Dagur - 05.06.1999, Síða 7
LAUGARDAGUR 5. /ÚJV/ 1999 - 7
RITS TJÓRNARSPJALL
Tími stö ðuglelk
ans er liðum
The Economist varar við „gleymdu hættunni" og „nýju hættunni", sem eru óhófleg skuldasöfnun og verðhjöðnum
og verðbóiga, sem skekja mun efnahagslífið.
Hlutabréfamarkaður er skrítinn
skepna. Gengi bréfanna byggir
ekki síður á mannlegum tilfinn-
ingum og væntingum en verð-
gildi, sem hægt er að mæla í
framleiðslu og verðmætasköpun
þeirra fyrirtækja sem seld eru
eða keypt á opnum markaði.
Dæmi um undarlegheitin er fyr-
irtæki sem allir upplýstir notend-
ur veraldarvefsins þekkja vel,
bókasalan Amazon, sem sögð er
vera sú umfangsmesta í heimi
hér. Hlutabréf í henni hafa
hækkað um hundruð prósenta,
gott ef ekki þúsund, á nokkrum
árum. En bréfin hafa aldrei skil-
að beinum hagnaði því fyrirtæk-
ið hefur ávallt verið rekið með
mildu tapi, en rekur sjálft sig
með linnulítilli hlutabréfaút-
gáfu. A þetta líst fjárfestum
dæmalaust vel, enda hafa margir
grætt vel á því að kaupa hluta-
bréf í tapfyrirtækinu og selt þau
með góðum hagnaði.
Þetta er langt frá því að vera
einsdæmi því huglægt mat á fyr-
irtækjum, ekki síst þeim sem
tengjast veraldarvef og hugdett-
um hugbúnaðargúrúa hefur æst
upp hlutabréfamarkaði á síðari
tímum ekki síður en Ijarlægar
gull- og demantanámur gerðu á
bernskuskeiði hlutbréfamark-
aða, og kváðu slíkar námur enn
hafa mikið aðdráttarafl þeirra
sem hyggja á skyndigróða af
meira kappi en forsjá.
En væntingar og tiltrú pen-
ingamarkaðar eru ekki bundin
við kauphallir eru hvati á allt
efnahagskerfi þjóða og alþjóða-
markaðar. Þess vegna er mikil-
vægt að fólk trúi á stöðugleika og
velgengni í efnahagslífinu og
gera stjórnendur sitt besta til að
viðhalda bjartsýni og trú á stjórn-
visku þeirra.
Bankar og verðbréfamiðlarar
hafa undanfarna daga verið að
vara við verðbólguþróun sem
þeir sjá fyrir. Geir Haarde fjár-
málaráðherra og Birgir Isleifur
Gunnarsson seðlabankastjóri
ganga fram fyrir skjöldu og tor-
tryggja spárnar og láta að því
liggja að óábyrgir aðilar séu farn-
ir að rugga stöðugleikaskútunni
að óþörfu. Samt neita seðla-
bankamenn því ekki að þeir
muni hækka vexti innan tíðar,
sem er öruggt merki um verð-
bólguhættu.
Trúin flytui fjármagn
Trúin á hagvöxt og hátt verðgildi
hlutabréfa er einn meginþáttur-
inn í því að halda uppi framför-
um og velsæld á Vesturlöndum,
andstætt því sem orðið hefur í
hagkerfum austar og sunnar á
hnettinum. En fari að hrikta í
undirstöðum er hætta á að trún-
aðartraustið bresti og stigmögn-
un leiði til meiri ófara en stjórn-
málamönnum og peningafurst-
um þykir hollt að horfast í augu
við.
The Iconomist birti í nóvem-
ber s.l. greinaflokk um það sem
kölluð var „gleymda hættan'1 og í
febrúar var aftur á móti fjallað
um „nýju hættuna". I fyrrnefnda
tölublaðinu var varað við hinum
gífurlegu lántökum fyrirtækja og
einstaklinga. Einkum þykir
ástandið ískyggilegt í Bandaríkj-
unum, þar sem efnahagskerfið
er á hraðferð upp á við og vel-
megunin og eyðslan meiri en
nokkru sinni fyrr í sögunni.
