Dagur - 11.06.1999, Síða 4
4 - FÖSTUDAGVR 11. JÚNÍ 1999
Ny sendmg væntanfeg
Glæsilegt úrval
Nýjar gerðir af gosbrunnum, úti og inni, styttum,
dælum og Ijósum, garðdvergum
' aHL fuglum o.fl. til garðskreytinga
GÆÐAMOLD
MOLDBLANDAN - GÆDAMOLD EHF.
Pöntunarsími 567 4988.
Vörufell hf.
v/Suðurlandsveg,
Hellu
Sími 487 5470
Gæðamold
í garðinn
Grjóthreinsuð mold,
blönduð áburði,
skeljakalki og sandi.
Þú sækir eða
við sendum.
Afgreiðsla á gömlu
sorphaugunum
í Gufunesi.
Sænsku bjálkahúsin
frá Stevert AB i o - 20 - 27 og 40 m2
Sýningarhús á horni
Hátúns og Sólfúns.
- Sumarhús
Sími 581 4088 og 699 6303
S JÍOPi
SLATTUVELAR
VETRARSOL
Landsþekkt
varahlutaþjónusta
HAMRABORG 1-3 • Sími 564 1864
HÚS& GARÐAR
Maggnús Víkingur innanum sólstofuefnið. - mynd: teitur
I sólstoítmni er
varminn allt árið
íslenska sumaríð er
stutt og stundum er
eins ogþaðgleymi að
koma. Þá erugóð ráð
dýr.
„Upp úr stríðsárunum fer fólk,
einkum í þéttbýli, að huga að
görðum og ræktun þeirra. Þá
brugðu banghagir menn á það
ráð að gera svokallaða vermireiti
(trékassi með glerloki) til að
lengja sumarið fyrir konuna."
Þessa gullvægu setningu er að
finna í bæklingi frá Gluggum og
garðhúsum og höfundur hennar
er Maggnús Víkingur fram-
kvæmdastjóri. Og hann heldur
áfram: „I öðrum tilvikum höfðu
hagleikmennirnir sjálfir gaman
að ræktuninni og slógu þá upp
sjálfstæðu húsi í garðinum og
þótti mikið til koma, j?ar mátti
jafnvel koma fyrir stól og fá sér
kaffisopa. Næst fóru menn að
tengja þessa garðskála við sjálft
íbúðarhúsið og upp úr því taka
framúrstefnuarkitektar að
hanna íbúðarhús með sólskál-
um, þar sem um eitt og sama
húsrýmið er að ræða. I dag þykir
sjálfsagt að hafa sólstofu, en það
er vandasamt að byggja hús úr
gleri á þann veg að notalegt sé
til íveru, hvort heldur úti sé 20
stiga frost og rok, 20 stiga hiti
og logn eða lemjandi slagveður."
Eins og vænta má kemur svo í
framhaldi af þessari klausu stað-
hæfing um að Gluggar og garð-
hús hafi fundið bestu lausnirnar
á vandanum og þvf er eðlilegt að
spurt sé: Hver er galdurinn? því
svarar Maggnús svo: „Ja, við
höfum unnið að þessari þróun í
15 ár og þar sem saman fer ís-
lenskt hugvit og afburða efni þá
fer ekki hjá því að útkoman er
góð.“ Efnið sem Maggnús á hér
„Ef þíí vcerir
gltiggi þd bceðir
þú um að vera
hvítur.“
við er gler og plast frá þýska
framleiðandanum Kömmerling.
„Þetta plast er efni sem rakinn
vinnur ekki á, fúasveppurinn
kemst ekki að og sem veðrast
ekki neitt,“ segir Maggnús.
Hann segir plastrammana bara
til í hvítu því fyrirtækið forðist
að nota liti sem vegi að efninu
sjálfu. „Sólarljósið er versti ó\án-
ur glugganna og ef þú værir
gluggi þá bæðir þú um að fá að
vera hvítur því hvíti Iiturinn
þenst minnst út,“ útskýrir hann.
Flottustu sóUiúsin eru á ís-
landi
Maggnús segir framleiðendur
efnisins í Þýskalandi hafa á orði
að hvergi í heiminum séu jafn
flott sólhús og hér á Islandi.
„Þeim finnst við hafa náð at-
hyglisverðum tökum á hitastýr-
ingu í húsunum í því sveiflu-
kennda veðurfari sem hér ríkir,“
segir hann og er greinilega
ánægður með þann vitnisburð.
„Við mælum með hitaspírölum í
gólfin því það er ónotalegt að
stíga á ísköld gólf þegar maður
ætlar að láta fara vel um sig.“
Um smíðina segir Maggnús að
fyritækið reyni að uppfylla kröf-
ur og þarfir kaupendanna hvers
fyrir sig.“ Þetta er allt sérsmíði
og við þjónum bæði sérvitring-
unum og hinum sem fara troðn-
ar slóðir." Hann kveður verðið á
fermetranum nánast það sama
og í öðru fbúðarhúsnæði á
höfðuborgarsvæðinu eða nálægt
100 þúsundum. „Þetta er ekkert
annað en fbúðarhúsnæði sem
hægt er að nota allt árið um
kring því þar er alltaf ylur. Sum-
ir halda að það sé einkum þægi-
legt á sumrin en staðreyndin er
sú að það er ekki síður notalegt
á öðrum árstímum. Við tölum
stundum um gluggaveður þegar
sólin skín úti en kuldinn nístir
um leið og komið er út fyrir dyr.
Sólstofan gerir okkur hinsvegar
Ideift að njóta gluggaveðursins,
með stóru N í njóta.“
Þessi síðasta staðhæfing
Maggnúsar kveikir á einni
óskyldri spurningu í lokin: Af
hverju hefurðu tvö g í Maggnús?
„Magnus er lanteskt lýsingarorð
sem þýðir mikill og útlendingar
bera það fram með opnu gi.
Þegar það hinsvegar er skrifað
með tveimur g-um þá bera þeir
það rétt fram þannig að Maggn-
ús er nothæfara nafn á alþjóða-
vettvangi." — GUN