar því fyrirheiti í nýjum stjórnar- sáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að tryggja skuli jöfn tækifæri karla og kvenna í hvívetna, m.a. með því að Iengja fæðing- arorlof og jafna rétt kvenna og karla til töku þess. Nefndin telur þó að kveða hefði mátt skýrar að orði um breytingar á Iögum og reglum um fæðingarorlof. Er þar vitnað til kosningaloforða beggja flokkanna um Iengingu orlofsins og loforða Sjálfstæðisflokksins um að tryggja hvoru foreldri um sig full laun í 3 mánuði í fæðingarorlofi. Karlanefndin fagnar einnig jafnara kynjahlutfalli í ráðherrastólum þótt betur megi ef duga skal, eins og segir í ályktun. -bþ Miima forsetann á upphafið I tilefni ummæla forseta Islands, hr. Olafs Ragnar Grímssonar í sjón- varpsviðtali nýlega um upphaf skólagöngu barna, vill stjórn Félags íslenskra leikskólakennara leggja áherslu á að samkvæmt Iögum er leikskólinn fyrsta skólastigið í skólakerfinu. Það er skoðun félagsins að ekki beri að vanmeta þátt leikskólans í skólagöngu barna. Þvert á móti eigi að stuðla að uppbyggingu góðra Ieikskóla fyrir öll börn. Stjórn Ieikskólakennara varar við þeirri þróun að börn byrji fyrr en við sex ára aldur í grunnskóla og mótmælir sérstökum Qárveitingum Reykjavíkurborgar vegna fimm ára bekkja í „einkareknum" grunnskóla. Leikskólakennarar telja að nær væri að hlúa betur að leikskólastiginu. -BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.