Bankar og sjóðir keppast við að
lána hver sem betur getur því
ávaxta þarf meira peningamagn
en áður eru dæmi um. Lántak-
endur og eyðsluklær standa því
undir efnahagsbatanum. Blaðið
spyr ekki hvort blaðran spryngi,
heldur hvenær, en það verður
þegar skuldararnir ráða ekki
lengur við afborganir og vaxta-
greiðslur vegna illa grundaðra
fjárfestinga og eyðslu sem er
langt fram yfir fjárhagslega getu
sína.
Nýja hættan sem blaðið varaði
við í febrúar er verðhjöðnun sem
óheft samkeppni og lágt verð á
innflutningsvörum frá illa stæð-
um iðnríkjum getur valdið.
Margir fleiri þættir koma þar til,
svo sem þegar kaupgeta eyðslu-
fíklanna minnkar með þverrandi
lánstrausti. En svo mótsagna-
kennt sem það kann að virðast
getur verðhjöðnun og verðbólga
farið saman. Ef til að mynda
laun hækka og framleiðslukostn-
aður stendur ekki undir vöru-
verði er hætta á ferðum.
Ofhitnun í efnahagsliflnu
Þau einkenni sem hér er minnst
á eru vel þekkt hér á landi. Stöð-
ugleiki og hagvöxtur undangeng-
inna ára bendir ekki til neinna
kreppueinkenna á yfirborðinu.
Óburðugur hlutabréfamarkaður
sýnir svipuð einkenni og þróuð
viðskipti í kauphöllum vestan
hafs, bréfin eru á stöðugri upp-
leið og er markaðsverð þeirra
löngu komið yfir á það stig sem
efasemdarmenn kalla ofhitnun í
hagkerfinu. En óhefti markaður-
inn er ekki alltaf eins skynsamur
og hann er drottnungargjarn.
Verðbólgueinkennin sem ráða-
menn efnahagsmála reyna nú að
afneita til að magna ekki upp
ótrú á kerfin, eru sýnu alvarlegri
en þau sýnast vera á kyrrlátu yf-
irborði stöðugleikans. Og komist
verðbólgan á skrið er enginn
barnaleikur að stöðva hana. Það
sem við blasir er að verðtryggðar
skuldir munu hækka í takt við
aðrar hækkanir. Vextir munu
hækka að sama skapi.
Skuldir heimila magnast og
verður enn erfiðara að standa í
skilum eftir því sem tímar líða.
Verðhjöðnun fasteigna og lausa-
fjármuna getur fylgt í kjölfarið og
þarf ekki mikið Qármálavit til að
sjá til hvers slík þróun leiðir.
Verðbólguhrautm rudd
Það undarlega gerist, að það eru
stjórnvöld og nokkur öflugustu
fyrirtæki landsins sem kveikja
eldana og kynda undir það ófrið-
arbál, sem þeir geta orðið að.
Ríkið, tryggingafélögin og olíu-
risarnir ryðja verðbólgubrautina
með ótímabærum verðhækkun-
um og bankarnir eru ekki seinir
á sér að tilkynna vaxtahækkanir.
Stjómmálamenn og hálaunað-
ir viðhlægjendur þeirra veija fá-
ránlegar kauphækkanir, sem
glámskyggnir kjarardómarar
færa ráðherrum, alþingisfólki og
æðstu embættismönnum á gull-
diskum. Flottræflamir í Kjara-
dómi umbuna pólitíkusunum
með peningum sem sóttir eru
beint í grunna vasa skattgreið-
enda. Nú heimta lægra settir
embættismenn líka sínar kaup-
hækkanir og eru samanburðar-
fræðin í hávegum höfð meðal
flestra stétta opinberra starfs-
manna.
Reynt er að afsaka bjálfaskap-
inn með því að hækkunin á laun-
um þeirra sem Kjaradómur ber
fyrir bijósti nemi Iitlum upphæð-
um miðað við önnur ríkisútgjöld.
Það má satt vera, en hitt gleym-
ist, að launakjör eru tilfinninga-
mál og að Iaunþegum almennt er
gróflega misboðið þegar lands-
feðurnir nota aðstöðu sína til að
hygla sér og sínum á óskamm-
feilinn hátt á viðsjárverðum tím-
um. Svo biður þetta sama fólk al-
menna launþega að sýna hóg-
værð og biðlund til að viðhalda
þeim stöðugleika sem póli-
tíkusarnir hampa sem dæmi um
eigin stjórnvisku.
Allir tapa
Eins og að framan greinir byggist
velgengni á verðbréfaviðskiptum
á trú á Ijárfestingum og vænting-
um um að þær skili arði. Ef
menn hafa trú á stjórnendum
fyrirtækja sem eru á hlutabréfa-
markaði og halda að þeir muni
reka fyrirtækin af viti og forsjá,
eykst eftirspurnin eftir hluti í
þeim félögum og verðið hækkar.
Ef stjórnendur aftur á móti
standa ekki undir væntingum,
svo ekki sé talað um að þeir séu
spilltir og lagnir að skara eld að
eigin köku falla aksíurnar og all-
ir tapa.
Þegar alþingismenn og ríkis-
stjórn ganga á undan með
slæmu fordæmi í launamálum
og verðhækkunum og njóta at-
fylgis stærstu fyrirtækja landsins,
verður trúnaðarbrestur. Það er
engu líkara en að stjórnendur
hafi enga hugmynd um að al-
mennir kjarasamningar eru í
nánd og að launakjör eru líka til-
finningamál, engu síður en gengi
fyrirtækja á verðbréfamörkuð-
um.
Þegar að kröfugerð og samn-
ingum kemur munu ráðherrar og
atvinnurekendur spila á tilfinn-
ingar og heQa sinn hræðsluáróð-
ur. Þeir munu benda á verð-
bólguhættuna og sýna hvernig
verðtryggðu skuldirnar munu
bólgna út og margfaldast. Föður-
legar áminningar um hættu á at-
vinnuleysi munu magna áhyggj-
ur skuldugra einstaklinga.
Þenslumerkin blasa hvarvetna
við og lætur það opinbera ekki
sitt eftir Iiggja að ráðst í fram-
kvæmdir og hækka kaup þeirra
sem eru sólarmegin í launaskal-
anum. Láglaunafólki í fiskverk-
un og nokkrum öðrum „úreltum"
atvinnugreinum er sagt upp í
stórum stíl. Sýnast uppsagnirnar
einkum vera í landshlutum þar
sem sífellt er kappkostað að leita
byggðajafnvægis, hvað sem það
kann að merkja?
Ofhitnun í peningakerfinu,
launahækkanir og uppsagnir,
skuidasöfnun og þensla og verð-
bólga og verðhjöðnun. Allt eru
þetta vel sýnilegir þættir í ís-
lensku efnahaglífi, en er samt af-
neitað vegna þess að markaðs-
hyggjan byggir ekki síður á til-
finningu og óskhyggju en raun-
verulegu verðmætamati. Hún á
það sameiginlegt með sósíalism-
anum.
Ef til vill er tími til kominn að
láta stöðugleikann sigla sinn sjó.
Góðærið sem honum er samfara
hefur hvort sem er aldrei náð
nema til helmings þjóðarinnar,
eins og jafn glöggur efnahags-
rýnir og Sigurður B. Stefánsson
er, hefur bent á.
Hvað við tekur er best að spá
sem minnstu um, en það verður
ekki sú kyrrstaða sem mörgum
þykir eftirsóknarverð. En nýlega
tók Vísbending undir með fyrr-
nefndu bresku tímariti um efna-
hagsmál, að innan tíðar muni
stóráföll ríða yfir verðbréfa- og
peningamarkaði í okkar heims-
liluta eins og öðrum. Spurningin
er ekki hvort heldur hvenær?